Vísir - 27.01.1979, Side 9
SPURT Á
• •
Hún hefur „rassskelt," alla Evrópu
Dag einn í vikunni voru blaBa-
maður og Jens ljósmyndari Visis
á hlaupum um Grensásveginn i
fréttaleit og rákumst viB þar, al-
gjörlega á óvart, á konu eina.
Þetta var virBuleg kona en mjög
svo glaöleg i fasi. Við námum þvi
staöar og tókum konuna tali.
Hún kvaöst heita Arndis Þor-
valdsdóttir og sagöist vera annar
eigandi og jafnframt verslunar-
stjóri verslunarinnar Borgarljós.
Hinn eigandinn er sonur hennar,
sem um þessar mundir er staddur
i London, — þvi lastabæli eins og
þessi annars ágæta borg hefur
verið kölluð.
Á hverju hefur þú nú mestan
áhuga Arndis?
— Af búöinni minni auövitaö,
sagöi hún. Annars hefur mér
alltaf þótt gaman aö ferðast og
það má eiginlega heita að ég hafi
„rassskellt” alla Evrópu auk
þess hef ég komiö til Ameriku og
viöar.
En innanlands, spyrjum viö
konuna sem hefur „rassskellt”
alla Evrópu.
— Jú auðvitaö hefur maður
farið um allt Island, hringinn
margsinnis, en þó ekki nógu
mikið upp á hálendið, en auövitað
er verslunin núna mitt aöal-
áhugamál, eins og gefur aö skilja.
Hvenær keyptuö þiö verslun-
ina?
— Við keyptum hana i ágúst og
höfum svona veriö að koma henni
til, en það er erfitt. Alagningin er
svo lág, þannig aö maður þarf aö
vinna i versluninni I sjálfboöa-
vinnu. Tekjurnar fara allar beint
I hana, i lager, leigu og skatta.
Hefur þú áður fengist viö
verslun?
— Ég átti einu sinni búö, svona
tuskubúö inni i Búöargeröi og
verslaði þar meö töskur og tölur
og fl. Mig minnir aö ég hafi hætt
meö hana 1962.
Finnst þér þetta skemmtilegt
starf?
— Auövitað finnst mé þaö
skemmtilegt, annars væri ég ekki
aö þvi svona á gamals aldri, sagöi
Arndis og skellihló.
Vikjum aftur aö feröalögunum.
Hvar finnst þér fallegást á ís-
landi, spyrjum við konuna sem
hefur „rassskellt” Evrópu.
— Þaö er fallegast aö Fróðá á
Snæfellsnesi á vorkvöldi þegar
sólin er aö setjast. Annars eigum
viö fjölskyldan Fróöá ásamt
nokkrum öðrum aöilum. Þangaö
förum viö oft, stundum á veturna
ef fært er, en oft á sumrin.
Hvað er fjölskyldan stór?
— Ég og maöurinn minn, Hauk-
ur Benediktsson, (framkvæmda-
stjóri Borgarspitalans) eigum
fimm börn. Tvö eru gift og býr
annað þeirra i Reykjavik, en hitt
á Höfn I Hornafirði. Hin þrjú eru I
Reykjavik. Börnin eru á aldrin-
um frá 15 til 31 árs og barnabörn-
in eru fimm.
Við látum nú þessi spjalli lokiö
viö konuna sem „rassskellt”
hafði alla Evrópu, og drögum þaö
stórlega i efa aö hún hafi nokkurn
tima rassskelt börnin sin, alla
vega ekki að ástæöulausu.
—SS-
KROSSGATAN
í ELDHÚSINU
Umsgón: Þórunn I.
Jónatansdótfir
Glóðaður
\
(Uppskriftin er fyrir 2.)
1 Kjúklingur
Kryddlögur:
1/8 msk matarolia
1 msk sltrónusafi
1/2-1 msk kfnversk soya
salt
pipar
rósmarin
2 tómatar
kjúklingur
200 gr. belgjabaunir.
Þvoiöog þerrið kjúkiinginn og
hlutiö hann i sundur.
Hræriö eöa kristiö kryddlög-
inn saman. Ef kjúklingurinn
hefur veriö tekinn sundur i
tvennt um bringu, erglóöunar-
timi u.þ.b. 30 minútur, annars
skemur ef bitarnir eru fleiri.
Pensliö bitana meö kryddlegin-
um, leggiö þá á glóöarrist og
glóöiö.
Skiptiö tómötunum I tvennt.
Stráiö örl. salti og pipar i sárið.
Setjiö tómatana á ristina hjá
kjúklingabitunum og glóðiö meö
þeim siöustu 5 minúturnar.
Beriö kjúklinginn fram vel
heitan, meö tómötum, grænum
belgjabaunum, hrisgrjónum
eöa frönskum kartöflum eöa
soðnum kartöflum.