Vísir - 20.04.1979, Qupperneq 7
VÍSIR
Föstudagur 20. april 1979.
Umsjón:
GuOmundur
Pétursson
Fjölskylúa
Dóru Bloch
hugsar
Amin
hegjandl
hörflna
Fjölskylda Doru Bloch, bresku
konunnar, sem hvarf sporlaust af
sjiikrahúsi i Uganda i árásinni á
Entebbeflugvöll, hefur nú lagt fé
til höfuðs Idi Amin fyrrum forseta
Ugnada.
Heitir hún verðlaunum hverj-
um þeim, sem veitt geti upplýs-
ingar, er leiði til handtöku Amins,
svo að unnt verði að láta hann
svara til saka fyrir misgjöröir.
Dora Bloch var roskin kona,
gyðingaættar. Hún var meðal far-
þega I Air France-þotunni, sem
Palestinuskæruliðar rændu i júli
1976. Þotunni var lent á Entebbe-
flugvelli, en vikingasveit frá Isra-
el bjargaði, eins og frægt er, far-
þegunum, sem flestir voru gyð-
ingar.
Meðan farþegarnir biðu I klóm
arabisku skæruliðanna, sem nutu
verndar og stuðnings Idi Amins,
varð Dora Bloch að leggjast inn á
sjúkrahús vegna hálsmeins. Hún
var þvi ekki i hópi annarra gisla,
þegar Israelsmennirnir frelsuöu
þá.
Siðan heíur ekkert til Doru
spurst, og þegar grennslast var
siðar fyrir um hana, vildu
Uganda-yfirvöld helst ekkert við
hana kannast, og létust ekkert
vita um afdrif hennar. En það
hafa allir fyrir satt, að Amin
marskálkur, sem trylltist af
bræði vegna ófara manna hans i
áhlaupi ísraelsmanna á Entebbe
hafi látið fyrirkoma Doru i
hefndarskyni.
Benny Block 44 ára gamall
sonur hennar, skýrði frá þvi á
dögunum, að hann og bræður
hans tveir mundu leggja fram fé
til þess að hvetja fólk i viðleitni til
þess að koma iögum yfir Amin.
Það hefur ekki verið ákveðið enn
hversu há upphæðin verður.
Sjálfur ætlar Benny til Uganda,
þegar óhætt þykir, og reyna aö
finna jarðneskar leifar móður
sinnar, til þess að flytja til Eng-
lands I veglegan legstað.
Hjónaskiln-
aðir tlðlr
Rómantisk ást er þaö eina, sem
réttlætir kynmök og hjónaband,
sagöi i einu sovésku blaðanna á
dögunum, en þar kom fram, að
þau hjónabönd, sem ástarguðinn
efnir til, þurfa ekkert að vera
traustari en önnur fyrir það, þvi
að skilnaðir eru tiöir þar eystra.
Komsomolskaya Pravda, mál-
gagn ungkommúnista, segir, að
kannanir hafi sýnt, aö ástin hafi
verið tilefni 90% hjónabanda,
sem stofnað hafi verið til. —
„Undir sósilaismanum er róman-
tisk ást sá grundvöllur, sem rétt-
lætir kynmök og hjónaband,”
segir blaðiö, en bætir vð: „Mis-
heppnuðum hjónböndum — eitt af
hverjum þremur samkvæmt sið-
ustu skýrslum — fer stöðugt fjölg-
andi, og þá sérstaklega I borgum
og bæjum.”
Blaðið segir ennfremur, að þró-
un I stærö fjölskylda hafi veriö i
áttina til færri barnaeigna. Þær
séu nú fleiri fjölskyldurnar en áð-
ur, sem eiga eitt eða ekkert barn,
og hafi þetta á sumum svæ&um
dregiö mjög úr ibúafjölgum.
I gegnum árin hafa kynferöis-
mál verið mikil feimnismál i sov-
elskum fjölmiðlum, en þó hefur
seinni árin skotið upp einni og
einni grein um þörf á kynferöis-
fræðslu.
Grisk stjórnvöld hafa ákveöið
að setja á laggirnar tilraunastofu
gagngert til þess að finna tækni-
legar leiöir til þess að vernda
marmarann i fornminjum Akró-
pólishæðar i Aþenu.
Demetfios'Nlianias, menntamála-
og visindamalaráðherra, skýröi
frá þvi I vikunni, að safnaö hefði
verið 350 þúsund dollurum i al-
þjóðlegum samskotum til þessa
verkefnis. En viða um heim eru
menn, sem mega ekki til þess
hugsa, að hin fornu hof og forn-
leifar griskrar menningar forn-
aldar eyðileggist, og eins og nú
horfir til einkanlega vegna
tnengunar andrúmsloftsins af út-
blæstri bifreiöa.
Hofleifarnar eru 2.500 ára
gamlar, og hefur griska stjórnin
um nokkurt skeið haft starfandi
sérstaka nefnd til þess að huga að
viðhaldi og vernd þessa
menningararfs.
Tilraunastofan verður rekin á
vegum þessarar nefndar, sem
þegar hefur látið fjarlægja ýmsar
höggmyndir af Akrópólishæöinni
og setja upp eftirlikingar I stað-
inn.
Hver annar en BINA TONE getur boðið
stereoútvarpstæki með kassettuseguibandi
á svipuðu verði og mono.
ER TIL BETRIFERMINGA RGJÖF?
D |. . I
ixaaiooær
ÁRMÚLA 38 (Selmúia megin) - 105 REYKJAVÍK
SÍMAR: 31133 83177 PÓSTHÓLF1366