Vísir - 24.02.1979, Síða 27
VÍSIR
Laugardagur 24. febrúar 1979
ANNA NORSKUM SKÍÐABÆ
Friöjón ^A-Evrópu- og Asfubúar
eru illa launaöir hér og fá verstu
störfin..."
— Já, já. Ég vann viðað hlaða
steinveggi um sumarið. Siöan
fékk ég næturvarðarstarf á
Hótel Ustedalen. Auk þess var
ég diskótekari á tveimur hótel-
um þessá milli, svo ég hafði nóg
að gera.
— Er ekki mikið um að
keppnismenn frá íslandi stundi
æfingar hérna?
— Jú KR-ingar og ÍR-ingar
hafa þjálfað sig hérna, og i
ja núa r er búis t við 50—60 ma nna
hópi islenskra keppnismanna til
æfinga hér. Sigurður Jónsson,
hinn kunni skiöakappi, hefur
mikið æft hér i Geilo milli
keppna, en hann æfir meö
sænska landsliðinu eins og þú
veist. Þess má geta að bróðir
hans, Gunnar Jónsson, hefur
starfað hér við skiðakennslu og
ýmislegt fleira siðustu þrjú
árin.
— Nú eru tæplega 20 tslend-
ingar sem starfa hér i Geilo.
Var það skiðaáhuginn sem dró
þá hingað?
— Ekki fullyrði ég það nú.
Flestir hafa jú stundað skiðin
eitthvað og ég held að sé al-
mennur áhugi. Hér er lika gott
aðvera yfirsumartimann. Ann-
ars held ég að tslendingar sæki
á þá staði þar sem þeir vita að
landinn er fyrir. Við höfum
reynt að hjálpa hver öðrum um
atvinnu og ýmislegt annað.
— Er greiður aðgangur fyrir
útlendinga á atvinnumarkaðinn
hérna i Geilo?
— Hingaö til hefur það ekki
verið neinum vandkvæðum
bundið fyrir Islendinga að fá
vinnu þvi þeir eru eftirsóttir i
Texti og myndir: Þorgeir Daniei Hjaltason
vinnu og hafa sömu laun og
Norðmenn. ööru máli gegnir
um A-Evrópu- og Asiut ia.
Þetta fólk er illa launað og fær
verstu störfin.
— Nú vinna flestir tslend-
ingarnir viö hótelstörf, annað-
hvort við næturvörslu eða al-
menn þjónustustörf. Eru þau
vel launuð?
— Viö fáum ca. 24—25 n.kr. á
timann (ca. 1500 Isl.). Svo eru
dregið frá ein 30% i skatt og eitt-
hvað i fæði og húsnæði.
— Hvað um atvinnuöruggi og
verkalýðsmál hér í Geilo? Ég
hef heyrt að verkalýösféiög séu
bönnuð?
— (Hlæjandi) Þau er ekki
beint bönnuð, en aftur á móti
eru þessimál litin óhýru auga af
hóteleigendum og öðrum stór-
löxum, sem faktiskt „eiga”
staðinn. Pólitik er litið diskúter-
uð, ogmaðuryrðisjálfsagt rek-
inn umsvifalaust ef fréttist af
sliku „samsæri” gegn auðvald-
inu hérna. Það er t.d. ekkert
verkalýðsfélag i Holkommún-
unni sem Geilo tilheyrir, en ibú-
arnir eru u.þ.b. 4000 talsins.
— Þú talar um hóteleigendur
og stórlaxa. Skiptist ferða-
mannagróðinn þá á fárra
manna hendur?
— Geilo byggir afkomu sina
nær eingöngu á túristum sem
eru svona 12—15000 á ári. Hótel-
Siri Lill, eiginkona Arnc, meö ungan nemanda.
Lítið blóm
sem bætir loftíð
Olíuféiagiö 0\
Skeljungur hf Shell
Þetta litla, laglega blóm er Airbal blómið. Við
það er fest lítil plata, sem unnin er úr ferskum
náttúruefnum. Hreinsar andrúmsloftið, - gefur
góða lykt. Límist á alla slétta fleti.
Tilvalið í snyrti- og bað-
herbergi.
Fæst á bensínstöðvum
Shell, apótekum og í
fjölda verslana.
Heildsölubirgðir:
Smávörudeild. Sími 81722
Guömundur Atli leikur sér á skiöasvæöum Geilo.
in gætu aldrei annaö slikum
fjölda þótt mörg séu. önnur
hver fjölskylda leigir út kofa
sina undir túristana og fær
þannig sinn skerf þótt litill sé.
— Hvernig hafa samskipti
ykkar og Norðmanna verið?
— Mjög góð i alla staði, Norð-
menn lita á tslendinga sem litlu
bræður sina og eru þeim mjög
vinsamlegir.
— Hvað um almenna þekk-
ingu á tslandi hér i Noregi?
— Ég get sagt þér að hún er
miklu minni en ég bjóst viö af
þessari frændþjóð okkar. Þeir
hafa að visu mikinn áhuga fyrir
bókmenntum okkar. Sérstak-
lega tslendingasögunum. Norð-
menn segja nefnilega að Is-
lendingar tali gamla norsku.
— Nú er landinn orölagður
fýrir drykkju og skemmtanalif
hva sem hann kemur i útlönd-
um. Er sama stuö á Islending-
íum hér?
— Við reynum að halda hópinn
á gleðistundum en allt fer þó
fram i hófi. Ég held aö Norö-
menn slái tslendingum jafnvel
við á þessusviði. Og allar þess-
ar drykkjusögur af tslendingum
eru stórlega ýktar.
— Færðu reglulega fréttir að
heiman?
— Ég fæ bréf og dagblöð
reglulega. Svo les maöur auð-
vitað greinar um tsland I norsk-
um blöðum, ef þær birtast.
— Hvað finnst þér um ástand-
ið i efnahagsmálum heima
fyrir?
— Það hefur rikt hálfgert
ófremdarástand i efnahagsmál-
unum siðustu árin. Ég get ekki
séð að það hafi farið batnandi
eftir að vinstri stjórnin kom tdl.
Það vantar algjörlega sam-
vinnu milli hinna ýmsu þjóö-
félagshópa i landinu. En nóg um
það. Við skulum vona að rætist
úr þeim málum þótt síöar veröi.
— Er þig samt ekkert farið aö
lengja eftir að komast heim?
— Ég er á förum heim núna
um jólin. Hvaðþá tekur við veit
ég ekki. Kannski maður skeíli
sér i háskólann næsta haust, eða
komi hingaö aftur. Maður veit
ekki hvað framtiöin ber i skauti
sér...