Morgunblaðið - 31.01.2001, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 31.01.2001, Blaðsíða 12
FRÉTTIR 12 MIÐVIKUDAGUR 31. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur felldi dóm í síðustu viku þar sem rík- inu var gert að greiða konu um 4½ milljón í skaðabætur vegna slyss sem hún hlaut í íþróttatíma í lok apr- íl árið 1990. Hún var þá 14 ára nem- andi í grunnskóla í Reykjavík. Eins og greint hefur verið frá í Morgun- blaðinu varð slysið þegar konan var að reyna að standa á höndum. Hand- leggir hennar gáfu sig og hún féll á höfuðið. Við það böggluðust háls og brjóstbak undir henni. Örorka henn- ar vegna slyssins var metin 10%. Sjálfsögð varúðarráðstöfun að styðja við nemendur Konan sagði að hún hefði tjáð íþróttakennaranum að hún gæti ekki gert æfinguna en hafi eftir fortölur hans reynt að gera hana með fyrr- greindum afleiðingum. Íþróttakenn- arinn kvaðst ekki muna atvikið en neitaði að hafa á nokkurn hátt þving- að stúlkuna til þess að gera æf- inguna. Varðandi það hvort hann hafi stutt við stúlkuna sagði hann það ekki vanann þegar verið væri að taka próf, en stúlkurnar sögðu að svo hefði verið í umrætt sinn. Þá tjáði hann réttinum að stúlkan hefði haft 40% tímasókn í leikfimi skólaárið sem hún slasaðist. Í niðurstöðum dómsins segir m.a: „Samkvæmt framburði Íþróttakennarans var í prófum ekki stutt við nemendur þeg- ar þeir reyna að standa á höndum. Telja verður það sjálfsagða varúðar- ráðstöfun hjá kennurum að vera við- búnir að grípa nemendur sem standa eða reyna að standa á höndum, a.m.k. þegar ekki er um góða nem- endur að ræða, hvort sem nemendur eru að taka próf eða ekki.“ Æfingar felldar út í kjölfar dómsmála Arngrímur Viðar Ásgeirsson, for- maður Íþróttakennarafélags Ís- lands, sagði í samtali við Morgun- blaðið að nýleg dómsmál sem varða atvik í íþróttasal grunnskóla hafi orðið til þess að breyta kennsluhátt- um íþróttakennara. Dómur Héraðs- dóms Reykjavíkur vekti upp ýmsar spurningar. „Þetta snýst fyrst og fremst um ábyrgðarhluta þess kenn- ara sem er á svæðinu,“ segir Arn- grímur. Í námskrá grunnskóla sé kveðið á um að nemendum séu kenndar ákveðnar æfingar, m.a. handstöðu. Það gæti reynst erfitt að kenna handstöðu ef kennarinn þyrfti að styðja hvern og einn nemanda við æfinguna enda oft fjölmennir bekkir í umsjón kennarans. Það sama ætti við um fleiri æfingar. Menntamála- yfirvöld þyrftu e.t.v. að velta þessu fyrir sér. Arngrímur segir að fjölga þurfi tímum til íþróttakennslu úr þremur í fimm í grunnskólum, enda hreyfi börn sig nú mun minna en þau gerðu fyrir nokkrum árum. Þá þurfi að vinna að því að bæta skráningu á óhöppum á skólatíma og auka öryggi barnanna. Arngrímur minnir á að íþrótta- kennsla þarf að byggjast á ákveðn- um grunni. Missi nemendur úr tíma geti verið erfitt fyrir þá að ná tökum á námsefninu sem þau misstu úr. Sérkennsla í íþróttum í grunnskól- um sé t.a.m. enn afar sjaldgæf. Börnin kraftminni en áður Anton Bjarnason, lektor við Kenn- araháskóla Íslands, bendir á að á síð- asta áratug hafi komið upp um 2-3 dómsmál þar sem dæmdar eru bæt- ur vegna vanrækslu. Þetta setji íþróttakennara í allt aðra stöðu en áður. Í þessu tilfelli hafi málið snúist um að kennarinn studdi ekki við nemanda sem var að standa á hönd- um. Hann minnir á að kennarinn þurfi jafnvel að sinna 25-30 börnum í senn. „Raunverulega segir þetta að við eigum alls ekki að leggja þessa æfingu fyrir,“ segir Anton. Hann segist sjálfur vera hættur að láta nemendur standa handstöðu. Börn séu nú mörg hver orðin svo máttlaus að þau hafi hreinlega ekki kraft til að halda sér uppi. Þá segir hann að notkun á áhöldum hljóti að minnka. Kennarar ráði einfaldlega ekki við að standa við öll áhöldin. Slíkt muni lík- lega færast yfir til fimleikafélaga þar sem fleiri leiðbeinendur eru börnun- um til aðstoðar. Anton hefur áhyggjur af verns- andi líkamsástandi barna og ung- linga. „Þau eru að fitna, grunnþolið er minna og styrkurinn minni,“ segir Anton. „Það sígur stöðugt á ógæfu- hliðina.“ Börn sitji mun meira en áð- ur og er yfirleitt ekið í skólann. Við bætist að íþróttatímum hafi fækkað í grunnskólum en þyrfti í raun að fjölga. „Við þurfum að gera stórátak ef ekki á illa að fara,“ segir Anton. Slæmt líkamástand barna geti haft alvarlegar afleiðingar fyrir heilsu þeirra þegar þau eldast. Margir íþróttakennarar hættir að nota áhöld Jóhannes Atlason, íþróttakennari í Breiðholtsskóla, hefur mikla reynslu af íþróttakennslu. Hann seg- ir marga kennara hafa breytt mjög aðferðum sínum í kjölfar dómsmála. Þetta hafi komið niður á kennslu. „Ég er ekki í vafa um það að íþrótta- kennsla í dag er ekki jafn góð og hún var. Menn þora bara ekki að gera suma hluti. Ég veit um marga kenn- ara sem eru hættir að nota áhöld,“ segir Jóhannes. Eitt sinn hafi yfirmaður hans spurt hvort ekki væri nær að þeir sem ekki treystu sér til að stökkva yfir kubb færu bara undir hann. „Þetta var nú ekki alveg minn stíll,“ sagði Jóhannes. „Það eru ótal kubb- ar í lífinu. Ef þú ætlar alltaf að skríða undir kubbinn þegar bjátar á þá er nú ansi hætt við því að fari illa. Það er okkar hlutverk að reyna að örva nemendur til að gera hluti sem kenn- arinn er viss um að þeir eru færir um að gera en nemendur eru kannski ragir við. Það þarf kannski lagni og lipurð til að fá þau til að gera þetta. En stoltari nemendur eru ekki til, þegar þeim tekst það,“ segir Jóhann- es. Það megi þó ekki skilja það sem svo að verið sé að láta krakkana gera hættulega hluti. Hann segir boltaíþróttir ekki nægja í góðri íþróttakennslu. Klass- ískar leikfimiæfingar s.s. handstaða, kollhnís eða æfingar á áhöldum séu afar mikilvægar til að samhæfa lík- amann. Þá segir Jóhannes slæmt að ekki sé eftirlit með íþróttakennslu s.s. samræmd próf. Skaðabætur greiddar stúlku vegna slyss í íþróttatíma í grunnskóla í Reykjavík Morgunblaðið/Bjarni Dómsmál hafa orðið til að breyta kennsluað- ferðum íþróttakennara FARIÐ er eftir tollalögum og toll- skrá þegar vara er tollflokkuð og er tollskráin byggð á samræmdum reglum um allan heim. Þannig var staðið að málum þegar Toyota Land Cruiser 70 var settur í tollflokk sem farþegabifreið en ekki flutningabif- reið, að því er Tollstjóraembættið upplýsir. Ekki er samræmi milli skráningarreglna bifreiða, sem byggðar eru á reglugerð dómsmála- ráðuneytisins um gerð og búnað öku- tækja, og hinnar samræmdu tollskrá. Snorri Olsen tollstjóri segir að emb- ættið taki ekki mið af því hvers konar skráningu viðkomandi ökutæki fær heldur ráði tollskráin tollflokkuninni. P. Samúelsson, umboðsaðila To- yota, sem flutti inn á bilinu 50–60 Land Cruiser 70 og fékk þá skráða sem sendibíla hjá Skráningarstofn- unni á grundvelli evrópskra vottorða, var gert að greiða mismuninn á 20% vörugjaldi sem leggst á sendibíla, og greitt var af Land Cruiser bílunum, og 45% vörugjaldi sem leggst á fólks- bíla. Sveinbjörn Guðmundsson, sér- fræðingur Tollstjóraembættisins í tollflokkun, segir að ekki sé sam- ræmd skráning á ökutækjum við flokkun samkvæmt tollskrá. Þannig geti orðið misræmi þarna á milli. Hann segir að við tollflokkun sé reynt að meta hvað helst einkenni ökutækið og notin af ökutækinu mið- að við þann búnað sem sé fyrir hendi. Þar kemur einnig til burðargeta, afl, yfirbygging, sæti og fleira. „Í þessu tilviki er eingöngu verið að flytja inn jeppa, að vísu nokkuð öflugan og stóran. Og við viljum flokka hann eins og aðra jeppa hingað til og ekk- ert tilefni til þess að fara öðruvísi með þennan bíl en þá sem á undan hafa komið af sambærilegri stærð og gerð,“ segir Sveinbjörn. Ekki hægt að samræma skráningu og tollflokkunina Hann segir að þeir sem flytja inn bíla geti ekki gengið út frá því sem vísu að bíll lendi í ákveðnum tollflokki einvörðungu út frá reglum Skráning- arstofunnar. Tollskrá Alþjóðatoll- astofnunarinnar gildi um flokkun ökutækja og hún sé almennari en reglur um skráningu ökutækja. „Við höfum farið yfir þetta mál áður og vildum þá ganga úr skugga um hvort ekki væri hægt að hafa samræmi þarna á milli, á þann veg að sams konar niðurstaða yrði við skráningu og við tollflokkun á sendibílum eða fólksflutningabílum af stærri gerð. Það reyndist hins vegar ekki vera flötur á því á grundvelli þeirra reglna sem eru um tollskrána og hins vegar um Evrópureglur um skráningu öku- tækja,“ segir Sveinbjörn. P. Samúelsson hefur bent á að sé farið eftir viðmiðum Tollstjóraemb- ættisins séu 60–70% allra bíla, sem nú eru skráðir sem sendibílar, skráð- ir í rangan flokk. Þar er átt við svo- kallaða Double Cab bíla. Sveinbjörn segir að þarna sé um óskylt mál að ræða því bílar af þessari gerð séu með tvöfalt hús þótt í þeim sé að finna aftursæti og annar búnaður fyrir far- þega. Farið eftir tollalögum við flokkunina Tollyfirvöld um skráða sendibíla sem tollaðir eru sem jeppar SÓLVEIG Pétursdóttir dóms- málaráðherra opnaði með form- legum hætti skrifstofu Persónu- verndar sl. föstudag. Skrifstofan er til húsa að Rauðarárstíg 10. Persónuvernd er ný stofnun sem tók um síðustu áramót við hlut- verki tölvunefndar í samræmi við lög um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga sem gengu þá í gildi. Á myndinni eru Sigrún Jóhann- esdóttir, forstjóri Persónuverndar, Páll Hreinsson, prófessor við laga- deild Háskóla Íslands og formaður stjórnar Persónuverndar, og Sól- veig Pétursdóttir. Skrifstofa Persónu- verndar opnuð Morgunblaðið/Árni Sæberg ÓLAFUR I. Wernersson, fram- kvæmdastjóri Íslandslax, sem mun sækja um starfsleyfi fyrir laxeldi í Klettsvík í Vestmannaeyjum, segir aðstæður fyrir laxeldi þar þær bestu á landinu. Hann er mjög bjartsýnn á að laxeldi takist vel í Klettsvíkinni, og er tilbúinn að hefja starfsemi næsta vor ef leyfi fást. Fiskeldisfyr- irtækið Ísnó, sem stundaði laxeldi í Klettsvíkinni, varð gjaldþrota árið 1992 eftir nokkurra ára starfsemi í Eyjum. Meðal Eyjamanna er kominn upp áhugi fyrir því að fá laxeldi út í Eyjar á ný, ekki síst í ljósi þess að það gæti skapað tugi nýrra starfa og þannig orðið atvinnulífinu í Eyjum mikilvæg lyftistöng. Búnaður orðinn mun betri „Búnaður allur er orðinn mun sterkari en áður og bóluefni gegn kýlaveiki og öðrum sjúkdómum eru komin fram, sem auka mjög eldisár- angur í laxeldi,“ segir Ólafur I. Wernersson. „Hitafarið í Klettsvík- inni hentar mjög vel til laxeldis og enn sem komið er hef ég ekki fundið betri stað fyrir laxeldi á Íslandi. Þetta gerir það að verkum að það væri hugsanlega hægt að stytta eld- istímann niður í 12 mánuði í stað 14 eins og raunin er hjá okkur hér í Grindavík.“ Ólafur þarf fyrst að fá úrskurð skipulagsstjóra um hvort fyrirhuguð starfsemi sé umhverfismatsskyld og sækja síðan um starfsleyfi hjá Holl- ustuvernd og rekstrarleyfi hjá land- búnaðarráðuneytinu. „Ef tilskilin leyfi fást erum við tilbúnir til að hefja laxeldi í Klettsvík með 150 til 200 þúsund seiðum næsta vor.“ Til samanburðar má nefna að 800 þús- und seiði á ýmsum aldri eru í eldi hjá Íslandslaxi í Grindavík. Mikið tjón í óveðri Fiskeldisfyrirtækið Ísnó, sem stundaði laxeldi í Klettsvík um nokk- urra ára skeið varð gjaldþrota árið 1992 eftir margháttaða rekstrarerf- iðleika, sem stöfuðu ekki síst af gíf- urlegu tjóni í óveðri sem gekk yfir í ársbyrjun 1990. Þá brotnuðu sjókví- ar með þeim afleiðingum að fiskur drapst í netum og slapp út. Fiskur- inn var tryggður hjá norsku trygg- ingafélagi en tjónið fékkst ekki bætt nema að mjög litlu leyti. Þegar fyr- irtækið varð fyrir þessu tjóni var það vel á veg komið með að ná þúsund tonna framleiðslu í stöðinni í Vest- mannaeyjum og Lónum í Keldu- hverfi. Að sögn Ólafs I. Wernerssonar eru sjókvíar nú á dögum miklu sterk- ari og betur búnar en áður þekktist og telur hann því að óveður muni ekki gera sama skaða og áður. Tilbúnir að hefja laxeldi í Klettsvík næsta vor
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.