Morgunblaðið - 31.01.2001, Síða 8

Morgunblaðið - 31.01.2001, Síða 8
FRÉTTIR 8 MIÐVIKUDAGUR 31. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ Húrra, húrra, það dæmist rétt vera að Dóri hafi sigrað andstæðinginn á teknisku bréflegu rothöggi. Fjarskiptaþing samgönguráðuneytis Tækifærin blasa við í fjarskiptum ÁMORGUN efnirsamgönguráðu-neytið til fjar- skiptaþings á Grand Hótel Reykjavík. Hefst það klukkan 12.15 með skrán- ingu og erindi hálftíma síð- ar. Ragnhildur Hjaltadótt- ir, skrifstofustjóri í sam- gönguráðuneyti er fundar- stjóri. Hún var spurð um markmið þingsins. „Tilgangur fjarskipta- þings er að ræða og meta stöðu fjarskipta hér á landi og þau tækifæri sem blasa við með breyttum sam- skiptum fyrirtækja, stofn- ana og einstaklinga.“ – Hver er aðdragandinn? „Á undanförnum árum hafa breytingar í heimi fjarskipta og tækni verið ótrúlegar. Fjarskiptin eru orðin burðarás allra samskipta okkar, jafnt í leik og starfi. Í kjölfar nýrra fjarskiptalaga er öflug samkeppni orðin að veruleika á fjarskipta- markaðinum, til hagsbóta fyrir notendur. Það eru spennandi tímar, ný kynslóð farsíma væntan- leg. Tækifæri landsbyggðar til þátttöku í mennta- og atvinnulífi hafa aukist og svo mætti lengi telja – þetta er aðdragandinn.“ – Hvað mun fara fram á fjar- skiptaþinginu? „Á þinginu mun fjölbreyttur hópur frummælenda flytja erindi. Þrjú burðarerindi verða flutt af þeim Sturlu Böðvarssyni sam- gönguráðherra, sem opnar þingið, Mark Anderson, framtíðarsér- fræðingi á sviði tölvu og fjarskipta- mála, og Bjarna Ármannssyni, for- stjóra Íslandsbanka–FBA. Auk þessu munu ellefu styttri erindi varpa ljósi á tækifæri sem við blasa á ákveðnum sviðum.“ – Hvaða málefni verður helst fjallað um? „Sturla Böðvarsson mun fjalla um núverandi stöðu fjarskipta og áhrif nýrra fjarskiptalaga á þetta umhverfi – hvað er í vændum hjá stjórnvöldum og hvað er framund- an í þessum málum almennt. Mark Anderson ætlar að fjalla um heim- inn árið 2005 – hver er framtíðar- sýnin. Hann er sá maður sem m.a. heldur Bill Gates upplýstum um fjarskiptaheiminn. Mark Ander- son er Bandaríkjamaður og rit- stjóri þekkts og öflugs tímarits, Strategic News Service, sem fjallar um helstu tíðindi og framtíð- arsýn á sviði tölvu- og fjarskipta í heiminum í dag. Bjarni Ármanns- son mun tala um fjárfestingartæki- færi í fjarskiptum og tengdum greinum hér á landi, sem er mjög gott dæmi um nýja og breytta hugsun í fjarskiptum.“ – Um hvaða málefni fjalla styttri erindin? „Sú umfjöllun er mjög víðtæk, allt frá fjarskiptafyrirtækjunum sjálfum til þeirra vaxtarsprota sem byggja sína tilveru á þróun fjarskipta. Þar má nefna ferðaþjón- ustu, fjölmiðlun, kennslu, stafrænt gagn- virkt sjónvarp og IP- símatæknina. Þá má nefna þráðlaus fjarskipti og þeirri spurningu verður varpað upp hvernig „þriðja kynslóð farsíma“ verði notuð. Það eykur á eftirvænt- inguna að í lok þingsins mun Sturla Böðvarsson samgönguráðherra kynna ákvörðun sína um hvaða að- ferð verður beitt við úthlutun á svokölluðum „þriðju kynslóðar farsímaleyfum“ – en þetta fyrir- bæri er ný kynslóð farsíma sem býður upp á mikinn flutningshraða og fjölbreytta margmiðlunarþjón- ustu.“ – Munu nýju fjarskiptalögin leiða til breytinga sem varla eru fyrirséðar? „Fjarskiptalögin byggjast á tveimur meginstoðum. Annars vegar almennum leikreglum sem eiga að tryggja samkeppni og að- gang allra, m.a. annarra símafyr- irtækja, að grunnneti Landssím- ans. Hins vegar á ákvæðum sem eiga að tryggja aðgang allra lands- manna að ákveðinni lágmarksþjón- ustu á sambærilegum kjörum. Með lögunum er því lagður grunnurinn að því að Ísland verði í fremstu röð tæknivæddra ríkja með ódýra, góða og aðgengilega fjarskipta- þjónustu. Fjarskiptalögin eiga að stuðla að því að þessum markmið- um verði náð. Það er mjög erfitt að sjá fyrir sér hver þróunin verður – möguleikarnir virðast ótæmandi nema hvað snertir hugarorku mannsins. Tæknilegir möguleikar virðast sem sagt óþrjótandi en þá er spurningin sú: Hvernig beita menn hugarorkunni, hvernig verð- ur tæknin notuð? Eða eins og yf- irskrift fjarskiptaþings segir: „Tækifærin blasa við í fjarskiptum, hvernig ætlum við að nýta þau?“ – Hvaða málefni hvað snertir fjarskipti eru mest aðkallandi nú um stundir? „Aðalmálin á næst- unni verða einkavæðing Landssímans og úthlut- un „þriðju kynslóðar farsíma,“ svo sem fyrr gat. Að jafna aðgang landsmanna að fjar- skiptaþjónustu er mikilvægt verk- efni í ráðuneytinu.“ – Verða svona fjarskiptaþing haldin með jöfnu millibili? „Það er von mín að fjarskipta- þing 2001 marki upphafið að öfl- ugri umræðu og upplýsingum um stöðu og framtíð í fjarskiptamálum bæði hér á landi og í heiminum öll- um.“ Ragnhildur Hjaltadóttir  Ragnhildur Hjaltadóttir fædd- ist 28. ágúst 1953 í Reykjavík. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1973 og lögfræðiprófi frá Há- skóla Íslands 1979 og framhalds- námi í þjóðarétti í Genf í Sviss 1981 frá Institut Universitaire de Hautes Études. Hún hefur starf- að í dómsmálaráðuneytinu og í samgönguráðuneytinu þar sem hún er skrifstofustjóri nú. Hún er formaður Hollvinasamtaka Háskóla Íslands. Ragnhildur á tvær dætur. Anderson fjallar um fjar- skiptaheim- inn árið 2005

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.