Morgunblaðið - 09.02.2001, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 09.02.2001, Blaðsíða 5
DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2001 D 5 Morgunblaðið/Þorkell Morgunblaðið/Árni Sæberg Morgunblaðið/Þorkell Morgunblaðið/Þorkell Stefán Stefánsson er verðandi faðir í fyrsta sinn og hefur safnað skeggi síðan á fimmta mánuði meðgöng- unnar. „Þetta var bara eitthvað sem ég ákvað einn daginn að gera, en fyrir þessu eru fordæmi sem ég hef heyrt um. Að safna skeggi og snerta það hvorki né snyrta fyrr en barnið kemur,“ segir Stefán sem þeg- ar er kominn með myndarlega rækt í andlitið. Hann segir skeggsöfnunina hafa vakið athygli fólks og ýmsir spurt hann hverju hún sæti. „En flestum finnst þetta fara mér nokkuð vel, held ég. Það er helst að fólk furði sig á því að ég skuli ekki snyrta skeggið og ég viðurkenni að stöku hár stendur dá- lítið út í loftið. Mig hefur oft langað að lagfæra skeggið og stundum hef ég verið að því kominn að gefast upp – en ég hef ekki látið bugast. Ég hef verið sterkur,“ segir hann og glottir. Aðeins örfáir dagar eru í að erfing- inn komi í heiminn og þá hefur Stefán hugsað sér að láta klippa bæði hár og skegg. Að öllu eða einhverju leyti. „Ég læt allavega yfirvararskeggið fjúka. Það er farið að ná svo langt niður og leita upp í mig, sem er dálítið truflandi. Stundum naga ég það reyndar, þannig að kannski er það ekki eins umfangsmikið og ella hefði orðið,“ útskýrir hann og fullyrðir að skegg sé ágætt á bragðið. Stefáni byrjaði snemma að spretta grön og hann er jafnan með mikinn skeggvöxt. Þó hefur hann sjaldan stundað reglulega skeggrækt eftir reglum kúnstarinnar. „Ég hef reynt það, en raksturinn hefur yfirleitt mis- heppnast þannig að ég hef endað með að raka allt af. Ef þetta á að verða fínt er betra að fá einhvern annan til verksins. Vinkona mín, sem er hár- greiðslukona, ætlar einmitt að klippa mig og raka þegar barnið er fætt. Reyndar ætla ég að vera viðstaddur fæðinguna, þannig að ég hugsa að barnið verði að þola að sjá mig skeggjaðan í fyrsta skipti, en svo hleyp ég beint í klippingu!“ Stefán segist að lokum vera með skeggsögu sem sannar að óhófleg skeggsídd geti orðið til trafala í dag- legu lífi. „Ég var að klæða mig til vinnu í fyrradag og tókst þá að renna lásnum bókstaflega í gegnum allt skeggið. Það var ekki mjög þægilegt, en mér tókst að losa mig án þess að hringja í 112. Ég tek undir kröfur um að tryggingafélögin bjóði skeggj- uðum sérstök kjör.“ Rennilásar varasamir  Stefán bíður erfingjans og lætur skeggið óáreitt.  Jónas fær betri þjónustu í búðum vegna skeggsins.  Skjöldur hefur séð mönn- um fyrir vaxi um árabil.  Sigurbjörn á frábæra rak- vél sem mælir skeggdýpt. skartaði alskeggi á árunum í kring- um tvítugt. Útlitið gaf hugboð um langa eyðimerkurvist og vakti tals- verða athygli fólks, ýmist hrifningu eða hroll. Svo rann upp sá dagur að Sig- urbjörn lét skeggið fjúka, aðallega vegna þess að húðin undir skegginu var hætt að geta andað. „Þá þótti mér svo mikið misræmi í útlitinu að ég rakaði allt hárið af höfðinu líka. Fljótlega hófu hár og skegg þó að vaxa aftur og síðan hef ég leyft þessu að vera. Þó hef ég aldrei látið skegg- ið síkka eins mikið og áður, nú snyrti ég það reglulega.“ Hann útskýrir hálært skipulagið að baki útlitinu, að síður ennistopp- urinn kallist á við síðan hökutoppinn, en í vöngum sé dýptin 6 millimetrar. „Ég á sko rakvél sem mælir skegg- ið,“ segir hann hreykinn. „En ég tek fram að þetta er alveg frumsamið út- lit, enda er ég enginn sérstakur áhugamaður um skegg og skoða ekki skeggræktarbækur. Hins vegar á ég bróður sem er haldinn þráhyggju um yfirskegg og safnar myndum af slíku af Netinu. Hann hefur reynt að veita mér ráðgjöf, en ég sinni því engu,“ bætir hann við. Hann kveðst í upphafi hafa hætt á að stýfa hökutoppinn af, þegar hann brá skurðarhnífnum á loft til snyrt- ingar, en hafi með tímanum æfst í íþróttinni. „Svo hef ég gert ýmsar til- raunir með útfærslu, skorið inn í skeggið og svoleiðis, en ég þori ekki að vera of flippaður og þess vegna hafa þetta aldrei orðið róttækar til- raunir,“ segir hann. „Annars er þetta skegg engin sérstök stúdía, það er bara þarna.“ Lögregluálit á skeggið Þegar hann er spurður hvort hann muni hvernig hann líti í raun út skegglaus, fer hann að hlæja. „Ja, ef ég man það ekki sjálfur er ég reglu- lega minntur á það þegar ég tek upp ökuskírteinið. Myndin í því er tekin á sköllótta tímabilinu. En satt að segja þori ég eiginlega ekki að raka mig – ég er orðinn svo vanur að vera eins og ég er. Skeggið veitir manni líka ákveðna vörn; það er alltaf hár- brúskur á milli mín og manneskj- unnar við hliðina.“ Piltur segir skeggið þó ekki vera til trafala við náin kynni, tilraunir hafi leitt í ljós að vel sé hægt að kyssa í gegnum kófið. En skeggið veitir líka vörn af öðr- um toga – er hlýtt eins og lopalagður. „Ég fann það best þegar ég rakaði allt af á sínum tíma, það var allt önn- ur veröld. Þá fann maður vindinn á vanga...“ segir hann og verður sem snöggvast skáldlegur og dreyminn. Eftir áralanga reynslu af skegg- burði segir Sigurbjörn umhirðuna alls ekki tímafreka, til dæmis þvoi hann skeggið hressilega með sjampói um leið og hárið. Þykkt skegg geti að vísu valdið sveppasýk- ingu í húð, en hjá því megi komast með því að snyrta og klippa reglu- lega eins og hann einmitt geri. Svo eru það kækirnir. „Jú, auðvit- að kemur fyrir að maður strjúki hökutoppinn gáfumannlega, en sennilega þyrfti ég að fá mér gler- augu til þess að það heppnaðist sem skyldi,“ segir Sigurbjörn og man að skilnaði ekki eftir neinni sögu af skegginu sínu. „Eða jú, ég var einu sinni stopp- aður af löggunni. Ekki út af skegginu samt – mig minnir að ég hafi verið ljóslaus á bílnum. Lögregluþjónarnir voru eitthvað að ávíta mig og sögðu að skilnaði: „Láttu svo raka af þér þetta ógeðslega skegg!““ Sigurbjörn fékk þannig boð frá laganna vörðum um að skerða skegg sitt, en af al- kunnum hetjuskap sinnti hann því engu. „Reyndar hefði verið flott ef þeir hefðu stoppað mig beinlínis út af skegginu – sagan væri eiginlega betri þannig,“ bætir hann við hugsi. Sigurbjörn Þorgrímsson er ýmsum kunnur sem raftónlistarmaðurinn Biogen. Hann skartar síðum höku- toppi, vangaskeggi og hári til sam- ræmis – mest af gömum vana. „Þeg- ar ég byrjaði að fá skeggrót prófaði ég að byrja að safna börtum, svona til þess að sjá hvort ég gæti það. Svo fór að myndast hökutoppur sem með tímanum tengdist börtunum, þannig að allt í einu var ég kominn með al- skegg,“ útskýrir Sigurbjörn, sem Frumsamið útlit hann látið hinn náttúrulega lit duga. „Annars er skegginu mínu helst líkt við skegg Salvadors Dalí, ef menn vilja endilega finna fyrirmyndir. Hans skegg lenti meira að segja einhverju sinni í höndum listamanna sem fengu að móta úr því ýmsar kynjamyndir,“ rifjar Skjöldur upp en kveður engar beiðnir hafa borist sér um afnot af skegginu í listrænum tilgangi. „En ég get sagt þér eina ágæta skeggsögu. Ég var einu sinni staddur á bar í Amsterdam ásamt Kormáki, en við áttum þar stefnumót við félaga okkar. Þá vindur sér að mér ókunn- ugur maður og hrópar með flæmskum err-hljóðum: „Skjoldurr, Skjoldurr..“ og annar maður segir við Kormák: „Beautiful Skjoldurr“. Ég skildi ekk- ert í því hvers vegna ég væri svona frægur þarna í miðri Amsterdam, en síðar komst ég að því að orðið yfir svona yfirskegg á einhverri mállýsku þar um slóðir hljómar næstum alveg eins og nafnið mitt.“ Ég þori ekki að vera of flippaður Stöku hár stendur dálítið út í loftið í - ð ó - - i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.