Morgunblaðið - 14.01.2001, Blaðsíða 13
Óvænt heimsókn
Ókunnugum þykja allar gæsir eins,
en þeir sem umgangast þær fara að
greina á milli einstaklinga. Fyrir
nokkrum árum voru þrjár gæsir sem
skáru sig nokkuð úr hópunum sem
komu í Fellsmúlann að éta. Þetta var
steggur og fylgdu honum tvær kerl-
ingar. Árni telur líklegt að önnur
þeirra hafi verið vinnukonan. Ein gæs-
anna var með áberandi hvítan blett á
gogginum og því var auðvelt að þekkja
þær úr. Þessar þrjár voru einkar gæf-
ar og vildu láta dekra við sig. Þær
komust upp á lag með að dvelja svolít-
ið lengur en hinar á daginn, tóku ekki
þátt í slagnum um matinn og var laun-
uð þolinmæðin með aukabita. Stund-
um flugu þær næstum upp í fangið á
Árna og átu oft úr lófa hans.
Fyrir þremur árum fóru Árni og Jó-
hanna til silungsveiða í Ölfusá hjá
Arnarbæli. „Það flaug stór gæsahópur
yfir. Allt í einu skildu þrjár gæsir sig
úr hópnum og settust hjá okkur. Þar
voru þá gæsirnar þrjár komnar,“ segir
Árni. Hann segir að margar Reykja-
víkurgæsanna leggist út með villigæs-
um yfir sumarið.
Alls fóru hjónin sex sinnum til veiða
við Ölfusá sumurin 1998 og 1999 og
aldrei brást að gæsirnar kæmu til
þeirra. Þær voru með Árna og Jó-
hönnu allan daginn, skvöldruðu og
sníktu sér bita. Átu meira að segja úr
lófa Árna. Einn daginn rigndi og þá
húktu þær undir bílnum til að skýla
sér fyrir rigningunni. Var einhver að
tala um að stökkva vatni á gæs! Þegar
Árni óð út í ána að hagræða veiði-
stöngum, sem hann hafði sett á let-
ingja, syntu þær við hliðina á honum.
„Þær sýndu mikinn áhuga þegar ég
fékk fisk,“ segir Árni. „Fóru að atast í
fiskinum og léku sér að því að rífa í
sporðinn og draga hann til.“
Gæsirnar viku ekki af veiðistaðnum
fyrr en hjónin fóru heim.
Í sumar sem leið fóru þau Árni og
Jóhanna enn sem oftar austur að
veiða, en þá komu gæsirnar ekki í
heimsókn, eins og sumurin tvö þar á
undan. Þau hafa heldur ekki séð þær í
hópunum sem koma í Fellsmúlann að
éta og telja líklegast að gæsirnar séu
ekki lengur í tölu lifenda.
rinn bíður eftir matnum.
a grasið meðan eitthvað er að hafa og bera jafnframt á blettinn. Eins hreinsa þær allan mosa úr lóðinni.
Ljósmyndir/Jóhanna Daníelsdóttir.
Gæsirnar fylgdu Árna að vitja stanganna. Með væna sjóbirtinga úr Ölfusá.
Morgunblaðið/RAX
Árni Björn Jónsson og Jóhanna
Daníelsdóttir. Margar myndanna á
veggjunum eru eftir Jóhönnu.
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. JANÚAR 2001 B 13
TJARNARGÆSIRNAR hafa vet-
ursetu hér á landi, ólíkt öðrum
villtum íslenskum grágæsum sem
fara til Bretlandseyja. Þetta mun
vera eini grágæsahópurinn sem
hefur vetursetu hér á landi.
Gæsastofninn á Reykjavík-
urtjörn er kominn út af tömdum
grágæsum sem sleppt var á Tjörn-
ina á árunum 1953–57, að því er
segir í bókinni Tjörnin, saga og líf-
ríki (Reykjavíkurborg, 1992).
Fyrst var grágæsapari sleppt þar
1953 en náði ekki að fjölga sér og
drapst. Gaukur Jörundsson mun
hafa sleppt pari 1957 og aðrir
fimm gæsum til viðbótar. Gæsir úr
þessum sleppingum munu hafa
orpið 1957 og stofninn tók að vaxa.
Jólatalningar Náttúru-
fræðistofnunar veturinn 1962–63
sýndu að gæsirnar voru orðnar um
50 talsins, en tvöfalt fleiri veturinn
1968–69. Á árunum 1973–81 var
hópurinn minnstur um 60 gæsir og
allt upp í 165. Síðan fjölgaði gæs-
unum mjög og voru þær orðnar
um 500 veturinn 1990–91.
Dregið úr
matargjöfum
Veturinn 1996–97 hættu starfs-
menn Reykjavíkurborgar að gefa
gæsunum á Tjörninni sitt daglega
brauð, en þeim hafði verið gefið
reglulega að éta yfir hörðustu
vetrarmánuðina. Ástæðan var hin
mikla fjölgun gæsanna og var talið
að borgarbúar hefðu af þeim
nokkurn ama. Þótti ekki viðeig-
andi að borgarbúar þyrftu að vaða
í gæsadriti á göngu um Hljóm-
skálagarð og við Tjörnina. Þess
má geta að fuglunum er nú gefið í
Húsdýragarðinum í Laugardal á
hverjum morgni og við Tjörnina
þegar jarðbönn eru.
Tjarnargæsirnar leggjast í
ferðalög á sumrin og verpa flestar
utan tjarnarsvæðisins. Að sögn Jó-
hanns Óla Hilmarssonar, sem lengi
hefur fylgst með fuglalífi á Tjörn-
inni, hafa merktar gæsir af
Reykjavíkurtjörn endurheimst
víða um land og einnig sést í Eng-
landi og Skotlandi.
Tjarnar-
gæsirnar