Vísir - 07.05.1979, Síða 11

Vísir - 07.05.1979, Síða 11
Er hugsunartiáttur em- öætlismanna staönaöur? HKL skrifar: „Nú í eóða veðrinu sem verið hefir undanfarna daga lifna all- ir við og borgin fær á sig allt annan blæ. Eftir langan og kaldan vetur er það unun að fara út i vorhlý- indin. Þetta er eins og gjörbylt- ing á örfáum dögum. En hvað gerir borgin til aö koma á móts við fólkið sem leit- ar út. Hafa menn að einhverju að hverfa. Svo mjög sem okkur er nauð- synlegt að nýta sem best þá fáu góðviðrisdaga sem eru á ári er sorglega litið gert fyrir til þess að fólk hafi eitthvað við að vera. Það er ekki nauðsynlegt að borgin sjálf sjái um afþreyingu fyrir fólkið. Hins vegar þurfa reglur og viðhorf embættis- manna að vera frekar hvetjandi enletjandifyrir þá sem eitthvað vilja gera til að lifga upp á grá- an hversdagsleikann. Án þess að ég vilji nefna nokk- ur ákveðin dæmi hef ég það á tilfinningunni, sem og fleiri, að það sé rikjandi viðhorf forráöa- manna i félagsmálum á vegum borgarinnar að aðgerðarleysi og afskiptaleysi sé best. Rétt eins og þeir séu hræddir viö gagnrýni og umræður ef þeir taka sér eitthvað fyrir hendur eða styðja einhverjar góðar hugmyndir. Þrátt fyrir aö við búum i margrómuðu lýðfrjálsu landi er réttur einstaklingsins til að lifa og starfa og uppgötva umhverfi sitt og hafa áhrif á það mjög fyrir borð borinn. Ekki meö lagaboði heldur með stirðnuð- um hugsunarhætti embættis- manna.” Það vantar meira af uppátækjum til þess að hressa uppá mannllfið f borginni. Fermingin — hátiðieg stund fyrir marga, en ganga veisluhöldin og gjafirnar ekki át I öfgar Athugið hvort við getum aðstoðað isetningar á staðnum. BÍLRÚÐAN SkúJagötu 26 simar 25755 og 25780 Rakarastofan Klapparstíg simi 12725 HÁRGREIÐSLUSTOFAN KLAPPARSTÍG Klapparstíg 29 - Simi 13010 Smurbrauðstofan BJQRNINN Njálsgötu 49 — Simi 15105 „Slðrkostleg mammonsblðt” EP hringdi: „Einn er sá löstur á Islend- ingum aö allt sem þeir taka sér fyrir hendur er svo gengdar- laust og óhóflegt að út yfir allt tekur. Nægir hér að minna á utan- landsferðir, jólahald og klæða- burð svo eitthvað sé nefnt. Og nú á vordögum standa fermingar sem hæst þar sem unglingarnir staðfesta skirnar- heit sitt og komast i kristinna manna tölu. Fyrir hvern þann sem tekur slika ákvöröun I einlægni ætti þetta að vera hljóðlát og friðsæl stund, sem haldin er hátiðleg með nánasta skyldfólki. En það er nú eitthvað annað uppi á teningnum. Efnt er til stórkostlegustu ^nammonsblóta sem um getur I þessu tilefni. Tugum manna er hóaö saman til veislu, skyldum sem óskyld- um. Hef ég það fyrir satt að sumir foreldrar taki á sig var- anlegan skuldabagga til þess að halda þessar fermingaveislur og til þess að geta gefið börnum sinum nógu glæsilegar gjafir. Það dugir ekki minna en dýr- indis hljómflutningstæki fyrir hundruð þúsunda eða utan- landsferð. Auk þess fá ferming- arbörnin samtals um 300 þúsund krónur I fermingargjafir frá hinum og þessum, að ónefndum öllum öðrum gjöfum. Ekki minnist ég þess að hafa heyrt andmæli frá prestastétt- inni gegn þessu ástandi sem mér finnst ekki vera sannkristi- legt. Væri ekki réttara aö gera meira úr inntaki kristilegs boðskapar á þessari stund en aö sóa verðmætum I haldlausan ytri búnaö sem einungis skapar rlg og samanburð milli barna og foreldra þannig að margir verða óánægðir á þessum degi fagnaðar” Frönsk snyrtivörulína í fjölbreyttu úrvali, framleidd fyrir viókvæma húð og þá sem hættir við ofnæmi. Gerð úr sérstaklega hreinsuðum hráefnum af bestu fáanlegri gráðu og inniheldur engin ilmefni þarsem þau geta verið varhugaverð fyrir viðkvæma húó. Framleidd við sömu skilyrði og eftir sömu kröfum og lyf og undir stjórn lyfjafræðinga. Á umbúðum er getiö innihaldsefna auk framleiósludags. Varan hefur þegar fengið gott orð hér og þykir afburða góð. Hagstætt verð. Einnig aðrar snyrtivörur, t.d.: Cliristian Dior Ckorlst ciftiaJtffz. MAXFACTOR revlon & sans soucis |nintYQUiiKf phyris ■■■■ LÍTIÐ INN OG LiTIÐ A SIlaugavegs apotek 1 snyrtivömdeiJd

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.