Vísir


Vísir - 29.03.1979, Qupperneq 8

Vísir - 29.03.1979, Qupperneq 8
vtsnt Fimmtudagur 29. mars 1979 ’ Útgefandi: Reyk japrent h/f Framkvæmdastjóri: Davið Guðmundsson Ritstjórar: ólafur Ragnarsson Hörður Einarsson Ritstjórnarfulltruar: Bragi Guðmundsson, Elias Snæland Jónsson. Fréttastjóri er- lendra frétta: Guðmundur G. Pétursson. Blaðamenn: Axel Ammendrup, Edda Andrésdóttir, Halldór Reynisson, Jónina Michaelsdóttir, Jórunn Andreasdóttir, Katrln Pálsdóttir, Kjartan Stefánsson, óli Tynes, Sigurður Sigurðarson, Sigurveig Jónsdóttir, Sæmundur Guðvinsson, Þor- valdur Friðriksson. Iþróttir: Gylti Kristjánsson og Kjartan L. Pálsson. Ljósmynd- ir: Gunnar V. Andrésson, Jens Alexandersson. Utlit og hönnun: Jón Óskar Haf- steinsson, Magnús Olafsson. Auglýsinga- og sölustjóri: Páll Stefánsson Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson Auglýsingar og skrifstofur: Siðumúla 8. Simar 88611 og 82260. Afgreiðsla: Stakkholti 2-4 simi 86611. Ritstjórn: Siðumúia 14 simi 86611 7 tfnur. Askrift er kr. 3000 á mánuði innanlands. Verð I lausasölu kr. 150 eintakið. Prentun Blaðaprent h/f ERU LANDSMENN RD ATTA SIG? Utskrift á skoðanakönnun Visis könnuð í húsakynnum Reikni- stofnunar Háskólans. Skoðanakönnun Vísis á stjórn- málaviðhorfum landsmanna um þessar mundir hefur vakið verð- skuldaða athygli, enda fjölmargt hægt að lesa út úr niðurstöðum hennar. Þetta er viðamesta stjórnmálakönnun, sem gerð hefur verið hér á landi til þessa og úrtakið, sem gert var úr þjóð- skránni á vegum Reiknistofn- unar Háskólans, rúmlega fimm sinnum stærra en aðrir aðilar hafa notað í sambandi við stjórn- málakannanir. Eitt af því, sem fram kom í könnuninni, var að rúmur helm- ingur þeirra, sem spurðir voru, reyndust vera óánægðir með þá rikisstjórn sem nú situr og gerðir hennar. 670 manns af þeim 1160, sem svöruðu þeirri spurningu kváðust ekki vera ánægðir með störf ríkisstjórnarinnar til þessa, eða 57,8%. Þeir sem voru ánægðir reyndust vera 233 hinna spurðu ^ða 20,1% en 257 höfðu ekki gert upphugsinn varðandi störf ríkis- ítjórnarinnar, eða samtals 22,2% Þegar litið er á svör *ó!ks við spurningunni um verk ríkis- stjórnarinnar með tilliti til þess, hvort það studdi stjórnarflokk- ana eða ekki í síðustu kosning- um, kemur í Ijós, að tæpur helmingur þeirra, sem studdu stjórnarflokkana í kosningunum i fyrrasumar er óánægður með verk ríkisstjórnarinnar fram að þessu. Tæpur þriðjungur þeirra, sem fylgdu þessum flokkum að málum i síðustu kosningum er ánægður með störf stjórnarinn- ar, en um 23% þeirra sem talað var við svöruðu ekki spurning- unni. Af þessu er Ijóst, að mjög stór hluti kjósenda stjórnarf lokkanna hefur orðið fyrir vonbrigðum með árangur stjórnarsamstarfs- ins og telur sig ekki hafa séð kosningaloforðin rætast. Þetta kemur sennilega f áum á óvart en þetta álit hefur nú verið staðfest með svörum um tólf hundruð kosningabærra Islendinga í öllum kjördæmum landsins. Aftur á móti vekur það athygli, að meirihluti kjósenda er andvíg- ur því að nú yrði kosið að nýj u. Af þeim 1158 íslendingum, sem svöruðu þessari spurningu, voru 54% á móti kosningum, 27,7% fylgjandi kosningum en 18,3% höfðu ekki gert upp hug sinn til málsins. Sé litið á afstöðu fólks með til- liti til þess hvaða f lokka það styð- ur, kemur í Ijós, að meirihluti fylgismanna allra stjórnarflokk- anna er mótfallinn því, að kosið verði núna, en meirihluti þeirra, sem fylgja Sjálfstæðisflokknum að málum vill nýjar kosningar. Meðal spurninga, sem lagðar voru fyrir þá landsmenn. sem lentu í úrtaki könnunarinnar, var þessi: „Hvernig ríkisstjórn vilt þú fá?“ Tíu möguleikar sam- steypuríkisstjórna komu við sögu ísvörunum, en enginn þeirra val- kosta hlaut verulegan stuðning. Aðeins um 22% vildu sams konar stjórn og nú situr, en um 15% fólksins vildi nýja Viðreisnar- stjórn. Ekki er hægt að segja annað en komin sé upp allsérstæð staða á taflborði íslenskra stjórnmála. Meirihluti kosningabærra manna er samkvæmt skoðanakönnun Vísis óánægður með ríkisstjórn- ina og gerðir hennar. Þetta fólk getur þó ekki bent a* neitt annað samsteypuform, sem það hefur trú á að geti leyst vandann. Og svoer meirihlutinn á móti því að nýjar kosningar fari nú fram. Út úr þessu má einfaldlega lesa, að landsmenn telji litlu máli skipta, hverjir sitji í ráð- herrastólunum hverju sinni. Stjórnmálamönnunum takist ekki að leysa efnahagsvandann. Það skyldi þó ekki vera að menn séu farnir að átta sig á því, að það er ekki ríkisstjórnin, sem stjórnar landinu heldur fámenn klíka verkalýðsforingja, sem ræður stefnunni, hvernig sem al- þingi eða ríkisstjórn eru saman sett. Frumvarp um húsaleigulög lagl fram á Alplngl: ÞRI8QJA MÁNMM FYRIR- FRAMGREMSLA HAMARK Lagt hefur verið fram á Alþingi frumvarp til laga um húsaleigusamninga. Fyrir eru lög frá 1943, svokölluð húsaleigulög. Miklar deilur hafa verið um þau lög allt frá því þau voru sett, en Ijóst mun vera að lög þessi hafa litla þýðingu í framkvæmd og litið sem ekkert er eftir þeim farið. 1 hinu nýja frumvarpi eru mörg nýmæli og er I þvi tryggður að verulegu leyti réttur leigutaka. Lögin skiptast i 15 kafla, s.s. Gerð leigumála, Uppsögn leigumála — leigufardágar, Riftun leigumála, afhending og skil leiguhúsnæðis, Viöhald leiguhúsnæöis, greiðsla húsaleigu, tryggingarfé, framsal leiguréttar, andlát leigutaka, hjú- skaparslit ofl., Úttektarmenn, leigumiðlun og fl. Hér skal nú getið þeirra atriöa sem teljast vera nýmæli og eru til bóta eru fyrir aðila. Gerð leigumála I frumvarpinu er gert ráð fyrir þvi að leigumáli skuli vera skrif- legur og gerður á sérstök eyöu- blöö sem Félagsmálaráðuneytiö skal gera til þeirra nota. Einnig er félagsmálaráðuneytinu heimilt aö staöfesta eyöublöð fyrir leigu- mála aö ibúöum sem samtök leigutaka eða leigusala láta gera. I frumvarpinu er gert ráö fyrir þvi að leigutaki ibúöarhúsnæðis samkvæmt timabundnum leigu- samningi hafi að leigutima lokn- um forleigurétt að hinu leigða húsnæði. Uppsögn leigumála — leiguf ardagar. t frumvarpinu er gert ráð fyrir aö uppsagnárfrestur ótimabund- ins leigusamnings verði þrir mánuöir á ibúðum, en af hálfu leigusala 6 mánuöir. Hafi leigu- taki hins vegar haft ibúöina á leigu i lengri tima en fimm ár skal uppsagnafresturinn vera eitt ár. Ef um er að ræða timabundinn leigumála skal leigusali hafa sagt leigutaka upp húsnæðinu eigi sið- ar en einum mánuöi áður en leigusamningurinn rennur út, en lengst þremur mánuðum áður. Geri hann það ekki telst ótima- bundinn leigumáli hafa stofnst með aöilum. Uppsögnin veröur að vera skrifleg. Úttektarmenn Nýmæli er i frumvarpi þessu um úttektarmenn sem meta skulu á hlutlausan hátt t.d. leigu hús- næöis, ef öðrum hvorum aðilan- um þykir hún ósanngjörn, bætur fyrir tjón á húsnæðinu og hvor að- ila skuli bera það, og fleira. Úttektarmenn eru skipaðir af hlutaðeigandi bæjar- og sveitar- stjórnum. Greiðsla húsaleigu. Trygg- ingarfé. Frumvarpið um húsaleigu- samninga gerir ráð fyrir þvi að óheimilt sé að krefjast leigu- greiðslu til lengri tima en sem svarar f jórðungi umsamins leigu- tima. Leigi þannig leigusali ibúð til eins árs, þá er leigutaka óskylt að greiða fyrirfram lengur en til þriggja mánaöa. Siöar á leigu- timanum er leigutaki ekki skyld- ur til að greiða fyrir meira en þrjá mánuði i senn. 1 frumvarpinu er leigusala heimilt að heimta tryggingarfé. Tryggingarféð, er leigusali varð- veitir, rennur til þess að greiöa kostnað við lagfæringar sem leigutaki kann að valda, eða fer til greiðslu vangoldinnar leigu. Mörg fleiri atriði mætti telja upp úr frumvarpi þessu. Leigjendasamtökin efndu fyrir skömmu til blaðamannafundar i teilefni þess að þau hafa skilaö greinargerö um frumvarp þetta að beiðni félagsmálanefndar efri deildar alþingis sem nú hefur frumvarp þetta til meðferðar. Það kom fram hjá forsvars- mönnum leigjendasamtakanna að þau fögnuðu þessu frumvarpi enda þótt gerðar séu athuga- semdir við einstaka liði þess. Þau helstu atriði sem Leigjendasam- tökin telja til bóta fyrir leigjendur hafa hér veriö upp talin. Þess má geta að I frumvarpinu er ákvæði um leigumiðlanir og það gert að skilyrði að hver miðl- un verði sér úti um löggildingu frá hinu opinbera, að öörum kosti sé henni ekki heimilt að starfa. Leigjendasamtökin hafa sjálf látið útbúa sérstök eyðublöð fyrir húsaleigusamninga, sem al- menningur getur fengið á skrif- stofu samtakanna. —SS— Mikill skortur er á leiguhúsnæöi viöa á landinu og ekki sist I Reykjavik og einnig hafa þeir leigjendur sem fengiö hafa húsnæöi oft þurft aö beygja sig undir afarkosti leigusala.cn meö hinum nýju lögum veröur vonandi þar breyting á.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.