Morgunblaðið - 14.01.2001, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 14.01.2001, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. JANÚAR 2001 B 9 Örn missir flugið Ósló. AP. ÖRNINN er sagður konungur fuglanna en tíguleikinn getur stundum farið fyrir bý. Norskur örn komst nýlega í mikinn mat og skipti engum togum að hann hest- húsaði hálft annað kíló – sem dugði til að hann var ekki lengur fær um lyfta sér til flugs vegna ofurþunga. Örn vegur að jafnaði um þrjú kíló. Sigbjørn Bjørkedal, leiðsögu- manni í Volda, norðan við Ósló, var gert viðvart og rakst hann á fuglinn sem ráfaði völtum fótum áleiðis til fjalla. Bjørkedal tróð honum í poka og fuglinn er nú í vörslu umhverfis- yfirvalda. Hann var settur í megrun og verður sleppt þegar hann er orð- inn grennri. ERLENT www.leir.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.