Vísir - 12.01.1979, Page 6
Andófsmaður
fyrír rétti í Prag
Hinn 52 ára gamli sál-
fræðingur, Jaroslav Sabata,
einn af talsmönnum andófs-
hópsins ,,Sáttmáli’77” sem
haldið hefur uppi kröfum um
aukin mannréttindi i Tékkó-
slóvakiu var dreginn fyrir
rétt I gær. Hann er ákærður
fyrir gróflegar móðganir við
embættismenn rikisins.
Viðurlög viö sliku varöa allt
aö eins árs fangelsi.
Foreldranámskeið
Sænski félagsmála-
ráðherrann Gabriel Roma-
hus skýröi frá þvi á
ráðstefnu á Nyborg Strand
nýlega, aö nó ætti að fara aö
veita foreldrum f Sviþjóð al-
menna uppfræðslu um hlut-
verk þeirra. — Verður komið
á námskeiöum um barna-
uppeldi, barnasálfræði og
fleira og fleira.
Sjá á dýrum
fyrir jarðskjálfta
Kinverskir vlsindamenn
vonast til þess að með rann-
sóknum á atferli-dýra megi
smiöa mælitæki sem geti
orðiö mönnum til mikils
gagns við að spá fyrir um
jaröskjálfta.
I
Jerúsalem nœr
gjaldþrota
JerUsalem rambar á
barmi gjaldþrots. Framlag
rikis til borgarsjóðs þykir
alltof lágt og auk þess á
borgarsjóður.Jerúsalem við
sömu'erfiðleika að etja og
allir aðrir landsmenn i 50%
veröbóigu sem er i Israel.
Þjóðverjar á
grœnni grein
Greiösiujöfnuður V-
Þýskalands var i nóvember
hagstæður um 3,82 milljarða
þýskra marka og hafði verið
i október hagstæður um 3,45
milljarða.
Drepandi kuldi
Mikið fannfergi var f álfunni
um áramótin, eins og fram
kom f fréttum, og síðan hefúr
fylgt brunagaddur. I Frakk-
landi hafa fjórtán manns látið
lifið vegna kuldans. Eldri hjón
létust af gaseitrun þegar snjór
stöðvaöi hjá þeim loftræsting-
una i gasupphituðu herbergi.
Tíu þúsund
horfa fram
á atvinnu-
missi í
skipaiðnaði
Norðmanna
Horfurnar í norskum
skipaiðnaði eru skugga-
legri en stjórnvöld höfðu
áður gert ráð fyrir. Er
fyrirsjáanlegt, að erfitt
verður að halda úti ný-
smiði skipa sem veitt gætu
14 þúsund manns atvinnu,
eins og gef ið hafði verið til
kynna.
Þessar upplýsingar komu fram
hjá deildarstjóra norska iðnaðar-
ráöuneytisins núna i vikunni.
Sagði hann að með þeim pöntun-
um á nýjum skipum, sem núna
lægju fyrir aö væri ljóst að ekki
nema 25-30% þeirra sem vinna
við nýsmfði núna, gætu fengið
vinnu siðari hluta ársins.
Það þýðir meö öörum oröum,
að um 10 þúsund manns f norsk-
um skipaiönaöi verði atvinnu-
í Kanada standa yfir
rannsóknir á notkunar-
lausir, þegar liöa tekur á árið.
Ennfremur kom fram, að dreg-
ið hefur meir úr skipa- og báta-
pöntunum, en menn höfðu
reiknað með. Skipasmiöa-
stöðvarnar standa þvi frammi
fyrir þvi að þurfa að draga seglin
örar saman en góðu hófi gegnir.
Forráðamenn norska skipa-
smfðaiðnaðarins kviða mjög
framtiðinni vegna harörar sam-
keppni viö skipasmföi OECD-
landa i Evrópu. Þar eru uppi
ráöageröir um aö draga 50% úr
skipasmiöum á næstu árum. I
Noregi er búist við enn meiri
samdrætti.
Bátaútgerðarmenn í Noregi
krefjast þess nú, að stjórnin
taki upp að nýju samningavið-
ræður við Sovétmenn með það
fyrir augum, að breyta nú-
gildandi fiskveiðisamningum
ríkjanna.
Helsta krafan er sú, að veiðikvóti
Norömanna á sumarloönu 1,5 milljónir
hektólitra veröi færöur yfir á vetrar-
veiðikvótann.
Svifnökkvi ísbrjótur
Bátafálkið
Ennþá streymir flóttafólkið frá Víetnam en vandamálj
|„bátafólksins" hafa ekki enn verið leyst. A myndinni hér
isést einn af þessum bátum, sem nýlega fannst í Suður-
Kínahafi eftir tólf daga hrakninga. Um borð var 161
flóttamaður. — Báturinn kom að eyjunni Pulau Bidong viðl
iMalaysíu, en þar eru fyrir 24 þúsund víetnamskir flótta-|
[menn._
Heimta
meiri
loðnu
möguleikum svifnökkva
sem ísbrjótar. Sýna til-
raunir, að þeir eru vel
brúklegir til slíkra starfa.
A nokkrum klukkustund-
um lauk einn slíkur verki
Kanadlskur svifnökkvalsbrjótur að störfum.
sem gamaldags ísbrjótur
hefði verið heilan dag að
vinna.
Það var fyrir hreina tilviljun aö
Kanadamenn byrjuöu aö fikta viö
þessar tilraunir. Hugmyndin
kviknaöi þegar menn voru að
reyna borpallinn ACT 100 sem
grundvallast á sömu eiginleikum
og svifnökkvar. Hann var gerður
til þess aö bera þungan borút-
búnað til oliuleitar I Ishafinu.
Verkfræöingarnir sáu sér til
undrunar, aö undan loftpúöanum,
sem pallurinn svifur á molnaði
niöur allt að 70 cm þykkur lagis.
— Þetta var áriö 1972.
Svo viröist sem þrýstiloftið frá
svifnökkvanum smjúgi ofan I fin-
ar sprungur issins og myndi
heljarinnar loftbólu undir hon-
um. Við þaö brotnar isinn aö
nokkru undan eigin þunga og að
nokkru vegna þrýstingsins ofan
frá.
Við tilraunirnar hefur verið
notaöur isbrjóturinn „Alexander
Henry”, sem er af léttara taginu.
Frammi I stafni nefur veriö kom-
iö fyrir I honum samskonar út-
búnaði og heldur svifnökkvum á
lofti. Siglir hann með niu hnúta
hraða i gegnum 45 cm þykkan is
og er oliubrennslan langtum
minni en við venjulegar aöfarir.
Telja bátaútvegsmenn samningana i
hæsta máta ósanngjarna og ekkert i
likingu við þaö, þegar Norömenn
veiddu hér áður 90% þeirrar loðnu,
sem veidd var i Barentshafi.
Samtök útvegsmanna hafa sett
stjórnvöldum þá kosti aö annað hvort
fái hún samningum breytt I þessa veru
eða bátasjómenn taki sér bessaleyfi
sjálfir og veiði sinn sanngjarna hlut af
loðnunni. — Nefnilega rjúfi samning-
inn upp á eigin spýtur.
Verðhœkkanir í
Ungverjalandi
Ungverjaland hefur hækkaö verð á
benslni, tóbaki, öli, hrisgrjónum, dag-
blöðum, byggingarefni og fleiru um 20
til 25%. — Heimsmarkaðsverö hefur
farið hækkandi og rétta þarf viö rlkis-
kassa Ungverjalands.
Hátíðarspellvirki
Yassir Arafat, leiötogi skæruliða-
hreyfingar Palestinuaraba, ætlaöi um
siðustu helgi að halda hátiðlegt fjórtán
ára afmæli skæruliðasamtakanna.
En hryðjuverkamennirnir gátu ekki
einu sinni verið til friös á sinu eigin af-
mæli. Keppinautar hans um Itökin i
samtökunum stóðu fyrir sprengingum
á veislusvæðinu, svo að ekkert varö af
hátlðarhöldunum.
Verðbólgan í Brazilíu
Fjármálaráöherra Brasiliu, Mario
Henrique Simonsen, hefur upplýst, að
veröþiúgan þar i landi hafi fariö upp I
40,8% á árinu 1978, en hún var 38,8% á
árinu 1977.
Flug milli Kína
og Taiwan
Kina hefur að undanförnu gefið Tai-
wan (Formósu) óspart undir fótinn,
eftir aö Bandarikjastjórn tók upp
stjórnmálasamband við Peking. Það
nýjasta er, aö Pekingstjórnin hefur
boðiö Taiwan aö hefja aftur flugsam-
göngur milli eyjarinnar og megin-
landsins. Þannig að rlkisreknu flug-
félög landanna fái lendingarrétt I Kina
og á Taiwan.