Vísir - 09.12.1978, Blaðsíða 9
Laugardagur 9. desember 1978
9
vism
Guðjón Guðjónsson
verslunarstjóri í
Glæsibæ:
„Ég er vesturbæingur og fædd-
ur á Bárugötunni og ólst þar upp.
Ég lauk aö sjálfsögöu barna-
skólaprófi og eftir þaö fór ég i
nám til undirbiinings verslunar-
störfum. Siöanhefégveriöí skóla
lifsins. Hann er sá allra bestí.
Fyrst ætlaöi ég aö læra múr-
verk en er ég var búinn aö vera
hjá Daviö Jónssyni múrara i
nokkurn ti'ma hætti ég. Þá bauöst
mér vinna i Matardeildinni i
Hafnarstræti og þar var ég I 8 ár.
Þarheld ég aöéghafi fengiö þann
besta skóla i verslunarstörfum
sem nokkur maöur getur hugsaö
sér. Ég get því miöur ekki boöiö
mlnu starfsfólki upp á sllkan
skóla I dag.
Ariö 1955 opnaöi Sláturfélag
Suöurlands nýja verslun viö
Bræöraborgarstig og ég var gerö-
ur aö verslunarstjóra þar. A þeim
dögum var allt afgreitt yfir boröiö
og þá eignaöist maöur marga
kunningja.
1964 flytur Sláturfélagiö I nýtt
húsnæöi I Austurveri Þar var ég
verslunarstjóri og svo núna hér I
Glæsibæ siöan Sláturfélagiö tók
yfir rekstur búöarinnar en þaö
var áriö 1974.”
1 hverju er starf þitt fólgiö hér 1
Glæsibæ?
Hér áöur fyrr voru þetta aöal-
lega afgreiöslustörf. Þá varö
maöur aö geta hlaupiö i hvaöa
starf sem var innan verslunar-
innar. Verslunarstjóri pantar
vörur til búöarinnar og sér um
reikninga hennar. Nú á siöustu
árum er þetta fariö aö færast
meira yfir I verkstjórn.
En maöur veröur aö geta
hlaupiö i flest störfin hér og til
dæmis I gær var einn bflstjórinn
veikur og ég varö aö keyra út.”
Hvaö gerir þú þegar þú ert ekki
aö vinna?
Ég hef alla tíö veriö mikill
bllaáhugamaöur. Ætli þeir séu
ekki oiönir 108 bílarnir mlnir um
dagana.
Ég byrjaöi á Renault
„Hagamús” en i dag á ég Rover
3500 og þaö er frábær bill. 1
frlstundum hef ég gaman af aö
bónahann.Þáhefég gaman af aö
synda ogeins aö dytta aö sumar-
bústaönum minum viö Þingvalla-
vatn.
Ég geri svolltiö af þvi" aö lesa.
Reyni svona aö fylgjast meö tlm-
anum.
Ég stefni aö þvl aö fara til
útlanda einu sinni á ári. Bæöi til
að slappa af og eins til aö kynna
mér nýjungar I versluninni.
Maöur veröur aö hafa sig allan
viö ef maöur á ekki aö dragast
aftur úr.
Ég geri þó nokkuð af þvi aö
horfaásjónvarpogreyni alltaf aö
ná fréttunum. Mér finnst mest
gaman aö fræösluþáttum og eins
eru skemmtiþættimir ágætir.
Mérfinnst ákaflega þægilegt aö
setja góöa plötu á fóninn og ég
tala nú ekki um aö fá sér nokkur
tár meö. Þaö er dásamlegt. Mér
finnst mest gaman aö léttri
klasslskri músik.
Þá kemur þaö oft fyrir þegar ég
er heima á kvöldin aö ég kalla á
„kelluna” og biö hana aö skrifa
tossalista fyrir mig. Þaö er þá
eitthvaö sem ég hef gleymt aö
gera I búöinni þann daginn.”
Hvernig ætlarþú aö eyöa elliár-
unum?
„Ég hef alltaf ætlaö mér aö
hætta snemma aö vinna hér.
Þetta er ákaflega stressandi
vinna. Ég á eftir aö lesa svo
mikiö. Þá á ég mikiö af frímerkj-
um sem ég á eftir aö ganga frá og
blessaöur sumarbústaöurinn bl ö-
ur alltaf eftir mér meö útbreidd-
an faöminn. Annaö er þaö llka
sem ég á alveg eftir aö gera og
þaö er aö feröast meira hér innan
lands og skoöa landiö en ég hef
hugsaö mér aö bæta úr þvl.
Ég vonast tilaöS.S. geti útveg-
að mér einhverja rólegri vinnu
þegar ég hætti sem verslunar-
stjóri.
Annars verö ég aö segja þaö að
mér finnst ákaflega skemmtilegt
hérþegar búöin er full af fólki. Þá
reyni ég alltaf aö vera I búöinni
sjálfri og ræöa viö viöskiptavin-
ina ogkomast aö þvi hvaöa vörur
vantar. Þá líöur dagurinn áöur en
aö maöur veit af.
En hvaö sem öllu ööru llöur
verður þvi ekki neitaö aö lífiö er
dásamlegt. Éghef alltafveriö viö
hestaheilsu. Ég hef misst 5 daga
úr vinnu í 35 ár vegna veikinda.
Þá á ég góða konu, Auöi EUerts-
dóttur og góö börn. Allt er lifiö
sem sagt ákaflega dásamlegt.”
—SK.
KANELTERTA
í ELDHÚSINU
Umsjón: Þórunn I.
Jónatansdóttir
200 g hveiti
1 tsk. kanill
200 g sykur
200 g smjörliki
1 egg
1 peli rjómi
100 g súkkulaöi
Sigtiö saman á borö hveiti og
kanil. Blandiö sykrinum út I.
Skeriö eöa myljiö smjörUkiö
saman viö. Vætiö I meö egginu.
Hnoöiö deigiö slétt og
sprungulaust. Fletjiö deigiö út,
skeriö undan meöalstóru móti
og setjiö á smuröar plötur.
Deigiö er I 3-4 botna. Bakiö viö
200 gr. á C, þar til botnarnir
liafa fengið ljósbrúnan lit.
Leggiö kökuna saman daginn
áöur, meö þeyttum rjóma.
Skreytiö meö þeyttum rjóma
og súkkulaöibráö eöa rifnu
súkkulaöi. Kökubotnarnir
geymast mjög vel.