Vísir - 07.05.1979, Blaðsíða 1
FYRSTII LONIBIN KOMIN
- 09 vorverk hafin í sveltum
Sauðburður verður ekki
almennt kominn í gang
fyrr en undir miðjan maí
en fyrstu lömbin eru nú
samt farin að tínast í
heiminn, eins og sjá má á
meðfylgjandi myndum.
Vísir hafði samband við
Steinþór Gestsson, hjá
Stéttarsambandi bænda,
og forvitnaðist um hvernig
jörð kæmi undan snjónum
og hvort ekki væri að lifna
yfir sveitunum.
„Það lifnar alltaf yfir
þegar fyrstu lömbin
koma," sagði Steinþór, ,,og
menn verða þá bjartsýnir á
framtíðina. Það hjálpar til
við skapið núna að ekki
hefur orðið vart við neitt
sem bendir til kals, hér
sunnanlands og fyrir aust-
an.
Tún eru ekki komin und-
an snjó fyrir vestan og
norðan svo það er of
snemmt að segja hvernig
þau eru þar.
Bændur eru nú byrjaðir á
vorverkum hér fyrir sunn-
an,það er til dæmis víða
komin mykja á túnin. Ef
heldur áfram að hlýna
verður ekki langt i að fara
megi að bera á tilbúinn á-
burð.
Það er auðvitað nokkuð
áhyggjuefni, að hann er
mismunandi mikið kominn
til bænda og þeir geta orðið
fyrir skakkaföllum ef þeir
fá hann of seint vegna
verkfalla. Það verður auð-
vitað leitað eftir undan-
þágum til áburðar- og
kjarnfóðurf lutninga eftir
því sem þurfa þykir.
—ÓT.