Morgunblaðið - 14.01.2001, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 14.01.2001, Blaðsíða 6
6 B SUNNUDAGUR 14. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ R EGLA heilags Jós- efs var formlega stofnuð í bænum Le Puy, í Velay- héraði í Frakklandi, hinn 15. október árið 1650, og hugsuð sem almenn hjálpar- og verndunarsamtök innan kaþólsku kirkjunnar þar, en þá hafði tignun dýrlingsins færst í vöxt. Stofnandin var franski jesúítapresturinn Jean- Paul Médaille, sem á trúboðsferðum sínum hafði orðið vitni að mikilli neyð alþýðu fólks í kjölfar þrjátíu ára stríðsins, en það hófst árið 1618 vegna deilna kaþólskra manna og mótmæl- enda um rétta trú og stóð til ársins 1648. Ófriðarbálið logaði um alla Mið- Evrópu og afleiðingar stríðsins urðu hörmulegar. Médaille langaði að gera eitthvað til hjálpar. Á sama tíma vissi hann um sex ungar konur, sem höfðu áhuga á að ganga í þjónustu kirkjunn- ar og helga þar líf sitt fátækum og sjúkum. Médaille lagði málið fyrir þá- verandi biskup Le Puy, Henri de Maupas, sem bauð að þær yrðu settar til þjónustu við munaðarleysingjahæli þar fyrir stúlkur. Þetta varð ein af fyrstu reglunum, sem leyfðu að konur sem ynnu regluheit tækju þátt í sam- félagsþjónustu út á við. Og biskupinn ákvað að nefna regluna eftir Jósef, handverksmanninum og fósturföður Jesú, sem orð fór af að hefði verið rétt- vís maður og tillitssamur, ávallt reiðubúinn að hjálpa. Á næstu árum breiddist reglan út um næstum allt Frakkland, og þaðan m.a. til Ítalíu og Korsíku. En í Frönsku byltingunni (1789–1799) var hún lögð af, eignir hennar gerða upp- tækar, og systurnar neyddust til að hverfa inn í aðrar trúarreglur erlendis eða fara til síns heima. Margar voru hnepptar í varðhald og fimm þeirra liðu píslarvættisdauða. Árið 1807 var St. Jósefsreglan end- urvakin í bænum Saint-Etienne, af St. Jean Fontbonne, sem í Frönsku bylt- ingunni hafði verið dæmd til lífláts, en sloppið naumlega. Og með tímanum skiptist reglan í nokkrar sjálfstæðar deildir eða greinar. Fyrstu reglusyst- urnar sem komu til Norðurlanda voru í þeirri grein hennar, sem öðlaðist sjálfstæði árið 1812 í frönsku borginni Chambéry í Savoy-héraði og kennir sig við hana (CSJ; stendur fyrir: Congregatio Sancte Joseph). Greinin hóf þjónustu í Danmörku 1856, í Sví- þjóð 1862, í Noregi 1865 og á Íslandi 1896, og varð stærsta systraregla á Norðurlöndum. Tignun heilags Jósefs virðist hafa byrjað meðal Kopta í Egyptalandi á fyrstu tugöld kristninnar, en vinsæld- ir þessa alþýðu- og handverksdýr- lings jukust mjög í iðnþróunarsam- félagi 19. aldar, ekki síst eftir að páfinn, sem þá var Píus IX, útnefndi „heilaga patríarkann Jósef“ verndara rómverks-kaþólsku kirkjunnar í heild, 8. desember árið 1870, en fram að því hafði heilagur Jósef einungis verið útnefndur verndardýrlingur Mexíkó (1555), Kanada (1624), Bæ- heims (1655), trúboðs í Kína (1678) og Belgíu (1689). Fjölgaði nú verulega í St. Jósefsreglunni, og voru hópar sendir til ýmissa landa Evrópu, Am- eríku og Afríku. Regla heilags Jósefs skiptist í sex aðalumdæmi eftir heimshlutum og löndum. Systurnar á Íslandi hafa æv- inlega tilheyrt danska umdæminu og „móðurhúsinu“ í Kaupmannahöfn. Staðbundnir hópar í hverju umdæmi eru nefndir systrasamfélög, og eru þau með sjálfsstjórn og eigin príor- innu. Fram til ársins 1946 var miðstöð greinarinnar í Chambéry í Frakk- landi, en hefur síðan verið í Róm. St. Jósefsreglan hefur verið ein af öflug- ari hjálparreglum rómversk-kaþ- ólsku kirkjunnar og stundað sam- félagsþjónustu víða um heim. Fjölmennust var Chambéry-greinin um miðbik 20. aldar og voru þá í henni um 5.000 systur, en síðan tók þeim að fækka, líkt og gerðist í mörgum öðr- Ólafur H. Torfason: St. Jósefssystur á Íslandi 1896–1996. Fyrstu St. Jósefssysturnar á Íslandi voru fjórar talsins og stigu á land í Reykjavík af gufuskipinu Láru, 25. júlí árið 1896. Talið frá vinstri: Systir María Justine, systir María Ephrem, systir María Thekla og systir María Clementia. Þann 17. september árið 2000 var af- hjúpaður minnisvarði á lóð kirkjunnar í Landakoti, um velgerðarstarf St. Jósefssystra á Íslandi. Þetta var högg- myndin „Köllun” eftir listamanninn Steinunni Þórarinsdóttur. Verkið, sem er hógvært og látlaust eins og störf þeirra hafa jafnan verið, er mynd af konu, gert úr pottjárni og gleri. Grunn- hugmyndin er signingin. Morgunblaðið/Golli Jósefssystur k Á morgun verður íslenskt þjóðlíf stórum fátækara en verið hefur síðastliðin rúm 100 ár, því St. Jósefssystur fara þá alfarnar af landi brott; þær sem enn eru á Íslandi – systir Emmanuelle, systir Eugenia og systir Henrike – hafa verið kallaðar heim til „móðurhússins“ í Danmörku, þar sem miðstöð umdæmis þeirra er. Fyrstu systurnar komu hingað til lands í júlílok árið 1896, og settu bráðlega á fót þrjú sjúkrahús og jafnmarga skóla og urðu atkvæðamiklir brautryðjendur í heilbrigðis- og menntamálum. Hér störfuðu St. Jósefssystur af ellefu þjóðernum og voru flestar tæplega 50 samtímis, einkum frá Þýskalandi. Hafa samfélög þeirra verið í Reykjavík, á Fáskrúðsfirði, í Hafnarfirði og Garðabæ. Sigurður Ægisson rifjar upp sögu þeirra. J

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.