Vísir - 02.12.1978, Blaðsíða 10

Vísir - 02.12.1978, Blaðsíða 10
10 r l't fcj I ;l Otgefandi: Reykjaprent h/f Framkvæmdastjórí: Daviö Guömundsson Ritstjórar: Þorsteinn Pálsson ábm. úlafur Ragnarsson Ritstjórnarfulltrúar: Bragi Guðmundsson, Ellas Snaeland Jónsson. Fréttastjóri erlendra frétta: Guðmundur G. Pétursson. Umsjón meö Helgarblaöi: Arni Þórarinsson. Blaöamenn: Berglind Asgeirsdóttir,Edda Andrésdóttir, Gisli Baldur Garðarsson, Jónlna Michaelsdóttir, Jórunn Andreasdóttir, Katrin Páls- dóttir, Kjartan Stefánsson, Oli Tynes, Sigurveig Jónsdóttir, Stefán Kristjáns- son, Saemundur Guðvinsson. Iþróttir: Gylfi Kristjánsson og Kjartan L. Pálsson. Ljósmyndir: Gunnar V. Andrésson, Jens Alexandersson. Otlit og hönnun: Jón Oskar Hafsteinsson, Magnús Olafsson. Laugardagur 2. desember 1978VISHI 1 ’ * Auglýsinga- og sölustjóri: Páll Stefánsson. Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson Auglýsingar og skrifstofur: Síöumúla 8. Simar 88411 og 82160. Atgreiösla: Stakkholti 2-4 simi 86611. Ritstjórn: Siðumúla 14 slmi 86611 7 linur Askriftargjald er kr. 2400,- á mánuöi innanlands. Verð i lausasölu kr. 120 kr. eintakið Prentun Blaðaprent h/f. Að framtíð skal hyggja Hugmyndir Braga Arnason- ar, prófessors, um vetnisfram- leiðslu á (slandi, sem kynntar voru í Vísi í gær, hafa vakið verðskuldaða athygli. Augljóst er að ef þær verða að veruleika á næstu tveim áratugum, geta þær gjörbreytt efnahagslegri stöðu þjóðarinnar, þar sem við flytjum nú inn eldsneyti, sem nemur um það bil helmingi orkuþarfar okkar. Mikils er um vert, að ráða- menn orkumála og fjármála þjóðarinnar taki þessi mál til gaumgæfilegar athugunar og feli Braga og öðrum vísinda- mönnum að gera ítarlega grundvallarathugun á því, hvernig innlent eldsneyti geti leyst olíu og bensín af hólmi á næstu árum. I skýrslu sinni bendir Bragi Árnason á, að það taki þjóðina talsverðan tíma að hverfa frá núverandi eldsneytiskerf i og yfir í vetni eða eitthvert anað tilbúið eldsneyti. Þróun orku- mála bendi þó til að þetta sé f ramkvæmanlegt á næstu tveim áratugum, en tuttugu ár séu ekki langur tími í þessum efn- um. Ljóst er að endurskoða þarf allar virkjunaráætlanir með það fyrir augum, að um næstu aldamót þurfi ef til vill að vera lokið við að virkja helminginn af allri virkjanlegri vatnsorku landsins. Núverandi farartækjum verður ekki breytt í einu vet- fangi né heldur því dreifikerfi, sem nú er notað fyrir eldsneyti hér á landi. Allt þetta þarf að athuga sem fyrst og leggja drög að breytingum þeim sem nauð- synlegar verða. Jafnframt þessum athugun- um þarf að hyggja að ábending- um ýmissa annarra aðila varð- andi nýja tækni og möguleika á nýtingu innlendrar orku í stað innf lutts eldsneytis. Þar á með- al eru ábendingar Gísla Jóns- sonar, raf magnsverkf ræðings, um möguleika til nýtingar á raforku til f lutninga hér á landi. Hann hefur fram að þessu talað f yrir dauf um eyrum ráða- manna og þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir hafa opinberir rann- sóknaraðilar enn ekki fengið leyfi til þess að kaupa rafknúin farartæki erlendis frá, til þess að þeir geti gert raunhæfar rannsóknir á möguleikum raf- orkunnar í sambandi við rekst- ur ýmissa farartækja. Það ætti ekki að vera stór biti að kyngja fyrir ríkissjóð að kaupa eins og einn rafmagnsbíl fyrir Háskól- ann í þágu þessa merka málef n- is, þegar tugir venjulegra bíla eru keyptir árlega fyrir ýmsar stofnanir ríkisins. Neitun þess- arar beiðni lýsir fyrst og f remst skilningsskorti stjórnvalda. Með tilslökunum í innf lutnings- ákvæðum væri hægt að auð- velda Háskólanum að eignast slíkt farartæki, þannig að hægt væri að gera nauðsynlegar til- raunir og athuganir á möguleik- um og rekstursgrundvelli raf- knúinna farartækja hér á landi. Raforka er nú notuð víða erlendistil þess að knýja farar- tæki með góðum árangri, eink- um í innanbæjarakstri og á stuttum vegalengdum. Við verðum að fylgjast náið með því sem er að gerast í þessum efn- um erlendis en jafnframt að gera okkar eigin tilraunir varð- andi nýtingu raforku og annarr- ar framtiðarorku, sem við get- um framleitt úr innlendum orkulindum. Veldur hvur heldur OFT er þrautaráö aö huga aö rangri hugmynd til aö finna nýja hugmynd og skoöa ómögu- leika til aö rata á nýjan mögu- leika. Aö ráöast gegn einhverju sem telst þurfi vikja útúr tilverunni reynist iöulega best falliö til að magna þaö um allan helming, og einungis sú tilfinning að maöur sé „aö berjast1. viö” veröur kannski beinasta leiöin til mistaka. Mér kemur þetta i hug þegar ég hlýöi á þennan óskaplega söng um „veröbólgu” — sem greinilega er þaö i dag hér á landi sem djöfullinn var trúuö- um á fyrri öldum. Veröbólga er höfuöverkur stjórnmálamanna, og stjórn- málamenn eru upp og ofan á- gætis menn rétt einsog flestir. Þeir veljast til aö stjórna, en aö stjórna þýöir i verunni ekki aö stjórna, heldur aö framkvæma dulinn eða hálfdulinn vilja al- mennings, hrinda þvi i fram- kvæmd sem almenningur „vill” — eins þótt hann segist vilja annaö. Sú atvikarás, sem leiöir til aö svo tekst titskýrist af lýö- hylli og þessu dularfulla „ein- hverju” sem ræöur (ásamt ööru) hversu menn verja at- kvæöi sinu. Enda kemur i ljós aö stundum er sá sterkastur eftir kosningar sem mestu ámæli sætti fyrir þær. Hlutverk leiötoga er allt ann- aö en stjórna á þennan máta. Leiötogi leggur sig ekki niöur viö aö framkvæma „vilja” al- mennings. Til þess fást nógir. Aftur á móti laöar hann al- menning til aö „vilja” þaö sem hann sjálfur vill, ekki einasta með góöu', þaö er alltof klunna- leg aöferö, og auövitaö ekki meö illu — hinir óhæfustu foringjar einir freista aö koma vilja sin- um fram meö hörku: aö beita valdi lýsir vanmætti — heldur beinlinis á þann veg aö fólki finnst aö einmitt þetta sé þaö sem þaö alltaf hefur viljað sjálft. Leiötogi er ekki sterkur af þvi sem hann gerir, heldur af þvi - sem hann er. A framboösfund- um snúa kjósendur vanalega frambjóöendum, en leiötogi mundi snúa kjósendunum ef slikur maöur léti sjá sig I þvi kompanii. Leiötogar skjóta sjaldan upp kolli. Mig grunar aö veröbólga haldi áfram að magnast meðan menn stunda þaö baki brotnu „aö berjast” viö hana, enda vafamál aö hagfræöi og tölur séu rétta aöferöin. Spurning hvort ekki er auövelöara aö reikna barn i kvenmann einsog Sövli kvaðst hafa gert, heldur en reikna sig útúr veröbólgudæm- inu. Samfélag er nefnilega ekki tölur, heldur fólk! Sá sem er snjall meö tölur lagar aö likindum aldrei verö- bólgu, fremur en hinn sem er snjall meö fólk. Viö eigum nóg af góöum reikningsmönnum — af hinum (til aö vera kurteis segi ég bara) færra. Kannski viö prófum einfeldningslega ellegar jafnvel ranga hugmynd til að skilgreina veröbólgu? Veröbólga er lifsmynstur sem viö höfum kosiö okkur eftir seinna striö. Þaö felst i þvi aö fólki líöur afskaplega vel, en finnst samt þvl þurfi aö liöa ennþá betur. Lækning: aö gera sig ánægö meö aö biöja um of- boölitiö minna! Og þegar þú svarar og segir: „Þaö þýöir ekkert þvi þótt ég biöji um minna hrifsa hinir bara þeim mun meira” — þá ansa ég aö bragöi: Vertu bara svo sér- góöur aö vilja aö veröbólgan sé einhverjum öörum aö kenna en þér, þe.: Ef þiö ætliö ykkur skil- yröislaust noröur og niöur, elsk- urnar minar, þá skuluö þiö i þá reisu á eigin ábyrgð en ekki mina, punktur! Þannig tala viötaskuld ein- ungis börn og einfeldningar — sem er góöur félagsskapur! Skynsemi á til að vera svo af- skaplega heimsk. Ekki reynist ætiö vel aö lemja selshausinn i gólfiö, hann getur gengiö upp viö hvert högg, eins- og lýst er i Fróðárundrum, enda varöar mestu hvur lemur, ekki hvort lamiö er. Sama gildir um skattsvik: Þeim mun snjallari brögöum sem beitt er til aö hafa uppá skattsvikum þeim mun skæöari veröa skattsvikararnir. Þeim mun betur sem menn þjófverja hús sin þeim mun meira er stol- ið. Hitt skortir á um skattveseniö ekki og taki aö brjóta lög á ný. Þaö hefur heldur ekki ævinlega gefist vel. Fangar kunna sumir á lása og gerast þeim mun slungnari i þeirri list sem fang- elsin tiökast rammbyggilegri. Siguröur Heiödal er sagður hafa brúkaö önnur ráö þegar hann stjórnaði Litla-Hrauni fyrr á árum. Einhverju sinni bar svo til á fögrum sumardegi aö menn komu sem vildu lita á fangana. En fangarnir voru ekki heima, höföu brugöið sér á ball uppaö Selfossi, en áttu aö vera komnir heim fyrir kl. 11. — Og ef þeir koma ekki? var spurt. — Þá loka ég þá úti! svaraöi Siguröur. Eitthvaö annaö en slagbrand- ar var fyrir hurðum hjá Siguröi aö þaö veröi aö sjálfsögöum hlut I augum manna aö ef þeir svfkja undan skatti sviki þeir engan nema sjálfa sig. Og um þá sem stela — annaöhvort er eitthvaö aö i sálinni ellegar þá beinlinis vanhagar um þaö sem þeir á- girnast — fyrir utan hitt aö ekki er mestu stoliö I innbrotum! 1 þessu samhengi flýgur mér I hug sú regla að hafa fangelsi lokuö — sem mér sýnist orka tvimælis þótt meiningin sé auð- vitaö sú aö bófarnir foröi sér (ef sagan er sönn, og hún er jafngóð ósönn). Hann hefur átt snefil af þessu fööurlega valdi sem er svo magnaö aö ekki þarf aö beita þvi.... Fyrirþvi leyfi ég mér aö efast um aö hótanir uppræti skattsvik og talnaleikir veröbólgu. Ekki var sama hvur reyndi aö lemja selshausinn i gólfiö á Fróöá. Veldur hvur heldur. —23.11, 1978

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.