Vísir - 09.12.1978, Qupperneq 17
16
Laugardagur 9. desember 1978 VISIR
VISIR Laugardagur 9. desember 1978
17
Gunnar Reynir kemur til dyra i fylgd meö gráum
ketti. Þessi grái köttur sniglast i kringum samtal
okkar þetta snjóþunga síödegi. Leikur undir sam-
ræöurnar meö léttu slagverki: Búmp þegar hann
stekkur á stofuhuröina til aö opna fyrir sér, búmp
þegar tónskáldið lokar á eftir honum.
Er þetta músikalskur köttur? spyr ég.
„Ja hann er ættaður frá sjálfri Guörúnu Á
Símonar", segir Gunnar Reynir. „Samt er hann
ekki á mjög háu plani raddlega".
Einu sinni var Gunnar Reynir Sveinsson spuröur
aö þvi hvort hann væri fæddur músíkant. „Ég er aö
minnsta kosti fæddur kattavinur", svaraði hann. „
Og kötturinn hefur fögur hljóö. Ég átti einu sinni
kött sem var einlægt aö hlaupa upp og niður eftir
píanóinu mínu. Siöan langaöi mig til aö búa til
músik eins og þá sem þessi köttur samdi á píanóið,
en þaö tók mörg ár".
I eyrum sumra er engu líkara en mikiö af
nútímamúsik sé einmitt samiö og framið af kött-
um. Gunnar Reynir semur sina kattamúsik gjarnan
i kjallaranum hjá sér. Þar hefur hann komiö sér
upp úrvinnslustúdíói með alls kyns græjum til þess
aðsetja saman hljóöaf ýmsu tagi og mixar úr þeim
músik. Hljóöin fær hann úr mörgum áttum úr
náttúrunni, — sum býr hann til sjálfur út um hvipp
og hvapp hér heima, önnur gerir hann f sónólógíska
institútinu i Utrecht, þar sem hann stundaði nám i
elektróniskum tónsmíöum i eitt ár eftir þriggja ára
nám í akademiskum tónsmiöum viö tónlistar-
háskólann í Amsterdam. Hljóðunum raðar hann svo
saman á segulband i tólunum sínum i kjallaranum.
Eru þetta ekki voðalega dýr tól? spyr ég.
„Viö skulum ekki einu sinni minnast á kostn-
aöinn. Þetta er ekki dýrara en bíltík sem gæti fariö
á hvolf hérna úti á horni. Menn hafa svo misjafnar
intressur. Ég á ekki bíl, hef aldrei átt bíl, mun
aldrei eiga bil. Ég myndifrekar fá mér kafbát að
skreppa á i sundlaugarnar. En ég á sem sagt þessi
tæki og leik mér á þau. Finnst það svakalega
gaman. Þaö hefur tekið mig tólf ár aö safna þessu
drasli og ég held því áfram ævina út".
Kattamúsík, elektróník, framúrstefna eöa hvaö
menn kalla þaö er ekki sérgrein Gunnars Reynis.
Hann semur verk sem spanna breiöari skala en
verk flestra starfsbræöra hans. Til dæmis er hann
oröinn eitthvert hagvanasta leikhústónskáld okkar.
En kannski umfram allt er hann jasstónskáld
islands númer eitt. Þvi er vel við hæfi aö fyrsta
breiðskífan meö islenskri jassmúsik sem út kemur
hérlendis sé helguö honum og verki hans Samstæö-
ur. Þessi plata er aö koma út um þessar mundir á
vegum Jassvakningar.
I borðstofunni standa f lygillog víbrafónn og til aö
hita sig upp fyrir samtalið svingar tónskáldiö
svolitiö á víbrafóninn eins og hann geröi i gamla
daga þegar hann var á fullu i jass-og danshljóm-
sveitum heima og heiman. Og mun reyndargeraað
nýju á næstunni. „Ég er á leiöinni með aö stofna niu
manna band tii aö spila á jasskvöldum. Þaö hef ég
ekki gert síðan '62. Vissulega er þaö tilhlökkunar-
efni, — ekki sist vegna þess aö ég ætla aö vinna meö
ungu strákunum sem eru að koma inn i jassinn
núna. Gömlu góöu jassistunum okkar hefur hætt til
aö útiloka ungu mennina i tónlistinni, þannig aö
þetta hefur í langan tima verið eins konar eldri-
mannaklúbbur. Ég held að það sé hvorugum aðilan-
um til góðs".
Gunnar Reynir er í slopp þegar við komum, segist
vera hálf sloj. Reyndar lá hann i þrjár vikur á
gjörgæsludeild i fyrravetur þegar „eitthvert instrú-
ment sem heitir bris og maður vissi varla aö væri
til" tók upp á þvi aö gera vart viö sig. En fyrr en
varir víkur sloppurinn fyrir sveiflunni og af þvi aö
ég sé aö hann er aö komast f stuð og veit aö hann er
gamali boxari og fyrrum Islandsmeistari i bantam-
vikt spyr ég hvort skammdegið hafi áhrif á sálarlif
og sköpunargáfu tónskáldsins.
Jassmeirihluta á Alþingi
„Ekki nema til bóta. Mér finnst
vont aö semja i sól. Hérlendis
þarf ekki aö hafa miklar áhyggj-
ur af þvi aö veöur steli frá manni
tima. Rigning verkar sérstaklega
vel á mig. Ef hún dettur beint
niður. A Islandi er of mikiö um aö
hún sé beint i fangiö?’
Bjargar músik þér frá sálar-
háska?
„Já, göfgandi músik, og jassinn
sérstaklega. Jass er sálar- og
llkamsbætandi. Einu sinn var ég
fárveikur. Þaö var á annan I
páskum. Fyrir einhverja slysni
setti þulurinn I útvarpirujassplötu
á fóninn milli liöa. Aöur en ég
vissi af lyftist ég upp úr rúminu,
var kominn i fötin og út úr húsinu
og kenndi mér einskis meins. Um
svona kraftaverk jassins hef ég
óteljandi dæmu
Helduröu aö jass gæti lika bætt
til dæmis stjórn landsins? Vantar
sveifluna i rlkisstjórnina?
„Stjórnin gæti aö minnsta kosti
ekki versnaö viö þaö. Til eru aö
visu menn sem fást viö stjórnmál
og kunna aö meta jass, eins og
Magnús Torfi, og Gunnar Thor og
Birgir Isleifur, en þeir eru
áreiöanlega ekki.nógu margir.Þaö
þyrfti aö vera meirihluti fyrir
jass á Alþingi”.
hvaö er jass og aö skýra oröiö
sjálft. En jassinum tekst betur en
annarri tónlist Vesturlanda aö
lýsa hugarangri, einmanaleika,
djúpri hryggö, æsingi, skyndi-
gleöi og öörum taugaviöbrögöum
sem einkenna svo mjög öld okkar
færibandamanna. Hvort sem viö
gerum okkur grein fyrir þvi eöa
ekki erum viööll á færibandi. Þaö
er ekki bara fólkiö i Straums-
vlk”.
fyrir aö vera jassisti. En þegar ég
fór aö stúdera viö tónlistarhá-
skólann I Amsterdam hjá
frægasta tónskáldi Hollands sagöi
hann viö mig: Jassisti og slag-
verksmaöur! Þú ert maöurinn
sem mig hefur alltaf vantaö! Og
ég fór i skóla til hans og hann fór i
skóla til min á grundvelli vöru-
skiptajafnaöar. Um þetta
samhengi I tónlistinni fjallar
Samstæöur”.
Hlustað á „Hampa kallinn” (Lionel Hampton) I stúdfóinu f kjailaran-
um. Sá grái leggur viö hlustirnar.
Barn vélaaldarinnar
Samstæöurnar
I jasskreppunni
1 hverju felst þessi sérstaöa
jassins aö þlnu mati?
„Sko, hvort sem mönnum Hkar
betur eöa verr er þaö staöreynd
aö jass er áhrifamesta tónlistar-
form tuttugustu aldarinnar. Þetta
óvelkomna lausaleiksbarn
tónlistarsögunnar, komiö undir i
synd og skömm og óþökk allra
kúltiveraöra tónlistarmanna,
reyndist nefnilega þegar til kom
vera barn aldarinnar, — okkar
tlma. Jassinn er múslkalskt
viöbragö viö geggjaöri vélaöld.
011 tuttugustu aldar tónskáld
hafa lært af jassinum á einn eöa
annan hátt. Ef þau hafa ekki not-
fært sér músíkölsk element frá
jassinum þá hafa þau lært ab
foröast þau. Þaö er þannig ekki
hægt aö ganga framhjá jassinum.
Reyndar er jafn erfitt aö útskýra
Hvers eðlis er svo jassverkið
Samstæöur sem nú kemur út á
plötu?
„Nafniö á aö tákna, aö svoköll-
uö alvarleg tónlist og jass séu
ekki andstæöur eöa sinn hvor
póllinn, heldur samstæöur. Þegar
ég hlusta á músik eldri tónskálda,
sérstaklega barokk- og hárenais-
sancetónskáldanna, þá finnst mér
sem þessir kallar, eins og
Scarlatti, Hðndel og Johan Se-
bastian Bach, hreinlega Ijómi af
jasselementum. I seinni tiö hafa
verk þessara manna lika veriö
jössuö upp og farið er aö flytja
mikiö af miöaldamúsik meö
jassbiti. Jói Sebastian var til
dæmis alveg rosalegur svingari.
Þegar komiö er aö rómantisku
tónlistinni falla þessi tengsl aftur-
ámóti niöur.l Tónlistarskólanum
hér I Reykjavik var manni álasab
I hvernig kringumstæöum er
Samstæöur samiö?
„Þaö er samiö 1970. Hefur sem
sagt legið útgefandalaust i átta
ár. Ég hef ekki veriö aö neyöa
þessu inná menn. Mjálm I Pétri
og Páli er ekki minn still. Þessi
upptaka, sem Jassvakning gefur
núna út á plötu, er gerö fyrir
Listahátiö 1970, aöallega fyrir til-
stilli Ivars Eskeland, þáverandi
forstjóra Norræna hússins, og var
flutt I útvarpinu. Þessi timi var
mesti krepputimi jasssögunnar.
Poppið var komiö langleiöina
meö aö drepa jassinn. Bandarisk
stjórnvöld höfðu ekki þá fyrir-
hyggju aö bjarga sinni eigin
tónlistargrein. Ariö 1970 var
mesta tónskáld Bandarikjanna,
Duke Ellington ekki einu sinni á
gestalistanum I Hvlta húsinu I
árlegri veislu sem forsetinn
heldur menningarfólki til dýröar.
Hann var þar sem skemmti-
kraftur. Atti aö troöa upp og
skemmta hinum. Þetta þótti
reginhneyksli og uppúr þessu fóru
stjórnvöld aö reyna aö bjarga
andlitinu meö þvi til dæmis aö
gera helstu jassrisana aö
háskólaprófessorum. En um
þetta leyti héldu bandariskir
menntaskólakrakkar aö Duke
Ellington væri fyrrverandi for-
sætisráöherra Bretlands! Svona
var nú ástandiö þá”.
Hugsjónin
Slöan hefur jassinn veriö á
leiöinni upp?
„Já. Uppsveifla jassinn i heim-
inum er ekki sist svar unga fólks-
ins viö skemmtiiönaðinum en i
eldri jössurum hefur llka soðiö
reiöin I tlu — fimmtán ár og nú
hafa þeir fyllst eldmóöi. Þvl jass
er meira en bara nótur. Jass er
hugsjón. Gagnstætt poppi sem er
ekki hugsjón. Ég er ekki aö segja
aö pésarnir geti ekki fyllst eld-
móöi þegar þeir eru aö skemmta
fyrir fimmhundruö þúsund á
kvöldi og plurnar blöa skrækjandi
eftir þeim. En poppmúsik er
sjaldnast til oröin af innri þörf,
sköpunarþörf sem er miklu
breiöari en einstaklingurinn.
Jassarar allra landa eru vinir.
Þeir eru samherjar I baráttunni
fyrir þessari hugsjón.Jassinn er
lika tengdur mannlegri reisn og
réttlæti. Jassarar hafa barist
gegn óréttlæti frá upphafi, enda
var þessi listgrein hötuö af Hitler
og Stalin og öörum einræöisherr-
um. Og alla tlö hefur hún veriö
utangarös hjá rikisvaldinu. Slgild
tónlist hefur afturámóti alltaf
veriö rikisrekin eöa kostuö af stór-
kapitali og hún skal 1 fólkiö hvort
sem þvi likar betur eöa verr.
Samanber Islenska rikisútvarpiö.
Hvað væru margar sinfóniu-
hljómsveitir starfandi i heimin-
um I dag ef svokölluö æöri tónlist
þyrfti aö keppa á sama grundvelli
og jassmenn hafa barist fyrir llfi
sinu á, þaö sem af er öldinni, —
grundvelli skemmtiiönaöarins
þar sem framboð og eftirspurn
ráöa? Allra sist er ég á móti
sinfóniuhljómsveitum, en þaö er
vert aö gefa þessu misrétti i
starfsaöstööu gaum”.
VPTALt ÁBW ÞÖdARINSSPN AHTNPIRt JENS ALEXANPERSSON
f * J • 1 m e m 1 wm * æJ 0 i Cf •
■ i
Gegnum tíðina
Argangurinn ’61 úr Tónlistarskólanum: ólafur Vignir Albertsson og Gunnar
Reynir eftir burtfararprófiö.
Sautján ára svingari Big-band trommarinn
milliæfinga meö Eyþóri galvaskur viö settiö I
i herberginu á Bjarnar- KK ca. 1954.
stig.
A jassárunum I London
Poppiö og póstkorta-
bransinn
Er mælikvaröinn æöri-óæöri
tónlist hæpinn?
„t minum eyrum er hann gagn-
rýnisveröur og þyrfti að endur-
skoðast tónlistarsögulega séö.
Merkustu kammerverk
tuttugustu aldar voru t.d. spiluö
af Benny Goodman og félögum
árin fyrir striö. Ef allt væri meö
felldu væru sinfóniuhljómsveitir I
raun og veru ekki stofnaöar eöa
starfræktar núna heldur allt ööru
visi hljómsveitir. Tónskáld
nútimans hafa hins vegar ekki i
önnur hús aö venda meö sin verk
ensinfóniuhljómsveitir, sem eru I
eðli sinu byggöar upp fyrir verk
18. og 19 .aldar tónskálda.
Tónskáld veröa annaö hvort að
skrifa fyrir þær eöa sitja heima
og naga á sér neglurnar. Vinir
minir sem léku meö Vinar-
filharmóniunni og hrökkluðust
þaöan til Graz vegna músikalsks
óyndis þegar þeir voru búnir aö
spila sama Mozartverkiö
fimmþúsund sinnum fyrir túrista,
sögöu aö þessi bransi væri músik-
legur póstkortabransi. Verkefni
liöinnar tiöar eru hreinlega ekki
óþrjótandi, en I hverri höfuðborg
heimsins er fjöldi manna á föst-
um launum við aö vinna þau
endalaust aftur og aftur. Þessi
vafasama skipting I æöri og óæöri
tónlist gildir ekki bara gagnvart
jassinum, heldur yfir alla linuna.
Ég hef heyrt stórmerka hluti I
poppi til dæmis.Þór yngri bróöir
minn berst gegn þvi aö ég hrörni
popplega og kemur alltaf til min
meö nýjustu plöturnar af þeim
vettvangi svo ég fylgist vel meö
þar. Þaö þýöir ekki aö segja bara
aö allt popp sé rusl, eins og t.d.
Rögnvaldur Sigurjónsson gerir.
Þaö er byggt á misskilningi.
Poppiö þarf bara aö sortera eins
og aöra músik. Afturámóti er þaö
staðreynd aö undanfarin ár hefur
oröiö hugmyndarýrnun I poppinu.
Véfréttum og hugsuðum poppsins
hefur ekki tekist aö endurnýja
sig. Þaö vantar hugsjónina i
þennan hugmyndabanka þeirra
sem hefur oröiö fallltt. Poppiö er
iönaöur, en jassinn er list, þegar á
heildina er litiö. Léleg músik af
öllu tagi ætti undir eölilegum
kringumstæöum aö veröa sjálf-
dauö. En svo er bara ekki vegna
þess að alltaf eru einhverjir
aöilar sem sjá sér hag I aö halda
dótinu á lofti”.
úr valsagutli
i KK-sándið
En hafa lslendingar hina réttu
tilfinningu til aö spila jass vel?
„Alles Anfang ist schwer, sagbi
„Jass er hugsjón. Andstætt poppi
sem ekki er hugsjón...”
Þjóöverjinn þegar heilt band af
prófessorum og músikdoktorum
svingaöi ekki baun. En Islend-
ingar eiga þaö sameiginlegtmeö
Skandinövum aö vera liprir uppá
sveifluna, þótt merkilegt sé.
Margir af okkar bestu jössurum,
sem hrökkluöust af landi brott
uppúr ’60, starfa á Norðurlöndun-
um og eru I fremstu röö. Þeir sem
eftir uröu hér heima geröust
tónlistarkennarar eöa sinfóniu-
spilarar eöa stofnuöu tlskuversl-
anir eöa bilasölur vegna þess aö
timinn var á bandi Bltlanna. Nú
er sá öldudalur fyrir bi sem betur
fer, enda poppiö meira og minna
vélvædd róbottamúsfk”.
Hvernig hefst þinn eigin
jassferill?
„Upphaflega var ég big-band
trommari. Ég var hins vegar svo
óheppinn aö fyrstu ár atvinnu-
mennskunnar spilaöi ég meb fiölu
og planói. Þess vegna fékk ég
útrás meö þvi ab leika meö Basie,
Ellington og Hampton á
grammófóninn. Tangó- og
valsagutliö I djobbinu meö fiölar-
anum gaf ekki kost á löngum og
látlausum trommusólóum svo ég
skellti mér yfir á vlbrafón til aö
svala músikalskri athafnaþrá.
Abur haföi ég lært nótnalestur á
harmónikku, aöallega til aö
gleöja mömmu. Svo stampaöi ég
nikkunni fyrir settiö og gaf
mömmu munnhörpu I staöinn.
Um þetta leyti, — ég hef veriö 17
ára —, var ég svo heppinn aö
kynnast velmenntuöum gitar-
„Aö menn reyktu eitthvaö sterk-
ara en Agio var til I dæminu...”
leikara, Eyþóri Þorlákssyni.
Eyþór lét sig hafa þaö aö koma
meö gitarinn sinn og magnarann i
strætó frá Hafnarfiröi dag eftir
dag, bera þetta uppá Bjarnarstig
til aö æfa meö mér heima I
herberginu minu. Þessa tilsögn i
jassi fæ ég seint fullþakkaö. Eitt
sunnudagskvöld fékk ég svo fri
frá fiölaranum til aö leika meö
KK fyrir bandariska herinn. Upp
úr þvi var stofnaður nýr KK-
sextett meö vlbrafónleikara inn-
anborös og hann ráöinn til aö
skemmta kananum vikulega.
Þetta var óvenjusamstillt liö sem
skapaöi sér sinn eigin stil, — KK-
sándiö fræga. — og þótti orginal
ekki bara hér heima heldur lika á
hinum Noröurlöndunum og I
Þýskalandi. I þessum löndum
lékum viö bæöi á konsertum og á
jam-sessjónum meö bestu jössur-
unum sem á staðnum voru”.
Hin mátulega spilling
A þessum árum fór ég I öll-
um frium til London og lék á jass-
klúbbum. I fyrstu feröinni fór ég á
aðalklúbbinn sem þá var. Þar
tróö upp Victor Feldman, einn
besti vibrafónleikari Evrópu. Ég
labbaöi til hans og spuröi hvort ég
mætti ekki spila svo sem eitt —
tvö númer. Hann varð svo
gáttaöur aö hann sagöi bara:
Gjöröu svo vel. Náungarnir I
grúppunni, sem voru ekkert yfir
sig hrifnir aö fá alltieinu einhvern
mann utan af götu, skelltu sér i
Craziology eftir Charlie Parker I
ofsalega hrööu tempói. Ég vissi
aö þetta var gert til aö losna viö
aðskotadýr þannig aö menn
springju á limminu og flýttu sér
burt. En ég kunni Parker-linuna
og lifbi af númeriö. Þá fóru
jassararnir að segja: Jæja vinur,
hvaöan ert þú og hvaö getum viö
gert fyrir þig? Þar meö var
Roett við
Gunnar
Reyni
Sveinsson
um gamla
eg nýja
jasstíma
eg fleira
maöur kominn inn i jasshringinn i
London á einu númeri, bara af þvi
aö þá kunni maöur ekki aö vera
nervös”.
A þessum tima, — á árunum
1954—60 — spilaöiröu á alls kyns
böllum og búllum heima og
erlendis. Fylgdi þessu ekki
voöalegt leben?
„Ég hef lent i veislum þar sem
„Mln sérgrein var sú aö dást aö
hinum frlöa kvenkostl
heimsbyggöarinnar...”
spilab var stanslaust i þrjá og
hálfan sólarhring. Þetta þótti
manni bæöi hollt og gott. Maöur
lagöi sig i hálftima hér og þar og
tók svo til viö djammiö á nýjan
leik. Drykkja var ekki svo mikil,
einfaldlega vegna þess aö
alkóhól er ekki energlgefandi
nema til barsmiöa og annarra
leiöinda. Aö menn reyktu eitthvað
sterkara en Agio var til I dæminu.
Enn sterkari efni voru ekki
algeng hjá evrópskum jassleikur-
um. Afturámóti lagöist sá ósiöur
þyngra á músikanta I USA, þar
sem umboösmenn þeirra og
búllueigendur voru gjarnan eitur-
lyfjamiölarar og náöu algjöru
tangarhaldi á þeim og notuöu svo
sem vinnudýr. Sumum af andleg-
um leiötogum kúl-jassins og be-
boppsins var þetta dýrkeypt t.d.
Charlie Parker og Fats
Navarro, sem herófniö át upp til
agna. En aörir, eins og Miles
Davis, Gerry Mulligan og Stan
Getz komust yfir þetta.”
Ekki hefuröu nú lifað eins og
engill sjálfur?
I