Vísir - 11.12.1978, Page 14
VERSLUNIN VERSLUNIN VERSLUNIN VERSLUNIN g
STRíKIÐ KASTALINN FEYKIR DALBÆR
LAUGAVEGI8 BERGSTAÐASTRÆTI 4A LAUGAVEGI 27 HVERFISGÖTU 32
Mánudagur 11. desember 1978 visrn
Eru fljúgandi
furðuhlutir
skordýr?
Þau hlupu út timanlega til aO
sjá stóran hlut flatan aO neOan
meO hvolfþaki aO ofan sveima
fyrir ofan húsiO... Þau heyröu
suOandi hljóO og ljósin neOst á
hlutnum biikkuöu aöallega rauö
en einnig virtust þau stundum
vera græn og gul.
Frá þessuersagti bókinni um
fljúgandi furöuhlutina i Utah I
Bandarikjunum sem kom út
áriO 1974. Þessi atburöur er aö-
eins einn af áttatiu tilfellum þar
sem torkennilegir hlutir sáust á
flugi á árunum 1965-1968 i
grennd viö borgina Roosevelt i
noröausturhluta Utah-fylkis.
Bókin var skrifuö af Frank B.
Salisbury iifeölisfræöingi viö
rikisháskólann i Utah. Ahuga-
menn um fljúgandi furöuhluti
tóku henni fegins hendi og töldu
hana enn eina sönnunina fyrir
tilveru fljúgandi diska og heim-
sóknum frá verum utan úr
geimnum.
En nú eru komin fram sjónar-
miö sem eiga eftir aö ergja
sanna áhangendur furöuhlut-
anna. I skýrslu sem birtist i
blaöinu Sjóntæki „Applied
Optics”, eftir tvo visindamenn i
bandariska landbúnaöarráöu-
neytinu er gefin jaröbundnari
skýring á fljúgandi furðuhlutum
ekki aöeins i Utah heldur einnig
á mörgum öörum stööum.
Skordýrafræðingi Philip S.
Callahan og félaga hans R.W.
Mankin þótti einkennilegt hve
likar hreyfingar furöuhlutanna
voru hreyfingum skordýra i
hóp. Eftir umfangsmiklar rann-
sóknir komust þeir aö þeirri
^niöurstööu aö hlutirnir 1 Utah
væruef til vill trjámaökar lýstir
upp af algengu loftfyrirbæri
sem nefnist hrævareldur.
Hrævareldar veröa þegar
loftiö rafmagnast. Menn hafa
þekkt þetta fyrirbrigöi lengi
sem glóandi geislabauga i kring
um siglutré á skipum i grennd
viö kirkjuturna og viö vængi og
skrúfublöð flugvéla. Þegar
spenna loftsins eykst nógu
mikiö eins og undir þrumuskýj-
um missir loftiö viönám sitt og
rafeindir þjóta frá oddhvössum
hlutum eins og siglutrjám og
hafa þauáhrif á mólikúlloftsins
aö sterkt ljós, eins og kóróna i
laginu, myndast.
Til þess aö sannprófa hvort
einnig væri hægt að gera skor-
dýrin glóandi mynduöu þeir
Callahan og Mankin i rann-
sóknarstofu sinni rafsviö sem er
svipaö þvi sem veldur stormi.
Innan þessa rafsviös lokuðu þeir
nokkrar tegundir af skordýrum
þar á meöal lýs og trjámaöka.
Niöurstaöan var undan-
tekningarlaust sú sama: skor-
dýrin gáfu skinandi marglita
geisla frá fálmurum, fótum og
kjálkum. Callahan og Mankin
sögöu: „Þaöer alls enginn vafi
á því aö viö viss veöurskilyröi
getur skapast nógu sterkt raf-
sviö í náttúrunni til þess aö lýsa
upp fljúgandi skordýr.”
Vitnisburöur er styrkti mjög
þessa skoöun kom frá skógar-
vörslunni i Bandarikjunum. I
skýrslu frá þeim segir aö
skömmu áöur en furöuhlutirnir
sáust I Utah hafi veriö faraldur
af trjámöökum I skóginum viö
Roosevelt. Þannig aö maök-
fluga gæti hafa veriö aö flytja
sig um set um nóttina i breiöum
flokkum þegar fólkiö í Roose-
velt sá þessi dansandi ljós á
himni.
Þýtt—KS
PARTNER
ER NÝTT VÖRUMERKI
FYRIR VANDAÐAN
OG ÞÆGILEGAN FATNAÐ