Vísir


Vísir - 30.01.1979, Qupperneq 16

Vísir - 30.01.1979, Qupperneq 16
16 Þri&judagur 30. janúar 1979 vism LIF OG LIST LfFOGLIST LIFOGLIST LÍF OG LIST LÍF OG LIST Laugarásbíó: Dersu Uzala ★ ★ ★ ★ Hið upp- runanlega og hið þróaða Dersu Uzala Laugarásbió. Sovésk. Argerö 1975. Aöalhlutverk: Maxim Munzuk, Yuri Solomin. Handrit: Akira Kurosawa, Yuri Nagibin. Leikstjóri: Akira Kurosawa. Aö horfa á kvikmynd eins og Dersu Uzala er ekki ósvipaö þvi aö lesa þykka skáldsögu Hin þétta episka frásögn í myndmáli Kurosawa er i senn svo efnisrik, stilhrein og einföld aö rúmlega tvær klukku- stundir i Laugarásbiói eru eins og margra daga lestur magnaös skáld- verks hvaö áhrifamátt snertir. Kurosawa er 65 ára þegar hann gerir þessa kvikmynd i samvinnu við sovéska kvikmynda- fyrirtækið Mosfilm. Þá haföi hann ekki fengiö verkefni i heimalandi sinu, Japan, i fimm ár. Japanski kvikmyndaiön- aðurinn var aö miklu leyti ofurseldur klám- og skrimslamyndum. Klám- og skrimslamyndir hafa aldrei verið deild Akira Kurosawa. Kurosawa er umfram allt húmanisti. Samúöar- fullt kvikmyndaskáld sem hefur mannlegt eðli, styrk og veikleika manneskjunnar að yrkis- efni. Stundum vega salt i þessum skáldskap sið- feröisleg alvara og sér- kennileg kimnigáfa. Kurosawa er einn af fáum kvikmyndaleikstjórum sem hafa alveg skýr höf- Dersu á heimavigstöövum.. undareinkenni, bæöi hvaö varöar efni og efnistök. Kurosawa nam á sinum tima málaralist og mynd- still hans minnir einatt á hnitmiöaöa byggingu málverks, auk þess sem hann leggur upp úr þvi aö renna myndavélinni um- hverfis mótif sitt Umfram allt hefur hann öruggt vald á miöli sin- um, gripur hvergi til óþarfra bellibragða, gerir það sem þarf til aö laöa það út úr myndefni sinu sem i þvi býr, en ekkert umfram það. Allt þetta hefur Dersu Uzala til að bera. Viðfangsefnið, — sam- skipti siðmenntaös land- könnuðar og veiðimanns- ins Dersu, náttúrubarns á túndrum Rússlands, fær hlýlega, næmlega úr- ... og I heimi siömenningarinnar, þar sem hann er eins og Marsbúi á jöröunni. vinnslu. Það er ekki mik- ið sagt i þessari mynd ' með oröum. Hún tjáir sig fyrst og fremst i tónlist, náttúruhljóöum og magnaöri litkvikmyndun. Marriö i snjónum, gnauö- ið i vindinum, niöur ' vatnsins, hljóö dýranna laða áhorfandann inn i veröld Dersu, sem land- könnuöurinn Arsenyev og flokkur hans eru aö byrja aö virkja i þágu ,,hins siömenntaða heims”. Myndin hefst raunar á þvi aö Arsenyev kemur á stað þar sem miklar framkvæmdir eru i gangi, — þar sem eitt sinn voru óbyggðir, veiöistöö og loks grafreitur vinar hans Dersu Uzala. Nútiminn hefur haldið innreiö sina með tól sin og tæki, en Dersu er dáinn. Hann rifjar upp kynni sin af náttúrubarninu, þá sérstæðu vináttu sem myndast milli þessara tveggja fulltrúa striðandi heima. Innan „flash- back” ramma er slöan episk framvinda. Persóna Dersu Uzala er i miðpunkti myndarinn- ar, og henni gera Kurosawa og leikarinn ógleymanleg skil. Minna veröur úr hinum sviplitla sögumanni, Arsenyev. En vináttusaga þeirra, sem tengist átökum hinna tveggja heima sem þeir eru fulltrúar fyrir, er barmafull af dæmum um kvikmyndalist þegar hún nær hvað lengst. Kvikmyndin um Dersu Uzala er ómetanleg tilbreyting innan um það flatneskjulega léttmeti Kvikmyndir Arni Þór- arinsson skrifar sem trónað hefur á tjöld- um reykviskra bióa und- anfarið. Og vel aö merkja, — hún er ekki leiöinleg. Hún býöur upp á ljóöræna fegurö og dramatiska spennu sem er meira viröi en hundraö Ókindur eða Bleikir pardusar, þótt þau kyk- vendi geti veriö góö til sins brúks. —AÞ Islensk menningar- vika í Malmö Frá Magnúsi Guömunds- syni, fréttaritara Visis i Kaupmannahöfn: Vikan „Islandska Kulturdagar” var opnuö formlega 23. janúar i Malmö i Sviþjóö. Daginn áöur hafiö Svend-Eric Gyhr, aðalkonsúli Islands i Malmö, opnaö . bóka- sýningu i rikisbókasafninu. Óhætt er að segja aö ís- land veröi miðpunktur at- hyglinnar i Malmö þessa daga. þvi aö islenski fáninn blaktir um alla borgina og sænsk blöö rita töluvert um atburöinn. Viö opnun vikunnar, sem fram fór I Þjóöleikhúsinu, flutti Kristinn Hallson ræöu, en hann var mættur fyrir hönd islenska menntamálaráöuneytisins. — MG. Kaupmannahöfn/ — KS íslandsbók ó þýsku Iceland Review hefur ný- lega sent frá sér bók-'Sem ber heitiö ISLAND — Die wunderbare Insel im Atlantischen Ozean. Hér er um að ræöa þýska útgáfu bókar, sem áður var gefin út meö enskum texta af sama forlagi. Þetta er almenn kynningarbók um Island og i henni eru nær 70 ljósmyndir, allar prentaðar i litum. Efni bókarinnar er skipt niöur i nokkra höfuökafla, sem fjalla um hina ýmsu þætti i náttúru landsins og at- hafnalifi þjóöarinnar. Texta upphaflegu útgáf- unnar skrifaöi Haraldur J. Hamar, en hér er textinn i þýöingu Friöu Sigurösson. Auglýsingastofan h.f. sá um hönnun bókarinnar, sem er 96 blaðsiöur. —SG Sfórkostleg frétt Dízzy kemur tif íslands Þaö rikir alveg ótrúleg- ur spenningur i herbúöum jazzvakningarmanna þessa dagana. Arangur margra mánaöa, ef til vill margra ára tilrauna, er nú væntanlega aö koma I ljós. Dizzy Gillespie er væntaniegur tii iandsins. Dizzy mun halda aöeins eina hijómleika i Háskólabíói þann 12 febrúar n.k. Látlaus frétta- tilkynning Fréttatilkynning Jazz- vakningar um þennan tónlistarviöburö er ákaf- lega látlaus. I henni segir, að hinn kunni jazzleikari Dizzy Gillespie sé væntanlegur til landsins i næsta mánuöi og muni hann leika hér á tónleik- um, o.s.frv. Fyrir okkur eldri jazzáhugamenn er þessi frétt litið annaö en stórkostleg. Enda má líkja heimsókn Gillespies viö heimsókn Louis heit- ings Armstronghér á sin- um tima, en þá stóöu jazzáhugamenn hrein- lega á öndinni af spenn- ingi. Snillingur og háö- fugl John Birks Gillespie er frumherju jazzstllsins, sem nefndur hefur veriö hinu einkennilega nafni ,,Be-bop”. Tónlist hans og trompetleikur hefur um áratugi veriö fyrirmynd ungra framúrstefnu tón- listarmanna, og ekki nóg með þaö — klæöaburöur hans, skegg, gleraugu og höfuðfat á timabili, svo- nefndu bop-timabili, höfðu gifurleg áhrif á útlit „boppara” um allan heim. Ég man meira að segja eftir nokkrum ágætum Reykvikingum, sem voru á sinum tima i þeim flokki. Dizzy var og er eipnig þekktur fyrir það aö taka hlutunum mátulega alvarlega. Prakkarastrik hans eru marg-umtöluö, en eitt þeirra — framboö til for- setakjörs i Bandarikjun- um, mun vera þeirra frægast. Erfið byrjun I byrjun var be-bop stilnum ekki vel tekið. Tónlistarmenn töldu þessa músik vera ruglingslega og óskipu- lega, og hinn almenni áheyrandi i jazzklúbbum virtist langt frá þvi aö rfera sáttur viö þessa nýju tónlist. Fyrsti Dizzy Gillespie sextettinn meö Charlie Parker og Milt Jackson var ekki langlif- ur, og þótti bægast sagt lélegur. Dizzy reyndi þar- ■ næst aö sigla meö hljóm- sveit sina til Evrópu, en ekki tók betra viö þar — hann varð „strand” i Svi- þjóð og litlu munaöi aö þeir félagar yröu aö synda heim. Nú borga sænskir stórfé fyrir aö fá Dizzy i heimsókn, og fá hann sjaldnar en þeir vilja. Tónlist Ólafur Stephen- sen skrif- ar um jazz. Dizzy blæs — fer ekki troönar slóöir, segir ólafur m.a. I jazzpistli sinum. Bye bye blues John Birks Gillespie er fæddur i bænum Sheraw i Suður-Karólinuriki áriö 1917. Faöir hans var mik- ill áhugamaöur um tón- list, lék sjálfur á hljóðfæri og stjórnaöi áhuga- mannahljómsveit, og kenndi börnum sinum að meta góöa tónlist. Þegar Dizzy var 14 ára gamall var hann orðinn leikinn básúnuleikari. En þrem árum seinna var piltur farinn aö blása i trompet og þaö mikið, aö hann flaug inn i hljomsveit Teddy Hill. Arftaki King Olivers Ariö 1937 tók Dizzy Gillespie sæti Roy Eldridge i hljómsveit Teddy Hill. Þessi hljóm- sveit var um margt ákaf- lega merkileg. Hún var mynduð upp úr leifunum af hinni þekktu Luis Russell hljómsveit, en Russell stofnaði sina hljómsveit meö þvl að taka við hljómsveit King Olivers áriö 1929. 1 hljómsveit Teddy Hills var Dizzy ákaflega umdeildur. En leikur hans vakti gifurlega at- hygli. Franskur tónlistar- maöur skrifaði i dagblaö i Paris um komu hljóm- sveitarinnar til Frakk- lands sumariö 1937: „1 hljómsveit Teddy Hill er ungur trompetleikari, sem er ákaflega efnileg- ur. Það er slæmt aö hann skuli ekki geta leikið inn á plötur hér lendis.... hann er vafalaust — ásamt básúnuleikarnum Dickie Welis — besti maður hljómsveitarinnar. Sérstæður stíll Trompetleikur Dizzy Gillespies var snemma mjög sérstæður. Fyrsta fyrirmynd hans var meistari Eldridge, en Dizzy fór ekki troðnar slóöir i leik sinum — langt þvi frá. Eftir leik sinn með Teddy Hill fór Dizzy aö leika meö hinum heimsþekkta hljóm- sveitarstjóra Cab Callo- way. 1 þeirri hljómsveit voru stórar stjörnur á borð viö „Chu” Berry „Cozy” Cole og Jonah Jones.Þegar hlustað er á gamlar hljóðritanir með Cap Calloway hljómsveit- inni, t.d. Bye Bye Blues, þá má heyra leik Dizzy Gillespie. A þeirri hljóö- ritun heyrist greinilega byrjun þess sérstæöa stils, sem seinn meir gerðl Dizzy heimsþekkt- an. Beðið eftir meistaranum Þegar Jón Múli tók á móti Louis Armstrong i Keflavik á sinum tima, lét hann þess getiö aö hann heföi beöiö eftir komu hans i tuttugu ár. Það eru vafalaust marg- ir, sem geta sagt eitthvaö álika i sambandi viö komu Dizzy Gillespies til Islands. —OST. LÍFOGLIST LÍFOGLIST LÍF OG LIST LÍF OG LIST LIF OGLIST

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.