Vísir - 20.03.1979, Blaðsíða 9
VISIR
Þriðjudagur 20. mars 1979.
M I . V V *
" '
■
Matthildur Guömundsdóttir (t.v.) og Brynja Nordquist hafa sýnt i mörg ár,m.a. á öllum stærstu tiskusýningum sem haldnar hafa veriö I
Laugardalshöli og einnig erlendis.
Félagar í Model 79 eru
fimmtán talsins, þar af
tveir karlmenn. Á stefnu-
skránni er að gera tísku-
sýningar eins glæsilegar
og kostur er á og í því
skyni er ætlunin að sam-
tökin eignist t.d. góð
hljómf lutningstæki,
Ijósaútbúnað, palla og
dregla, sem hægt er að
setja upp við erfiðustu
aðstæður. En hingað til
hef ur þurft að sækja alla
þessa hluti til margra
aðila sem hefur kostað
mikla fyrirhöfn.
Allan undirbúning
undir sýningar vinnur
hópurinn sameiginlega.
Katrln
Pálsdóttir,
blaöa maöur.
Jens
Alexandersson,
Ijósmyndari.
Timamot i lískusyningum
Áhorfendur á Hótel
Sögu á sunnudaginn ráku
upp stór augu þegar
svartklæddar stúlkur
hlupu fram á sviðið með
stjörnuljós í báðum hönd-
um. Það hafði verið til-
kynnt að nú ætti tískusýn-
ing að hefjast, en varla
gat þetta verið f tengslum
við hana? Jú, reyndar og
það kom áhorfendum
þægilega á óvart. Hér var
á ferðinni fólk í nýstofn-
uðum samtökum sýning-
arfólks sem nefna sig
Model 79. Margir félagar
í samtökunum hafa
starfað við tískusýningar
i allt að tíu ár, bæði hér
heima og erlendis.
Sýnlngin var mjög líf-
leg og skemmtileg og
Model 79 er greinilega
með nýjungar á ferð-
inni, sem við höfum ekki
séðhérá landi fyrr. Enda
lét Ingólfur Guðbrands-
son forstjóri Gtsýnar
þess getið að lokinni sýn-
ingunni að hún hefði
markað tímamót í tísku-
sýningum á islandi. Gest-
ir á Útsýnarkvöldi tóku
svo sannarlega undir það
með lófaklappi.
Hann hefur kosið sér
stjórn sem í eru: Matt-
hildur Guðmundsdóttir
formaður, Skúli H. Gísla-
son gjaldkeri,og Hólm-
fríður Gísladóttir ritari,
Helga Möller og Brynja
Nordquist.
—KP
Fram komu ýmis atriöi sem viö eigum ekki aö venjast á tfskusýningum hérlendis. Á
myndinni sjáum viö einnig Þorgeir Ástvaldsson sem var kynnir sýningarinnar og
stjórnandi tónlistar. Visismyndir JA
Þegar sýningin hófst voru stúlkurnar allar svartklæddar meö stjörnuljós i báöum
höndum. Myndin er tekin rétt áöur en þær fara inn á sviöiö, þar sem Ingólfur Guö-
brandsson forstjóri Útsýnar ræöir viö þær um atriöi sýningarinnar.
Þaö var mikiö aö gera aö tjaldabaki áöur en sýningin hófst en undirbúningur undir
sýninguna tók um tvo tfma f þetta sinn, fyrir utan æfingar fyrr um daginn.
Sýningin var sérstaklega iffleg og þar komu fram margar nýjungar sem viö höfum
ekki séö á tiskusýningu hér á iandi fyrr.