Morgunblaðið - 12.01.2001, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 12.01.2001, Qupperneq 2
KNATTSPYRNA 2 B FÖSTUDAGUR 12. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ Alls eru þrettán lið eftir í keppn-inni í Cochin í Indlandi. Þrjú lið leika í þremur riðlum en fjögur lið eru í einum. Riðlaskiptingin er þannig: 1. RIÐILL: Júgóslavía, Bosnía og Banglades. 2. RIÐILL: Ísland, Úrúgvæ og Ind- land. 3. RIÐILL: Rúmenía, Jórdanía og Hong Kong. 4.RIÐILL: Chile, Uzbekistan, Bah- rein og Japan. Tvö lið komast áfram úr hverjum riðli. Sigurvegarinn í 2. riðli mætir liði númer tvö í 1. riðli í Kochin fimmtudaginn 18. janúar. Sigurveg- arinn í 1. riðli mætir liði númer tvö í 3. riðli í Goa laugardaginn 20. janú- ar. Sigurvegarinn úr 4. riðli mætir liði númer tvö í 2. riðli í Kalkútta laugardaginn 21. janúar og sigur- vegarinn í 3. riðli mætir liði númer tvö í 4. riðli í Kalkútta sunnudaginn 28. janúar. Halldór fékk upptöku af leiknum Halldór B. Jónsson, varaformað- ur Knattspyrnusambands Íslands og aðalfarastjóri í Indlandsferðinni, fékk mann til að taka leikinn gegn Úrúgvæ upp á myndband. Það er sjónvarpað hér frá öllum leikjum keppninnar, þannig að Halldór mun koma heim með myndband af öllum leikjum sem Ísland leikur hér. „Þetta er sögulegt mót fyrir okkur og því gott að eiga leikina til á myndbandi í safni Knattspyrnusam- bandsins,“ sagði Halldór. Þrettán þjóðir með í keppni Indriði var klár í slaginn ÞAÐ vakti mikla athygli að Atli Eðvaldsson setti Indriða Sigurðsson inná sem vara- mann, en hann kom ásamt Gylfa Einarssyni til Cochin í gærdag eftir erfiða ferð frá Noregi. Upphaflega var Indriði settur á leikskýrslu sem leikmaður, til að hann gæti verið með landsliðs- hópnum á bekknum og Gylfi var skráður sem aðstoðar- þjálfari í sama tilgangi. „Ég ætlaði ekki að nota þá félaga, en síðan fellur maður í ýmsar freistingar. En leik- urinn þróaðist þannig að ég varð að styrkja liðið á vinstri mönnum íslenska liðsins sam- an eftir kvöldmáltíð í gærkvöld og afhenti þremur þeirra nýliðamerki KSÍ, Kjart- ani Antonssyni, Sævari Þór Gíslasyni og Veigari Páli Gunnarssyni. Síðan hélt hann stutt ávarp og spurði leik- mennina hvort að þeim liði ekki vel hér í Cochin og hvort að þeir væru tilbúnir að fara heim. Þeir sögðust ekki vera til- búnir og þá svaraði Halldór að þeir yrðu að sýna það í leikn- um gegn Ingverjum á laug- ardaginn – að láta þá pakka saman í sínu heimalandi. vængnum. Þegar Indriði kom inná þá skapaðist ákveðin festa og öryggi. Ég vissi að Indriði var þreyttur eftir erf- itt ferðalag, en ég stóðst ekki þá freistingu að senda hann inná, þó að upphaflega væri hann átjándi maðurinn á vara- mannabekknum. Ég sá að um leið og Indriði var kominn í knattspyrnuskóna, var hann tilbúinn í slaginn,“ sagði Atli. Þrír fengu nýliðamerki Halldór B. Jónsson, varafor- maður Knattspyrnusambands Íslands og aðalfarastjóri í Ind- landsferðinni, hóaði leik- Þeir eru afar ánægðir yfir að verahér með landsliðinu. „Það er takmark allra knattspyrnumanna að fá að leika fyrir hönd Íslands og ekki skemmir það fyrir að byrja með svona æv- intýraferð,“ sagði Kjartan og Sævar Þór tók undir og sagði að ferðin væri stórkostleg upp- lifun. „Öll umgjörðin í kringum ferð landsliðsins hefur frábær,“ sagði Sævar Þór, sem hefur ekki farið upp yngri landsliðin eins og Kjartan. Þetta er hans fyrsta ferð með ís- lensku landsliði. Kjartan sagðist þekkja vel til marga leikmanna liðsins hér, þar sem hann hefði leikið og ferðast með þeim í yngri landsliðun- um, en Sævar Þór sagðist aðeins þekkja þá sem mótherja á völlunum heima. Þeir sögðust nú taka stefnuna á að halda sæti sínu í landsliðshópnum. „Það verður að nýta tækifærið þeg- ar það býðst. Það þýðir ekkert ann- að,“ sagði Kjartan og Sævar Þór sagði að þessi heiður yrði til þess að hann legði ofurkapp á að standa sig betur á komandi keppnistímabili. „Þessi ferð er mikil lyftistöng fyrir okkur leikmennina sem leikum heima á Íslandi. Að fá tækifæri til að yfir- taka landsliðið,“ sagði Kjartan. „Við fáum tækifæri til að sýna okkur, þó að við séum kannski ekki komnir í fulla leikæfingu þar sem keppnistímabilið er ekki hafið heima,“ sagði Sævar Þór. Þeir félagar eiga eftir að ferðast meira á næstunni. Kjartan fer með Eyjamönnum í æfingaferð til Port- úgal um páskana og Sævar Þór fer út með Fylki 10. febrúar og síðan aftur um páskana. „Þetta styttir veturinn heima,“ sagði Sævar Þór. Kjartan sagði að það erfiðasta við keppnina hér væri hinn mikli hiti. „Ég hef leikið með Eyjaliðinu Evrópuleik í Júgóslavíu í þrjátíu og sjö stiga hita. Það var erfitt fyrir mig að leika þá, það verður það eflaust einnig hér.“ Sævar Þór lék með Fylki á Kýpur í fyrra í hátt í þrjátíu stiga hita. „Það var erfitt. Það er meiri raki hér í loft- inu – maður svitnar um leið og maður gengur út af hótelinu,“ sagði Sævar Þór. Þeir sögðu að aðbúnaðurinn á hót- elinu væri glæsilegur og maturinn frábær. Þeir reiknuðu með verri aðbúnaði, eftir að hafa gist eina nótt í Bombay. Nýliðarnir Kjartan Antonsson og Sævar Þór Gíslason eru ánægðir með að vera komnir í landsliðið Stórkostlegt að fá þetta tækifæri FIMM nýliðar eru í landsliðs- hópnum, sem er hér í Indlandi. Tveir af þeim er Kjartan Antons- son, ÍBV, sem leikur sinn fyrsta landsleik, og Fylkismaðurinn Sævar Þór Gíslason, en þeir eru herbergisfélagar á Taj Resi- dency-hótelinu. Báðir léku þeir sinn fyrsta landsleik í gær er Ís- land mætti Úrúgvæ í fyrsta leik Indlandsmótsins. Morgunblaðið/Einar Falur Eftir morgunæfingu í fyrradag eyddi Sævar Þór Gíslason nokkrum dýrmætum dropum af drykkjarvatninu í að kæla herbergisfélaga sinn, Kjartan Antonsson. Báðir léku þeir í fyrsta sinn með íslenska landsliðinu í gær gegn Úrúgvæ á Indlandsmótinu. Sigmundur Ó. Steinarsson skrifar frá Indlandi Drukku 60 lítra af vatni GUÐMUNDUR R. Jóns- son, liðsstjóri landsliðs- ins, pantaði fimm kassa af vatni til að fara með í leikinn gegn Úrugvæ. Í hverjum kassa voru tólf eins lítra flöskur, þannig að farið var með 60 lítra af vatni í leikinn. Ekki veitti af, þar sem hitinn var 37 gráður. Vatnið kláraðist, þannig að það verður farið með meira í næsta leik – gegn Ind- landi – á morgun. „Það eina sem maður gæti kvartað yfir, væri að það er of mikið af kjúk- lingum í matinn. Þeir eru þó vel mat- reiddir, en við getum valið um fleiri rétti,“ sagði Sævar Þór og Kjartan tók undir. „Það er ekki hægt að kvarta yfir neinu hér, okkur líður vel.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.