Vísir - 09.12.1978, Síða 13

Vísir - 09.12.1978, Síða 13
13 VTSIR Laugardagur 9. desember 1978 Alþýðublabið birti fræga mynd af skápnum og fætinum sem virðist spyrnt I skápinn. „Myndin varð útundan i frá- sögn blaðsins á laugardaginn, en þegar ljósmyndarinn fór aö framkalla hana, sá hann sér til mikillar undrunar, að manns- fótur nemur við skápinn eins og hann sé annað hvort að ýta við honum eða sparka i hann. Eig- andi þessa fótar hlýtur að hafa staðið i horninu bak viö skáp- inn.” Einnig segir i þessari frétt Alþýöublaösins: Skápurinn stendur upp viö þunnt þil og fyrir innan er búr eða geymsla. Ekki viröist manni heldur að mikið þurfi að koma við þilið innanfrá til að staðinn ásamt fleiri sálar- rannsóknurum. „Polter- geist" — segir Sigurlaug- ur Þorkelsson „Ég hef það á tilfinningunni að þarna hafi verið um að ræða Poitergeist og einhver af heim- iiisfólkinu hafi verið valdur að þessu óafvitandi”, sagði Sigur- laugur Þorkeisson fulltrúi hjá Eimskip I samtali við Helgar- blaðið. Sigurlaugur var I hópi fólks Sálarrannsóknarfélagsins sem fór noröur að Saurum þegar mest gekk á. Hann var spurður hvort miöilsfundurinn á Saurum heföi ekki leitt neitt i ljós. ,,A6 minu mati kom þar ekkert fram sem á er byggj- andi, ég gat ekki hent reiöur á neinu.” — En hvað með fundi sálar- rannsóknarmanna siöar? „Það kom heldur ekkert fram á þeim fundum sem tengdist þessu,” svaraöi Sigurlaugur. Hann kvaðst telja ósennilegt aö heimilisfólkiö heföi staðið aö þessum atburðum. Lýsingar þess heföu veriö sannfærandi og sjálfur hefði hann séð hluti sem skemmdust þegar þeir þeyttust til. —SG fella skápinn. Jafnvel maöur sem af ógætni hefur hallað sér aö þilinu búrmegin gæti fellt skápinn niður”. 1 fréttinni er þó ekki reynt að skýra ferðalagiö á stofuborðinu eöa eldhúsborðinu svo erfitt er aö meta hvers virði þessi dular- fullifótur er við lausn gátunnar. En blaðið leggur til að nákvæm visindaleg og lagaleg rannsókn verði gerö ef hægt væri meö þvi aö firra gömlu hjónin frekari vandræðum. Litlar fréttir að handan Að sjálfsögöu var mjög leitað til spiritistanna sem heimsóttu Saura og þeir spurðir hvort eitt- hvað hefði komiö I ljós á miðils- fundinum sem þar var haldinn. Hafsteinn Björnsson miðill stjórnaði fundinum en ekki er hægt aö sjá að hann hafi viljað tjá sig við blöðin um árang- urinn. Séra Sveinn Vikingur segir i viðtali viö Visi að hann efist ekki um að þarna hafi einhverjir kraftar verið á ferð. Samt hafi ekkert komið fram á fundinum. Aðstæður hafi verið erfiöar, margt fólk, þröng húsakynni og spenna i lofti. Hins vegar hygg- ist Sálarrannsóknarfélagiö efna til annars fundar i Reykjavik vegna þessa máls og þá i kyrrð og næði. Lára Ágústsdóttir taldi sig hins vegar hafa oröiö vara víð enskan skipstjóra sem drukknaöi fyrir langa löngu og hafi sá haft hund með sér. Er birt langt viðtal við hana i Timanum um þetta og má af þvi skilja að skipstjórinn hafi veriö að róta til húsgögnunum. Alþýðublaöiö slær þvi upp einn daginn að þarna sé um að ræða „Polfergeist”, Segir meðal annars i frétt Alþýðublaðsins: „A erlendum málum kallast „Poltergeist” þegar kynjahljóð heyrast i húsum og húsgögn færast úr stað.” Er vitnaö I orðabók Jóns Ófeigssonar og erlendar fræðibækur þessu til stuðnings. Undrin fjara út Fljótt fór að draga úr fréttum af ókyrrðinni á Saurum enda hafði heimilisfólkið fengiö nóg af öllum hamaganginum og varðist allra frétta. Hins vegar viröist svo sem undrin hafi haldiö eitthvað áfram. Alþýðublaöiö segir 4. april að enn sé ókyrrö að Saurum en erfitt aö fá fréttir. Stofuborðið muni nú brotið og bendir það til þess að það hafi lent ómjúklega eftir einhverja flugferðina. 1 Timanum daginn eftir segir aö presturinn á Skagaströnd hafi farið fram á að settur veröi upp jaröskjálftamælirað Saurum en þvi ekki sinnt. í sama blaöi er skýrt frá þvi 16. júni aö allt hafi verið með kyrrum kjörum að Saurum frá þvi I aprfl. Einnig er sagt að bandariskur prófessor hafi farið tvisvar norður að Saurum meöan hann hafði viðkomu hér og Sveinn Vikingur farið með honum. Ekki er þess getiö hvort eitthvað hafðist upp úr þeirri ferð. Málið féll smátt og smátt i gleymsku en lengi á eftir velti fólk þvi fyrir sér hvað þarna hefði veriö á seyði. Sumir voru þeirrar skoðunar að einhver heimilismanna haföi veriö valdur aö þessum fyrirbærum en aörir tfdðu statt og stöðugt að þarna hefðu öfl að handan verið að verki. Aldrei var gerð nein gangskör að þvi aö upplýsa þetta Saura- mál og þess vegna mega menn halda þaö sem þeir vilja enn þann dag i dag og um ókomna framtiö. En viö ræddum stutt- lega við nokkra aðila er komu við sögu á einn eöa annan nátt. —SG x /' / / i_J_________\' \ . Skopteiknarar sögöu frá málinu á sinn hátt eins og meðfylgjandi mynd úr Alþýðublaðinu sýnir. Black & Decker Workmate 400 Blackog Decker kynna nýtt “ verkfæri. það er kallað’Workmate 400“ Nýtt og létt afbrigði af þægilega Workmate vinnuborðinu. Nógu sterkttil að halda stórum hlutum allt aÖ 250 kg. að þyngd.''Workmate 400' er létt borð, vegur aðeins 10 kg., svo auðvelt er að flytjaþaðmeðsér. Stór 61 cm þvinga með 10 cm oþnun heldur stórum og litlum hlutum. Pvingu-taþþar, sem geta snúist gefa möguleika á að þvinga fasta hluti, sem eru óreglulegir í lögun. Osamhliða hreyfingar þvingu-kjaftanna gera mögulegt ao þvinga fleyglaga hluti. "Workmate 400"er 76 cm hátt, sem er hin rétta hæð þegar sagað er eða þegar borðið er notað sem vinnuborð. Einnar hæðar Workmate, Black og Decker, Workmate 400. B/ack& Decker Warkmate 400 Frá Workmate 400 er þannig gengið að auðvelt er að setja það uþp hvarsemer. Hugsaðu þéröll þau verkefni sem þú geturunniðaðá heimilinu. Hugsaðu þér hve auðveldarog betra væri að vinna aðþessum verkefnum með Workmate 400. Þegar þú hefur lokið verkinu þá leggur þú borðið einfaldlega samanof leggurþaðtil hliðar. Skoðið Workmate400á næsta Black og Decker útsölustað. G. Þorsteinsson & Johnson ARMULA 1 - SIMI 85533

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.