Vísir - 02.04.1979, Page 13

Vísir - 02.04.1979, Page 13
13 VÍSIR Mánudagur 2. aprll 1979 Betri hönnun flugvéla - Minni eldsneytiskostnaður Stærstu flugvélaframleiðendur heimsins hafa undanfarinár, eða siðan oliukreppan skall á 1973, veitt stórfé til rannsókna á þvi hvernig gera megi farþegaflugvélar hagkvæmari í rekstri en þær eru. Mesti höfuðverkur framleiðenda er elds- neytiseyðsla þotuhreyfla, en þeir eyða umtals- verðu magni umfram venjulega skrúfuhreyfla. Maður skyldi ætla að mestu fénu yrði varið til þess að hanna hagkvæmari hreyfla, en sú hef- ur raunin ekki orðið' fram til þessa. Mestum tima og mann- afla hefur verið varið til að hanna fullkomnari flugvéla- vængi, sem minnka mótstöðuna en auka lyftieiginleika vængj- anna. Einnig hefur verið reynt að hafa öll loftnet, sem áður voru utan á vélunum, innbyggð, svo þau mynduðu ekki mót- stöðu. Framleiðendur litilla flugvéla hafa náð nokkuð langt á þessu sviði og afleiðingin orðið sú að erfitt getur orðið að lenda þess- um flugvélum eftir blindlend- ingargeisla án þess að ofkæla hreyfilinn, vegna þess hve svif- eiginleikar þeirra hafa aukist. Fyrsta svarið við oliukrepp- unni var stærri flugvélar, eins og t.d. DC-10, en með þvi að fljúga þeim fremur hægt (!), á 920 km hraða á klst. er hægt að draga úr eldsneytiseyðslunni ílugmál Rafn Jónsson um 21%, en þetta er um 50 km hægar en gert er ráð fyrir að vélarnarfljúgi. Fyrirbragðið er vélin alltaf dálitijreist á flugi og ein flugfreyja hefur minnst á I Boeing-verksmiðjurnar hafa á teikniborðinu hugmynd að nýrri þotu meðsérkennilegum væng, sem þeir segja að sé svo vel hannaður að hann nýti orku hreyflanna 60% betur en vængir á venjulegri þotu. Sovéska skrúfuþotan TU 114 sem flaug á 960 km hraða árið 1958. Bandarfkjamenn reyna nú að framleiða skrúfuþotu, sem á að geta náð sama hraða. það við undirritaðan að það geti verið nokkuð erfitt að ýta full- hlöðnum matarvagni á undan sér upp „brekkuna" i vélinni, en hins vegar létt verk að láta hann rúlla niður hana á leið aft- ur i eldhúsið. Nokkrir flugvélaframleiðend- ur. þ.á.m. Lockheedverksmiðj- urnar, hafa hug á að framleiða farþegaskrúfuþotu, sem þeir nefna Recat (reduced energy commercial air transport) og á þessi vél að eyða mun minna eldsneyti en venjuleg þota en taka um 300 farþega. Aðalvand- inn sem glimt er við i sambandi við þessa vél er sá að hvinurinn frá skrúfunum er svo hávær að hann fer upp fyrir leyfileg mörk flugmálayfirvalda i flestum löndum. Nú er unnið stift aö þvi að draga úr hávaðanum og stefnt að þvi að þessari vél verði reynsluflogið siðara hluta árs 1980. Hugmyndin að þessari vél er sovésk, en árið 1958 náðu Sovétmenn þeim árangri að láta flugvélina TU 114 ná 960 km hraða á klst., en hún er fyrsta skrúfuflugvélin sem nær slikum hraða. Lockheed-verksmiðjurn- ar stefna að þvi að ná sama árangri með Recat, en ekki er enn Ijóst hversu hratt sú vel mun komast áfram. En um rússnesku flugvélina er það að segja að hún náði engum sér- stökum vinsældum, þvi fram- leiðendurnir voru i stökustu vandræðum með hreyfla henn- ar, þeir vildu illa tolla i festing- um sinum. Að iokum má geta þess að Boeing-verksmiðjurnar hafa hannað 200 sæta þotu, sem með sérkennilegri vængbyggingu á að geta flogið með 60% betri orkunýtingu en vélar verksmiðjanna hingað til. Þessi vél er enn á teikniborðinu. Eins og fyrr gat hafa flug- vélafræðingar aðaJlega einbeitt sér að breyttri hönnun flugvéla en minna látið sig skipta hreyfl- ana, sem svolgra i sig allt elds- neytið. Þó eru þeir að þreifa sig áfram með þotuhreyfla knúna fljótandi vetni og jafnvel láta þeir sig dreyma um kjarnorku- knúna þotuhreyfla. Þeir sem eldri eru i hettunni og ihalds- samari segja þetta draumóra, þessir þotuhreyflar framtiðar- innar komist aldrei lengra en á teikniborðið, eldsneytið sé allt of hættulegt til þess að til greina komi að nota það i flugvélar. Ef svo færi að nauðlenda þyrfti þotu, sem knúin væri kjarnorku eða vetni ættu þeir sem innan- borðs væru enga lifsmöguleika, þvi alit mundi splundrast i frumparta sina. Stórkostlegt úrval af FERMINGARGJOFUM M.a. Braun rakvélar, margar gerðir Braun hórburstasett, 4 gerðir Kasettutœki, ferðatœki, steriotœki, sjónvarps-, reikningstölvuleikspil. Rafmagnsútvarpsklukkur. Mikið úrval af hljómplötum og kasettum og 9 teg. af sjónvörpum Ssjyþ: SEIXIIMHEISER hess audio-technica HEYRNAR- TÓL r I MIKLU ÚRVALI SJÓNVARPSMIÐSTÖÐIN SF. Við erum í Síðumúlo 2. Næg bílostæði. — Simi 09090

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.