Morgunblaðið - 31.01.2001, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 31.01.2001, Blaðsíða 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. JANÚAR 2001 11 Í UMRÆÐU um einkavæð- ingu Landssímans hefur komið upp sú hugmynd að aðskilja grunnetið frá ann- arri starfsemi fyrirtækisins. Hugmyndin er sú að ríkið eigi áfram grunnnetið og fjarskiptafyrirtækin á markaðnum kaupi aðgang að því. Því hefur hins vegar ekki verið svarað með skýrum hætti við hvað er átt þegar talað er um grunnnetið. Er átt við notendalínukerfin og stofnlínu- kerfin? Eiga umferðarstjórnkerfin að fylgja með og þá hvaða hluti þeirra? Hvernig á að meta verðmæti einstakra þátta grunnnetsins? Hvernig á að tryggja að uppbygging netsins verði með þeim hætti að hún nýtist notandanum best? Dr. Þórður Runólfsson, rannsókn- arprófessor í rafmagnsverkfræði, vann greinargerð um fjarskiptakerfi Landssímans fyrir einkvæðingar- nefnd og er vísað til hennar í skýrslu nefndarinnar um sölu Landssímans. Þórður sagði í samtali við Morgun- blaðið að þegar rætt væri um að að- skilja grunnnetið frá annarri starf- semi Landssímans yrðu menn að byrja á að skilgreina grunnnetið. Hann sagði að þegar hann hóf vinnu sína hefði hann spurt nokkra aðila um hvað grunnnetið væri. Svörin hefðu verið ólík og greinilegt að mis- munandi skilningur væri á því hvað grunnnetið væri. Þórður sagði að ef menn væru að byrja að leggja fjarskiptanet um landið í dag væri tiltölulega einfalt mál að byggja upp kerfi sem væri að- skilið frá annarri starfsemi fjar- skiptafyrirtækja. Grunnnetið hefði hins vegar byggst upp á löngum tíma. Í raun mæti lýsa netinu þannig að það væri byggt upp af mörgum flóknum kerfum. Til að láta kerfin vinna vel saman þyrfti flókinn tækni- búnað. Þórður sagði að ef aðskilja ætti einstaka þætti netsins frá yrðu menn að átta sig á hvað kerfið væri í raun samþætt. Hann tók sem dæmi, að á landsbyggðinni væru stofnlínuteng- ingar notaðar til að flytja símtöl inn- an þjónustusvæða. Símtal frá Húsa- víkur til Sauðárkróks væri innan þjónustusvæðis svæðisstöðvarinnar á Akureyri, en notaði engu að síður hringtengda ljósleiðarann fyrir sambandið. Þessi tenging væri í eðli sínu ólík langlínutengingu á milli svæða, eins og t.d. frá Húsavík til Ísafjarðar, en engu að síður væri að hluta til notast við sama ljósleiðara. Flókið fjarskiptakerfi Í skýrslu einkavæðingarnefndar er fjarskiptaneti Landssímans lýst og þar er að nokkru leyti stuðst við greinargerð Þórðar. Það sem hér fer á eftir byggist á skýrslunni. Grunnurinn að fjarskiptaneti Landssímans samanstendur af ljós- leiðaraneti sem nær um allt land og inn á flesta þéttbýliskjarna. Á flest- um stöðum eru átta þræðir í ljósleið- aranum og notar Landssíminn fimm en þrír eru fráteknir fyrir notkun NATO, sem tók þátt í kostnaði við lagningu ljósleiðarans. Á höfuðborg- arsvæðinu eru tengipunktar grunn- kerfisins tengdir með margföldu neti ljósleiðara. Á gagnaflutningskerfi ljósleiðar- anets Landssímans er byggt kerfi stafrænna símstöðva, svokallaðra IDN-sím- stöðva. Símstöðvakerfið er byggt á tvöföldu kerfi skiptistöðva (Mið- bæjarstöð og Múlastöð) sem sjá um yfirstjórnun símkerfisins, samskipti við svæðisstöðvar og samskipti við útlönd sem einnig er stjórnað af tvöföldu kerfi IDN-sím- stöðva á sömu stöðum og skiptistöð- varnar. Landinu er skipt niður í níu svæði sem er stjórnað af svæðis- stöðvunum. Auk svæðisstöðvanna níu tengjast beint við skiptistöðvarn- ar NMT- og GSM-farsímakerfi Landssímans, fjarskiptakerfi Tals og fjarskiptakerfi Íslandssíma. Fjar- skiptakerfi Tals og Landssímans eru tengd við kerfið með nákvæmlega sama hætti. IDN-kerfið er stafrænt sem sér um tengingu við notendur í símkerf- inu. Á IDN byggist ISDN síma- og gagnaflutningskerfi Landssímans (kallað Samnetið), auk ýmissa ann- arra þjónustuþátta sem nýta ljós- leiðarakerfi Landssímans (gagna- flutningslínur, umferðarkerfi Netsins). Símkerfi eins og IDN og ISDN eru svokölluð rásartengd kerfi. Þetta merkir að þegar tveir notendur tengjast í kerfinu þá er frá- tekin rás alla leið milli notendanna og helst þessi rás frátekin á meðan á tengingunni stendur, óháð því hversu vel bandvídd fráteknu rásar- innar er notuð. En það eru einnig til svokölluð pakkatengd kerfi sem byggjast á því að ekki er föst rás á milli notenda heldur samnýta margir notendur línuna. Til að stjórna pakkatengdu kerfunum hefur verið þróað eins konar umferðarstjórnun- arkerfi sem kallað hefur verið ATM- net. ATM-tæknin samhæfist illa IDN-símstöðvum. Af þessum sökum er ATM-kerfið aðskilið frá IDN í grunnkerfi Landssímans. Mikil aukning í gagnaflutningum Ekki eru mörg ár síð- an síminn var aðeins notaður til þess eins að tala í hann. Símalínur voru þess vegna lagðar í þeim eina tilgangi að flytja símtöl milli símnotenda. Í dag er rúmlega helmingur allrar umferð- ar í fjarskiptakerfum gagnaflutning- ar og víst er að gagnaflutningar eiga eftir að stóraukast í framtíðinni. Dæmi um gögn sem flutt eru eftir símalínum eru texti, myndir, sjón- varpsútsendingar, fjarkennsla og notkun á Netinu. Vandlaust er að flytja gögn með ljósleiðara, en málið vandast þegar kemur að því að senda þau í heima- hús vegna þess að flestar heim- taugar eru koparþræðir sem hafa takmarkaða flutningsgetu. Til að bæta úr þessu hefur verið þróuð svo- kölluð ISDN-tækni. ISDN-grunn- tenging samanstendur af heimtaug- inni, sem samanstendur af einu pari af koparþráðum og svokölluðum DSL-mótöldum, einu á hvorum enda. Til að nýta bandbreidd heim- taugarinnar enn betur hefur á und- anförnum árum verið þróuð ný fjar- skiptatækni fyrir stafrænar tengingar yfir koparþráðaheim- taugar. Þetta er svokölluð ADSL- tækni sem tryggir mun hraðari flutning á gögnum. Þá er ónefnd önnur gagnaflutn- ingsleið, þ.e. breiðbandið, sem bygg- ist á ljósleiðaradreifikerfi og kóax- heimtaugum. Í framtíðinni, þegar þörf á bandbreidd heimilanna verður meiri en núverandi koparþráða- dreifikerfi Landssímans getur boðið upp á, verður mögulegt að byggja upp nýtt dreifikerfi sem mun nýta dreifikerfi breiðbandsins. Símtöl fara í auknum mæli í gegn- um farsímakerfi, en Landssíminn, Tal og Íslandssími hafa byggt upp slík kerfi hér á landi. Farsímakerfið var fyrst og fremst byggt upp til að flytja símtöl, en ekki gögn. Úr þessu verður bætt með nýrri kynslóð far- síma sem er hönnuð sérstaklega til gagnaflutninga. Nýja kerfið kemur að nokkru leyti til með að notast við ljósleiðaranetið. Tæknilegir annmarkar við skiptingu Í skýrslu einkavæðingarnefndar um Landssímann er bent á ýmsa tæknilega annmarka þess að skipta fjarskiptakerfinu upp. „Öll skipting á kerfinu í minni sjálfstæðar eining- ar sem gæti leitt til óhagræðingar eða takmarkana í virkni eða gert innleiðingar nýrrar tækni eða virkni erfiða, annaðhvort frá tæknilegu eða viðskiptalegu sjónarmiði, er óæski- leg frá sjónarhóli notenda kerfisins,“ segir í skýrslunni. Bent er á að betri nýting á band- breidd grunnnetsins sé eitt af meg- inmarkmiðum rekstraraðila grunn- flutningskerfisins. Því sé nýting umferðarstjórnkerfanna (stafræna símstöðvakerfisins og ATM-netsins) á flutningsgetu kerfisins mjög mik- ilvæg og tilhögun tengingar grunn- kerfisins og umferðarstjórnunar- kerfsins sé mikilvægt atriði í þessu sambandi. Í skýrslunni segir að margir, sem stundi rannsóknir á þessu sviði, séu þeirrar skoðunar að í grunnneti framtíðarinnar muni grunnflutningsnetið og ATM-um- ferðarstjórnunarkerfið sameinast í einu kerfi, sem allir aðrir hlutar fjar- skiptakerfisins muni tengjast. Af þessum sökum sé aðskilnaður grunnflutningskerfisins frá umferðarstjórnun- arkerfunum óæskileg- ur. Verðlagning verður að endurspegla raunkostnað Þeir sem hafa mælt með skiptingu Landssímans hafa fyrst og fremst bent á viðskiptalega hlið málsins. Með því að aðgreina grunnnetið frá annarri starfsemi fyrirtækisins sé verið að tryggja eðlilega samkeppnisstöðu fyrirtækja á fjarskiptamarkaði. Í þessu sambandi er nauðsynlegt að hafa í huga að samkvæmt EES- reglum ber fjarskiptafyrirtækjum að taka mið af raunkostnaði við verð- lagningu þjónustunnar. M.ö.o. mega símafyrirtækin ekki greiða tap af einhverjum hluta starfseminnar með hagnaði af öðrum hluta starfseminn- ar. Kveðið er á um þetta í nýjum fjarskiptalögum sem Alþingi hefur sett. Þetta varð til þess að Lands- síminn varð að gera miklar breyt- ingar á verðlagningu þjónustu sinn- ar og sýna fram á með útreikningum að allir þættir starfseminnar stæðu í raun undir kostnaði. Eftir breytingar á fjarskiptalög- um kaupir hvert þjónustusvið Landssímans (breiðbandið, farsíma- kerfið, gagnaflutningskerfi, flutn- ingskerfi fyrir hljóð- og myndflutn- ing og talsímaþjónusta) aðgang að notenda- og stofnlínum frá netdeild Landssímans. Netdeild Landssím- ans ber að innheimta sama gjald frá þjónustudeildum Landssímans og innheimt er frá öðrum fjarskiptafyr- irtækjum fyrir aðgang að grunnnet- inu. Greitt er fyrir aðgang að not- endalínukerfi Landssímans, þ.e. kerfi heimtauganna, með sama hætti og stofnlínukerfinu. Aðgangur keppinauta Landssímans að heim- taugakerfinu hefur verið opinn frá 1. október sl. Þrjár leiðir til skiptingar Í skýrslunni segir að ýmsir mögu- leikar séu fyrir hendi ef skilja ætti að mismunandi þætti fjarskiptarekstr- ar fjárhagslega. Bent er sérstaklega á þrjá kosti. Í fyrsta lagi að aðskilja fjarskiptanetið með notenda- og stofnlínum og skiptistöðvum frá ann- arri þjónustu. Bent er á að tiltölu- lega auðvelt sé að aðgreina fjárfest- ingu og rekstrarkostnað í fjarskiptanetinu. Talsverð vinna myndi liggja í því að skilgreina verðskrá fjarskiptanetsins. Í öðru lagi væri hægt að hugsa sér að aðskilja símstöðvar og hnútstöðv- ar fyrir gagnaflutning (umferðar- stjórnkerfi) frá notenda- og stofnlín- um. Í skýrslunni segir að líklega verði erfiðara að skilja á milli í þessu tilfelli en í fyrsta kostinum. Þjón- ustudeildir yrðu að starfrækja sím- stöðvar og veita þeim þjónustu. Verkaskipting milli netdeildar og þjónustudeildar myndi þurfa að breytast nokkuð frá því sem nú væri. Erfitt kynni að vera að skilgreina tekjur af mismunandi þáttum. Í þriðja lagi er bent á að hugsanlega mætti að aðskilja stofnlínunetið frá öðrum þáttum. Í skýrslu nefndarinnar er ekki gerð nein tilraun til að meta verð- mæti einstakra þátta grunnnetsins eða hvernig fjárhagsleg skipting ætti að vera miðað við þessa þrjá kosti. Niðurstaða einkavæðingarnefnd- ar er hins vegar að hafna hugmynd- um um að skipta Landssímanum upp. Hægt sé að ná markmiði um jafna samkeppnisstöðu á fjarskipta- markaði með lagasetningu og opin- berum eftirlitsstofnunum. Samkeppni í grunnnetinu Þegar rætt er um að aðskilja grunnnet Landssímans frá annarri starfsemi er nauðsynlegt að hafa í huga að nú er að koma til samkeppni í grunnkerfinu. Tvö ný fyrirtæki hafa verið stofnuð sem lagt hafa fjar- skiptalínur sem fyrst og fremst eru hugsaðar til gagnaflutninga. Þetta eru LínaNet, sem er í eigu Orku- veitu Reykjavíkur, og Fjarski, sem Landsvirkjun stendur að. Hafa þarf í huga að 80% allra viðskipta á fjarskiptamarkaði eru á höfuðborgarsvæðinu þar sem LínaNet er að byggja upp sitt kerfi. Ef því fyrirtæki tekst að ná til sín umtalsverðri markaðshlutdeild og nýting á kerfi Landssímans á höfuðborgarsvæðinu minnkar gæti það haft áhrif á verð- lagningu Landssímans fyrir notkun á grunnneti fyrirtækisins, m.a. á landsbyggðinni. Þess ber einnig að geta að ef farin yrði sú leið að stofna sérstakt fyr- irtæki í eigu ríkisins sem ætti grunn- netið yrði það, eins og önnur fyrir- tæki á fjarskiptamarkaði, að virða ákvæði EES-reglna um að verð símaþjónustunnar taki mið af raun- kostnaði. Einkavæðingarnefnd hafnar hugmyndum um að aðskilja grunnnetið frá Landssímanum Ekkert dæmi til um að grunnnetið hafi verið skilið frá Símalínur hafa verið lagðar jafnt í ný hús sem gömul. Þessar línur liggja inn í Alþingishúsið, en það er einmitt í því húsi sem tekin verður ákvörð- un um hvernig staðið verður að einkavæðingu Landssímans. Einkavæðingarnefnd hafnar hugmyndum um að aðskilja grunn- net Landssímans frá annarri starfsemi fyrirtækisins. Alls staðar í Evrópu hefur sú leið verið farin við einkavæðingu op- inberra símafyr- irtækja að tryggja samkeppni á fjar- skiptamarkaði með löggjöf og opinberu eftirlitskerfi. Hvergi hefur verið farin sú leið að stofna sér- stakt ríkisfyrirtæki um grunnnetið. Egill Ólafsson fjallar um þennan þátt skýrslunnar. Ljósleiðarakerfi Línu Nets er í samkeppni við grunnnet Landssímans Öll fjarskipta- fyrirtæki verða að virða EES- reglur um verð- lagningu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.