Vísir - 12.01.1979, Síða 9

Vísir - 12.01.1979, Síða 9
VISIR Föstudagur 12. janúar 1979 9 Bréfritari virðist hafa þurft að ganga lengi i snjónum, án þess að sjá ,,laus- an” leigubíl. Visismynd: ÞG ERFITT AÐ FA LEIGUBÍL EF SNJÓAR G.E. Reykjavik skrif- aði: Það er einn ljóður á leigu- bilstjórum hér i borg, annars ágætum mönnum. Það er hvað þeir virðast vera snjóhræddir. Ég skrapp á skemmtistað á laugardagskvöldið. Þar sem ég hafði fengið mér i glas, skildi ég bilinneftirheima og treysti á að komast heim með leigubil þvi það er of löng leið að ganga i snjónum. Af gamalli reynslu vissi ég, að þegar skemmtistaðirnir loka, klukkan 2, þá er hvergi leigubil aðfá,þvimargir eru um hituna, og oft er klukkutima bið eftir leiguvagni. Þess vegna fór ég af skemmtistaðnum klukkan rúm- lega eitt, til að vera öruggur um að fá bfl. En viti menn. Engan bil var að sjá og leigubilastöðv- arnar voru hættar aö svara i sima vegna álags. Til að gera langa og átakan- lega sögu stutta, beið ég I hátt á annan tima eftir leigubil. Fyrir einstaka heppni, og eftir mikið kapphlaup við aöra, sem voru á verri skóm en ég, náði ég bil, sem var að hleypa út farþegum og þvl laus. Ég var orðinn kaldur og hrakinn og ílla til fara og spurði bílstjórann, þegar ylurinn inni i bilnum hafði þitt upp heilafrum- urnar að svo miklu leyti sem hægt var, hvernig stæði á þess- um skorti á leigubílum. Svarið var, að snjórinn væri svo mikill, að bllstjórarnir treystu sér ekki til aö halda uppi akstri. Ég þori að fullyröa, aö snjór- inn var ekki meiri en svo aö hver meðalskussi hefði ekki get- að ekið vandræðalaust það kvöldið (nóttina). Mér finnst þaö hreinlega vera skylda leigubllstjóra að halda uppi akstri, þó nokkur snjókorn falli. Þaö er einmitt við erfiö skilyrði, sem þeirra er mest þörf. Leigubilstjórar hafa tekið vissa þjónustu að -sér. Þeir verða þá llka að veita hana, jafnvel þó föl festi á jörð. Eyjan heitir Man — ekki Mön J.G. — Reykjavik- hringdi Nokkuð hefur verið ritað um eyjuna Man við Bretlands- strendur, vegna þess að I ár halda eyjaskeggjar upp á 1000 ár afmæli þings slns. Ég haföi samband við lesendadálkinn, vegna þeirrar árattu margra, að kalla eyjuna Mön. Það er al- rangt, enda er eyjan Mön I Dan- mörku. Sesar hinn rómverski kallaði eyjuna Mona’sisland (snúið upp á engil-saxnesku). Enginn veit hvernig nafnið Isle of Man varð til, en vitaö er til að Snorri Sturluson kallaöi eyna þvl nafni og beygði Man-Man-Mön-Man- ar. Nú heitir eyjan Mön upp á Is- lensku, en ekki eyja mannsins, eins og nafnið ætti aö útleggjast á Islensku. Vilji menn halda nafninu Mön fram, hvað heitir þá á islensku klettur nálægt eynni, sem á ensku nefnist Calf of Man? Af hverju má ekki leiðrétta þennan misskilning þó að Snorra Sturlusyni hafi orðið á þessi mistök? Hvaðan kemur Mön inn 1 spilið? Hvað eða hver er Mön? Nafn eyjunnar útleggst sem fyrr segir eyja mannsins. A eyjunni er fjöldi norrænna nafna. Þar má nefna Snæfell og er orðið stafað á Islenska vlsu, en Mön hefur eyjan aldrei heit- ið, og þvi ættum viö þá að breyta þvi núna? Köllum eyna eyjuna Man og beygjum ekki það nafn. Annað er misskilningur og rangt. Við eigum ekki að hengja okkur I vitleysu, jafnvel þói að Snorri Sturluson hafi gert þær. Tökum að okkur viðgerðir og nýsmíði á fasteignum. Smíðum eldhúsinnréttingar ásamt breytingum og við- gerðum á eldri innréttingum. Gerum við leka vegna steypugalla Verslið við ábyrga aðila. Trésmíðaverkstæðið Bergstaðastræti 33 simi 24613 og 41070 J — — UMBOÐSMENN VÍSIS á Vesturlandi og Vestfjöróum Akranes ísafjörður Stella Bergsdóttir Höfðabraut 16 slmi 93-1683 Olfar Agústsson Versl. Hamraborg slmi 94-3166 Bolungarvik Ólafsvik Björg Kristjándsdóttir Júllus Ingvarsson Höfðastlg 8 Brautarholti 12 simi 94-7333 slmi 93-6319 Borgarnes Patreksfjörður Gunnsteinn Sigurjónsson Kjartansgötu 12 Björg Bjarnadóttir Sigtúni 11 simi 93-7395 simi 94-1230 Grundarfjörður Stykkishólmur örn Forberg Eyrarvegi 25 simi 93-8637 Sigurður Kristjánsson Langholti 21 simi 93-8179 OPIÐ KL. 9—9 Allar skreytingar unnar af fagmönnum. Ntng bllastcBfli a.m.k. ó kvöldln BlOMtWIXTIR II\l N \RSI R 1 I I Simi 12717 Nu er frost á Fróni.. þvi er nauðsynlegt að huga að vetrarbúnaðinum. Fall»g og hlý urta- áklaíl úr þykku (loðnu) þvottekta, Mnl aðtlns kr. 5.100. Ralmagns afturrúöuhitari auðveld iaatning, skarpara og skýrara útsýni Aðelns kr. 4950.- Skiðagrindur ó fólksbíla Verð aðeins kr. 9.300.— SVEINN EGILSSON HF FORD HUSINU SKEIFUNNM7 SIMI 85100 L.___ a

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.