Morgunblaðið - 12.01.2001, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 12.01.2001, Blaðsíða 3
KNATTSPYRNA MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. JANÚAR 2001 B 3 FORMULA 1 í Nürburgring í Þýskalandi 21.-24. júní Hraðflutningar ehf. og Úrval Útsýn bjóða upp á ferð sem enginn Formulu 1 aðdáandi má láta fram hjá sér fara. Við erum á leið á einn stærsta kappaksturinn á tímabilinu. Flogið er til Frankfurt í Þýskalandi að morgni 21. júní, gist í miðborg Kölnar í 3 nætur og fylgst með kappakstrinum í Nürburgring á laugar- deginum og sunnudeginum. Flogið er heim seint á sunnudags- kvöldi frá Frankfurt- Verð 64.900 kr. Innifalið: Flug, skattar, gisting í þrjár nætur á þriggja stjörnu hóteli með morgunverði, rútur til og frá flugvelli og til og frá keppnisstað. Miði á kappaksturinn bæði á laugardag og sunnudag og íslensk fararstjórn. Skráning og nánari upplýsingar eru hjá íþróttadeild Úrvals Útsýnar í síma 585 4000 eða á www.urvalutsyn.is Ú r v a l Ú t s ý n Go-kart akstur: Bjóðum upp á Go-kart akstur fyrir þá sem það vilja á föstudeginum. Aksturinn fer fram á braut sem er í eigu Michaels Schumachers skammt frá Köln. Verð fer eftir fjölda þátttakenda. Hraðflutningar ehf, umboðsaðili Fedex á Íslandi, Skútuvogur 1G, 104 Reykjavík s. 535 8170 „Þetta er ákveðinn léttir“ ÞEGAR ljóst var að Indó- nesía yrði ekki með í Ind- landsmótinu var ákveðið að breyta leiktíma Íslands og Indlands á morgun, sem átti upphaflega að vera kl. 15. Leikurinn fer fram kl. 17 eða á sama tíma og leikur Indónesíu og Úrugvæ átti að fara fram. Tryggvi Guðmundsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, sagði að þetta væri ákveðinn léttir, því að sólin væri ekki eins sterk klukkan fimm. Eins og hefur komið fram var Indónesíu vísað úr mótinu eftir að ljóst varð að lið þjóðarinnar var með stór- an hóp erlendra leikmanna í sínu liði, frá Ástralíu og Tæ- landi. Það voru allir leik- menn sem leika með meist- araliðinu Harimau Tapanuli, þannig að með réttu voru Indónesíumenn ekki með landslið sitt á Indlandi, held- ur félagslið. Böðvar Örn Sigurjónsson, læknirlandsliðsins, er tilbúinn að glíma við ýmsa erfiðleika, ef þeir koma upp hér í Indlandi. Áður en haldið var til Indlands hafði hann samband við utanríkisráðuneytið til að kynna sér hvernig ræðismanna- kerfið væri hér í landi. Hvort að hér væru menn sem væri íslenska lands- liðinu innan handa ef ýmsir erfiðleik- ar kæmu upp – ef til dæmis einhver þyrfti að fara inn á spítala. Böðvar Örn sagði að þeir hjá utanríksráðu- neytinu hafi reynst honum afar hjálplegir og sendu mér lista yfir ræðismannakerfið í Indlandi. „Aðalræðismaðurinn er Tamil Nadu Andkra Pradesh, sem hefur aðsetur í Bombey. Hann sér einnig um Kerale-héraðið sem við erum á. Hér er mann með aðstoðarmann P.S. Kamath, sem hafði samband við mig í morgun og bauð fram þjónustu sína. Það er gott að vita af honum, en ég vona að við þurfum ekkert á hon- um að halda,“ sagði Böðvar Örn. „Þá sagði Helgi Guðbergsson hjá Heilsuverndarstöðinni mér frá lækni í Kalkútta, sem er mikill Íslandsvin- ur. Hann sagði að ég gæti haft sam- band við hann ef einhverjir innlendir sjúkdómar kæmu upp. Ég vona að ég þurfi ekki á kröftum hans að halda en það er ákveðið öryggi fyrir okkur að vera með símanúmerin hans,“ sagði Böðvar. Ræðismenn Íslands eru reiðubúnir Morgunblaðið/Einar Falur Íslenska landsliðið hitar upp á æfingu í Cochin undir stjórn Ásgeirs Sigurvinssonar og Atla Eð- valdssonar þjálfara. Frá vinstri: Ólafur Örn Bjarnason, Ásgeir, Fjalar Þorgeirsson, Atli, Helgi Valur Daníelsson og Veigar Páll Gunnarsson. Eins og hefur komið fram vildiþjálfari Lilleström ekki gefa þeim frí til að fara með landsliðs- hópnum til Indlands á sunnudaginn, þar sem hann vildi að þeir léku æfingaleik með liðinu. „Við höf- um farið í gegnum langt og strangt ferðalag, sem við hefðum viljað vera lausir við. Það má segja að ferða- lagið hafi byrjað á sunnudaginn í Noregi, því við þurftum að ferðast í langferðabifreið í sjö klukkustundir á æfingaleikinn, þar sem flugi frá Sogndal var aflýst vegna veðurs. Á mánudaginn héldum við til London, þar sem við vorum stöðvaðir og fengum ekki að fara til Indlands þar sem við vorum ekki með vega- bréfaáritanir inn í landið. Þá gistum við eina nótt á hóteli við flugvöllinn og fórum síðan á þriðjudagsmorg- uninn inn í miðborg London til að komast í indverska sendiráðið. Það var mikil umferð í London, þannig að ferðin gekk seint. Í indverska sendiráðinu var okkur sagt að við fengum ekki vegabréfaáritun fyrr en eftir minnst þrjá daga. Við höfð- um þá samband við Halldór í Ind- landi, sem byrjaði þá að vinna í mál- inu,“ sagði Indriði. Halldór hafði samband við menn hér í Indlandi, sem gáfu loforð um að strákarnir kæmust inn í Indland með því að fá vegabréfsáritun á flugvellinum í Nýju-Delhi. Sigurður og Gylfi flugu frá London til Gunai í Sameinuðu arabísku furstadæmun- um, þaðan til Nýju-Delhi og síðan til Bombay, þar sem þeir gistu eina nótt og frá Bombay til Cochin. „Við vorum nær því búnir að missa af fluginu til Bombay, þar sem vega- bréfsáritunin gekk svo seint fyrir sig,“ sagði Gylfi. Þess má geta að Lilleström vann æfingaleikinn gegn Sogndal, 2:0. Gylfi lék allan leikinn, en Indriði kom inná sem varamaður undir lokin. Fundu hótelið án vandræða ÞUNGU fargi var létt af Indriða Sigurðssyni og Gylfa Einarssyni þeg- ar þegar komu á hótel landsliðsins í gærmorgun. Þeir voru búnir að vera á ferð og flugi síðan á sunnudaginn. Það var enginn til að taka á móti þeim á flugvellinum í Kerala í gærmorgun. „Indriði var svo heppinn að hann var með símbréf frá Halldóri B. Jónssyni, en á því var nafn á hótelinu. Við tókum því leigubifreið og báðum bílstjórann að koma okkur á hótelið,“ sagði Gylfi við komuna á Taj Residency hótelið í Cochin. Sigmundur Ó. Steinarsson skrifar frá Indlandi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.