Morgunblaðið - 12.01.2001, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 12.01.2001, Blaðsíða 6
ÍÞRÓTTIR 6 B FÖSTUDAGUR 12. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ Njarðvíkingar óku undan vindi tilReykjavíkur í gærkvöldi og þeir voru enn með vindinn í bakið, léku mjög hratt og komu heimamönnum í opna skjöldu í upp- hafi leiks og gerðu fyrstu átta stigin. Það var ekki fyrr en heimamenn höfðu tekið leikhlé og ráðið ráðum sínum að þeir gerðu fyrstu stigin eft- ir hálfa fimmtu mínútu. Eftir það jafnaðist leikurinn og í öðrum leik- hluta náðu ÍR-ingar undirtökunum, komust meðal annars í 34:26, en á lokakafla hálfleiksins gerðu Njarð- víkingar tíu stig gegn fjórum heima- manna og staðan í leikhléi 38:38. Allt var í járnum þar til tæpar þrjár mínútur voru eftir af þriðja leikhluta og staðan 50:50. Það sem eftir var leikhlutans gerðu gestirnir tíu stig og héldu síðan uppteknum hætti í upphafi síðasta leikhlutans, gerðu þá níu stig gegn tveimur og staðan var nú orðin 57:69 og ekki aft- ur snúið. Þrátt fyrir að ÍR-ingar reyndu að leika stífan varnarleik og flýttu sér eins og þeir mest máttu í sókninni gekk ekki hjá þeim að minnka mun- inn, til þess voru Njarðvíkingar allt of sterkir. Heimamenn flýttu sér full- mikið í lokin og náðu ekki að gera nema tíu stig í síðasta leikhlutanum. ÍR-ingar voru dálítið köflóttir í þessum leik. Áður er getið slakrar byrjunar hjá þeim en þegar þeir hurkku í gang átti Halldór Krist- mannsson fínan leik, gerði sjö stig í fyrsta leikhluta og lék fína vörn gegn Brenton Birmingham. Halldór gerði síðan fyrstu stigin í öðrum leikhluta en kom lítið við sögu í stigaskorun eftir það. Eiríkur Önundarson fann sig aldr- ei í leiknum og munar mikið um það fyrir ÍR. Ólafur Sigurðsson átti fína spretti og eins Hreggviður Magnús- son, en sá eini sem lék eðlilega allan leikinn var Cedrick Holmes, sem gafst aldrei upp frekar en fyrri dag- inn. Hann tók 14 fráköst í gærkvöldi. Hjá Njarðvíkingum var Teitur Ör- lygsson fjarri góðu gamni en hann tognaði lítillega í vikunni og hvíldi því að þessu sinni. Logi Gunnarsson átti góðan leik og það heyrir orðið til und- antekningar þegar pilturinn sá leikur ekki vel. Sömu sögu má segja um Brenton Birmingham, þrátt fyrir að leikið væri stíft á hann í vörninni stóð hann fyrir sínu. Friðrik Stefánsson átti einnig ágætan dag svo og Jes V. Hansen sem tók 12 fráköst. Njarð- víkingar eru ekki árennilegir þegar þrír síðastnefndu mennirnir einbeita sér að því að stíga út í teignum, enda allir hávaxnir og sterkir leikmenn. Morgunblaðið/Kristinn Hreggviður Magnússon sækir hér að körfu Njarðvíkinga en Halldór Karlsson er til varnar. Njarðvíkingar á toppinn NJARÐVÍKINGAR komust á topp úrvalsdeildarinnar á nýjan leik í gærkvöldi þegar þeir lögðu ÍR 78:65 í Seljaskóla. Þeir eru með 20 stig eins og Keflvíkingar en höfðu betur í nágrannaslag við þá fyrr í vetur og eru því ofar, en Keflvíkingar eiga leik til góða, taka á móti KR-ingum í kvöld. Skúli Unnar Sveinsson skrifarTillaga þýsku íþróttaforystunnarum að meina útlendingum frá löndum utan Evrópubandalagsins að leika með liðum utan efstu deild- ar mætir mikilli andstöðu hjá forvíg- ismönnum handknattleikshreyfing- arinnar í landinu. Heinz Jacobsen, formaður stjórn- ar deildakeppninnar, segist efast um að þessi breyting standist lög. „Það er ekki hægt að gera þetta, við getum ekki haft mismunandi reglur fyrir tvær efstu deildirnar. Þetta eru tvær atvinnudeildir og það er ekki hægt að taka pólitíska ákvörð- un um að breyta því,“ sagði Jacob- sen við netmiðilinn Sport 1. Uwe Schenker, framkvæmdastjóri Kiel, sem á sæti í stjórn deildakeppninn- ar, tekur í svipaðan streng. „Það er ekki hægt að hefta atvinnutækifæri manna á þennan hátt. Tillagan í heild sinni er út í hött,“ sagði Schwenker. Eins og fram kom í Morgun- blaðinu fyrr í vikunni er Heiner Brand, landsliðsþjálfari Þjóðverja, á annarri skoðun. Hann telur að fleiri ungir leikmenn fái tækifæri í 2. deildinni ef þessi breyting verði að veruleika og það sé gott fyrir þýsk- an handknattleik. Andstaða við að takmarka fjölda útlendinga KÖRFUKNATTLEIKUR Epson-deild karla: Keflavík: Keflavík – KR.............................20 Sauðárkrókur: Tindastóll – Grindavík .....20 1.deild karla: Þorlákshöfn: Þór – Selfoss ........................20 HANDKNATTLEIKUR 2.deild karla: Víkin: Víkingur – Fjölnir ...........................20 Í KVÖLD HANDKNATTLEIKUR Undankeppni EM 1.riðill: Eistland – Austurríki ........................... 38:25 2.riðill: Finnland – Slóvakía ..............................27:27 Belgía – Búlgaría...................................18:23  Slóvakía 5 stig , Finnland 5, Búlgaría 2, Belgía 0. 3.riðill: Bosnía – Tyrkland.................................30:28 Georgía – Grikkland .............................kvöld 4.riðill: Litháen – Rúmenía................................24:15 5.riðill: Lúxemborg – Ísrael ..............................23:29 Holland – Kýpur....................................34:21  Holland 6 stig, Ísrael 6, Lúxemborg 0, Kýpur 0. Fjögurra landa mót í Portúgal Portúgal – Pólland................................ 26:19 Júgóslavía – Túnis ................................ 25:23 Fjöldi leikja U T Mörk Stig Njarðvík 13 10 3 1171:1051 20 Keflavík 12 10 2 1109:980 20 Tindastóll 12 9 3 1045:976 18 Haukar 13 7 6 1085:1027 14 Hamar 13 7 6 1077:1097 14 KR 12 7 5 1038:989 14 Grindavík 12 7 5 1024:1000 14 Skallagr. 13 6 7 1066:1164 12 ÍR 13 5 8 1044:1094 10 Þór A. 12 4 8 1028:1076 8 KFÍ 12 2 10 1030:1139 4 Valur 13 1 12 978:1102 2 ÚRSLIT KÖRFUKNATTLEIKUR Íþróttamiðstöð Borgarness, Epsondeildin í körfuknattleik karla, fimmtudaginn 11.janúar, 2001. Skallag – Valur/Fjölnir 97:89 Gangur leiksins: 7:5, 11:7, 15:6, 22:16 29:20, 31:25, 35:33, 35:37, 41:43, 49:45, 52:47, 61:51, 65:57, 71:61, 74:64, 74:69, 78:77, 83:80, 89:84, 97:89 Stig Skallagríms: Warren Peebles 34, Hlynur Bæringsson 26, Hafþór Gunnars- son 17, Sigmar Egilsson 8, Pálmi Sævars- son 6, Alexander Ermolinski 4, Evgenij Tomilovski 2. Fráköst: 23 í vörn – 10 í sókn. Stig Vals/Fjölnis: Bjarki Gústafsson 24, Brian Hill 22, Guðmundur Björnsson 15, Sigurbjörn O. Björnsson 12, Herbert Arn- arson 10, Ragnar Steinarsson 5 Fráköst: 18 í vörn – 5 í sókn. Villur: Skallagrímur 16, Valur 17. Dómarar: Helgi Bragason og Rúnar Gísla- son, ágætir. Áhorfendur: 234. Hamar – Haukar 87:86 Íþróttahúsið í Hveragerði: Gangur leiksins: 3:0, 3:16, 7:16, 7:20, 9:22, 12:22, 13:24, 16:28, 16:37, 20:39, 25:41, 29:47, 32:50, 34:55, 38:57, 38:65, 40:65, 40:70, 46:70, 47:73, 56:74, 65:76, 70:78, 77:78, 78:81, 81:81, 81:83, 83:83, 83:86, 87:86. Stig Hamars: Chris Dade 42, Pétur Ing- varsson 14, Skarphéðinn Ingason 13, Svav- ar Pálsson 10, Hjalti Pálsson 4, Óli S. Bar- dal 2, Lárus Jónsson 2. Fráköst: 21 í vörn – 8 í sókn Stig Hauka: Mike Bargen 31, Lýður Vign- isson 13, Guðmundur Bragason 12, Bragi Magnússon 9, Jón Arnar Ingvarsson 9, Ingvar Guðjónsson 4, Marel Guðlaugsson 4, Davíð Ásgrímsson 2, Eyjólfur Jónsson 2. Fráköst: 30 í vörn – 8 í sókn. Villur: Hamar 23 – Haukar 28. Dómarar: Jón Bender og Erlingur Snær Erlingsson, þokkalegir. Áhorfendur: 430. ÍR – Njarðvík 65:78 Íþróttahús Seljaskóla: Gangur leiksins: 0:8, 4:11, 9:14, 14:16, 18:16, 26:22, 34:26, 38:38, 41:41, 50:50, 51:58, 55:60, 57:69, 60:73, 65:78. Stig ÍR: Cedrick Holmes 19, Halldór Krist- mannsson 11, Ólafur J. Sigurðsson 11, Hreggviður Magnússon 9, Sigurður Þor- valdsson 7, Eiríkur Önundarson 3, Steinar Arason 3, Ásgeir Bachman 2. Fráköst: 28 í vörn – 16 í sókn. Stig Njarðvíkur: Logi Gunnarsson 25, Brenton Birmingham 18, Friðrik Stefáns- son 11, Jes V. Hansen 8, Ragnar Ragn- arsson 6, Halldór Karlsson 5, Sævar Garð- arsson 5. Fráköst: 26 í vörn – 8 í sókn. Villur: ÍR 20 – Njarðvík 18. Dómarar: Leifur Garðarsson og Kristinn Óskarsson. Ágætir í það heila. Áhorfendur: Um 120. 1. deild ÍS – Akranes ......................................... 66:65 NBA-deildin Boston – Miami......................................88:76 Washington – Seattle........................101:104 Detroit – Toronto ................................85:110 Minnesota – Dallas..............................86:106 Philadelphia – Portland ........................75:93 LA Clippers – Denver...........................92:86 Sacramento – Cleveland ...................108:103 Staðan: Atlantshafsriðill: Philadelphia (25/9), New York (22/12), Miami (21/16), Orlando (14/20), Boston (13/ 23), New Jersey (11/24), Washington (7/30) Miðausturriðill: Charlotte (22/14), Milwaukee (19/15), Cleveland(17/ 16), Toronto (17/18), Indiana (16/20), Detroit (14/21), Atlanta (12/22), Chicago (6/28). Miðvesturriðill: San Antonio (22/11), Dallas (24/13), Utah (22/13), Denver (20/16), Minnesota (20/ 17), Houston (17/17), Vancouver (10/24). Kyrrahafsriðill: Portland (26/10), Sacramento (23/9), LA Lakers (23/11), Phoenix (20/12), Seattle (19/18), LA Clippers (13/24), Golden State (11/23). GOLF Heimslisti atvinnukylfinga: 1. Tiger Woods (Bandar.) ..............28.80 stig 2. Ernie Els (S-Afr.) ..............................11.45 3. Phil Mickelson (Bandar.) ..................11.07 4. David Duval (Bandar.) ......................10.67 5. Lee Westwood (Bretl.)........................9.46 6. Colin Montgomerie (Britain)..............8.34 7. Davis Love (Bandar.)III ....................7.88 8. Hal Sutton (Bandar.)...........................7.56 9. Tom Lehman (Bandar.) ......................7.09 10. Vijay Singh (Fidjí).............................7.05 11. Jesper Parnevik (Svíþjóð) ................6.85 12. Darren Clarke (Bretl.) ......................6.77 13. Nick Price (Zimbabve)......................6.29 14. Michael Campbell (N- Sjál.) .............5.89 15. Sergio Garcia (Spáni) ........................5.67 16. Jim Furyk (Bandar.) .........................5.62 17. Justin Leonard (Bandar.) .................5.24 17. Stewart Cink (Bandar.) ....................5.24

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.