Morgunblaðið - 31.01.2001, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 31.01.2001, Blaðsíða 41
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. JANÚAR 2001 41 Um hvað snúast stjórnmál? Kynntu þér málið í Stjórnmálaskóla Sjálfstæðisflokksins í Valhöll mánudags-, þriðjudags- og fimmtudagskvöld frá 5. febrúar til 1. mars Fyrirlestrar og umræður, m.a. um: ● Hornsteininn. ● Fjölmiðla og stjórnmál. ● Hugvitið verður í askana látið. ● Sveitarfélög í örum vexti. ● Borgin í seinni hálfleik. ● Heilbrigðisþjónusta í þróun. ● Flokksstarfið. ● Jafnrétti í reynd. ● Ísland í samkeppni þjóðanna Dagskráin er kynnt á vefnum www.xd.is undir Stjórnmálaskólinn. Skráning og nánari upp- lýsingar í síma 515 1777/515 1700, einnig á netfangi disa@xd.is og xd@xd.is . KENNSLA Fjölbrautaskólinn í Breiðholti Innritun í Kvöldskóla FB 1. febrúar frá kl. 16.30—19.30 5. febrúar frá kl. 16.30—19.30 6. febrúar frá kl. 16.30—19.30 Kennsla hefst 8. febrúar Verð: 2 áfangar (1—6 einingar) 17.500 kr. 3 eða fleiri áfangar (7—15 einingar) 23.500 kr. 2000 krónur hver eining umfram 15. Í myndlistaráföngum, verklegum áföngum og tölvuáföngum eru greidd efnisgjöld. Visa og Euro Finna má áfanga í boði á heimasíðu skólans. Veffang: www.fb.is Netfang: fb@fb.is Skólameistari. SMÁAUGLÝSINGAR DULSPEKI Völva vikunnar verður með per- sónulega ráðgjöf í gegnum síma, þar sem stuðst er við næmni og innsæi. Einnig skráðar niður pantanir fyrir einkatíma og fyrirlestra. Sími 908 6500. Sigríður Klingenberg. FÉLAGSLÍF  GLITNIR 6001013119 I I.O.O.F. 7  18113171/2  8.0. I.O.O.F. 9  1811318½  9.l  HELGAFELL 6001013119 VI Hörgshlíð 12. Boðun fagnaðarerindisins. Bænastund í kvöld kl. 20.00. Háaleitisbraut 58—60. Samkoma í Kristniboðssalnum í kvöld kl. 20.30. Hildur Hallbjörnsdóttir og Birna G. Jónsdóttir tala. Allir hjartanlega velkomnir. Netfang http://sik.is . Þorrablótsferð Útivistar 2.-4. febrúar Húnaþing vestra með Vatnsnesi, Kolugljúfri o.fl. Takið miða strax. Básabandið mætir. Mánudagur 5. febrúar kl. 20.00 Myndakvöld Útivistar í Húnabúð, Skeifunni 11. Þröstur Þórðarson sýnir glæsilegar landslagsmyndir, mest úr óbyggðum. Ferðaáætlun 2001 er komin út, margt nýtt! Sunnudagsferð 4. febrúar kl. 11.00 Nánar kynnt síðar. Skoðið heimasíðuna: utivist.is (Á döfinni: myndir úr áramóta- ferð). Textavarp RUV bls. 616. R A Ð A U G L Ý S I N G A R FÉLAGSSTARF Nafn prestsins misritaðist Rangt var farið með nafn prests með brúðarmynd af Ásu Ólafsdóttur og Þóri Sigurðssyni sem birtist í blaðinu í gær, presturinn heitir Sig- urður Arnarson. Morgunblaðið biður hlutaðeigandi velvirðingar á mistök- unum. Mynd sneri ekki rétt Ljósmynd af grafíkverki eftir Guðfinnu Hjálmarsdóttur, sem birt var í blaðinu í gær, sneri ekki rétt. Um er að ræða eitt af verkunum sem stolið var úr sýningarsal Ís- lenskrar grafíkur í Hafnarhúsinu á dögunum. Í sömu frétt var verk eftir Valdi- mar Steffensen Harðarson eignað Ólafi Stefánssyni. Um leið og beðist er velvirðingar á þessu birtir Morg- unblaðið hér mynd Guðfinnu á ný. Ekki sama teymi Í blaðinu í gær komu fram misvís- andi upplýsingar í grein um íslensk- ar kvikmyndir styrktar af Kvik- myndasjóði. Þar var sagt að sama teymi stæði að fyrirhugaðri mynd Roberts I. Douglas, Maður einsog ég, og stóð að síðustu kvikmynd hans Íslenski draumurinn. Hins vegar mun framleiðslufyrirtækið Elíza ehf., sem var meðframleiðandi Ís- lenska draumsins, ekki koma að framleiðslu fyrirhugaðrar myndar Róberts. Í samvinnu við Mál og menningu Í kynningu með kafla úr væntan- legum endurminningum Gabriels García Márquez í Morgunblaðinu á sunnudag láðist að geta þess að hann var birtur í samvinnu við Mál og menningu. Beðist er velvirðingar á þessu. LEIÐRÉTT FÉLAG stjórnmálafræðinga og LögfræðiAkademían efna til ráð- stefnu laugardaginn 3. febrúar undir yfirskriftinni „Hvert stefnir valdið? Staða þjóðþinga og framkvæmda- valds á Norðurlöndum“, með þátt- töku sérfræðinga frá Danmörku, Ís- landi, Noregi og Svíþjóð, samkvæmt því sem fram kemur í fréttatilkynn- ingu. Ráðstefnan, sem er öllum opin, fer fram í húsnæði ReykjavíkurAka- demíunnar á Hringbraut 121, 4. hæð. Hún hefst stundvíslega kl. 10 og lýk- ur kl. 15. Undanfarinn áratug hafa fræði- menn fjallað töluvert um valdmörk milli stofnana lýðræðisríkisins. Um- fjöllun af þessu tagi hefur verið áber- andi í tengslum við samrunaferlið í Evrópu. Meðal þess sem rannsakað hefur verið er staða löggjafarþinga í stjórnskipuninni. Tilgangur ráðstefn- unnar er meðal annars sá að ýta und- ir málefnalega umræðu um stöðu og framtíð grundvallarstofnana lýðveld- isins og leggja mat á þróun stjórn- skipunar hér á landi í samanburði við það sem gerst hefur á hinum Norð- urlöndunum. Leitað verður svara við spurningunni um það hvort orðið hafi afgerandi breyting að undanförnu á jafnvægi valdastofnana ríkisins og, ef svo er, hvert valdið stefni. Færist það frá löggjafarþingunum til fram- kvæmdavaldsins? Stefnir það frá inn- lendum stjórnvöldum til yfirþjóð- legra stofnana, eða hvort tveggja? Fleiri spurningum verður velt upp, svo sem hvert raunverulegt vald lög- gjafarþinga Norðurlanda er og hvort lýðræðisleg stjórnskipan velferðar- ríkisins einkennist frekar af flokks- ræði en þingræði? Ennfremur hvaða áhrif þátttakan í EES og ESB hefur haft á þessa þætti. Að loknu ávarpi Halldórs Blöndal, forseta Alþingis, flytja eftirtaldir er- indi: Joakim Nergelius, lektor við Háskólann í Lundi: Löggjafarþing Norðurlanda, Sigurður Líndal, pró- fessor við Háskóla Íslands: Stjórn- skipunarstaða Alþingis í sögulegu ljósi, Eivind Smith, prófessor við Oslóarháskóla: Hefur EES breytt valdajafnvæginu milli löggjafar- og framkvæmdavalds í Noregi? Claus Larsen-Jensen, formaður Evrópu- málanefndar danska þingsins: Full- veldi danska þjóðþingsins gagnvart Evrópusambandinu. Að loknum há- degisverði flytur Ólafur Þ. Harðar- son, prófessor við Háskóla Íslands, erindið: Fara völd þjóðþinga þverr- andi? Viðhorf norræna þingmanna. Að því loknu flytur Guðmundur Al- freðsson, prófessor við Háskólann í Lundi, samantekt. Fundarstjóri verður Guðmundur Heiðar Frí- mannsson. Að loknum framsögum munu þátt- takendur sitja í pallborði og opnað verður fyrir almennar umræður. Ráðstefnan fer fram á ensku og dönsku. Ráðstefna um þjóðþing og framkvæmdavald OPNAÐUR hefur verið veitingastaður í Rafha- húsinu, Lækjargötu 30 í Hafnarfirði sem ber heitið Kaffi Lækur. Nafn sitt dregur staðurinn af Læknum, sem hann stendur við. Eigandi staðarins er Njáll Sigurjónsson. Lögð er áhersla á smurt brauð en einkenni staðarins er „Fiskur og franskar“ að hætti Breta. Kaffi Læk- ur hefur að auki létt vínveitingaleyfi og hægt er að leigja staðinn fyrir veislur og aðrar uppákomur. Veitingastaðurinn er opinn frá kl. 10–23.30 alla daga. Morgunblaðið/Jim Smart Nýr veitinga- staður í Hafn- arfirði Njáll Sigurjónsson eigandi veitingastaðarins Kaffi Lækur. SÉRA Jóhanna Ingibjörg Sigmars- dóttir heldur fyrirlestur fimmtu- daginn 1. febrúar í boði Rannsókn- arseturs í sjávarútvegssögu og Sjóminjasafns Íslands, sem nefnist: Hafdjúpin eru í hendi þinni. Um trúarhætti íslenskra sjómanna. Fyrirlesturinn verður fluttur í Sjóminjasafni Íslands, Vesturgötu 8 í Hafnarfirði, og hefst kl. 20.30. Að- gangur er ókeypis og allir velkomn- ir. Í fyrirlestrinum verður fjallað um trúarhætti íslenskra sjómanna, ýmsa þætti sem tengjast trúarlegu atferli þeirra, siðum og venjum. Meðal annars verður hugað að því á hvern hátt menn iðkuðu trú sína frá upphafi verferða til loka, áheit, sjó- mannadaginn og á hvern hátt hann tengist kirkjunni. „Fiskimenn sem fóru í verið reyndu eins og kostur var að halda trúarháttum heimilanna. Oft á tíð- um var erfitt að rækja kirkjugöng- ur og var þá leitast við að bæta það upp með lestri. Eftirtektarvert er hversu trúar- og bænalífið var ríkur þáttur í daglegu lífi sjómanna sem annarra Íslendinga á fyrri öldum. Á tuttugustu öld hafa hins vegar orðið örar breytingar á trúarháttum,“ segir í frétt frá fundarboðendum. Séra Jóhanna Ingibjörg Sigmars- dóttir vígðist til Eiðaprestakalls 1999 og hefur þjónað þar síðan. Fyrirlestur um trúar- hætti íslenskra sjómanna ÁRLEG þorrablótsferð Útivistar er að þessu sinni á söguslóðir í Húna- þingi vestra um næstu helgi, 2.–4. febrúar. Gist er á farfuglaheimilinu Sæbergi í Hrútafirði. Farin verður öku- og skoðunarferð um Vatnsnesið með léttum gönguferðum m.a. um skemmtilega strönd við Hindisvík og Tjörn. Byggðasafnið á Reykjum verður skoðað og Kolugljúfur. Þorrablót Útivistar er á laugar- dagskvöldinu og mun Básabandið spila fyrir söng og dansi. Nauðsyn- legt er að panta og taka farmiða sem fyrst á skrifstofunni á Hallveigarstíg 1 því pláss er takmarkað. Ný sunnudagsferð verður á dag- skrá 4. febrúar kl. 11 í stað skíða- göngu og verður hún kynnt síðar. Fyrsta myndakvöld ársins er í Húnabúð, Skeifunni 11 nk. mánu- dagskvöld 5. febrúar kl. 20, en þar mun Þröstur Þórðarson sýna lands- lagsmyndir, mest úr óbyggðum. Þorrablótsferð Útivistar FRJÁLSLYNDI flokkurinn heldur opinn fund í Akoges-húsinu í Vest- mannaeyjum fimmtudaginn 1. febrú- ar kl. 20:30. Stuttar framsögur flytja Guðjón A. Kristjánsson alþingismaður og Grétar Mar Jónsson. Að því loknu verða umræður. Allir vel- komnir. Opinn fundur í Eyjum Frjálslyndi flokkurinn LÍFFRÆÐIFÉLAG Íslands stend- ur fyrir myndakvöldi miðvikudaginn 31. janúar í Lögbergi, stofu 101, kl. 20. Þar munu Gunnar Þór Hall- grímsson og Yann Kolbeinsson fjalla um fugla og fuglaskoðun á Suðvest- urlandi. Þeir félagar eru áhugamenn um fugla og ljósmyndun og munu sýna brot af myndum sínum. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. Fuglaskoðun- arstaðir á suð- vesturhorninu ♦ ♦ ♦ MÁLSTOFA verður haldin í Mið- stöð nýbúa v/Skeljanes fimmtudag- inn 1. febrúar kl. 20. Að þessu sinni verður fjallað um fordóma á Íslandi, sérstaklega gagnvart fólki af erlend- um uppruna, og hvernig þeir birtast okkur í íslensku samfélagi í dag. Guðrún Pétursdóttir, félagsfræð- ingur og starfsmaður Miðstöðvar ný- búa, talar um fordóma, hvernig þeir verða til og mismunandi birtingar- myndir þeirra og Haukur Agnarsson og Sigríður María Tómasdóttir skýra frá niðurstöðum nýlokinnar rannsóknar sinnar þar sem rannsök- uð voru viðhorf þriggja kynslóða til innflytjenda á Íslandi. Að loknum er- indum eru opnar umræður. Málstofan verður haldin í Miðstöð nýbúa við Skeljanes (endastöð strætós nr. 5). Allir velkomnir. Málstofa um fordóma og mismunun ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ HAFNARGÖNGUHÓPURINN stendur fyrir gönguferð í kvöld, mið- vikudagskvöld, frá Hafnarhúsinu, Miðbakkamegin, kl. 20.30. Gengið út í Örfirisey JUNIOR Chamber Reykjavík held- ur kynningarfund á starfsemi félags- ins fimmtudaginn 1. febrúar í JC- húsinu í Hellusundi 3, kl. 20. Hreyfingin er ætluð fólki á aldr- inum 18-40 ára sem hefur metnað og vilja til að láta til sín taka, segir í fréttatilkynningu. Kynningar- fundur hjá JC ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.