Morgunblaðið - 12.01.2001, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 12.01.2001, Blaðsíða 4
KNATTSPYRNA 4 B FÖSTUDAGUR 12. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ Gunnlaugur, sem fékk einnig aðhorfa á gula spjaldið fyrir brot- ið, sagði að Úrúgvæmenn hefðu leik- ið eins og hann reiknaði með. „Ég bjóst þó við betra liði en þeir tefldu fram. Úrúgvæmenn eru alltaf snöggir og kraftmiklir eins og Suður- Ameríkumenn eru. Við vissum að leikurinn yrði erfiður, en það munaði ekki miklu að við næðum að jafna gegn Úrúgvæmönnum. Ég er mjög ánægður með hvað við náðum að halda út í leiknum, þrátt fyrir ýmsa erfiðleika í fyrri hálfleiknum. Mér fannst við vera betri aðilinn í leiknum og því er erfitt að standa uppi með tvær hendur tómar í þessari orrustu. Við erum ekki á þeim buxunum að gefast upp nú, eftir langa og erfiða ferð til Indlands. Við viljum vera hér nokkra daga til viðbótar – ekki halda heim á leið á sunnudaginn. Það var ákveðinn ótti fyrir leikinn gegn Úrúgvæ. Það verður ekki upp á ten- ingnum er við glímum við Indverja. Í þann leik mætum við með aðeins einu hugarfari – að fagna sigri og framlengja dvöl okkar hér á Ind- landi. Ef við verðum ekki hér, erum við tilbúnir að fara til Kalkútta,“ sagði Gunnlaugir. Óheppinn að verja ekki vítaspyrnuna „Þetta voru afar ódýr mörk sem við fengum á okkur. Ég var þó ekki langt frá því að ná að verja víta- spyrnuna – knötturinn rétt straukst við fingurgómana,“ sagði Gunnleifur Gunnleifsson, sem lék sinn fyrsta heila landsleik í markinu. „Ég er óhress með að fá á mig svona ódýr mörk, en svona fór þetta í dag. Það voru röð af mistökum sem kostuðu okkur mörkin. Þegar Gunn- laugur braut á Úrúgvæmanninum var knötturinn langt fyrir ofan þá, þannig að hvorugur átti möguleika á að ná til hans. Í öðru markinu komst leikmaður upp í hornið – það var nokkuð sem við ætluðum að reyna að koma í veg fyrir, góð fyrirgjöf kom fyrir markið og í baráttu um boltann hafði leikmaður Úrúgvæmanna bet- ur og ég varð að sjá á eftir honum í netið fyrir aftan mig,“ sagði Gunn- leifur og bætti við: „Það var rosalega erfitt að leika þennan leik. Hita- svækjan var mikil. Við vissum það að við urðum að vera þolinmóðir í byrj- un leiksins, en svo fengum við þessi hræðilegu mörk á okkur með stuttu millibili. Við höfðum hreinlega ekki orku til að ná að jafna metin og undir lokin voru allir búnir. Við erum ákveðnir að láta þessi vonbrigði ekki hafa áhrif á okkur. Við náum að hvíla okkur í kvöld og á morgun, síðan komum við dýrvitlausir í leikinn gegn Indverjum. Til að vera hér áfram þurfum við að vinna leikinn stórt og Indverjar síðan að leggja Úrúgvæmenn að velli. Við stefnum aðþví að vinna Indland, við getum ekkert gert í leiknum þegar Indverj- ar og Úrúgvæmenn eigast við. Þá er- um við aðeins áhorfendur. Við ætlum okkur áfram, hvort svo sem við verð- um hér eða förum til Kalkútta,“ sagði Gunnleifur. Ýtti aðeins við leikmanninum „ÉG verð að viðurkenna það að ég ýtti aðeins við leikmanni Úrúgvæ þegar vítaspyrnan var dæmd. Það var klaufalega gert hjá mér. Ég vissi að það má ekki koma neitt við leikmenn frá Suður-Ameríku – ekki einu sinni blása á þá, þá eru þeir fallnir í valinn. Þetta voru mis- tök sem eiga ekki að gerast hjá reynslumiklum leikmanni eins og mér,“ sagði Gunnlaugur Jónsson, sem fékk á sig vítaspyrnuna sem Úrúgvæmenn opnuðu leikinn á. Þórhallur Hinriksson skorar eina mark Íslands gegn Úrúgvæ á 31 Ég hefði viljað ganga af leikvellisem sigurvegari, en því miður tókst það ekki. Þetta var erfiður leik- ur. Hitinn var mikill og það vann með Úrúgvæmönnum, sem eru léttleik- andi og snöggir. Það er erfitt að glíma við þannig leikmenn fyrir okkur, sem erum svo að segja æfingalausir – flestir voru að leika sinn fyrsta kapp- leik frá því í september,“ sagði Ólafur Örn Bjarnason, leikmaður með Grindavíkurliðinu. Ólafur Örn var óhress með úrslitin, eins og samherjar hans. „Með smá heppni hefðum við getað lagt Úrúgvæmenn að velli. Mörkin sem við fengum á okkur voru afar ódýr og þá hafði Tryggvi ekki heppnina með sér, þegar skoti hans var bjargað á línu,“ sagði Ólafur, sem var ekki langt frá því að jafna leikinn á síðustu mín- útu fyrri hálfleiksins – fast skot hans fór rétt yfir mark Úrúgvæmanna. „Hræðaslan við hitann kom niður á leik okkar. Við vorum ekki nógu hreyfanlegir fram í byrjun, héldum okkur aftarlega á vellinum. Ástæðan fyrir því var að við vorum hræddir við að sprengja okkur í byrjun leiks. Við vorum ákveðnir að gera breyt- ingar á leik okkar í seinni hálfleik og setja meiri pressu á Úrúgvæmennina – vinna knöttinn framar á vellinum. Það vantaði meira sjálfstraust í leik okkar til við næðum að brjóta Úrúgvæmenn á bak aftur. Hreyfing- in var ekki nægileg hjá okkur, þar sem menn voru að spara sig í hit- anum. Við settum pressu á það undir lokin, en náðum ekki að fylgja eftir tveimur hornspyrnum sem við feng- um – með smá heppni hefðum við get- að sett inn jöfnunarmark,“ sagði Ólafur Örn. Erfitt að vera einn í fremstu víglínu Guðmundur Benediktsson fékk ekki öfundsvert hlutverk í leiknum – hann var eini leikmaðurinn í fremstu víglínu íslenska liðsins. „Það var frek- ar erfitt að vera að eiga við marga sóknarleikmenn í þessum hita. Þar sem við vissum ekkert um Úrúgvæ- menn var leikaðferð okkur lögð þann- ig upp fyrir leikinn, að ég væri einn á flakki í fremstu víglínu. En því miður fengum við á okkur tvö mörk í byrj- un. Ef við hefðum getað sloppið við þau, er ég viss um að úrslitin hefðu orðið betri fyrir okkur. Fyrri hálfleikurinn var langt frá því að vera góður hjá okkur. Við vor- um þá of varkárir og menn fylgdu ekki mikið með fram er við vorum með knöttinn. Þar með var mitt hlutverk mjög erfitt í þessum mikla hita. Við þessar aðstæður getur maður ekki verið endalaust á ferðinni,“ sagði Guð- mundur og hann taldi að eftir þessi átök við hitann yrðu leikmenn ís- lenska liðsins ekki upplitsdjarfir á morgun. „Það er á hreinu að menn verða slappir. Við verðum að ná góðri hvíld fyrir leikinn gegn Indverjum, sem verður einnig erfiður. Það er ekkert grín að leika á móti liði sem hefur um hundrað þúsund áhorfendur til að styðja við bakið á sér. Við ætlum okk- ur áfram, þannig að við erum ákveðn- ir að leggja Indverja að velli á þeirra heimavelli,“ sagði Guðmundur. Einn erfiðasti leikurinn á ferlinum Gjafmildi þeirra, án þess að getaákveðið verð, var þeim dýrkeypt. Það voru leikmenn Úrúgvæ sem sátu hinum megin við borð- ið og gengu sigri hrós- andi frá því – fögnuðu sigri á Indlandsmótinu, 2:1. „Það var niður- drepandi að fá þessi mörk á sig. Ég gat ekki komið í veg fyrir þau,“ sagði Gunnleifur Gunnleifsson sem stóð á milli stanganna í íslenska markinu. Sigur Úrúgvæmanna var sanngjarn – þeir voru aðgangsharðari í öllum gerðum á ódýra markaðinum sem kostaði leikmenn Íslands blóð, mikinn svita og tár. Ekki er hægt að segja að leikmenn fylkinganna sem mættu hafi verið með stórskotahríð í leiknum – fyrsta skot að marki kom ekki fyrr en á 19. mín. leiksins og það reyndi Úrúgvæmað- urinn Ricardo Varela en skot hans var ómarkvisst af 27 m færi, knötturinn fór langt fram hjá marki Íslands. Úrúgvæmenn voru aðgangsharðari í byrjun leiks, leikmenn Íslands í varn- arhug. Ekki í nægri æfingu Þeir áttu í erfiðleikum með að halda knettinum og greinilegt var að leik- mennirnir voru ekki í mikilli æfingu til að spyrna knetti á milli sín. Miðjumennirnir Ólafur Örn Bjarna- son og Þórhallur Hinriksson lágu langt aftur á miðjunni, stundum þétt að miðvörðunum Bjarna Þorsteinssyni og Gunnlaugi Jónnssyni. Þar með fór ekki mikið fyrir Sigurvini Ólafssyni fyrir framan þá og til hliðar sást lítið til Tryggva Guðmundssonar og Sigþór Júlíussonar enda höfðu þeir ekkert að moða úr. Úrúgvæmenn gældu við k tæ va of þ Ódýr opna ÞAÐ er hægt að prútta um ýmislega hlu títiprónum upp í hatta, en ég hef ekki ky prútta um mörk. Íslensku landsliðsmen aðinn“ hér í gær, þegar þeir hreinlega g mörk á fimm mínútum. Sigmundur Ó. Steinarsson skrifar frá Indlandi    "  % &' " &"  2 " & 6  5 5  Morgunblaðið/Einar Falur Við loks leiksins við Úrúgvæ kastaði Sigurvin Ólafsson og aðrir landsliðsmenn mæðinni á varamannabekknum, þömbuðu vatn og helltu því yfir sig, enda óvanir að leika í hita eins og er í Cochin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.