Morgunblaðið - 14.01.2001, Blaðsíða 19
séð frá höfuðborg norðursins. Átti
fyrir mér að liggja að fara yfir
þetta? Þetta virtist „óyfirhlaupan-
legt“ á þessu stigi. Uppgjafartilfinn-
ing helltist yfir mig. Aldrei aftur,
hugsaði ég eitt augnablik. Löngunin
til að fara að ganga varð yfirþyrm-
andi og togaðist á við óttann við að
þá yrði erfitt að byrja að hlaupa á
nýjan leik. Þeim fjölgaði, hlaupur-
unum sem höfðu látið slíkt eftir sér
og ég fór að fara fram úr fleiri og
fleiri. Staða mín í hlaupinu hlaut að
hafa vænkast. Sjálfstraustið jókst.
Þegar hæðin framundan virtist vera
orðin ófrávíkjanleg tók vegurinn
skyndilega stefnubreytingu til aust-
urs meðfram heiðinni og sveigði síð-
an upp í skarð til suðurs. Hér var
kominn hinn margrómaði „vitastíg-
ur“ (Beacon hill) sem er brattasti
hluti leiðarinnar, þegar á að giska 7
mílur (11 km) voru eftir að marki.
Uppi á Beacon-hæð beið hópur
fólks sem var að fylgjast með og
bauð drykki og aðstoð af ýmsu tagi.
Nú var að duga eða drepast. Ein-
ungis um 10 km voru eftir. Sálfræði
niðurtalningarinnar var hafin fyrir
alvöru. Hversu oft hafði ég ekki
hlaupið 10 km æfinga- og almenn-
ingshlaup heima á Fróni og ekki
þótt það neitt tiltökumál. Það var
ólýsanleg tilfinning að sjá hafið við
suðurströnd Englands skyndilega
blasa við. En hvar var Brighton? Af
hverju var önnur hæð þarna fram-
undan? Af hverju sveigði vegurinn
til austurs skyndilega? 50 mílna (80
km) markið blasti við. Einungis 5
mílur (8 km) eftir. Umferð jókst.
Húsum fjölgaði. Brött brekka niður,
umferðarljós, torg, strætisvagnar,
fólksmergð, hróp og köll í fjarska.
Ég leið áfram líkt og í leiðslu. Hvar
var ströndin? Þar átti markið að
vera. Annað torg, breiðgata. Ætlaði
þetta engan enda að taka? Fólks-
mergðin þéttist. Framundan sá ég
annan hlaupara. Mér var orðið sama
um allt. Best að auka bara hraðann.
Ég gæti kannski náð honum?
Strönd. Gæslumaður stöðvaði um-
ferð við gatnamót, veifaði höndun-
um og benti mér að beygja til
vinstri. Markið blasti við. Það stytt-
ist jafnframt í hinn hlauparann. Ég
tók á öllu sem ég átti. Það var ólýs-
anleg tilfinning að renna yfir mark-
línuna eftir að hafa farið fram úr
suður-afrískum þjáningarbróður
mínum og að fá viðurkenningarpen-
ing um hálsinn úr höndum brosandi
yngismeyjar. 55 mílna (88 km) af-
mælishlaupinu London-Brighton ár-
ið 2000 var lokið. Fjórða ofurmara-
þoninu mínu á erlendri grundu var
bætt í safnið. Það hafði tekið sam-
tals 7 klukkustundir, 58 mínútur og
13 sekúndur sem skilaði mér í 27.
sæti og í 5. sæti í mínum aldurs-
flokki. Ég var bærilega sáttur við
það.
Eftir að hafa kastað mæðinni um
stund og rölt um af veikum mætti í
nágrenni við markið til að forðast of
mikla stirðnun staulaðist ég ásamt
nokkrum öðrum hlaupurum að
sundlaug í næsta nágrenni, til að
skola svitastorkinn skrokkinn. Ný-
strokinn og þveginn sneri ég því-
næst aftur að marklínunni staðráð-
inn í að taka eftirminnilega á móti
félaga mínum, Sigga, sem gert hafði
ráð fyrir að klára stuttu fyrir 10
klukkustunda tímamörkin. Tíminn
leið, en ekkert bólaði á Sigga.
Hlauparar streymdu að; margir
hverjir illa á sig komnir. Enginn
Siggi. Mér fór ekki að standa á
sama. Hafði kannski eitthvað komið
fyrir? Þegar um 10 mínútur voru
eftir til loka tímatöku afréð ég að
fara og grennslast um afdrif félaga
míns og gaf mig á tal við einn tíma-
vörðinn og spurði hvort hann hefði
einhverjar fregnir af „hinum Íslend-
ingnum“. „Oh, yes, Mr. Gunnsteins-
son,“ hrópaði hann upp fyrir sig.
„Hann kom í mark fyrir tæpum
klukkutíma(!). Félagi minn, Sigurð-
ur Gunnsteinsson, 11 árum eldri en
ég, hafði gert sér lítið fyrir og lokið
hlaupinu á rétt rúmlega níu klukku-
stundum (9.08́44́) og hafnaði í 9. sæti
í sínum aldursflokki. Frábært!
Það voru fagnaðarfundir þegar
við hittumst stuttu síðar í ráðhúsi
borgarinnar þar sem við fylgdumst
með verðlaunaafhendingu og tókum
á móti viðurkenningarskjölum. Sig-
urvegari hlaupsins og handhafi far-
andbikars Arthurs Newtons árið
2000 var að þessu sinni Suður-Afr-
íkubúi, Sarel Ackerman að nafni,
sem sigraði nú öðru sinni og hljóp
vegalengdina á 5 klukkustundum,
56 mínútum og 50 sekúndum.
Þjáningin gleymd og
hugað að næsta hlaupi
Í rútunni á leiðinni til baka til
London skiptumst við félagarnir á
reynslusögum af hlaupum hvors
annars. Þjáningarhluti þrekvirkj-
anna var fljótur að gleymast og áður
en við vissum af vorum við farnir að
leggja á ráðin um næsta ofurmara-
þon, árið 2001(?).
TENGLAR
.....................................................
Áhugasömum er bent á að frekari
upplýsingar er unnt að finna á vefsíð-
unni
http://www.raunvis.hi.is/~agust/
lbpistill.htm
Umfjöllun og myndefni á verald-
arvefnum:
frétt: http://www.raunvis.hi.is/~agust/
lbpistill.htm
kynninarefni á aðalfundi Félags
Maraþonhlaupara (myndefni og
texti): http://www.raunvis.hi.is/
~agust/LondonBrighton1.htm
Rétt fyrir hlaup (mynd): http://
www.raunvis.hi.is/~agust/lbfraes.htm
Íslendingar koma í mark (myndir):
http://www.raunvis.hi.is/~agust/
lbmyndak.htm
Afmælisveisla hlaupsins í lok hlaups
(mynd): http://www.raunvis.hi.is/
~agust/lbeftirhl.htm
Millitímar í hlaupi (línurit og tafla):
http://www.raunvis.hi.is/~agust/
lbmillit.htm
Hlaupaúrslit (tafla): http://
www.roadrunnersclub.org.uk/
lb2000_race_results_.htm
Þjálfun og þjálfunaráætlun: http://
www.raunvis.hi.is/~agust/hlp00.htm
Heimasíða hlaupsins, London-
Brighton (texti og myndir): http://
www.roadrunnersclub.org.uk/
lonbrigh.htm
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. JANÚAR 2001 B 19
Guðjón Karl Reynisson framkvæmdastjóri sölusviðs Tals hf.