Vísir - 13.02.1979, Page 9
VÍSIR
Þriðjudagur 13. febrúar 1979
Útvarpshlustandi
hringdi:
„Fyrst ferið er að ræða um
tvær rásir i útvarpssendingum
langar mig til þess að koma með
tillögu um að önnur rásin verði
notuð fyrir beint útvarp frá Al-
þingi.
Að vfeu er reynt eftir fremsta
megni að koma með itarlegar
fréttir af umræðum á Alþingi i
fjölmiðlum enslikt dugir ekki til
og oft er ekki skýrt rétt frá að
minu mati.
Það er erfitt að koma öllu þvi
til skila sem fram fer þar og þvi
finnst mér að það eigi að út-
varpa beint frá Alþingi.
Ég fer nokkrum sinnum á
áheyrendapalla Alþingis að
hlusta á þingmennina og þar
kemur margt fróðlegt fram og
fréttir af landsbyggðinni.
Ég tala nú ekki um að þetta
yrði alveg prýðilegt skemmti-
efni lika þannig að þetta yrði i
raun lifleg, blönduð dagskrá”.
Páll Vilhjálmsson, sjónvarpsstjarna.
Útvarpshlustandi Ieggur til að
tekið verði upp beint útvarp frá
Alþingi. Þar sé ógrynni frétta-
og skemmtiefnis.
Hvarer
Snorri
RSG skrifar:
í öllum þeim umræðum sem
orðið hafa um kaup- og kjara-
mál að undanförnu hefur at-
hygli vakið að Snorri Jónsson
varaforseti ASt kemur þar
hvergi naa-ri. Treystir þessi
trúnaðarmaður Alþýðubanda-
lagsinssérekki til að ræða þessi
mál opinberlega?
Kunningiminn i fréttamanna-
stétt hefur sagt mér aö vikum
saman hafi blöðum og
fréttastofum ekki tekist að ná
sambandi við Snorra Jónsson.
Hann sé alltaf sagður á fundi
þegar spurter um hann hjá ASt.
Séþetta rétt er auðséö að Snorri
vill ekki við fjölmiðla tala. Þá
hlýtur að vakna sú spurning
hvað hann hafi að fela. Er hann
kannski hræddur um að fá
spurningar um hvort samning-
arnir séu komnir i gildi?
Við viljum
Palla
Krakki frá Ólafsfirði
skrifar:
Ég les alltaf Visi þvi ég ber
blaðið út. Ég sá að móðir
skrifaði í lesendadálkinn fyrir
hönd barna sinna, að Stundin
okkar væri orðin leiðinleg eftir
að Palli hætti að koma i heim-
sókn.
Ég er sammála henni. Það er
allt of mikið af kennslu i þættin-
um en mér finnst alveg nóg að
læra iskólanum.
Mér finnst, að Palli ætti að
koma aftur, þvi þá yrðu
krakkarnir ánægðir. An hans
verður Stundin okkar ekki góð.
Stundin okkar fer versnandi
með ári hverju. Þess vegna legg
ég til, að umsjónarmennirnir
endursýni bara eitthvað af
gamla, góða efninu, þvi gottefni
er alltaf hægt að horfa á aftur.
Nafnlausar bœk-
ur eru ekki til
Kristjánsson
Kristján
hringdi:
„Svavar Gestsson viðskipta-
ráðherra stendur upp á Alþingi
og þykist hafa fundið mörg þús-
und nafnlausar sparisjóðsbækur
i bönkum. Mátti skilja af frétt-
um að ráðherra hefði þótt þetta
merkileg uppgötvun.
Ég vil hins vegar spyrja
Svavar hvernig hann fór að þvi
að finna nafnlausar bækur i
bönkum? Nafnlausar banka-
bækur eru nefnilega ekki til ef
málið er skoðað nánar.
Ef þú ert með bankabók sem
þú vilt ekkiað aðrir geti tekið út
úr þá er hægt að setja slika bók
bara á númer. En að sjálfsögðu
þarf alltaf að skrifa fullt nafn
san kvittun þegar tekið er út úr
slikum bókum. Hvarer þánafn-
leysið? Þaö er ekki til og hefúr
ekki verið til”.
Lœknaritari í Hveragerði
Ritari óskast á læknastofuna í Hveragerði.
Vinnutimi 3 klukkustundir á dag. Laun sam-
kvæmtlO. launaflokki B.S.R.B. Upplýsingará
Hreppsskrifstof unni sími 99-4150.
Sve ita rst jóri Hvera gerðish repps.
húsbyggjendur
Afgreiðum einangrunarplast á
Stór-Reykjavíkursvæðió frá
mánudegi — föstudags.
Afhendum vöruna á byggingarstað,
viðskiptamönnum að kostnaðar
lausu. Hagkvæmt verð og
greiðsluskilmálar
við flestra hæfi.
>
Borgarplast hf
Boróamesi sfmi«3 7370
k»ö>d 09 hclsanimi 91 7355
HEIMDALLUR OG HVÖT
halda sameiginlegan fund miðvikudaginn 14.
febrúar kl. 20.30 í Sjálfstæðishúsinu Valhöll,
Háaleitisbraut 1. illjj
FUNDAREFNI:
FRIÐHELGI EINKALÍFS
með sérstöku tilliti
til foreldra og barna.
Framsögumaður:
RAGNHILDUR HELGADÓTTIR
alþingismaður.
Að lokinni framsögu verða frjálsar umræður
og síðan pallborðsumræður.
ALLIR VELKOMNIR
td«
!!!!!
■■■■■
:::::
»!::
■■■■■
■■■•■
:::::
:::::
illil
■■••■
nm
■•■■•
.....
iilj!
ik::
ÍiiH
!iii!iiiiíiillíiiii!iii!lHi!iiii!iiU!iiíIf!!i!!!iníinjjii!j!i!iHÍB!iiI!iiiOHi!!!!iiijiiriiiliiii