Morgunblaðið - 12.01.2001, Page 7

Morgunblaðið - 12.01.2001, Page 7
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. JANÚAR 2001 B 7 Leikjaskóli barnanna -Ásvöllum Seinna námskeið vetrarins hefst á morgun, laugardaginn 13. janúar. Yngri hópur 2-3 ára, kl. 10.00. Eldri hópur 3-5 ára, kl. 10.40. Menntaðir kennarar. Nýskráning í síma 5652424 og 5258700. Skólastjórn.  RAGNHEIÐUR Stephensen og stöllur hennar í Bryne unnu sinn fyrsta sigur í norsku úrvalsdeildinni í handknattleik á þessu keppnistíma- bili. Bryne fékk Sola, lið Drífu Skúla- dóttur og Þórdísar Brynjólfsdóttur, í heimsókn og sigraði 22:15. Ragn- heiður skoraði eitt af mörkum Bryne, sem með sigrinum komst úr botnsætinu í fyrsta sinn í vetur. Bryne er í 11. sæti af tólf liðum með fjögur stig en Sola er í sjötta sætinu með 11 stig.  ANDRIUS Stelmokas, leikmaður KA, var markahæstur liðsmanna landsliðs Litháen sem vann Rúmen- íu, 24:15, í forkeppni að undankeppni. Leikurinn fór fram í Kaunas í Lithá- en í fyrrakvöld. Robertas Pauzuolis, leikmaður Selfoss og Gaulkaskas Gintas og Savukynas Gintaras frá Aftureldingu léku einnig með lands- liði Litháen í leiknum. Þjóðirnar eig- ast við að nýju í Rúmeníu á sunnu- dag.  STEPHEN Lee, einn fremsti snó- kerspilari heims, hefur verið sektað- ur um tæpa milljón króna fyrir neyslu kannabisefna, en það kom fram á lyfjaprófi eftir mót síðasta haust. Hann fékk ekki keppnisbann þar sem sýnt þótti að tilgangur neysl- unnar hefði ekki verið að bæta árang- ur sinn. Lee þarf að auki að greiða málskostnað, um 125 þúsund krónur.  COVENTRY City hefur áhuga á að kaupa miðherjann John Hartson frá 1. deildarliði Wimbledon. Norsku eigendur Lundúnaliðsins hafa sam- þykkt rúmlega 500 milljóna króna kauptilboð frá Coventry og til stend- ur að samningar verði undirritaðir um helgina.  MATT Le Tissier sem leikið hefur með enska knattpyrnufélaginu Sout- hampton síðastliðin 16 ár er farinn að óttast um framtíð sína hjá félaginu. Samningur Le Tissier við félagið rennur út í sumar og forráðamenn félagsins hafa ekki sýnt neinn áhuga á að framlengja dvöl kappans hjá félaginu.  BRADFORD City hefur í hyggju að selja framherjann Dean Windass ef rétt verð fæst fyrir leikmanninn. Windass lék áður með skoska liðinu Aberdeen og forráðamenn Bradford vonast til þess að geta selt leikmann- inn fyrir um 200 milljónir króna.  JEAN Tigana þjálfari 1. deildar- liðsins Fulham vill ólmur halda mið- vallarleikmanninum Lee Clarke í herbúðum liðsins. Newcastle United hefur boðið Alain Goma í sléttum skiptum fyrir Clarke en Tigana segir að Goma sé aðeins metin á rúmlega 250 milljónir króna en að hans mati er Clarke metin á rúmlega 500 millj- ónir.  IPSWICH Town hefur selt fram- herjann David Johnson til 1. deild- arliðsins Nottingham Forest og er kaupverðið tæplega 400 milljónir króna. David Platt, framkvæmda- stjóri Forest, bindur miklar vonir við Johnson sem hefur mest setið á vara- mannabekknum í vetur þar sem vel hefur gengið hjá Marcus Stewart í framlínu Ipswich. FÓLK Björgvin varð í 32. sæti DALVÍKINGURINN Björgvin Björgvinsson hafnaði í 32. sæti á sterku svigmóti í Hochkar í Austurríki í fyrradag. Sigurvegari var slóvenski skíðakappinn Juri Kosir sem fékk tímann 1.39,40 mín., en tími Björgvins var 1.43,03 mín. og hlaut hann 28,45 FIS-stig (styrkstig) sem er einn besti árangur hans til þessa. 130 keppendur tóku þátt í mótinu og var Jóhann Friðrik Haralds- son einn þeirra sem féllu úr keppni. Björgvin og Jóhann Friðrik eru að búa sig undir heimsmeist- aramótið sem hefst í St. Anton í Austurríki í næsta mánuði. Ef það var eitthvað sem vannþennan leik voru það draugar íþróttahússins. Þetta er eitt það skuggalegasta sem ég hef upplifað. Ég sagði leikmönnum að við skyldum reyna að hafa gaman af þessu þegar við vorum 30 stigum undir og þá fórum við loksins að slaka á. Við gerðum okkur erfitt fyr- ir í sókn og vörn í fyrri hálfleik en síðan small leikurinn síðustu sjö mínúturnar. Haukarnir komu vel undirbúnir til leiks og hittu úr hverju skoti í fyrri hálfleik. Við gáf- umst hins vegar ekki upp og menn mega ekki slaka á í Hveragerði,“ sagði kampakátur Pétur Ingvars- son, spilandi þjálfari Hamars. Leikmenn Hamars vilja sennilega gleyma fyrri hálfleik gegn Haukum sem fyrst en á þessum 30 mín. áttu gestirnir stjörnuleik. Mest bar á Mike Bargen, Jóni Arnari Ingvars- syni og Guðmundi Bragasyni sem keyrðu sína menn áfram. Vörn Ham- ars hriplak og virkaði engan veginn. Haukar skoruðu þegar þeim sýndist og buðu þeir upp á skotsýningu. Í lok fyrsta leikhluta var staðan 28:16 fyr- ir Hauka. Í öðrum leikhluta héldu hremm- ingar Hamars áfram og Haukar spiluðu áreynslulaust og af æðru- leysi. Sem dæmi skoraði Hamar ekki stig fyrstu fimm mínútur leiksins en Haukar hins vegar settu niður 8 stig. Þeir spiluðu agað en leikmenn Ham- ars, sem virkuðu mjög. Í hálfleik var staðan 50:32 fyrir Hauka Haukar náðu 30 stiga forskoti Útlitið hélt áfram að versna hjá Hamarsmönnum um miðjan þriðja leikhluta en þá náðu Haukarnir 30 stiga mun, 70:40, á meðan heima- menn voru enn við sama heygarðs- hornið. Miðherjar Hauka skiluðu sínu hlutverki vel og unnu vel undir körfunni, ólíkt miðherjum Hamars sem varla tóku frákast. Haukar settu þá inn á óreyndari og yngri leikmenn en við það náði Hamar að klóra í bakkann og minnka muninn aftur niður í 18 stig, 74:56. Þá kveikti Skarphéðinn Ingason í leikmönnum Hamars með glæsilegri troðslu í lok leikhlutans og sýndi að hann neitaði að gefast upp þótt útlitið væri svart. Fjórði leikhluti átti eftir að verða afdrifaríkur fyrir Hauka. Skyndi- lega var komin feiknaleg barátta í Hamarsmenn sem hreinlega neituðu að gefast upp. Miðherjar Hamars fóru að taka fráköst og vinna vel en þó var það Chris Dade sem fór þar fremstur í flokki og tók 10 fráköst, þar af sjö í þessum leikhluta. Haukar runnu algerlega á rassinn og gerðu þeir aðeins 12 stig á móti 31 stigi Hamars. Þegar fjórar mínútur lifði leiks var munurinn einungis 1 stig, 77:78. Þegar 30 sek. voru eftir höfðu Haukar enn eins stigs forystu, 85:86, en þá fengu þeir dæmt á sig skref sem átti eftir að draga stóran dilk á eftir sér. Þegar 16 sek. voru eftir skoraði Chris Dade síðustu körfu leiksins og Hamar komst í fyrsta sinn yfir í leiknum frá í blábyrjun. Karfan virtist vera sem blaut tuska í andlit Hauka sem áttu máttlaust lokaskot þegar flautað var af. Aumingjaskapur „Aumingjaskapur er það fyrsta sem kemur upp í hugann. Haukar sem hafa jafngóða leikmenn í sínum hópi og raun ber vitni eiga ekki að tapa niður 30 stigum og tapa. Það virðist hins vegar loða við okkur að við rekum ekki smiðshöggið leikina sem við förum í og þessi leikur var hreint út sagt skandall,“ sagði Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka, eftir leikinn. Bestir síðustu sjö mínútur leiksins voru þeir Chris Dade, Pétur Ing- varsson, Skarphéðinn Ingason og Svavar Pálsson. Chris átti nokkuð jafnan leik en í fyrri hálfleik átti hann við örlítinn sviðskrekk að stríða. Í liði Hauka var Guðmundur Bragason firnasterkur í vörninni og átti hann ágætan sprett undir lok leiks þegar slokknaði á öðrum Haukamönnum. Mike Bargen stóð fyrir sínu og skoraði 31 stig og Jón Arnar Ingvarsson átti einnig ágætan leik. Valsmenn í vondum málum Það voru ungu mennirnir sem sáuum baráttuna í leik Skallagríms og Vals í íþróttahúsinu í Borgarnesi í gærkvöldi þar sem heimamenn fóru með sigur, 97:89. Með sigrinum hafa Borgnesingar fjar- lægst botnbaráttuna en Valsmenn sitja í neðsta sæti deildarinnar og staða þeirra er orðin nokkuð erfið- Leikurinn fór rólega af stað. Heima- menn náðu fljótt undirtökunum og virtust ætla að eiga auðvelt með að landa góðum sigri. Hlynur Bærings- son var afgerandi bestur í fyrsta leikhluta. Hann skoraði 11 stig auk þess að ná fráköstum og fiska villur og víti. Sigmar var mjög hreyfanleg- ur og stjórnaði spilinu. Í öðrum leik- hluta náðu Valsmenn góðum kafla. Guðmundur Björnsson stýrði spilinu vel og með því að laga varnarleikinn náðu Valsmenn að jafna og komast yfir, 35:39. Herbert skoraði 3ja stiga körfu, Bryan Hill náði sér aðeins á strik og skoraði tvær körfur í röð og bætti víti við í þeim sóknum auk þess að taka nokkur fráköst. Varnarleik- urinn var að sama skapi slappur hjá Skallagrími í þessum leikhluta og því gengu Valsmenn á lagið. Alex- ander Ermolinski hafði greinilega áhyggjur, kom inn á og varnarleik- urinn lagaðist. Skallagrímur náði aftur undirtökum í leiknum og lauk hálfleiknum með 49:45. Í þriðja leikhluta juku Skalla- grímsmenn forskotið aðallega með góðum leik yngri leikmannana Haf- þórs Gunnarssonar og Hlyns Bær- ingssonar. Varnarleikur Valsmanna var slakur, jafnframt þurftu þeir að hafa mikið fyrir þeim körfum sem þeir skoruðu. Í fjórða og síðasta leik- hluta var hörkuspenna í gangi sem náði hámarki þegar um 4 mínútur voru eftir. Staðan var þá 83:82. Vals- menn höfðu með betri varnarleik og mikilli baráttu náð að laga stöðuna. Bjarki Gústafsson fór á kostum og skoraði 17 stig í síðasta leikhlutan- um og þar af nokkrar þriggja stiga körfur. Herbert sá um leikstjórnina. En samfara bættum varnarleik Skallagrímsmanna náðu þeir yfir- höndinni í lok leiksins. Warren virt- ist aðeins fara í gang síðustu mín- úturnar og átti auðvelt með að klára dæmið. Almennt má segja ungu mennirn- ir í báðum liðum hafi séð til þess að einhver spenna og leikgleði var fyrir hendi. Hlynur, Hafþór og Pálmi stóðu sig mjög vel hjá Skallagrími en hjá Val voru Bjarki, Guðmundur og Sigurbjörn bestir. Ljósmynd/Guðmundur Karl Það var glatt á hjalla í herbúðum Hamars í gærkvöldi. Hér fagna Chris Dade og bræðurnir Svavar og Hjalti Pálssynir. Ævintýralegur sigur HAMAR lagði Hauka, 87:86, í hreint út sagt ótrúlegum sveifluleik í Hveragerði í gærkvöldi. Haukar náðu mest þrjátíu stiga forskoti um miðjan þriðja leikhluta og virtust vera með sigurinn í höndunum. Ef eitthvað má segja um leik Hamars fyrstu 33 mínúturnar voru þeir með „buxurnar á hælunum.“ Dæmið snerist síðan skyndilega við síðustu 7 mínúturnar og á lokasekúndunum stal Hamar sigrinum af Haukum sem hafa sennilega ekki áttað sig á því enn þá. Helgi Valberg skrifar Guðrún Vala Elísdóttir skrifar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.