Morgunblaðið - 31.01.2001, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 31.01.2001, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 MIÐVIKUDAGUR 31. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ Húrra, húrra, það dæmist rétt vera að Dóri hafi sigrað andstæðinginn á teknisku bréflegu rothöggi. Fjarskiptaþing samgönguráðuneytis Tækifærin blasa við í fjarskiptum ÁMORGUN efnirsamgönguráðu-neytið til fjar- skiptaþings á Grand Hótel Reykjavík. Hefst það klukkan 12.15 með skrán- ingu og erindi hálftíma síð- ar. Ragnhildur Hjaltadótt- ir, skrifstofustjóri í sam- gönguráðuneyti er fundar- stjóri. Hún var spurð um markmið þingsins. „Tilgangur fjarskipta- þings er að ræða og meta stöðu fjarskipta hér á landi og þau tækifæri sem blasa við með breyttum sam- skiptum fyrirtækja, stofn- ana og einstaklinga.“ – Hver er aðdragandinn? „Á undanförnum árum hafa breytingar í heimi fjarskipta og tækni verið ótrúlegar. Fjarskiptin eru orðin burðarás allra samskipta okkar, jafnt í leik og starfi. Í kjölfar nýrra fjarskiptalaga er öflug samkeppni orðin að veruleika á fjarskipta- markaðinum, til hagsbóta fyrir notendur. Það eru spennandi tímar, ný kynslóð farsíma væntan- leg. Tækifæri landsbyggðar til þátttöku í mennta- og atvinnulífi hafa aukist og svo mætti lengi telja – þetta er aðdragandinn.“ – Hvað mun fara fram á fjar- skiptaþinginu? „Á þinginu mun fjölbreyttur hópur frummælenda flytja erindi. Þrjú burðarerindi verða flutt af þeim Sturlu Böðvarssyni sam- gönguráðherra, sem opnar þingið, Mark Anderson, framtíðarsér- fræðingi á sviði tölvu og fjarskipta- mála, og Bjarna Ármannssyni, for- stjóra Íslandsbanka–FBA. Auk þessu munu ellefu styttri erindi varpa ljósi á tækifæri sem við blasa á ákveðnum sviðum.“ – Hvaða málefni verður helst fjallað um? „Sturla Böðvarsson mun fjalla um núverandi stöðu fjarskipta og áhrif nýrra fjarskiptalaga á þetta umhverfi – hvað er í vændum hjá stjórnvöldum og hvað er framund- an í þessum málum almennt. Mark Anderson ætlar að fjalla um heim- inn árið 2005 – hver er framtíðar- sýnin. Hann er sá maður sem m.a. heldur Bill Gates upplýstum um fjarskiptaheiminn. Mark Ander- son er Bandaríkjamaður og rit- stjóri þekkts og öflugs tímarits, Strategic News Service, sem fjallar um helstu tíðindi og framtíð- arsýn á sviði tölvu- og fjarskipta í heiminum í dag. Bjarni Ármanns- son mun tala um fjárfestingartæki- færi í fjarskiptum og tengdum greinum hér á landi, sem er mjög gott dæmi um nýja og breytta hugsun í fjarskiptum.“ – Um hvaða málefni fjalla styttri erindin? „Sú umfjöllun er mjög víðtæk, allt frá fjarskiptafyrirtækjunum sjálfum til þeirra vaxtarsprota sem byggja sína tilveru á þróun fjarskipta. Þar má nefna ferðaþjón- ustu, fjölmiðlun, kennslu, stafrænt gagn- virkt sjónvarp og IP- símatæknina. Þá má nefna þráðlaus fjarskipti og þeirri spurningu verður varpað upp hvernig „þriðja kynslóð farsíma“ verði notuð. Það eykur á eftirvænt- inguna að í lok þingsins mun Sturla Böðvarsson samgönguráðherra kynna ákvörðun sína um hvaða að- ferð verður beitt við úthlutun á svokölluðum „þriðju kynslóðar farsímaleyfum“ – en þetta fyrir- bæri er ný kynslóð farsíma sem býður upp á mikinn flutningshraða og fjölbreytta margmiðlunarþjón- ustu.“ – Munu nýju fjarskiptalögin leiða til breytinga sem varla eru fyrirséðar? „Fjarskiptalögin byggjast á tveimur meginstoðum. Annars vegar almennum leikreglum sem eiga að tryggja samkeppni og að- gang allra, m.a. annarra símafyr- irtækja, að grunnneti Landssím- ans. Hins vegar á ákvæðum sem eiga að tryggja aðgang allra lands- manna að ákveðinni lágmarksþjón- ustu á sambærilegum kjörum. Með lögunum er því lagður grunnurinn að því að Ísland verði í fremstu röð tæknivæddra ríkja með ódýra, góða og aðgengilega fjarskipta- þjónustu. Fjarskiptalögin eiga að stuðla að því að þessum markmið- um verði náð. Það er mjög erfitt að sjá fyrir sér hver þróunin verður – möguleikarnir virðast ótæmandi nema hvað snertir hugarorku mannsins. Tæknilegir möguleikar virðast sem sagt óþrjótandi en þá er spurningin sú: Hvernig beita menn hugarorkunni, hvernig verð- ur tæknin notuð? Eða eins og yf- irskrift fjarskiptaþings segir: „Tækifærin blasa við í fjarskiptum, hvernig ætlum við að nýta þau?“ – Hvaða málefni hvað snertir fjarskipti eru mest aðkallandi nú um stundir? „Aðalmálin á næst- unni verða einkavæðing Landssímans og úthlut- un „þriðju kynslóðar farsíma,“ svo sem fyrr gat. Að jafna aðgang landsmanna að fjar- skiptaþjónustu er mikilvægt verk- efni í ráðuneytinu.“ – Verða svona fjarskiptaþing haldin með jöfnu millibili? „Það er von mín að fjarskipta- þing 2001 marki upphafið að öfl- ugri umræðu og upplýsingum um stöðu og framtíð í fjarskiptamálum bæði hér á landi og í heiminum öll- um.“ Ragnhildur Hjaltadóttir  Ragnhildur Hjaltadóttir fædd- ist 28. ágúst 1953 í Reykjavík. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1973 og lögfræðiprófi frá Há- skóla Íslands 1979 og framhalds- námi í þjóðarétti í Genf í Sviss 1981 frá Institut Universitaire de Hautes Études. Hún hefur starf- að í dómsmálaráðuneytinu og í samgönguráðuneytinu þar sem hún er skrifstofustjóri nú. Hún er formaður Hollvinasamtaka Háskóla Íslands. Ragnhildur á tvær dætur. Anderson fjallar um fjar- skiptaheim- inn árið 2005
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.