Vísir - 29.03.1979, Side 3
vísm
Fimmtudagur 29. mars 1979
Fjöldi unglinga fyrir utan Tónabæ á meöan hann var og hét.
Enn stendur
Tónabær tokaöur
„Það er ekkert fjár-
framlag á rekstrarliðum
fyrir Tónabæ á fjárlög-
um 1979”, sagði Hinrik
Bjarnason, fram-
kvæmdastjóri Æsku-
lýðsráðs við blaðið um
framtið Tónabæjar.
„Astæðan fyrir þvi er sá drátt-
ur sem varð á ákvöröun um fram-
tiö Tónabæjar. Gert var ráð fyrir
þvi að um hann væri tekin
ákvörðun fyrir áramót en það
mál er nú i höndum borgarráös”.
Hinrik var spurður aðþvi hvort
ekki væri enn hiti og rafmagn á
Tónabæ, þrátt fyrir það að hann
væri ekki inni á fjárhagsáætlun.
Hinrik kvað svo vera enda ann-
að ekki eðlilegt, en hann sagði að
óeðlilegt væri ef rekstrargjöld
væru sett á Tónabæ og þau gjöld
væru dregin af rekstrarfé Æsku-
lýðsráös. Það heföi dregist aö
borgin tæki ákvöröun um framtið
staðarins og af þvi ætti Æskulýðs-
ráð ekki að bera skaöa.
Hinrik var ánnig spurður aö
þvi hvað ráðið vildi að gert væri
við Tónabæ.
,,1 þeim tillögum sem frá Æsku-
lýðsráöi fóru á sinum tima var
rætt um tvo valkosti. Sá fyrri og
sá sem það mælti meö, var að
staðnum yrði breytt i félagsmiö-
stöö. Seinni kosturinn var sá að
staðnum yröi breytt nokkuð og
svipuð starfsemi yrði I honum og
verið hefði”.
—SS—
Skotapils og sekkjapipur I tilefni dagsins, þegar „Nessy”,
veitingastaöur i skoskum stil, var opn aður.
veitingahús í
skoskum stil
„Þetta er veitingahús meö skosku yfirbragöi og á ýmsan hátt
frábrugöið öörum veitingahúsum iborginni”, sagöi Jón Hjaltason,
veitingamaöur í Óöali, en hann hefur ásamt Bjarna Ingvari Arna-
syni, eiganda Brauöbæjar opnaö nýjan matsölustaö. „Nessy’/ I
Austurstræti 22, í sundinu hjá Nýja biói. Hafa eigendurnir fengiö
leyfi borgaryfirvalda til aö skira sundið Inn-stræti.
Að sögn Jóns eru allar inn-
réttingar í Nessy i skoskum stil,
tónlist sem þar verður leikin
sömuleiðis skosk og þjóðarrétt-
ur Skota „Haggish” verður einn
af föstum liðum á matseðlinum.
Aðrir verða körfukjúklingar,
hamborgarar sem Jón fullyrti
að væru öðruvisi og betri en
venjulegir hamborgarar en
sagði að uppskriftin væri at-
vinnuleyndarmál, og loks ofn-
bakaður fiskur.
Umbúðir og áhöld veröa ekki
notuð nema einu sinni og siðan
fleygt. Notuð verða hnifapör úr
plasti og pappadiskar og körfur.
Nessy verður opin frá klukkan
ellefu fyrir hádegi til hálf tólf á
kvöldin. —JM
3
jMðunin mun
auka sigkigar”
- seglr Guðmundur Halldórsson stýrlmaður á Guðbiarti (S
Skuttogarinn Guöbjartur I heimahöfn.
„Viö erum mjög óhresir meö
hvernig aö þessum friöunaraö-
geröum er staöiö og viö sjáum i
hendi okkar aö siglingar munu
stóraukast”, sagöi Guömundur
Halldórsson stýrimaöur á skut-
togaranum Guöbjarti 1S i spjalli
viö VIsi.
Guðmundur sagði að togar-
arnir væru flestir vanbúnir til
að fara á karfa og auk þess væru
sjómenn þeirrar skoðunar að
karfastofninn væri enn verr far-
inn en þorskstofninn. Þetta
stangaðist á við álit fiskifræð-
inga, en karfinn sem nú fengist
væri mjög smár og það sæist
varla góður karfi.
„Það gefur auga leið, að þótt
frystihúsin hér vildu vinna
karfa meðan þorskveiðibanniö
er þá myndi enginn vilja landa
karfa þegar margfalt verð fæst
fyrir hann á erlendum mörkuð-
um. Það hefði verið nær að
stemma stigu við siglingum
skipanna og þá ekki sist úr kjör-
dæmi sjávarútvegsráðherra, þar
sem alltaf er verið að kvarta
undan atvinnuleysi”, sagöi
Guðmundur.
„Við erum ekki á móti friðun,
en eins og ákveöið er að fram-
kvæma hana kemur hún fyrst og
fremst niður á togurunum en
ekki bátunum og mér sýnist
þetta verða til að skapa lands-
hornarig eins og réttilega var
drepið á i leiðara Visis á dögun-
um”, sagði Guðmundur Hall-
dórsson ennfremur.
Hann sagðist ekki sjá betur en
þetta þýddi 80-100 þúsund tonna
aflaskerðingu togaraflotans
miðað við að 80 togarar væru
gerðir út. Ef friðunaraðgerðirn-
ar ættu að koma jafnt niður á
bátaflotann þýddi þetta 160 þús-
und tonna friðun. Þá kvaöst
hann vilja vara við að verðbæta
aðrar fisktegundir á kostnað
þorsksins. Ef til kæmi yrði bara
til einn sjóðurinn i viðbót sem
myndi enn skerða kjör sjó-
manna.
Þá kvaðst Guðmundur þeirr-
ar skoðunar að mun meira sam-
band væri milli Grænlandsfisks-
ins og Vestfjarðafisksins en
fiskifræðingar hefðu gert sér
grein fyrir óg þvi kæmi einhliöa
friðun okkar að litlu gagni. En
aðalmálið væri þó það, aö frið-
un á 30-40 þúsund tonnum af
þorski ætti að koma jafnt niöur
á sjómönnum á togurum og bát-
um.
„Svo vil ég beina þvi til Krist-
jáns Ragnarssonar að hann láti
reikna út veiðitapið á hvern tog-
ara sem fylgir þessum aðgerö-
um svo og tekjutap hvers ein-
staks togarasjómanns. Kristján
hefur svo oft birt tölur um afla
og aflahlut að það hlýtur að vera
fljótlegt að reikna þetta út
miðað við aflann i fyrra”, sagöi
Guðmundur Halldórsson.
—SG