Vísir - 02.12.1978, Síða 17
16
Laugardagur 2. desember 1978 VISIR
17
VISIR
Laugardagur
2. desember 1978
nÉg er alveg viss um aö krakkar á Islandi eru
jafnmargir og fulloröna fólkið. Samt ræöur þaö
öllu. Þaö finnst mér ekki nógu réttlátt. Viö megum
ekki rífast og hafa hátt/ en svo gerir fullorðna fólk-
iö þaö sjálft/ meira aö segja f sjónvarpinu. Ég hef
oft séö það í Kastljósi. Svo þessi borgarstjóri. Hann
gleymir alltaf aö gera hjólagötur fyrír krakkana.
Þaö er hættulegt aö hjóla á götunni, vegna þess aö
mennirnir sem leggja malbikiö setja þaö ekki alveg
upp aö gangstéttinni. Þar hallast gatan svo mikiö aö
hjólið rennur og maöur dettur. Ætli fulloröiö fólk sé
bara ekki búiö aö gleyma því þegar þaö var lítiö?
Þegar ég verö fulloröinn, þá ætla ég ekki aö gleyma
því þegar ég var lítill".
Þaö er Iftill herramaöur Valur Pétursson sem
hefur orðiö. Hann er nfu ára, alveg aö veröa tfu,
eins og hann segir. Valur er fæddur 26. febrúar
1969, en er f tíu ára bekk, eöa 4 TE i Hlíðaskóla.
Áallsherjar þingi Sameinuðu þjóðanna sem hald-
iö var f desember 1976 var samþykkt aö helga áriö
1979 málefnum barna. Tilefnið var aö þá eru liöin
tuttugu ár frá því aö SÞ staðfestu yfirlýsingu um
réttindi barnsins. Höfuö markmiðið meö ári barns-
ins er ma. aö vekja athygli valdhafa og almennings
á hinum sérstöku þörfum barna, sem oft vilja
gleymast f þjóöfélagi hinna fullorönu. Því fannst
okkur ekki úr vegi aö spjalla um lífiö og tilveruna
viö níu ára dreng, og fylgja honum eftir f leik og
starf i dagstund. En hvernig Iföur dagur f lifi drengs
sem er i tíu ára bekk f Hlíðarskólanum? Viö uröum
margs fróöari eftir þennan viðburöarríka og
skemmtilega dag
Viðtol: Katrín Pálsdóttir Myndir: Gunnar V. Andrésson
„Þegar ég vakna þá er
pabbi farinn í vinnuna"
,,Ég vildi miklu heldur vera i
skólanum fyrir hádegi. Þá er
meiri timi til að leika sér úti eftir
aö maður kemur heim. Uppá-
halds veðriö mitt er þegar þaö er
mikill snjór, þá er hægt ab gera
svo mikiö”.
Viö Valur erum á leið i Hliöa-
skólann. Hann á aö vera mættur I
smiöatima klukkan hálf ellefu.
Hann leggur timanlega af stab,
þvl þaö tekur hann tiu minútur aö
ganga 1 skólann. Hann á heima á
Miklubrautinni, en viö göngum
sem leib liggur upp Rey kjahliöina,
Eskihliö og i Hliöaskólann.
„Núna er ég I skólanum klukk-
an eitt, nema þegar ég fer i auka-
tima”.
Þaö er fimmtudagur og Valur
segir okkur aö þaö sé erfiðasti
dagurinn I skólanum. ,,Ég er I
smlöi I tvo tima og fer svo heim til
aö borða. Svo fer ég aftur klukkan
eitt og er til fimmtán minutur i
fimm. Þá er eftir aö læra fyrir
morgundaginn, en stundum
geymi ég þaö og læri fyrir há-
degi.”
„Þegar ég vakna á morgnana,
þá er pabbi farinn i vinnuna.
Hann er búinn aö breyta um
vinnutima til þess aö hann komist
fyrr heim á kvöldin. En samt
kemur hann ekki alltaf heim á
kvöldin. Hann er kjötiönaöar-
maöur og þáö er alltaf svo mikiö
aö gera hjá honum. Mamma
vinnur lika, en bara fyrir hádegi.
Hún vinnur I snyrtivörubúð. A
morgnana passar amma mig og
Vfðar bróöur minn. Hann er i átta
ára bekk”.
Við þrömmum áfram i snjón-
um. Þegar viö komum aö hring-
torginu sem er viö skólann, þá
þurfum viö aö biöa eftir aö kom-
ast yfir götuna. „Stundum er
mikil umferö, en ég held aö þaö sé
nú llka krökkunum aö kenna ef
þeir veröa fyrir bilum. Þá horfa
þeir bara ekki nógu vel i kringum
sig. Bilstjórar eru lika mjög frek-
ir sumir, þeir hugsa ekkert um
krakkana sem eru á hjólum á göt-
unni. Viö getum hvergi hjólaö
annars staöar en á götunni, eöa
gangstéttinni og ég er nú oftast
þar, en passa bara aö keyra ekki
á fólk. Ef hjólagötur væru þá væri
þetta miklu betra.”
„Þetta verður
torfærubíll".
t kjallaranum I Hliöaskóla er
mikiöum aövera. Þar er veriö aö
smiöa Willysjeppa, vörubila og
ishokkikylfu svo eitthvaö sé
nefnt. Þaö er smiðatlmi hjá 4 TE
og Björn Loftsson smiöakennari
leiöbeinir krökkunum.
Ingólfur, Jón og Halldór eru all-
ir aö smiöa Willysjeppa., ,Þaö eru
allir bilar druslur nema Willys,
það eru sko torfærubilar”. sagöi
Ingólfur, og hamaöist á húddinu á
bilnum meö sandpappir. Hann
var aö undirbúa hann undir
sprautun.
Þorbjörg Kristjánsdóttir var aö
saga út hund, sem hún haföi
teiknað á tréplötu. „Þetta er eng-
inn vandi, en stundum brotnar
blaöiö, en þá fæ ég bara nýtt”,
sagöi hún.
„Ég vildi helst gera vörubil”,
sagöi Valur og hamaöist viö aö
skrúfa dekk undir bilinn, sem
voru merkt: Reykjalundur.
Konan í hvíta sloppnum
Þaö voru allir önnum kafnir viö
verkefni sin þegar kona i hvitum
slopp birtist I dyrunufn. Hún
nefndi eitthvert nafn, en þaö
heyröist ekki greinilega fyrir
hamarshöggum og sargi frá sög-
um. Krakkarnir hættu allir viö
verk sin og horföu meö galopnum
augum hvert á annab. Þaö varö
dauðaþögn i smiöastofunni. „Ha,
ég?” sagöi Ingólfur. „Valur
Pétursson”, sagöi konan aftur.
Allir horföu á Val og Ingólfur sló I
bakið á honum: „Blessaöur góöi,
þaö ert þú!”
Þegar viö vorum á leiö meö
konunni upp á loft sagöi Valur:
„Ég hef nú ekki alltaf burstaö
tennurnar. Stundum gleymi ég
þvi”
„Mér finnst verst hvaö hann
biöur stutt, eftir aö hann er búinn
aö deyfa. Hann ætti aöbiöa dálitiö
lengur. Annars finnst mér ekkert
vont aö fara til tannlæknis, ég hef
oft farið áöur. En hann ætti samt
aö biba dálitiö lengur”, sagöi Val-
ur þegar viö spuröum hvort hann
kviöi fyrir.
Haukur Filippusson tannlæknir
beiö eftir Val. Hrafnhildur Ragn-
arsdóttir, konan á hvita sloppn-
um, kom honum fyrir i stólnum
og setti á hann stóran smekk. Þá
var allt tilbúiö.
1 þetta sinn var tekin röntgen-
mynd af tveim tönnum, sem voru
dálitiö skemmdar. 1 næstu heim-
sókn hjá tannlækninum á svo aö
gera viö þær.
Valur fór út frá tannlækninum
meö forláta flautu. Þaö fá ailir
Hautu sem standa sig vel hjá
tannlækninum.
„Hvaögeröi hann? Varstu spól-
aöur?”
Þegar búiö var að útskýra hvaö
gerðist héldu allir áfram aö
skrúfa og smiöa.
„Viðeigum aö leika
í sjónvarpinu"
„Heyröu Björn, megum viö
fara svolitið fyrr þvi viö eigum aö
leika I sjónvarpinu?” sagöi Davlð
Másson, viö smiöakennarann.
Smiöakennarinn gaf tilvonandi
leikurum I bekknum fri, en viö
nánari eftirgrennslan komumst
viö aö þvi aö leikararnir eru fjór-
ir. Þeir eru Davið, Haukur Finns-
son, Þorbjörg Kristjánsdóttir og
Valur Pétursson.
Sjónvarpiö haföi veriö I heim-
sókn hjá 4 TE i vikunni.
„Þaö var veriö aö taka upp
leikrit sem á aö gerast i skóla.
Þaö komu leikarar og léku kenn-
ara, maöur sem lék sögukennara
og hann var ofsalega strangur.
En konan sem átti aö vera lif-
fræöikennarinn var miklu betri.
Sumir í bekknum fóru upp aö
töflu og einn strákur beit i hunda-
súru. Þab þurfti aö taka þaö
mörgum sinnum upp og strákur-
inn þurfti aö bita ótal sinnum 1
hundasúruna. Svo vorum viö
fjögur bebin um aö leika þaö þeg-
ar vib værum ab fara i skólann.
Fyrst eiga Daviö og Haukur aö
leggja af staö. Þeir eiga heima
neöst I Eskihliöinni. Svo eiga þeir
aö hitta mig á horninu á Reykja-
hllð. Siöan eigum viö aö hitta Þor-
björgu hér uppfrá”, sagöi Valur
og benti upp Eskihliöina.
Viö vorum á leiö úr smiöatim-
anum og heim til hans. Hann hef-
ur ekki mikinn tima, þvi hann
þarf aö vera mættur á hornið á
Reykjahliöinni klukkan tólf. Þá
ætla sjónvarpsmennirnir aö hitta
hann og félaga hans.
Valur hefur aöeins um hálftima
til aö boröa hádegismatinn. Viö
flýtum okkur þvi heim úr smiö-
inni.
„Viö eigum aö hrekkja stelp-
una. Taka af henni húfuna og
hlaupa meö hana. Viö eigum lika
aö kasta snjóbolta I hvert annaö
og i bflana lika”, sagöi Valur þeg-
ar hann útskýröi hlutverk sitt i
myndinni.
En hvernig kemur stelpum og
strákum saman I alvörunni?
„Viö gerum stundum árás á
þær og köstum snjó i vegginn og
látum hann svo hrynja yfir þær.
En viö tökum aldrei af þeim húf-
urnar. Stundum lendum viö lika i
slag vib ellefu ára bekkinn. Þaö
eru ógurlegir bardagar, þeir eru
miklu stærri en viö, en samt töp-
um viö ekki alltaf. Ég hef líka
oröiöfyrir snjóboltaárás. En þeg-
ar ég ætlaöi aö hlaupa á eftir
þeim, þá datt ég á svelli sem var
á skólavellinum og fékk skurö á
hökuna, sem þurfti aö sauma
saman”.
„Mér finnst miklu skemmti-
legra i handavinnu”, sagöi Valur,
þegar viö spuröum hann hvernig
honum likaöi smiöin. „I fyrra
geröi ég orm. Þá prjónaöi ég
lengju sem var 80 garöar. Siöan
var hún saumuö saman og settur
vir inn I orminn og bómull. Ég hef
lika saumaö kisu. Ormurinn var
vinsælastur I fyrra, en ég veit
ekki hvaö viö gerum i vetur, þvi
ég fer ekki I handavinnu fyrr en
eftir áramót. Annars var mis-
munandi hvaö viö geröum, steip-
urnar geröu alls konar skrimsli”.
„Þegar pabbi var i skóla, þá
var hann bara i smiöi og mamma
bara i handa vinnu. Mér finnst þaö
asnalegt.”
Beðið eftir
sjónvarpinu
„Ég ætla bara aö vona aö þeir
hafi ekki komiö fyrir klukkan
tólf”, sagöi Valur og hraðaöi sér
út á horniö á Reykjahliöinni.
Klukkan var fimmtán minútur I
tólf, en hann átti aö hitta sjón-
varpsmenn klukkan tólf. Þaö
leyndi sér ekki spenningurinn og
þaö var eins gott aö missa ekki af
neinu.
Viö vorum komin á horniö tiu
minútur fyrir tólf. „Strákarnir
biöa örugglega niöur frá”, sagöi
Valur og horföi niöur Eskihliöina.
Viö stilltum okkur upp á horninu
og biöum eftir sjónvarpinu. Valur
er ekki hár i loftinu og skólatask-
an hans dróst niður i snjóinn.
Hvernig er aö vera yngstur i
bekknum?
„Ég veit þaö ekki, en þaö er
allt I lagi. En ég er alls ekki
minnstur. Þaö er einn strakur
minni en ég og svo eru þrir tveim
og hálfum sentimetra stærri en
ég. Þaö er nýbúið.aö mæla okkur i
skólanum. Þaö er ekki mikiö aö
vera tveim og hálfum sentimetra
stærri. Valur lagöi mikla áherslu
á þetta atriöi
„Þegar ég átti aö fara I sex ára
bekk, þá var ég settur i sjö ára
bekk, af þvi aö ég kunni alveg aö
lesa.”
En hvernig vildir þú hafa skól-
ann ef þú mættir ráöa?
„Ég mundi bara hafa stærö-
fræöi, liffræði, tónmennt og leik-
fimi, kannski eitthvaö af hinu, en
þetta finnst mér skemmtilegast.
Mér finnst skemmtilegast i leik-
fimi þegar viö fáum skó og
sokka”. Viö biöjum um nánari
skýringu á þvi hvaö þetta þýöi.
„Viö reynum aö safna okkur
plúsum. Viö fáum plúsa fyrir aö
hafa ekki hátt þegar viö erum aö
klæöa okkur og vera ekki meö
neinn fiflagang. Plúsarnir eyöi-
leggjast ef einhverjir lenda i slag.
Þegar viö erum búnir aö safna
okkur fjórum plúsum, þá fáum
viö aö hafa körfubolta, fótbolta
eöa hokki. Þaö köllum viö aö fá
skó og sokka. Þetta þýbir eigin-
lega aö fá boltaleik. Ef viö stönd-
um okkur vel þá getum viö fengiö
skó og sokka i fjóröa hverjum
tima”.
„Hvaöa félagi? Auövitaö Val.
Ég held ails ekki meö Fram, þeir
eru ekki næstum þvi eins góöir og
Valur. Ég hef fariö á nokkrar fót-
boltaæfingar, en þaö er svo vont
að þurfa aö fara yfir Reykjanes-
brautina til aö komast út á Vals-
völl.”
Hann horföi hálf hneykslaöur á
blaöamann. Þaö þurfti ekki aö
spyrja svona spurninga, þetta var
svo augljóst.
// Klukkan er yf ir tólf/
þeir koma of seint"
„Þeir geta varla verið farnir”,
sagöi Valur sem var orðinn dá-
lltiö óþolinmóöur aö biöa eftir
sjónvarpsmönnum. „Klukkan er
oröin meira en tólf, og þeir eru
ekki komnir ennþá. Þeir segöu nú
örugglega eitthvað viö okkur ef
viö værum ekki stundvis”.
„Sjónvarpiö er eiginlega bara
fvrir fulloröiö fólk, og svo smá-
born sem horfa á Stundina okkar.
Fimm fræknir voru ágætir, en
það vantar fleiri svoleiöis þætti
fýrir stærri krakka. Svo finnst
mér Prúöuleikararnir skemmti-
legir. Ég fæ yfirleitt ekki aö horfa
á þætti sem byrja seint eins og
Kojak. En stundum kem ég inn i
stofu til aö bjóba pabba og
mömmu góöa nótt, en sest þá
bara i sófann og þau gleyma aö
reka mig út. En mér finnst Kast-
ljós lang leiöinlegasti þátturinn,
þar rifast nú bara einhverjir full-
orönir menn. Ráöherrarnir koma
I þáttinn og segja frá þvi aö það sé
ægilegt aö búa i landinu, af þvi aö
veröbólgan sé svo mikil. Ég
mundi nú samt ekki vilja búa
annars staöar. Hér hefur maöur
þaö svo gott. Ég veit nú ekki al-
veg hvort ég trúi þeim þegar þeir
segja aö ástandiö sé mjög alvar-
legt, en samt held ég aö þeir komi
ekki i sjónvarpiö og skrökvi.”
En hvaö - er veröbólga?
Þaö er þegar allt veröur dýr-
ara og dýrara og fólk þarf aö
vinna lengur og lengur til aö geta
keypt þaö sem þar þarf.”
„Samt yröi þaö heldur ekki
nógu gott ef krakkar réöu efninu i
sjónvarpinu, þvi þá mundu þau
bara hafa skripó. Ég er farinn aö
halda aö þessir menn þarna 1
sjónvarpinu eigi enga krakka
sjálfir, sem geri sagt þeim hvaö
sjónvarpið er stundum leiöin-
legt.”
Klukkan var aö veröa hálf eitt.
Viö vorum búnin aö biöa eftir
sjónvarpinu i rúman hálftima.
Enn bólaöi ekkertá þeim. Viö för-
um að spjalla um bióin.
„Mér fannst Star Wars mjög
góö mynd. Hún var frábærlega
tæknilega gerö. Ég ætla aö reyna
aö komast á hana aftur. Þegar ég
fer i bió, þá fæ ég oftast þúsund
kall. Miöinn kostar sex hundruö
og á stórmyndir sjö hundruö og
fimmtiu. Ég kaupi þá eitthvaö
gott fyrir afganginn, stundum all-
an afganginn.”
Helduröu aö til séu menn á öör-
um hnöttum?
„Nei, ef þeir væru til, þá væru
þeir örugglega búnir aö gera árás
á jöröina, alla vega væri einhver
búinn aö sjá þá.”
Leikið fyrir sjónvarpið
„Þetta er hann”. Þaö lifnaöi
yfir litla sjónvarpsleikaranum,
þegar hann benti á bilinn. Hann
var búinn aö biöa rúmlega hálf-
tima eftir aö sjá hann. Hann ók
niöur götuna og Valur tók til fót-
anna og hljóp niöur Eskihliöina.
þar voru þeir Daviö og Haukur
tilbúnir.
Daviö og Haukur gengu hátiö-
lega upp Eskihliöina. Valur birt-
ist á einu horninu og henti I þá
snjóbolta. Þeir köstuöu I hann á
móti og siðan grýttu þeir I bflinn
frá sjónvarpinu. Þeir marseruöu
upp Eskihliöina og hittu Þor-
björgu. Hún gleymdi húfunni
sinni og þeir sem áttu aö taka af
henni húfuna og hlaupa meb hana
burtu, þegar þau voru komin i
skólaportiö. Þegar þangaö kom
fékk hún lánaöa húfu og upptakan
hélt áfram. Þeir þrifu af henni
húfuna og hlupu af staö. Smám
saman söfnuöust fleiri krakkar á
skólavöllinn og tóku þátt i leikn-
um, sem endaöi meö miklu snjó-
kasti. Þegar atriöinu var lokiö
var klukkan oröin eitt og kennar-
inn kom og náöi i bekkinn sinn.
Fjóröi TE fór I röö og gekk siöan
inn aö stofu 2.
Fréttir og draumar
Þaö kom okkur dálitiö á óvart
hvernig kennslustundin hófst.
Kennarinn spuröi hvort krakk-
arnir kynnu ekki aö segja frá ein-
hverjum fréttum og hvort þau
heföi ekki dreymt eitthvaö
skemmtilegt. Allar hendur fóru i
loftiö. Krakkarnir komu hvert af
ööru upp aö kennarapúltinu og
sögöu frá einhverju sem þau
höföu lesiö I blööunum, eöa heyrt I
útvarpinu. Þaö var auðséð aö þau
voru vön aö tala yfir allan bekk-
inn, þau voru ófeimin og töluöu
hátt og skýrt,
Draumarnir komu hver af öör-
um og auöheyrt var aö Imyndun-
araflinu var gefinn laus taumur.
A leiö f Hlíöaskóla
Valur skrúfar dekkin undir vörubflinn sinn. Þaö er
Davíð Másson sem gefur honum góö ráö
Hrafnhildur Ragnarsdóttir
afhendir Val forláta
f lautu/ en hana fá allir sem
standa sig vel hjá tann-
lækninum
I kvæöatfma. Krakkarnir
skrifuðu upp Ijóö og mynd-
skreyttu.
Valur hefur svar á reiðum
höndum, þegar kennarinn
spyr um höfund kvæöis
sem ein skólasystir hans
fór með
Dagurinn byrjar meö góöum morgunveröi og ekki má
gleyma lýsinu. Hér eru þeir bræöur Valur og Viðar
ásamt ömmu sinni Sólborgu Sveinsdóttur
Þaö var fariö í alls konar leiki f skólaportinu. A mynd-
inni sjáum viö Val og Þorbjörgu ásamt skólaféiögum
Þeir léku fyrir sjónvarpiö.
F.v. Haukur Finnsson, Valur
og Daviö Másson
Skólatannlæknirinn athugar
tennur Vals. Þaö kom í Ijós aö
þaö var hola f tveim tönnum
Þeir Ingólfur Ivarsson, Jón Gunnlaugsson og Halldór
Þráinsson voru allir aö smiöa sér Willy's jeppa