Morgunblaðið - 09.02.2001, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 09.02.2001, Blaðsíða 6
DAGLEGT LÍF 6 D FÖSTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ H JÓNIN Karólína Söe- bech og Halldór J. Kristjánsson leituðu lengi eðlilegra skýr- inga á því að Kristján sonur þeirra var seinn til máls. Sem smákrakki hafði hann reyndar talað svolítið og eins árs gat hann hermt eftir hljóðum dýra og svarað einföld- um spurningum. Síðan þróaði hann ekki frekara tal og dró sig æ meira inn í skel sína. Tæplega þriggja ára var Kristján greindur einhverfur. „Okkur var þá sagt að einhverfa væri mjög alvarleg og varanleg fötl- un,“ segir Karólína, sem ákvað að stýra sjálf atferlismeðferð sonar síns. Þótt atferlismeðferð hafi ekki ver- ið sú hefðbundna meðferð sem tíðk- aðist við einhverfu hérlendis, segir Karólína að þau hjónin hafi ákveðið að velja þá leiðina. Í slíkri meðferð er fyrst og fremst einblínt á hegðun (at- ferli) barnsins. Markmiðið er að kenna barninu að laga sig að og læra af umhverfinu. Í sex ár hefur Karól- ína ásamt þjálfurum stýrt meðferð- inni á Kristjáni, sem nú er níu ára. „Áður en Kristján greindist hafði ég ekki hugmynd um hvað einhverfa var. Einkennin byrjuðu í kringum tveggja ára aldur. Þá héldum við að þetta væru eyrnabólgur og vökvi í eyra því okkur fannst eins og hann heyrði ekki í okkur,“ segir Karólína. Fjölskyldan bjó í Bretlandi á þessum tíma og leitaði þar aðstoðar sérfræð- ings sem sagði þeim að vökvi í eyra gæti orsakað „heyrnarleysi“ drengs- ins. „Þegar Kristján var búinn að fá rör í eyrun og ekkert gerðist tók hann heyrnarpróf sem leiddi í ljós að hann var með 100% heyrn. Næsta skref var að leita til þroskalæknis en þá var komið að því að flytja heim. Í nóvember 1994 fórum við með Krist- ján á Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins eftir tilvísun frá heila- og taugasérfræðingi. Stefán Hreiðars- son barnalæknir þar vildi samstund- is fá drenginn í greiningu. Hann sá strax að eitthvað var að.“ Greiningin mikið áfall Karólína segist hafa verið farin að hafa miklar áhyggjur af því áður að barnið talaði ekki. „Ég keypti mér til dæmis bók um hugsanlegar orsakir þess að börn tali ekki. Hún hét Can I help my child to speek? Ég fletti yfir kaflann um einhverfu, vissi ekkert hvað það var og ekki hvarflaði að mér að eitthvað jafn alvarlegt og ein- hverfa hrjáði Kristján. „Ég leitaði ýmissa skýringa á því hversu seinn hann var til máls. Hann ætti til dæm- is eldri systur sem talaði mikið, hann væri strákur og byggi auk þess í er- lendu málsamfélagi. Þótt við vissum að eitthvað væri að var greiningin okkur mikið áfall. Hins vegar þekkt- um við drenginn okkar og vissum að mikið var í hann spunnið og gengum því ekki í gegnum sorgarferli eins og oft verður í kjölfar slíkrar greining- ar. Ég hafði farið á námskeið hjá Greiningarstöðinni meðan við biðum eftir að komast að í greiningu. Þar var mikið fjallað um einhverfu. Ég man að þá hugsaði ég með mér að það væri til lausn fyrir foreldra ein- hverfra barna án þess að ég setti sjálfa mig í þann hóp. Það hefur kannski verið einhvers konar afneit- un,“ segir Karólína hugsi á svip og hikar örlítið í frásögn sinni. „Eftir þetta nám- skeið var ég samt viss um að einhverfa væri ekki svo hræðileg þrosk- aröskun að ekkert væri hægt að gera.“ Karólína kveðst alltaf útskýra einhverfu út frá þrennu. „Einhverf börn eiga í erfiðleikum með tal, hegðun og eru oft með þrá- hyggju. Þau sýna sjálfsörvandi hegðun og vilja hafa allt í föstum skorðum. Sjálfsörvandi hegðun gerir það að verkum að þau virðast í eigin heimi og þannig lýsa margir ein- hverfunni. En eftir mína reynslu skilgreini ég einhverfu ekki á svo dramatískan hátt. Þetta er ekki heimur sem þau þurfa að búa í,“ seg- ir Karólína ákveðin. Þau hjónin fóru strax á stúfana að afla sér upplýsinga um möguleg meðferðarúrræði fyrir drenginn. „Ég leitaði uppi glósur úr námskeið- inu og fannst þá strax atferlismeð- ferðin mjög áhugaverð. Við kynntum okkur hvaða meðferðir væru í boði hér sem og erlendis. Við áttum ætt- ingja í Noregi og í Bandaríkjunum og við fengum þá til að kanna ein- hverfufélög þar. Við Halldór kom- umst þá að því að Norðmenn standa mjög framarlega í atferlismeðferð og frá Bandaríkjunum fréttum við að slík meðferð gæfi góða raun.“ Karólína og Halldór voru sammála um að velja atferlismeðferð í stað þess að notast við hefðbundin meðferðar- form eins og til dæmis TEACCH-meðferðina. En í þeirri meðferð er stuðst við myndir sem notaðar eru til að kenna barninu að tjá sig. Barnið er sigurvegari Karólína segir atferlismeðferð svolítið svipa til þess að byggja hús. „Byggður er góður grunnur að því sem önnur börn fá í vöggugjöf, til dæmis tali og skilningi. Þegar kom- inn er góður grunnur er hægt að kenna flóknari hluti. Mjög mikilvægt er að grunnurinn að húsinu sé traustur svo hægt sé að byggja þekkingu þar ofan á. Í atferlismeð- ferð er mikil áhersla lögð á alla hegð- un, áráttukennda hegðun og óæski- lega. Þannig finnst mér meðferðin taka á öllum vandamálum einhverfs barns. Þetta er kennsluaðferð til að kenna barninu allt sem það kann ekki í einstaklingsmeðferð frá morgni til kvölds. Allt það sem önnur börn læra sjálfkrafa er kennt í ein- staklingsþjálfun. Meðferðin gengur út á að barnið fái verkefni og svo við- brögð við lausnum verkefnisins, já- kvæð eða neikvæð. Styrking fyrir rétt svör og stýring ef barninu mis- tekst. Það má segja að barninu hafi mistekist alla ævi þar til meðferð hefst. Það skilur ekkert, veit ekkert og enginn skilur það. Barnið hefur alltaf tapað en á þennan hátt er það sigurvegari með aðstoð þjálfaranna. Í atferlismeðferð eru gerðar miklar kröfur til barnsins. Það þarf að svara rétt og reynt er að hafa vinnulotur þannig að barnið standi uppi sem sigurvegari eftir hverja æfingu.“ Fyrstu tvö árin var Kristján í ein- staklingsþjálfun 45–50 tíma á viku og þá var unnið alla daga, hálfan daginn um helgar og alla frídaga. „Það var meira að segja unnið á jóla- dag,“ segir Karólína og bætir við að eftir því sem þekking Kristjáns auk- ist verði vinnutíminn eðlilegri. „Núna eru tímarnir komnir niður í 30 á viku. Þegar Kristján er ekki í þjálfun erum við að æfa hann í að yf- irfæra allt sem hann hefur lært yfir á eðlilegar aðstæður. Þannig er allt sem var kennt áður í einstaklings- þjálfun núna orðið eðlilegur hlutur. Í rauninni er meðferð í gangi allan vökutímann. Allt sem við gerum er á vissan hátt þjálfun. Til dæmis að klippa, lita og gefa öndunum brauð. Þessu og fleiru svipuðu þurfti Krist- ján að læra að hafa gaman að.“ Þegar innt er eftir því hvort ekki sé lýjandi að vera í vinnunni allan sól- arhringinn skellir Karól- ína upp úr og segist vera með sérhæfða þjálfara sér til aðstoðar hverju sinni. „Ég hef frá upphafi verið með stúdenta úr sálfræði í vinnu og mér hefur alltaf gengið mjög vel að fá þjálfara og verið hepp- in með fólk. Mín skoðun er nefnilega sú að atferlismeðferð sé ekkert ann- að en þjálfarar. En leiðir skilja, þjálfararnir fara í framhaldsnám og nýir koma í staðinn en maður er sjálfur alltaf á staðnum. Það er því virkilega mikilvægt að foreldrar séu vel með á nótunum.“ Karólína upplýsir að meðferð Kristjáns sé hluti af fjölþjóðlegri rannsókn á vegum Ivars Lovaas, prófessors við Kaliforníuháskóla, sem þróaði heildstæða atferlismeð- ferð sem meðferðarform. „Þar sem meðferðin er rannsókn- arefni þarf að skrá allt mjög ná- kvæmlega niður. Skrá hverja ein- ustu nýkennda hegðun og hversu mikla kennslu þarf til að ákveðin hegðun lærist. Öll óæskileg hegðun er skráð til að hægt sé að taka rétt á henni. Með þessu móti má sjá hvað tekur langan tíma að kenna hvern flokk. Hægt er að skoða ferlið frá því að Kristján var mjög lengi að læra eitthvað og hlutfall réttra svara var mjög lágt þangað til hann varð fljót- ari og hlutfall rangra svara lækk- aði.“ Launin eru árangurinn En hvers vegna ákvað Karólína að stjórna sjálf meðferð sonar síns? „Ég valdi þetta í rauninni ekki sjálf en mér fannst þetta strax gíf- urlega áhugavert verkefni og miklir hagsmunir í húfi einkum fyrir okkur foreldrana. Auk þess að stjórna með- ferðinni felst starfið í að hafa sam- band við erlenda ráðgjafann, ráða fólk og þjálfa það upp. Allt hefur gengið vel en þetta er ofboðsleg vinna. Þrátt fyrir að góðir þjálfarar komi og fari og geri kraftaverk, tel ég nauðsynlegt að annað foreldrið taki þátt í eða stjórni meðferðinni. “ Karólína segir fullt starf að stjórna slíkri meðferð. „Fyrsta árið var ég að allan daginn, í pappírs- vinnu milli þess sem ég þjálfaði. Og svo var ég að undirbúa námsefnið á kvöldin. Ég skil í raun ekki hvernig mér tókst þetta á sínum tíma en ákafinn var svo mikill að ég staldraði ekki við til að velta því fyrir mér. Ég gerði þetta af svo mikilli gleði. Eftir því sem pappírsvinnan varð meiri, þeim mun meiri framförum tók Kristján. Ég hreint elskaði vinnuna sem hlóðst á mig af því þá vissi ég að þekking hans og skilningur jókst í samræmi við það. Ég fæ góð laun fyrir mína vinnu.“ Aðspurð segir Karólína að það sé dýrt að reka slíkt meðferðarstarf. „Þetta er dýrt en bæjarfélagið hefur komið til móts við okkur. Í byrjun með fjárframlagi og eftir að Kristján byrjaði í skóla hefur Garðabær tekið þátt í heimsóknum erlenda ráðgjaf- ans frá Bandaríkjunum. Kristján er líka með stuðningsfulltrúa í skólan- um en annan kostnað berum við sjálf.“ Nú kemur Hanna, systir Krist- jáns, inn til að kasta kveðju á mömmu sína. Þegar hún er farin sína leið berst talið að því hvernig það sé að eiga einhverft barn og hvernig áhrif það hafi á fjölskyldulífið. „Það er mjög erfitt því einhverfan sjálf er mjög erfið. Eins og efalítið flestir hélt ég að ekki myndi koma fyrir mig að eignast fatlað barn. Slíkt finnst flestum hræðilegt áfall. Ég hugsa ekki svoleiðis lengur og er einhvern veginn viðbúin því að allt geti gerst bæði jákvætt og neikvætt. Auðvitað hefur það oft mikil áhrif á fjölskyld- una þegar Kristján hegðar sér illa. Og oft er heimilið eins og umferð- armiðstöð, enda ganga þjálfarar hér inn og út alla daga vikunnar og eru bara eins og heimilisfólk. Hanna systir Kristjáns er líka búin að vera mikil hjálp og hefur verið mjög dugleg. Hún hefur tekið þessu mjög vel en við höfum líka passað upp á það að hún fái sínar gæða- stundir með okkur.“ Fordómarnir farnir lönd og leið Karólína viðurkennir að viðhorf sín til manna og málefna hafi breyst töluvert á undanförunum árum. „Já, ég virði allt núna og mér finnst allt eiga rétt á sér. Ég hef lært það mikið af reynslunni að ég er ekki eins fordómafull og ég var áður. Það sem hneykslaði mig þá gerir það Þjálfun morgni kvölds Undanfarin sex ár hefur Karólína Söebech stýrt atferlismeðferð á einhverfum syni sínum. Hún sagði Hrafnhildi Smáradóttur m.a. að hegðun sem flestir læri sjálfkrafa þurfi að kenna einhverfum og að með þrotlausri kennslu megi rjúfa einangrun þeirra. Morgunblaðið/Kristinn Karólína Söebech og Halldór J. Kristjánsson ásamt börnum sínum, Kristjáni og Hönnu. Í meðferðinni er fyrst og fremst einblínt á hegð- un barnsins Einhverf börn vilja hafa allt í föstum skorðum til frá A T F E R L I S M E Ð F E R Ð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.