Vísir - 02.12.1978, Síða 29

Vísir - 02.12.1978, Síða 29
VISTR Laufiardagur 2. desember 1978 Ifenny Loggins Kenny Loggins Kenny Loggins fæddist i Washingtonborg 7. janúar 1948. Hann vakti fyrst á sér athygli i hljómsveitinni Second Helping, þegar hann samdi lagiö „House At Pooh Corner”, sem varö geysivinsælt meö hljómsveit- inni Nitty Gritty Dirt Band. Þaö varö til þess aö hljómplötufyrir- tækið Columbia bauö honum samning og réö Jim Messina, sem þá var nýhættur i Poco, til að stjórna upptökunni á fyrstu Sólóplötu Kennys. En eitthvaö virðist þeim Loggins og Messina hafa litist vel hvor 'á annan, þvi aö sólóplata Loggins varö aldrei til, heldur kom út platan, „Sittin’ In” meö undirtitlinum Kenny Loggins ásamt Jim Messina. Og framhaldiö þekkja flestir poppáhugamenn, þvi aö næstu fimm árin (1971-1976) voru þeir félagar meöal skær- ustu stjarna Bandarikjanna og sendu frá sér allt i allt 8 breiöskifur, sem seldust allar i gull. Frægasta lag þeirra er án efa „Your Mamma Don’t Dance”, og var á annarri plöt- unni þeirra sem hét einfaldlega „Loggins and Messina” og kom út 1972. Þaö kom þvt flestum á óvart, þegar þetta velheppnaöa dúó lýsti þvi yfir 1976, aö samstarf- inu væri lokiö. Og fyrsta sólóplata Kenny Loggins, sem upphaflega átti að koma út 1972, kom út i fyrra. Sú bar heitið „Celebrate Me Home”. Nightwatch”. A henni er að finna niu lög og eru sjö þeirra ýmist samin af Kenny Loggins einum eöa i samvinnu viö aöra. Eitt lag- anna, „Whenever I-Call you Friend”, hefur þegar klifraö uppá topp bandariska vinsælda- listans og platan sjálf er i góöri sölu. Þeir sem skipa hljómsveit Kenny Logpns eru Vince Denham horn, George Hawkins — bássi, söngur, Mike Hamilton — gitar, söngur, Jon Clarke — horn, Tris Imboden — trommur og Brian Mann — hljómborð. Nokkrir fleiri koma við sögu"ö'g'ber þar hæst söng- konuna Steve Nicks, sem syng- ur topplagiö „When Ever I Call You Fríend”, með Kenny Logg- ins. Um tónlist Kenny Loggins er það aö segja, aö hún er að min- um dómi beint framhald af þvi sem hann var aö gera meö Jim Messina, og segir þaö náttúru- lega sitt um gæöin. A hinn bóg- inn finnst mér á öllu aö úrvinnslan hafi verið betri og markvissari þegar þeir voru saman en nú þegar Kenny Loggins er einn á báti. Allt um það, þá er vist ábyggilegt aö sólóferill Kenny Loggins er siöur en svo i hættu, platan „Nightwatch” og þær viötökur, sem hún hefur hlotiÖ, éru til vitnis um þaö. —pp. 29 í ÞESSARI GLÆSILEGU ÍSBÚÐ GETURÐU FENGIÐ kaffi, kakó# kökur, samlokur, pizzur, PÆ MEÐ ÍS, BANANABÁTA, ÍS-MELBA OG ALLA OKKAR SÍVINSÆLU ÍSRETTI. Lítið inn í ísbúðina að La uga læk 6, og fá ið ykkur kaffi og hressingu, takið félagana meö. Opið frá kl. 9-23.30 LAUGALÆK 6 - SÍMI 34555 Rjartanlúlíusson Kjartan lúlíusson ReginfjöU að haustnóttum og aðrar frásögur Halldór Laxness var hvatamaóur að útgáfu þessarar bókar og ritar snjallan og skemmtilegan formála, þar sem segir m. a. á þessa leiö: „... þessar frásagnir af skemtigaungum Kjartans Júlíussonar um regin- fjöll á síóhausti geröu mig að vísum lesara hans. Úr stöóum nær bygó- um velur þessi höfundur söguefni af mönnum sem lenda í skrýtilegum lífsháskum, tam vegna príls í klettum ellegar þeir eru eltir uppi af mann- ýgum nautum; stundum stórskemtilegar sögur. Einneigin segir hann sögur um svipi og ýmiskonar spaugelsi af yfirskilvitlegu tagi . . . þessi koíbóndi haföi snemma á valdi sínu furðulega Ijósan, hreinan og per- sónulegan ritstíl, mjög hugþekkan, þar sem gæöi túngunnar voru í há- marki . . .“ Sérstæó bók — sérstæður höfundur, sem leiddur er til sætis á rithöfundabekk af fremsta rithöfundi íslands. Bræðraborgarstíg 16 Sími 12923-19156 s

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.