Morgunblaðið - 09.02.2001, Blaðsíða 1
VARALÍFFÆRI ÚR VEFJASÝNUM/2 ÍSLENSKA SEM ANNAÐ
MÁL/2 SKEGGRÆTT UM SKEGG/4 ATFERLISMEÐFERÐ – ÞJÁLFUN
FRÁ MORGNI TIL KVÖLDS/6 SAGAN ENDURTEKIN/7 AUÐLESIÐ /8
HNAKKASPENNUR og teygjur meðalls kyns blómum hafa verið áberandiundanfarin misseri og munu verða svo
enn um sinn. Föt með gerviblómum og blóma-
mynstri verða víða á boðstólum í sumar og segir
Heiða Agnarsdóttir, afgreiðslustúlka í verslun-
inni Spútnik, að níundi áratugur síðustu aldar sé
helsti áhrifavaldurinn í fatatískunni um þessar
mundir. Í Spútnik hefur blómaskraut í hárið ver-
ið selt um nokkurt skeið og viðbúið að svo verði
eitthvað áfram.
„Helsta breytingin er reyndar sú að blómin
eru að færast úr hárinu á flíkurnar sjálfar, til
dæmis fest á kjóla eða næld á buxur,“ segir
Heiða. Reyndar er allt blómaskraut uppurið
í versluninni í bili en verið að kaupa blóm í
öllum litum og gerðum, segir hún líka, svo
sem á „flottum nælum, teygjum og
spennum. Skartgripir eru miklu vinsælli
núna en áður og fleiri stelpur farnar að
þora að bera þá. Áður þótti dálítið konulegt
að vera með mikið af skartgripum, nú
þykir það hins vegar bara pæjulegt,“
segir hún. Einnig bendir Heiða á að
tíska augnabliksins sverji sig mjög í ætt
við tímabilið þegar í lagi þótti að vera
með sítt að aftan, það er níunda áratug-
inn, og einkennist til dæmis af pinnahæl-
um, útvíðum buxum og snjóþvegnum
gallabuxum. Ef einhverjum skyldi
svelgjast á við þessar fréttir má benda á
að snjóþvegið denim-efni nú í dögun 21.
aldar mun vera eitthvað allt, allt annað en
það sem áður var og margir eru enn að
reyna að gleyma. „Ég var nú reyndar búin að
sverja að ætla aldrei að ganga í snjóþvegnu
framar, núna þykir mér það hins vegar aftur
flott,“ segir hún.
Á fjögurra ára til fimmtugs
Kristín Ögmundsdóttir afgreiðir í Skarthús-
inu við Laugaveg og segir alls kyns platblóm
„rosalega vinsæl“ núna, bæði fyrir litlar og stór-
ar konur, 4-50 ára, þótt hópurinn frá 14 ára til
þrítugs sé líklega stærstur. Um þessar mundir
njóta blómanælur á pils og kjóla mestrar hylli,
segir hún enn fremur, auk þess sem blómaarm-
bönd og -hálsmen eru ný tilbrigði við laufgað
stef. Helstu litir vetrarins í umræddu blóma-
skrauti hafa verið svart, rautt, grænt, appels-
ínugult og bleikt og munu ljósblátt, -bleikt og
-fjólublátt síðan ráða ríkjum í sumar. Fyrsta
blómasendingin kom í sumarlok á liðnu ári og
mun hafa gengið út jafnt og þétt í vetur og segir
Kristín merkja aukningu í blómaviðskiptum ef
eitthvað er upp á síðkastið. Býst hún til dæmis
við því að fermingarstúlkur muni skreyta hár sitt
gerviblómum nú í ár en glitsteinakórónur voru
aðalskrautfjöður þeirra í fyrra. „Gylltir skart-
gripir áttu ekki upp á pallborðið lengi en voru
mjög vinsælir fyrir jólin, sem og síðir eyrnalokk-
ar og stórir hringir í eyrun,“ segir hún enn frem-
ur og bætir við að síðir, lafandi eyrnalokkar muni
halda velli á næstunni auk þess sem perlufestar
og perlubelti séu í þann mund að slá í gegn hjá
yngri kynslóðinni. Það þykir semsagt ekki konu-
legt lengur að vera með perlur.
Blómaarmband. Blómapils.Blómleg öxl.
Gunnhildur Jónsdóttir, sjö ára. Morgunblaðið/Ásdís
Hárskraut með blómum frá Skarthúsinu.
Hálsblóm.
Gerviblóm
frá hvirfli til ilja
hke
F Ö S T U D A G U R 9 . F E B R Ú A R 2 0 0 1 B L A Ð D