Vísir - 30.01.1979, Blaðsíða 10

Vísir - 30.01.1979, Blaðsíða 10
10 Þri&judagur 30. janúar 1979 útgefandi: Reykjaprent h/f Framkvæmdastjbri: Davið Guðmundsson Ritstjórar: ólafur Ragnarsson Höröur Einarsson Ritstjórnarfulltrúar: Bragi Guðmundsson. Ellas Snæland Jónsson. Fréttastjóri erlendra frétta: Guðmundur G. Pétursson. Umsjón með Helaarblaði: Árni Þórarinsson. Blaðamenn: Axel Ammendrup, Edda Andrésdóttir, Jónlna Michaelsdóttir, Jórunn Andreasdóttir, Katrfn Pálsdóttir, Kjartan Stefánsson,öli Tynes, Sigurður Sigurðarson, Sigurveig Jónsdóttir, Sæmundur Guðvinsson, Þor- valdur Friðriksson. Iþróttir: Gylfi Kristjánsson og Kjartan L. Pálsson. Ljós- myndir: Gunnar V. Andrésson, Jens Alexandersson. utlitog hönnun: Jón Oskar Hafsteinsson, Magnús ólafsson. Auglýsinga- og sölustjóri: Páll Stefánsson. Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson Auglýsingar og skrifstofur: Slöumúla 8. Simar 86611 og 82260. Afgreiösla: Stakkholti 2-4 simi 86611. Ritstjórn: Slðumúla 14 simi 86611 7 Knur. Askrift er kr. 2500 á mánuði innanlands. Verð i lausasölu kr. 125 eintakiö. Prentun Blaðaprent h/f Gömlu lummurnar einu sinni enn Foringjar alþýðuflokkanna tveggja, sem sigruðu í þingkosningunum í sumar með því að slá um sig með alls konar patentlausnum í efnahagsmálunum sitja nú sveittir við að búa sér til stefnu í þeim efnum og bræða með sér hvernig hægt er að koma patentlausnum í f ram- kvæmd. Verkstjórnina í nefndinni, sem nú er á kafi í þessu verkefni, hefur fulltrúi þess flokks, sem mestu tapaði i kosningunum, flokksins sem var búinn að spreyta sig á að leysa efnahagsvandann í tveimur ríkisstjórnum í röð án árangurs. Sá f lokkur er nú nógu góður til þess að leið- beina alþýðuf lokkunum um myrkviði kerfisins og sætta sjónarmið þeirra. Það er ekki seinna vænna að þessir flokkar komi sér saman um hvert skuli stefna og hvernig þeir ætla að bjarga okkur, sem einu nafni göngum undir nafninu þjóðin. Því miður virðast patentlausnir kosningafund- anna ekki vera jafn-haldgóðar og sigurf lokkarnir vildu vera láta á meðan þeir liðu enn áf ram í sigurvímu kosn- inganna. Nú skyldu menn ætla að verið væri að búa til nýja upp- skrift að þjóðarkökunni, sem við eigum að skipta á milli okkar, en svo er ekki. Það er gamla kokkabókin, sem stjórnarf lokkarnir eru að blaða í, sömu gömlu uppskrift- irnar, sem reynst hafa heldur illa síðustu ár. Þeir bítast helst um það, hve mikið á að fara af hverju í deigið. Einn kemur meðeitthvað, sem hann kallar félagslegar umbætur, annar með stóran skammt af niðurgreiðslum, hinn þriðji vill svo hella svolitlu af útf lutningsbótum út í hræruna. Svo deila menn um litarefnin, sem á að setja í deigið. Allir eru á móti bláa litnum, svolítið er sett af gulu, annar skammtur af grænu, en rauði liturinn verður yf ir- gnæfandi i deiginu, þegar allt hefur verið hrært saman. Þá verður mönnum Ijóst, hverjir hafa hellt mestum lit útí Raunvextir er eitt lausnarorðið, sem sumir bökunar- meistararnir slá um sig með. Á stundum virðist manni þeir ekki skilja sjálfir hvað þeir eiga við með því og á meðan snillingarnir vita ekki fyrir víst hvað þeir vilja, verður erfitt fyrir þá að koma sér saman um leiðir til þessaðná markinu. Svo eru þeir ekki á eitt sáttir um það, hvað atvinnurek- endur eigi að greiða launþegum miklar launahækkanir; það er auðvitað ekkert um það að ræða að þessir aðilar semji um það í frjálsum samningum. Æðstuprestar Al- þýðubandalagsins segja að litlu skipti hvort samið verði um 5, 6, 7 eða 8% launahækkun. Samkvæmt útreikning- um færustu manna felast þriggja til fimm milljarða hækkanir i hverju prósentustigi og átta prósentustiga hækkun í stað fimm þýðir því frá 9 til 15 milljarða við- bótarálögur á atvinnuvegina. Það munar um minna. Stjórnarflokkarnir eru allir sammála um að stefna skuli að því að reyna að f inna leiðir til þess að gera til- raunir til að stuðla að einhverri minnkun á verðbólgunni i landinu. Nauðsynlegt er að hafa fyrirheitin nógu loðin til þess að ekki verði hægt að hengja neinn ef verðbólgan bólgnaði nú enn þrátt fyrir að „stefnt skuli að" hjöðnun hennar. Ekki er að búast við því að sú samsuða, sem verður framreidd fyrir þjóðina nú um mánaðamótin, þegar spekingar sigurflokkanna og tapflokksins hafa lokið störf um í bakaríinu, verði með nýjum svip. Þá verða enn einu sinni bornar á borð sömu gömlu rauðleitu lumm- urnar, sem þjóðin er orðin þreytt á, og valdið hafa melt- ingartruf lunum í þjóðarlikamanum mörg undanfarin ár. „Reykingar geta auk hjartasjúkdóma og krabbameins valdið mjög alvar- legum lungnasjúkdómum”, segir Hrafnkell Helgason, yfirlæknir á Vifils- staðaspitala. ,Auknar reykingavarnir betri fjárfesting en fjölgun sjúkrarúma' — segir Hrafnkell Helgason, yfirlœknir „Ég ætla aO flestum sé ljóst, aö sigarettureykingar eru aöal- orsök lungnakrabbameins og einnig mikilvægasti áhættu- þátturinn i sambandi viö hjarta- og æöasjákdóma. Reykingar geta einnig valdiö langvarandi lungnasjiikdómum, en þaö er ég ekki viss um aö allir geri sér ljóst”, sagöi Hrafnkell Helgason iæknir er rætt var viö hann um reykingar og tengsl þeirra við langvarandi lungnasjúkdóma. „Þarna er um aö ræöa sjúk- dóma sem frá þjóðhagslegu sjónarmiöi eru ef til vill miklu alvarlegri og afdrifarikari en t.d. lungnakrabbi vegna þess hversu algengir sjúkdómar þetta eru. Þeir valda þannig þjóöfélaginu miklu meira fjár- hagstjóni vegna tapaöra vinnu- daga, læknis-oglyfjakostnaöar, örorku-og sjúkrahúskostnaöar”. Miklar þjáningar af völdum lungnasjúk- dóma „Þeir sjúkdómar sem hafa þessar afleiöingar eru langvinn berkjubólga og lungnaþan. Þeir. tilheyra hinum svonefndu ,,ob- structivu” lungnasjúkdómum, sem ef til vill mætti kalla „þrengslasjúkdóma”. Þeir valda þrengingum i lungna- pípunum, og þar af leiöandi truflun á lofthreyfingu innan lungnanna. Þriöji sjúkdómurinn i þessum hópi er hingnaastmi. Þessir sjúkdómar valda ekki aöeins þjóöfélagslegu tjóni heldur einnig miklum þjáning- um oft á tiöum og stundum dauöa sjúklinga. Þaö eru til dæmi þess aö menn hafi berkjubólgu og lungnaþan, án þess aö hafa reykt. Sambandiö er þó svo náiö þarna á milli, aö þegar ég hitti nýja sjúklinga spyr ég ekki hvort þeir reyki, heldur hversu mikiö”. Heymæði oft ekki greind frá reykinga- sjúkdómum „Ég hef tekiö samantölur um sjúklinga meö langvinna berkjubólgu og lungnaþan, sem hafa legiö á Lungnadeild Vifils- staöaspitala á árunum 1971-1975. Þetta eru alls 407 sjúklingar og af þeim voru aö- eins 73, sem aldrei höföu reykt, þar af voru 22 bændur. Þaö er vitaö aö heymæöi er sennilega algengasti atvinnu- sjúkdómurinn hér á landi og getur hagaö sér eins og langvinn berkjubólga eða lungnaþan. Þessir bændur eru væntanlega meöheymæði, þótt ekki sé hægt að greina þaö frá öörum sjúk- dómum”. Gengur illa að lækna sjúklingana „Rúmlega helmingur þessara sjúklinga hefúr aöeins einu sinni legiö á sjúkrahúsinu. Það má ætla aö i þessum hópi séu allir þeir, sem okkur hefur tekist aö fá til aö hætta reykingum meöan þeir lágu inni en þaö er einn þátturinn i meöferöinni. Tvisvar sinnum hafa lagst inn á sjúkrahúsiö 86 af þessum 407, sem eru 21%. Fimm sinnum eöa oftar hafa 8,5% legiö á sjúkra- húsinu svo dæmi sé tekið. Þetta sýnir, aö okkur gengur illa aö lækna þetta fólk. A þessum 5 árum hafa 39 þessara sjúklinga dáiö úr lungnasjúkdómi sinum á Vlfils- staöaspltala. Þessir sjúklingar hafa oft þjáöst lengi og veriö bundnir við súrefniskúta. Sjö sjúklinganna hafa dáið úr lungnakrabbameini á spitalan- um. Lungnastarfsemi þeirra hefur veriö slik aö skuröaögerö hefur ekki komið til greina. Tólf sjúklingar hafa dáiö á sptalanum úr öörum sjúkdóm- um og algengasta orsökin er hjarta- og æöasjúkdómar. Ég vil þó taka það fram aö ekki hefur verið kannaö hversu margir hafa dáið á öðrum sjúkrahúsum eöa i heimahús- um”. Færri sjúkrarúm ef reykingar hyrfu ,,Ég þekki engan einn þátt i lifsvenjum okkar, sem ég held aö bæta myndi heilsufar okkar jafnmikið og þann aö reykingar hyrfú úr sögunni. Eftirspurn eftir læknishjálp og sjúkrarúm- um myndi þá örugglega minnka. Samstarfsnefnd um reykinga- varnir hefur aö minum dómi unniö mjög eftirtektarvert starf og árangur er þegar farinn aö skila sér. Aróðurstækni for- svarsmanna Samstarfsneftidar- innar er mjög markviss og þvi fé, sem þeim er ætlaö mun örugglega veröa vel variö. Ég er sannfæröur um, aö þar er á feröinni góö fjárfesting I heil- brigöismálum okkar. Gamall spltalajálkur eins og ég ætti slst af öllu aö óska þess, aö dregið yröi úr fjárveitingum til sjúkrahúsa eða heilsugæslu- stööva. Sá grunur læöist þó stundum aö mér, hvort ekki væri betri fjárfesting að verja meiru fé til dæmis til reykinga- varna, jafnvel þótt þaö yröi til þess aö fjölgun sjúkrarúma drægist eitthvaö, eða biö yröi á opnun einhverrar heilsugæslu- stöövar”.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.