Morgunblaðið - 31.01.2001, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. JANÚAR 2001 29
hann óttaðist að tala látinna myndi
ná 100.000.
Mannskæðasti skjálfti
sögunnar?
Um fjölda látinna er ekki vitað
enn, en rætist spá indverska varn-
armálaráðherrans er um að ræða
mannskæðustu náttúruhamfarir í
sögunni. Opinber tölur um fjölda
látinna eru í kringum 23.000, hafa
hækkað um 8.000 á einum sólar-
hring.
Eins og ég sagði í upphafi eru
safnanir til handa fórnarlömbunum
áberandi þessa dagana í Mumbai.
Tvær tólf ára skólastúlkur báðu mig
að láta af hendi fé til söfnunar
bekkjar þeirra og á göngu um
miðbæinn rakst ég á fjáröflunar-
samkomu Mahatma Gandhi minn-
ingarnefndarinnar og fólk með
söfnunarbauka sem bundu happa-
band um únlið þeirra sem gáfu í
söfnunina. Hér vona allir það takist
að byggja upp líf í Gujarat á ný.
Í Ahmedabad sefur fólk úti á
götu, á jörðinni eða í bílum sínum og
segja dagblöð hér að skjálftinn hafi
ekki bara sundrað fjölskyldum og
vinum heldur líka sameinað hópa
sem hafa lengi eldað grátt silfur.
Þannig sofi ríkir og fátækir, hindú-
ar, sikhar og jainar saman á teppi
einhvers staðar úti í vegkanti.
Forsætisráðherra Indlands skoð-
aði jarðskjálftasvæðin á mánudag
þrátt fyrir viðvaranir jarðskjálfta-
stofnunarinnar um að annar skjálfti
gæti riðið yfir á hverri stundu.
Hann sagði eftir heimsóknina að
leggja þyrfti meira fé í björgunar-
aðgerðir og hraða þeim eftir
fremsta megni. Hann stóð við gefin
orð og nú leggur ríkisstjórnin 5
milljarða til björgunarstarfsins.
Hann biður einnig alla Indverja um
að leggja fé til hjálparstarfsins.
Varnarmálaráðherra Indlands,
George Fernandes, sagði í viðtali
við indverska sjónvarpið í gær að
r.
mráð milli
i eru veg-
ur vegna
a lagi hafa
ráðist á
Lögregl-
æningjana
starfhæf
menn lát-
t ættingja
fnt
lks liggur
nni. Fólk
gengur í
nandi á vit
fjölskyld-
egunum í
a nokkrir
fólk gíf-
nnar stór
undu.
argað verður í Gujarat eftir jarðskjálftann á föstudaginn. Ragna Sara
sem smáir hönd á plóginn til þess að aðstoða nágranna sína í Gujarat.
R SAMEINAST
UPPBYGGINGU
AP
ptökum skjálftans í Bhuj. Borgin er rústir einar og talið er að þúsundir íbúa hafi látið lífið.
Reuters
yrir sér rústir þorpsins Bhachau.
!
"
#"
$
!"! !# "$ "% !&!#'#
(#!)! ! '& "$$ !(#&! '" ! ! $# !#
*$! +$# *!! "$ !#%"! % "*!& ,
!$ !"! '#$# -"$ ./0/// ,! !# )! !0 !
! "$ 123 ,$#*, !!2 ! $#$ 14/ ,$!#! !0
%&
'
( &&
) "*'
"'
+
,
+ "-+
*.
)
,
"/
+
(
0
(
532///2///
5121672///
58762///
58./2///
(
1 (
2(
56//2///
533/2///
51//2///
SAMSTARFSVERKEFNIíslenskra vísindamanna umviðamiklar rannsóknir ábrjóstakrabbameini stend-
ur nú yfir. Ná rannsóknirnar til um 6
þúsund manna hóps auk samanburð-
arhóps og er kostnaður áætlaður
nokkrir tugir milljóna króna. Að
þeim standa Íslenski brjóstakrabba-
meinshópurinn, Krabbameinsfélag
Íslands og líftæknifyrirtækið Urður,
Verðandi, Skuld. Samhjálp kvenna
styður verkefnið en það er stuðn-
ingshópur við konur sem greinst
hafa með brjóstakrabbamein.
Íslenski brjóstakrabbameinshóp-
urinn er samstarfshópur lækna á
Landspítala – háskólasjúkrahúsi og
Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri
sem sinna greiningu og meðferð á
brjóstakrabbameini. Þorvaldur
Jónsson skurðlæknir er formaður
læknahópsins og segir samstarfs-
hópinn hafa orðið til nokkru áður en
til þessa rannsóknasamstarfs kom.
Einn samstarfsvettvangur
„Tilgangur hans er að hafa einn
vettvang fyrir þá sem starfa í þeim
mismunandi sérgreinum sem koma
við sögu vegna greiningar og með-
ferðar á brjóstakrabbameini,“ segir
Þorvaldur í samtali við Morgunblað-
ið.
„Með þessu myndast vettvangur
til samstarfs við þá sem starfa að
grunnrannsóknum á þessu sviði og
þannig vita aðilar hverjir af öðrum
og þá verður frekar hægt að sam-
ræma verkefni ef svo ber undir.“
Þorvaldur segir að allar grunnrann-
sóknir fái annað vægi þegar þær eru
skoðaðar í nánu samhengi við þróun
sjúkdóma hjá sjúklingunum, hvernig
þeir svari þeirri margs konar með-
ferð sem veitt er, skurðaðgerð,
geisla- og lyfjameðferð, hvort þeir fái
endurtekið krabbamein og hvernig
þeim vegni að öðru leyti. „Meðferð
við brjóstakrabbameini hefur að
mestu leyti verið talsvert stöðluð
þótt einstakir þættir hennar séu lag-
aðir að hverjum og einum sjúklingi.
Sjúkdómurinn er hins vegar ekki
staðlaður og líklegt er að bakvið
samheitið brjóstakrabbamein séu
mörg ólík afbrigði sem eiga rætur í
bæði erfðum og umhverfi. Eitt af
markmiðum með þeim rannsóknum
sem nú eru fyrirhugaðar er að skil-
greina þessi afbrigði. Það gæti leitt
til markvissari forvarna, greiningar
og meðferðar.“
Krabbameinsfélagið, læknahóp-
urinn og Urður, Verðandi, Skuld
standa sameiginlega að innköllun
fólks í rannsóknina en sjá síðan um
ákveðna þætti rannsóknanna. Vís-
indamenn sem starfa hjá Krabba-
meinsfélaginu á Rannsóknastofu í
sameinda- og frumulíffræði og á far-
aldsfræðistofu, þær Jórunn Erla Ey-
fjörð sameindaerfðafræðingur,
Helga M. Ögmundsdóttir læknir og
Laufey Tryggvadóttir faraldsfræð-
ingur fengu eina milljón dollara í
tveimur styrkjum frá bandarískum
rannsóknasjóði. Fyrri hluta rann-
sóknarinnar er lokið og er nú komið
að öðrum áfanga.
„Verkefni okkar verður áfram að
rannsaka samspil umhverfis og
erfða,“ segir Jórunn Erla Eyfjörð
sem stýrir rannsókninni á vegum
Krabbameinsfélagsins. „Við munum
skoða hvaða þættir geta verndað
konur, sérstaklega þær sem bera
stökkbreytingu í BRCA-geni sem
eykur líkur á brjóstakrabbameini.
Verða athugaðir þættir eins og fæð-
ingar, blæðingar, reykingar, áfeng-
isneysla, hreyfing og fleira. Síðan
verða athuguð áhrif annarra með-
fæddra þátta sem hafa áhrif á það
hvernig við bregðumst við áhrifum
skaðlegra efna eins og til dæmis í
tóbaksreyk. Vitað er að ensímin eru
breytileg milli einstaklinga og geta
því verið misjafnlega virk.“
Hlutverk UVS alhliða
krabbameinsrannsóknir
Steinunn Thorlacius, sameindalíf-
fræðingur hjá Urði, Verðandi,
Skuld, segir að hlutverk fyrirtækis-
ins sé alhliða rannsóknir á krabba-
meini. „Við höfum nefnt þetta Ís-
lenska krabbameinsverkefnið og
lítum á krabbamein sem eina heild
en skiptum því í einstaka þætti eftir
krabbameinstegundum,“ segir
Steinunn. „Það er mikið til af þekkt-
um og óþekktum genum sem tengj-
ast myndun krabbameins og við-
brögðum við meðferð. Við höfum
áhuga á að kanna samspil þessara
gena við krabbameinsmyndun.“
Eins og fyrr segir er stefnt að því
að bjóða öllum núlifandi Íslending-
um sem fengið hafa brjóstakrabba-
mein til að taka þátt í rannsókninni.
Er það nálega 1.400 manna hópur, að
stærstum hluta konur, en einnig eru
dæmi um að karlmenn fái sjúkdóm-
inn. Þátttakan felst í því að gefa blóð-
sýni og svara spurningalista. Aðeins
er kallað einu sinni á þátttakendur
en rannsóknaraðilarnir þrír nýta síð-
an sömu gögnin.
Innköllun fer fram á ábyrgð við-
komandi lækna og er jafnframt ósk-
að eftir skriflegu samþykki þátttak-
enda. Þá hefur verið fengið leyfi frá
vísindasiðanefnd og Persónuvernd
fyrir rannsóknunum og mun Per-
sónuvernd fylgjast með framgangi
hennar. Upplýsingar um persónu-
einkenni verða aðgreindar frá sýn-
um. Þá er valinn með slembiúrtaki
samanburðarhópur, einn á móti
hverjum sjúklingi. Til að ná mark-
miðum rannsóknarinnar þarf einnig
þátttöku ættingja og verða þeir sem
greinst hafa með sjúkdóminn beðnir
að vera með í ráðum um val á ætt-
ingjum, sem geta verið foreldrar,
systkini eða afkomendur.
Samhjálp kvenna, stuðningshópur
fyrir konur sem greinst hafa með
brjóstakrabbamein, styður verkefn-
ið og er Kristbjörg Þórhallsdóttir,
forsvarsmaður hópsins, beðin að
skýra það nánar: „Við viljum leggja
okkar af mörkum í því að styðja og
efla rannsóknir á þessum algenga
sjúkdómi því okkur finnst ógnvekj-
andi þessi sívaxandi fjöldi kvenna
sem greinist á hverju ári,“ segir
Kristbjörg, sem hefur um árabil
starfað í samtökunum. „Við viljum
allt til vinna í þessu sambandi og
hvetjum konur til að bregðast vel við
þessu kalli. Ég þykist raunar vita að
þær eru tilbúnar að vera með í þeirri
von að þetta skili fyrr eða síðar ár-
angri sem leiðir til þess að forvarnir
okkar geti orðið enn markvissari.“
Skráning í rannsóknirnar og sýna-
taka er þegar hafin og verður kallað í
þátttakendur í litlum hópum í fyrstu.
Gert er ráð fyrir að þær standi að
minnsta kosti fram á árið 2003.
Víðtækt samstarf vísindamanna
á sviði brjóstakrabbameins
Þriggja ára
rannsókn á sex
þúsund manns
Nú stendur yfir samstarfsverkefni vís-
indamanna hjá Urði, Verðandi, Skuld,
Landspítalanum og Krabbameinsfélaginu.
Kalla þeir inn sex þúsund manna hóp til
rannsókna á brjóstakrabbameini.