Morgunblaðið - 09.02.2001, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 09.02.2001, Blaðsíða 8
AUÐLESIÐ EFNI 8 D FÖSTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ Netfang: auefni@mbl.is KRISTÍN RÓS HÁKONARDÓTTIR var útnefnd Íþróttamaður Reykjavíkur 2000. Hún er afreksmaður í sundi, tryggði sér tvenn gullverðlaun og tvenn bronsverðlaun á Ólympíumóti fatlaðra Í Sydney. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri afhenti Kristínu Rós bikar við athöfn í Höfða. Íþróttamaður Reykjavíkur Morgunblaðið/Ásdís Kristín Rós brosir breitt með bikarinn sér við hlið. HÉRAÐSDÓMUR Reykjaness dæmdi Ásgeir Inga Ásgeirsson í fjórtán ára fangelsi fyrir morð á Áslaugu Perlu Kristjónsdóttur. Hann mun áfrýja málinu til Hæstaréttar. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að Ásgeir hefði hrint Áslaugu yfir handrið á tíundu hæð fjölbýlishúss í Kópavogi 27. maí. Ásgeir var drukkinn. Hann skýrði svo frá að þau Áslaug hefðu haft samfarir. Hún hefði viljað hætta og þá hefði hann reiðst ógurlega og ýtt henni að svala-handriðinu. Hann hefði séð hana falla yfir handriðið og lenda á jörðinni. Eðlisfræðingur komst að því með útreikningi að frásögn Ásgeirs stæðist ekki. Dæmdur FRAKKAR urðu heimsmeistarar í handknattleik karla um helgina. Þeir unnu Svía í úrslitaleik í París, skoruðu 28 mörk en Svíar 25. Þetta er í annað sinn sem Frakkar hreppa þennan titil, síðast unnu þeir hann á Íslandi árið 1995. Svíar hlutu silfur og Júgóslavar brons. Íslendingar urðu í ellefta sæti. Að lokinni keppni voru valdir bestu leikmennirnir. Svíinn Stefan Lövgren hlaut titilinn. Lið Svía þótti einnig sýna mestan drengskap í keppninni. Íþróttir Frakkar fremstir ÞRIÐJUDAGINN 13. febrúar verður fræðsla um ungbarna-eftirlit í Miðstöð nýbúa við Skeljanes, milli klukkan átta og tíu um kvöldið. Rætt verður meðal annars um fæðingar-orlof, barnabætur og mæðralaun. Túlkað verður á rússnesku og pólsku. Á döfinni Frá Miðstöð nýbúa SHARON, leiðtogi Likud-flokksins, vann mikinn sigur í kosningum til embættis forsætis-ráðherra á þriðjudag. Með því sýndu Ísraelsmenn óánægju sína með stefnu Baraks að koma á friði við Palestínumenn. Kosninga-þátttaka í Ísrael var lítil. Sharon hvatti Palestínumenn til að hætta öllu ofbeldi og setjast síðan að samningum. Hann hét stuðnings-mönnum sínum því að Jerúsalem yrði ekki skipt, en deilurnar um skiptingu borgarinnar hafa verið hatrammar. Arafat, leiðtogi Palestínu-manna, segist virða úrslitin og vonast til að umræður um frið haldi áfram. Barak hefur sagt af sér formennsku í Verkamanna-flokknum í kjölfar ósigursins. Hann segist hættur öllum afskiptum af stjórnmálum. Hann útilokar ekki að flokkur hans taki þátt í þjóðstjórn undir forystu Sharons, en það er vilji Sharons að mynda slíka stjórn. Bush Bandaríkja-forseti hringdi í Sharon og óskaði honum til hamingju með sigurinn. Margir þjóðarleiðtogar telja að kosning Sharons þýði endalok á friðarviðræðum. Það var Sharon sem heimsótti Musteris-hæðina í Jerúsalem sem varð til þess að óeirðir blossuðu upp í september. Sharon sigraði í kosningum um embætti forsætis-ráðherra í Ísrael Jerúsalem verður ekki skipt Reutera Sharon fagnar sigri í hópi stuðningsmanna. EFTIRSKJÁLFTAR urðu á Indlandi viku eftir að stóri skjálftinn reið yfir sem olli dauða tugþúsunda. Lítið tjón varð af þeim en skelfing greip um sig meðal íbúanna. Forsætis-ráðherra Indlands, Vajpayee, fundaði með fulltrúum allra flokka til að ná samstöðu um neyðaraðstoð á jarðskjálfta-svæðinu (í Gujarat- ríki). Samþykkt var að skipa nefnd til að hafa umsjón með hjálparstarfinu. Það tók um viku að kalla saman fulltrúa ríkis og hjálparstofnana til að skipuleggja aðstoðina. Um hálf milljón manna hefur misst heimili sín, vatn er mengað og rafmagn rofið. Þá hefur reynst erfitt að komast til margra afskekktra þorpa. Um helgina var því lýst yfir að engin von væri um að fleiri fyndust á lífi, en eftir það hafa nokkrir fundist. Má þar nefna ellefu mánaða gamalt barn. Enginn skilur hvernig það gat lifað svo lengi við slíkar aðstæður. Mörg ríki hafa sent hjálpargögn, eins og mat, lyf, tjöld og teppi. Jóhanna Lárusdóttir læknir er ábyrg fyrir neyðarhjálp Alþjóða-- heilbrigðis-stofnunarinnar. Hún segir að aðstoð hafi borist of seint í kjölfar jarðskjálftanna. Helga Þórólfsdóttir fór til Indlands á vegum Rauða kross Íslands. Hún vinnur með áttatíu manna liði Rauða krossins í borginni Bhuj þar sem eyðilegging og mannfall var hvað mest. Eftir- skjálftar á Indlandi Morgunblaðið/Ragna Sara Hallir og musteri í Bhuj skemmdust eða hrundu til grunna. INGVAR E. SIGURÐSSON fékk tilboð um að leika í kvikmyndinni K-19. Sigurjón Sighvatsson framleiðir myndina sem tekin verður í Kanada og Rússlandi. Myndin segir frá fyrsta sovéska kjarnorkukafbátnum sem sendur var í leiðangur árið 1961. Leki komst í kjarnorkuofn. Skipstjóranum tókst að koma í veg fyrir sprengingu sem hefði getað komið af stað kjarnorkustríði. Slysið kostaði um þrjátíu manns lífið. Harrison Ford leikur skipstjórann en Ingvar einn af skipverjunum. Efnið byggist á frásögn manna sem lifðu slysið af. Tökur standa fram á sumar en myndin verður frumsýnd 2002. Fresta varð frumsýningu á leikritinu Fjandmaður fólksins eftir Henrik Ibsen í Borgarleikhúsinu því að Ingvar var kallaður til Kanada með dags fyrirvara. Ingvar átti að leika aðalhlutverkið í leikritinu. Kafbátamynd Morgunblaðið/Jim Smart Ingvar E . Sigurðsson leikari. STOFNUÐ voru samtökin 102 Reykjavík á fundi í Ráðhúsi Reykjavíkur um helgina. Markmið samtakanna er að flugvöllurinn fari úr Vatnsmýrinni. Formaður samtakanna er Bryndís Loftsdóttir. Samtökin taka ekki afstöðu til þess hvar innanlands-flugið ætti að vera árið 2015. Ýmsar hugmyndir hafa komið fram. Ein er að flugvöllurinn verði áfram í Vatnsmýrinni, önnur að innanlandsflugið flytji til Keflavíkur. 102 Reykjavík

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.