Vísir - 20.03.1979, Blaðsíða 5

Vísir - 20.03.1979, Blaðsíða 5
Umsjón: Gylfi Kristjánsson Kjartan L. Pálsson vtsm Þri&judagur 20. mars 1979. Hnefarnlr voru á lofti í Hölllnni • Þegar vaiur slgraöl UMFN í Úrvalsdelldlnnl I körfuknattielk 92.79 Þao var viða slegist i Laugar- dalshöllinni i gærkvöldi er leik Vals og UMFN.i Orvalsdeildinni i körfuknattleik, var að ljúka. Slagsmálin byrjuðu á áhorfenda- pöllunum rétt fyrir leikslok og þar slógust áhangendur liðanna. í leikslok færðust slagsmálin inn á gólf Hallarinnar, og reyndu margir aðkomast að dómurunum til að veita þeim ráðningu. ,,Kór- stjóri” Njarðvikinganna á leikj- um þeirra i vetur náði til annars dómarans og lamdi hann i andlit- ið, og kunnur rakari i Reykjavik kastaði einum áhangenda Njarð- vikinga heldur betur I Hallargólf- „Llðln betur i ælð” „Þeir voru lengi i gang, en þegar leikmenn liðanna | komust i gang, léku þeir góð- I an leik,” sagði Pétur Guð- mundsson, íslenski körfu- | knattleiksrisinn hjá Univer- sify of Washington í Band- rikjunum, eftir aö hann hafði | horftá félaga sina i Val sigra UMFN I Urvalsdeildinni i körfúknattleik i gærkvöldi. | Pétur fékk ekki leyfi frá Bandarikjunum til að leika með, en hann hitaði engu að | siður upp með Valsmönnum og þá nötraði karfan og tit- raði.þegar hann var aö troða | boltanum i hana. „Það er greinilegt að körfuboltinn hefur breyst | mikið frá þvi ég lék hérna,” j sagði Pétur. „Liðin eru greinilega betur æfð og það | er spilað meira af skynsemi I ogyfirvegun.þegará þarf að . halda, eins og Valsmenn I gerðu i þessum leik. „Þeir J héldu boltanum vel eftir að . hafa komist yfir, og réðu I hraða leiksins alveg. Tim Dwyer átti stórkost- . legan leik, en annars var I þetta sigur liðsheildar,” | sagði Pétur, „Það var gam- . an að sjá Gústaf GUstafssori I eiga svona góðan leik, og | Ríkharður Hrafnkelsson var . einnig mjög góður.” I Ef Valur sigrar Þór i sib- | asta leik slnum i mótinu og . mætir KR i úrslitum, hvern- I ig fer þá? „Það verður örugglega i jafn leikur. KR hefur mikla ' breidd i liði sinu, en ef Valur | leikur eins óg i kvöld þá hall- i ast ég heldur aö sigri þeirra,” sagði Pétur aö lok- | um. gk —. ið, er Njarðvikingurinn reyndi að ná til dómaranna. Og slags- málin loguðu viða i Höllinni og segja má að þar hafi allt verið á suðumarki. Njarðvikingarnir urðu enn einu sinna að sætta sig við að missa af Islandsmeistaratitli, þriðja árið i röð, mjög naumlega. Valsmenn sigruðu 92:79 eftir að hafa haft yfir I hálfleik 43:34. Fram að þeim tima hafði leikurinn verið jafn, en Valur skoraði 9 siðustu stig fyrri hálfleiksins. Þessu forskoti sinu héldu Vals- menn allan siðari hálfleik, og munurinn varð mestur 15 stig. Undir lokin var heldur betur kominn hiti i menn, og þá dró til tiðinda á vellinum. Eftir að brotiðhaföi veriðá Tim Dwyer Valsmanni sló hann með olnboganum beint i andlit Árna Lárussonar, Njarðvikings, og þá sauð uppúr. Geir Þorsteinsson Njarðvikingur fékk gula spjaldið og sömuleiöis Hilmar Hafsteins- son, þjálfari UMFN, sem var kominn inn á völlinn og var búinn að setja sig i bardagastellingar á móti Dwyer. En Kristbjörn Albertsson milli- rlkjadómari stal þó senunni. Hann þeysti inn á völlinn og eftir að hafa átt orðaskipti við Guð- brand Sigurðsson dómara sá Guðbrandur sig tilneyddan að visa millirikjadómaranum úr húsinu. En ef við snúum okkur frá slagsmálunum og að leiknum sjálfum þá sigraði betra liöiö I Höllinni í gærkvöldi. Valsmenn léku geysilega sterkan varnar- leik. Bestu menn Vals voru Tim Dwyer sem átti mjög góðan leik að venju, en galli er á ieik hans hversu mikið hann slær um sig með olnboiunum og kemst upp með það óó -eittur. Af öörum, iikmönnum Vals má nefna Rikha’ð Hrafnkelsson og Gústaf Gústai ?son, sem voru báö- ir mjög góðir, »n annars var liðið jafnt og sterkt. Njarðvikurliðiru ætlar að ganga illa að vinna sigur i Is- landsmóti, og enn sjá þeir á eftir titlinum. En það er eins og taugar leikmanna og forráöamanna liðs- ins bregðast alltaf þegar mest riöur á, og svo var i gær. Stefán Bjarkason átti sinn besta leik i vetur fyrir UMFN og hitti mjög vel, og Jónas Jóhannesson átti góða kafla. Gunnar Þorvarðarson var nokkuð mistækur, ogTed Bee komst ekki almennilega i gang i leiknum. Stighæstir Valsmanna voru Dwyer með 37 stig Rikharður Hrafnkelsson 18 og þeir Gústaf og Torfi Magnússon 10 hvor. — Hjá UMFN voru stighæstir Stefán Bjarkason meö 22 stig, Ted Bee 18 og Gunnar Þorvarðarson 16. Dómarar voruÞráinn Skúlason og Guðbrandur Sigurðsson. Þeir dæmdu hvorki betur eöa verr en venjulega, en dómaramálin yfir höfuð eru stórt vandamál i körfu- knattleiknum i dag —gk Kristbjörn Albertsson dómari skundar inn á völlinn, ákveöinn Iaö ræöa málin viö dómarana p ■ .. f mBBr ■ f m» ', Wi s # Qf Mm Hér hann mættur á staöinn og er greinilega mikiö niöri fyrir Wm * H BL< i h íimS&m jBpf l t&W Wm .... Jd ■V. I v \ en Guöbrandur Sigurösson dómari er ekki lengi aö ákveöa sig og snýr Kristbirni viöhiö snarasta niöurlútur yfirgefur Kristbjörn völlinn, og Guöbrandur bendir honum aökoma sér úr húsinu. Vfsismyndir Friöþjófur

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.