Morgunblaðið - 09.02.2001, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 09.02.2001, Blaðsíða 4
DAGLEGT LÍF 4 D FÖSTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ Jónas R. Halldórsson, fornmunasali í Antikbúðinni, er skeggáhugamaður mikill og ekki þarf að ganga lengi á eftir honum til þess að fá að vita deili á skeggi hans. „Ég er með skegg sem tekur breytingum eftir árstíðum. Á vorin, þegar sólin hækk- ar á lofti, raka ég hökutoppinn af – ekki síst vegna hita. Að sumri loknu kem ég mér upp spánskum, litlum hökutopp og þá veit fólk að haustið er komið. Þegar líða fer að jólum er ég kominn með ítalska rönd sem gengur frá hökutoppnum niður á undirhökuna. Og um leið og jólasveinarnir koma til byggða er ég svo kominn með svo- nefnt keisaraskegg sem felst í rönd- um sem ná út frá hökuskegginu og út á miðja kjálka. Keisaraskeggið finnst mér sjálfum flottast og ekki spillir að slíkt skegg grennir menn í andliti. Úfið og mikið skegg vill hins vegar gera menn kringluleitari.“ Yfirskeggið er annars það sem einna sterkast einkennir svip Jón- asar og er hvað eftirminnilegast í augum vegfarenda. Hann fer helst ekki út á meðal fólks án þess að vera með yfirskeggið vandlega vaxborið og snúið og hefur jafnvel þurft að grípa til örþrifaráða til þess að halda ímyndinni óskaddaðri. „Einu sinni gleymdi ég vaxinu á leið norður í land og hljóp í ofboði inn í Kaupfélagið á Blönduósi á leiðinni. Fólkið var ekki lítið undrandi að sjá mann með hang- andi yfirskegg birtast í dyrunum, en ég vatt mér þarna inn í kvendeildina og fann eitthvert gel sem ég gat not- ast við. Það er ótækt að láta svona skegg afskiptalaust og jafnvel konan, sem sýndi þessu takmarkaðan áhuga í upphafi, er nú eindregið þeirrar skoðunar að ekki skuli út farið nema skeggið sé í lagi.“ Jónas segir nauðsynlegt fyrir hvern skeggbera að sinna skeggi sínu, þrífa það og passa vel. „Það verður mikið að ganga á til þess að það gleymist. Ég man eftir kostu- legri frásögn í einni af Agötu Chris- tie-bókunum, þegar Hercules Poirot var á kafi í morðmáli sem gekk mjög nærri honum. Lýsingin á ástandi hans var þannig að „meira að segja skeggið lafði“ sem sagði býsna mikið um hversu mikið gekk á.“ Hér vantar skeggklúbb Jónast hefur skartað skeggi sínu í framangreindum afbrigðum í ein sjö ár og hefur orðið mörgum til fyr- irmyndar í skeggræktinni. „Það er orðinn heilmikill hópur af mönnum sem hefur tekið þetta upp eftir manni,“ segir hann og brosir dálítið drýgindalega. Bætir því svo við að Skjöldur herrafatakaupmaður hafi reyndar byrjað ræktina á svipuðum tíma og eigi eflaust sinn þátt í vin- sældunum. „Mér finnst ég alla vega taka eftir því sjálfur að þetta sé orðin ákveðin bylgja. Að vera með skegg er nefnilega eins og að eignast grænan Skoda. Þá fer maður ósjálfrátt að taka eftir öllum grænum Skodum í Reykjavík sem maður veitti aldrei at- hygli áður. Ég fylgist sem sagt með skeggi manna, enda áhugamaður um þessi mál, og svo les ég allt sem ég kemst í um skegg.“ En tilheyrir Jón- as þá ekki einhverjum klúbbi manna sem hefur skegg að áhugamáli? „Nei, það er einmitt það sem mér finnst vanta hérna, klúbbur eða kannski hagsmunasamtök skegg- ræktarmanna. Það væri líka hægt að halda skeggsýningar, svona eins og hundasýningar. Það gæti verið mjög fyndið, að sjá menn með mismunandi skegg ganga í röð fram á svið.“ Þegar Jónas er spurður um áhrif skeggsins út á við, minnist hann sér- staklega á viðbrögð erlendis. „Þar snýr fólk sér yfirleitt í hálfhring á götu þegar það mætir mér. Og ekki er laust við að ég fái talsvert betri þjón- ustu í verslunum út á skeggið – það er eins og fólki þyki sem maður sé einhver sérstakur, ef maður skartar svona skeggi. Ef maður leggur sig fram um að vera sérstaklega kurteis á móti, gengur þetta líka enn betur, þannig að segja má að sitthvað vinnist með góðu skeggi.“ Keisara- skeggið flottast ÞAÐ er kannski ekki beint hægt að segja að skegg sé í tísku. Alla vega ekki eins og hlaupahjól og heimasíður. En skeggrækt er þó engu að síður áhugamál margra sem fyrir vikið njóta víða athygli og jafn- vel aðdáunar. Menn reyta hár sitt og skegg til þess að finna upp á einhverju frumlegu í skeggræktinni og gæta þess vandlega á almannafæri að sítt hár, háir kragar eða þykkir treflar skyggi ekki á útfærslu skeggsins. Sumir halda skeggi sínu í horfinu og leggja sig fram við að hafa útlínur and- litsháranna ævinlega eins. Aðrir reyna ýmsar útfærslur og færa sig úr yfirskeggi í hökutopp, frá alskeggi til vangabrúska, allt eftir eigin duttlungum hverju sinni. Svo eru það þeir sem láta skegg sitt ein- faldlega vaxa villt án þess að skerða það svo mánuðum skiptir. Fyrirmyndir hinna skeggjuðu eru margar; Jesús Kristur, Salvador Dalí, Fidel Castro, William Shakespeare, Hall- grímur Pétursson, Gáttaþefur, Róbinson Krúsó... Jafnvel Sveinbjörn allsherjargoði eða Sólon Íslandus. Aðeins helmingur mannkyns getur með góðu móti og eðlilegum hætti safnað skeggi, svo sem kunnugt er. Af þeim sök- um þykir sumum skeggrækt eins konar þegnskylda allra karlmanna; að þeim beri skylda til þess að rækta þetta síðasta vígi karlmennskunnar og eina (!) svið þar sem karlmenn njóta enn óskoraðrar forystu og frægðar. En svo er ekkert endilega víst að þetta sé meginástæða þess að ungir menn hins nýja árþúsunds safna skeggi. Eina ráðið til þess að fá skorið úr um ástæðurnar er að svífa á nokkra skeggj- aða menn og spyrja þá hreint út. Það hef- ur nú verið gert og fylgja hér svörin ásamt myndum til sönnunar. skegg Skeggrætt Smekklegir brúskar í andliti, sem skegg kallast, njóta breytilegra vinsælda í takt við tíðaranda. Um þessar mundir er skegg tæpast í kringum hvers manns varir, en þess meira áberandi eru þeir sem það bera. Sigurbjörg Þrastardóttir sveif á andlitshærða menn og spurði um sögu fúlskeggs, alskeggs og hýjunga. Skjöldur Sigurjónsson, sem allt þar til í þessari viku rak við annan mann Herra- fataverslun Kormáks og Skjaldar, var á kaupmennskuferlinum löngum greindur frá meðeiganda sínum með hjálp ógleym- anlegs yfirvaraskeggs. Þeir sem lítið þekktu til þeirra félaga lögðu á minnið að Skjöldur væri sá með skeggið... Í búðinni seldu þeir félagar einnig margt sem tengdist skeggrækt; rakhnífa, vax, bursta og jafnvel antík-skeggsnyrt- isett, þannig að beint lá við að spyrja Skjöld um skeggáhugann. Hann segist aldrei hafa lagt upp með úthugsaða áætlun í skeggmálum. „Málið var það að mér óx ekki grön og var alltaf í framan eins og ber barnsrass,“ byrjar hann. „Einhvern tíma prófaði ég svo í eitt skipti fyrir öll að safna skeggi, og þá kom það nákvæmlega svona. Yf- irskegg og hökutoppur en kalblettir ann- ars staðar.“ Hann kímir. „Með tímanum fór ég svo að reyna að vefja skeggið upp og komst neinum skaða með oddmjóu yfirskeggi sínu, svo sem með því að reka það óvart í augu fólks. „Sumir fá hræðslublik í augun þegar ég ætla að kyssa þá á kinnina, en engin hætta er á ferðum því skeggið er alls ekki svo hvasst til endanna,“ útskýrir hann. Minna skegg, minni hugsun Að safna skeggi sem dugar til þess að vefja tekur Skjöld um tvo mánuði, byrji hann frá byrjun. Og hann segir um- hirðuna alls ekki eins tímafreka og marg- ir virðist halda. „Ég bursta skeggið einu sinni til tvisv- ar á dag. Fyrst með hörðum bursta til þess að strjúka úr því og svo með linum bursta, en þá tekur það lagið sem það vill hafa áður en ég vaxber það.“ Þótt skeggið leiti sjálft í ákveðnar áttir eftir atvikum, telur Skjöldur það ekki vera gætt spádómsgáfu. Til að mynda sé það ekki ávísun á austanátt að skeggið leiti í austur þegar hann stendur við bað- spegilinn að morgni. Hins vegar komi skeggið að öðrum notum hversdags. „Það er til dæmis voðalega gott að fikta í skegginu þegar maður er að hugsa. En ef ég er skegglaus, get ég ekki annað gert en klóra í strjála broddana – og hugsa kannski minna fyrir vikið.“ Hann rakar yfirleitt skeggið af á sumr- in, án þess þó að á því sé föst regla. „Það er eiginlega ekkert útpælt við þetta skegg. Á meðan við nennum að vera sam- an, ég og skeggið, þá erum við saman. Annars ekki.“ Einu sinni reyndi hann að lita yf- irskeggið sem honum þótti heldur fölt og lítið áberandi. Átti svo leið um Þjóðleik- húskjallarann og var samstundis spurður hvort hann væri að leika í leikriti. Hann neitaði. „Af hverju ertu þá með málað skegg?“ var spurt um hæl og síðan hefur að því að ég gat það. Þá fór ég að leita að vaxi en fann ekkert almennilegt – það var hvergi til neitt nema einhver fita. Á tíma- bili notaði ég Grand Marnier-líkjör því í honum er talsverður sykur sem heldur vel.“ Síðar tók Skjöldur sjálfur að selja al- vöru vax í verslun sinni og hyggst jafnvel halda áfram að bjarga dyggustu „áskrif- endunum“ um vax þótt verslunin sé hætt. Ekki gekk þó alltaf jafnvel að vefja skeggið á upphafsárunum og Skjöldur segir frá athugasemd sem að honum var beint, kvöld eitt á skemmtistað í bænum. „Á staðnum var Gunnar Þorsteinsson, þýðandi, sem komið hafði sér upp drjúgu skyttuskeggi. Þegar hann sér mig stend- ur hann skyndilega upp og spyr: „Spon- sorar Íslandsbanki skeggið á þér?“ Þá hafði yfirskeggið á mér fallið niður öðrum megin þannig að það leit út eins og lógó Íslandsbanka,“ segir Skjöldur og hristir höfuðið raunalega. Hann bætir því við að Gunnar hafi ef- laust talið sig vera á leið í alþjóðlega skeggkeppni, með styrktaraðilum og öllu, en slíkar keppnir séu í alvöru haldnar, til að mynda í Osló. „Endilega láttu líta út fyrir að ég sé mikið inni í alþjóðlegu skeggmenningunni; að ég kunni skil á mótum í útlöndum,“ hvíslar hann í framhjáhlaupi. Hinu er ekki að leyna að Skjöldur hefur starfs síns vegna sogast dálítið inn á vettvang skeggáhugamanna, til dæmis með því að selja vaxið góða. „Þegar maður er með skegg eins og þetta, er það líka oft þannig að fólk vill endilega tala við mann um skegg. Jafnvel oftar en maður kærir sig um. Drukknar konur eru líka skæðar með það að þær vilja sífellt vera að tosa í skeggið eða koma við það, sem getur verið ofsalega pirrandi – sérstaklega ef það er að mér forspurðum.“ Skjöldur kveðst þó aldrei hafa valdið Ég var alltaf eins og ber barnsrass í framan Yfirskegg með líkjör Að vera með skegg er eins og að eignast grænan Skoda NJÁLL bjó að Bergþórshvoli í Landeyjum; annað bú átti hann í Þórólfsfelli. Hann var vel auðugur að fé og vænn að áliti, en sá hlutur var á ráði hans, að honum óx eigi skegg.“ Njáll Þorgeirsson er kynnt- ur til sögunnar í 20. kafla Brennu-Njáls sögu og þar er útliti hans ekki lýst að öðru leyti en því að honum „óx eigi skegg“. Það er engin tilviljun að þessi „galli“ er nefndur strax, enda á hann eftir að koma við söguna síðar. Í 44. kafla gerist þetta: Eftir ýfingar og mannvíg milli húsfreyjanna á Berg- þórshvoli og Hlíðarenda kem- ur þar, að Hallgerður lang- brók uppnefnir Njálssyni og lætur kveða um þá níð í eyru lausmæltra förukvenna. Þær flytja Bergþóru fregnirnar á laun og reiðist hún svo að hún eggjar syni sína til þess að hefna: „Bergþóra mælti, er menn sátu yfir borðum: „Gjafir eru yður gefnar feðgum, og verð- ið þér litlir drengir af, nema þér launið.“ „Hvernig eru gjafir þær?“ segir Skarphéðinn. „Þér synir mínir eigið allir eina gjöf saman; þér eruð kall aðir taðskegglingar, en bóndi minn karl hinn skegglausi.“ „Ekki höfum vér kvenna skap,“ segir Skarphéðinn, „að vér reiðumst við öllu.““ Taka þeir þó um síðir áskoruninni og halda af stað til þess að drepa Sigmund, þann er níðvísurnar hafði kveðið. Til þess dráps stóðu þó reyndar fleiri ástæður – skömmu áður hafði téður Sig- mundur við annan mann drep- ið Þórð Leysingjason, fóstra Njálssona. „[Njáll] mælti til Bergþóru: „Úti voru synir þínir með vopnum allir, og munt þú nú hafa eggjað þá til nokkurs.“ „Allvel skal ég þakka þeim, ef þeir segja mér víg Sig- mundar,“ segir Bergþóra.“ Uppnefni Njáls Karl hinn skegglausi og sona hans um

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.