Vísir - 30.01.1979, Page 14

Vísir - 30.01.1979, Page 14
Hressir og kátir Þróttarar, enda ekki ástæða til annars fyrir þá þessa dagana en að gleðjast. Þróttur hefur nú góða forustu i 1. deildinni i blaki. Þróttarar gefa ekki þumlung eftir — Þeir hafa komið sér vel fyrir í efsta sœti 1. deildar í blakinu og stefna á íslandsmeistaratitilinn Menn velta þvi nú fyrir sér, hvort tslandsnieistarar tS i blaki séu búnir að gefa upp vonina um að vinna tslandsmeistaratitilinn nú i ár. ÍS lék gegn Mimi frá Laugarvatni um helgina, og tókst aö sigra með 3:2 eftir talsverðan barning. Þaö kom á óvart að tS-menn voru að gera tilraunir meö leik sinn gegn Mimi, og halda sumir að þaðsé merki um að þeir hyggi nú setja stefnuna á Bikarkeppn- ina frekar en Islandsmeistaratit- ilinn. Þróttarar eru hinsvegar ekki á þeim buxunum að gefa eftir i baráttunni, og þeir unnu Mimi auðveldlega i' gær með 3:0. Þrótt- ur hefur nú tapað fæstum stigum allra liðanna i deildinni, og hrinu- hlutfall liðsins er einnig mun betra en hjá hinum liðunum. En staðan i 1. deild er annars þessi: Þróttur 10 9 1 29:9 18 UMFL 10 7 3 22:16 14 ÍS 853 19:14 10 UMSE 8 1 7 9:23 2 Mimir 8 0 8 8:24 0 Þri'r leikir fóru fram i' 2. deild karla. tBV lék viö Viking og tap- aði 0:3, við Breiðablik og tapaði 2:3 og þriðji ósigurinn var gegn Fram sem sigraði Eyjamennina 3:1 i gær. gk-. Arsenal mœtir meisturunum! Stórleikur 5. umferöarinnar I ensku bikarkeppninni verður án efa viðureign ensku deildarmeistaranna Nottingham Forest og Arsenal, tvcggja af bestu liðum á Englandi. 1 gær var dregið I keppninni, og þessi félög leika saman I 5. umferð: Oldham/Leicester — Tottenh/Wrexham/Stockport C. Palace/Bristol City — Newcastle/Wolves Newport/Colchester — Fulham/Manchester United Ipswich/Orient — Bristol Rovers/Charlton Nottingham Forest — Arsenal Liverpool/Blackburn Rovers — Burnley/Sunderland Aldershot/Swindon — Shrewsbury Leeds/WBA — Preston/Southampton Leikirnir i 5. umferð eiga að fara fram laugardaginn 17. febrúar. _ ....... . . Þriðjudagur 30. janúar 1979 VISIR D Jansen œtlar ekki að koma Hún reyndist ekki vera fjarri lagi ágiskun hollenska fram- kvæmdastjórans Van Dalen I viðtali við Visi á föstudaginn, er hann sagði að þaö yrði örugglega erfitt fyrir hinn nýja þjálfara Akraness i knattspyrnu, Jo Jansen að komast til að þjálfa á islandi i sumar. Þannsama dag og viðtalið birt- ist i Visi fengu Skagamenn skeyti frá NAC Breda i Hollandi, þar sem segir aö Jo Jansen muni ekki koma til Islands og þjálfa liö Akraness eins og um hafi veriö samið. Nánari skýring fékkst ekki á þessu, en i viðtali Visis við Van Dalen á föstudaginn sagöi hann, að Jo Jansen hafi þá fyrr i vikunni verið ráðinn aöalþjálfari 1. deildarliösins NAC Breda. Jansen var aðstoðarþjálfari Gunnar í Fram? Flest bendir nú til þess að Gunnar Bjarnason, mið- vörður FH i knattspyrnu undanfarin ár, muni leika meö Fram I 1. deildinni i sumar. Gunnar hefur að undan- förnu æft mcð Fram, og ef hann skipti um félag væri hann annar FH-ingurinn sem þaö gerir á stuttum tfma. Sem kunnugt er leikur ólafur Danivalsson, aðal-markaskorari, með Val á næsta keppnistfmabili. — Eins og menn muna féll FH i 2. deild s.l. haust. gk-- félagsins, ai þegar aöalþjálfarinn lét af þvi starfi i' vikunni fékk Jansen stöðu hans og þar með getur hann ekki tekið aö sér Skagamennina. Hvernig hann ætlar að snúa sér út úr þessu máli er ekki gott að vita, en hann var búinn að undir- rita samning við Akumesinga, og standa þeir þvi með pálmann i höndunum hvað þá hlið varðar. -klp- Natalia Marasescu. Hún setti heimsmet i miluhlaupi um helg- ina. GOTT MET HJÁ MARASESCU! Eitt nýtt heimsmet sá dagsins ljós á alþjóðlegu frjálsfþrótta- móti, sem fram fór i Auckland á N-Sjálandi um helgina. Metið setti Natalia Marasescu frá Rúmeniu i miluhlaupi, en hún skeiöaöi vegalengdina á 4.22.1 min. og bætti eldra metiö, sem hún átti reyndar sjálf, um 1,7 sek. John Walker sigraði i 1500 metra hlaupi eftir harða keppni við Bretann John Robson. Walker fékk timann 3.45.9 min. en Robson 3.46.2 min. Greta Waitz frá Noregi hafði nokkra yfirburöi i 3000 metra hlaupi kvenna, hún sigraöi og fékk timann 8.44.1 min. Ein óvæntustu úrslitin á mótinu komu i 5000 metra hlaupi karla, en þar sigraði Markus Ryffell frá Sviss. Voru keppinautar hans þó engir aukvisar, þvi hinn frægi Dick Quax frá N-Sjálandi var t.d. i 2. sæti. En timi Ryffells var 13.31.7 min. gk— VERKSMIÐJUSALAN MIKIÐ ÚRVAL AF BARNABUXUM, ENNFREMUR AÐRAR BUXUR, PEYSUR, SKYRTUR OG VINSÆLU EFNISBÚTARNIR ALLT MJÖG ÓDÝRT. BUXNA-OG BUTAMARKAÐURINN, SKULAGÖTU 26

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.