Morgunblaðið - 12.01.2001, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 12.01.2001, Blaðsíða 1
Ekki tilbúnir að fara heim strax 2001  FÖSTUDAGUR 12. JANÚAR BLAÐ B B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A KNATTSPYRNA: INDRIÐI OG GYLFI KOMNIR Á LEIÐARENDA / B3 Helgi Sigurðsson, landsliðsmað-ur í knattspyrnu og leikmaður með gríska 1. deildarliðinu Panathinaikos, verður áfram í her- búðum gríska liðsins a.m.k. fram á sumarið en eftir fund með forráða- mönnum félagsins fyrir skömmu fékk Helgi þau skilaboð að hann væri ekki til sölu. Helgi sagði í sam- tali við Morgunblaðið fyrir nokkr- um misserum að hann væri að hugsa sér til hreyfings enda var hann þá ekki í náðinni hjá þjálfara liðsins. Síðan þetta viðtal var tekið við Helga hefur mikið rofað til hjá honum. Hann fékk tækifæri í byrj- unarliðinu í síðasta leik Pantahin- aikos fyrir áramótin og þakkaði fyr- ir það með því að skora tvö mörk. Helgi var svo í byrjunarliðinu í fyrsta leik liðsins á nýju ári og lagði upp tvö mörk í 3:0-sigri liðsins. „Þetta hefur breyst mikið á und- anförnum vikum og þjálfarinn er loksins farinn að hafa trú á mér. Mér hefur gengið vel í þessum leikj- um og þjálfarinn hefur sagt að hann ætli nota mig meira. Það er öruggt að ég verð að minnsta kosti hjá félaginu fram á sumarið og eftir það kemur bara í ljós með framhaldið. Það verður mikið álag á liðinu á næstu vikum. Við leikum sex leiki á fjórum vikum og ég tel víst að ég fái að spila eitthvað af þessum leikj- um,“ sagði Helgi í samtali við Morg- unblaðið en samningur hans við Panathinaikos rennur út árið 2002. Helgi ekki á förum DANIEL Costantini, landsliðs- þjálfari Frakka í handknatt- leik, segist hafa farið með lið sitt til þriggja leikja á Íslandi til að fela sig fyrir fjölmiðlum í heimalandi sínu. Í viðtali á heimasíðu heims- meistaramótsins 2001 segir Costantini: „Ég valdi sérstak- lega að fara til Íslands til að forðast fjölmiðlana, og vegna þess að um þessar mundir er dimmt þar í 20 tíma á sólar- hring. Það er mjög jákvætt að því leyti að það styrkir tengsl leikmannanna enn betur en áður.“ Costantini stefnir á heims- meistaratitilinn en hann hætt- ir störfum með landsliðið eftir keppnina. Hann telur að franska liðið eigi að komast í undanúrslit keppninnar án of mikilla erfiðleika, en eftir það fari málin að þyngjast. Þá gætu Frakkar þurft að sigra Rússa til að komast í úrslita- leikinn. „Það verður mjög erf- itt nema Jéróme Fernandez spili eins og hann getur best,“ sagði Costantini. Íslenskir handknattleiksáhugamenn taka eflaust undir það eftir að hafa séð þrumufleygana frá Fernandez í Laugardalshöll- inni í fyrrakvöld. Costantini var í felum á Íslandi Þórhallur Hinriksson skoraðimark Íslands í leiknum á 31. mínútu með skalla. Áður höfðu Úrúgvæmenn skor- að í tvígang. „Við erum ekki tilbúnir að fara heim með fyrsta skipi, eftir það sem við höfum lagt á okkur til að koma hingað.“ Atli tilkynnti leikmönnum sínum að boðið verði upp á rólegan dag í dag og þeir réðu því sjálfir hvort þeir myndu láta vekja sig í morg- unmat, eða sofa út að vild. „Það eina sem ég fer fram á við ykkur, er að þið verðið mættir nið- ur klukkan hálftólf að taka þátt í léttri morgunleikfimi. Við skokk- um hér í nágrenni hótelsins og síð- an tökum við léttar æfingar á grasbalanum við hliðina á hótel- inu,“ sagði Atli og leikmenn hans fögnuðu. Hvernig verður föstudagurinn hjá Atla? „Strákarnir fá þá að sofa út, síð- an verður létt hreyfing. Eftir það taka við rólegheit. Við munum fara í olíunudd og undirbúum okkur sem best fyrir leikinn gegn Ind- verjum. Það er leikur sem við ætl- um okkur að vinna – við erum ekki á þeim buxunum að fara heim strax. Við settum niður í ferða- töskur til að vera hér í minnst tíu daga. Það eru margir dagar eftir. Það er stórkostlegt að vera hér,“ sagði Atli. Morgunblaðið/Einar Falur Þórhallur Hinriksson og Sigurvin Ólafsson lenda saman en leikmenn Úrúgvæ fylgjast með í leiknum í Cochin í gær. „OKKUR líður vel hér og erum ekki tilbúnir að fara heim strax, þó svo að heima sé best. Við ætlum okkur að leggja Indverja að velli hvað sem það kostar,“ sagði Atli, sem hefur fengið stuðning frá sín- um mönnum. Þeir klöppuðu honum lof í lófa, þegar hann tjáði sína skoðun á málunum. Þetta sagði Atli eftir að íslenska landsliðið tap- aði 2:1 fyrir Úrúgvæ í fyrsta leik sínum á Indlandsmótinu í gær. Sigmundur Ó. Steinarsson skrifar frá Indlandi FYRSTI fundur Íþróttasambands Íslands (ÍSÍ) og Ungmennafélags Íslands (UMFÍ) um hugs- anlega sameiningu var haldinn í fyrrakvöld í framhaldi af samþykkt stjórnar UMFÍ í byrj- un desember þar sem fallist var á að hitta forsvarsmenn ÍSÍ. Á fundinum í fyrrakvöld bar Ellert B. Schram, forseti ÍSÍ, fram tillögu um að viðræður um sameiningu yrðu settar í ákveðinn farveg með því að skipa vinnuhópa sem fjalla eiga um mismunandi málefni sem snerta sameininguna. Þar má meðal annars nefna ferli sameiningarinnar, skiptingu og úthlutun lottóarðs og fleira. Tillögur Ellerts verða teknar fyrir á næsta stjórnarfundi UMFÍ, sem verður 9. og 10. febrúar, og framhald málsins ræðst af því hvaða afstöðu stjórn UMFÍ tekur. Hugmyndir ÍSÍ lagðar fyrir UMFÍ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.