Morgunblaðið - 09.02.2001, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 09.02.2001, Blaðsíða 3
DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2001 D 3 Kemur á óvart! ÓTRÚLEGA FÍNAR LÍNUR Y D D A / S ÍA vegar umsvifalaust að skipta sér, en gegna um leið hefðbundnu hlutverki sínu í lifrinni. Lifur rottu getur til dæmis endurnýjast að 2/3 hlutum á 5-7 dögum, og bavíanalifur sem grædd er í mann tvöfaldast að stærð og verður jafnstór og mannslifur á einni viku. Í spendýrum hafa lifrar- frumur mesta getu til þess að skipta um hlutverk, það er tapa sérhæfni sinni og skipta yfir í svokallaðan vaxt- arfasa til endurnýjunar. Aðrir vefir reiða sig á stofnfrumur án sérhæfingar, sem talið er að séu til staðar í nær öllum vefjum mannslík- amans. Stofnfrumur liggja í láginni þar til þær eru hvattar til virkni af til- teknum efnasamböndum og byrja að skipta sér og búa til nýja vefi. Fyrir tveimur árum gerðu vísindamenn þá uppgötvun að fjöldi stofnfrumna lægi í dvala, til dæmis í heila og tauga- kerfi, og segir Finnbogi því hafa verið lýst yfir í tímaritinu Science, að rann- sóknir á stofnfrumum hefðu leitt til mikilvægustu uppgötvana ársins 1999. Einhvers konar stoðgrind er nauð- synleg allri vefjamyndun og eitt af því sem rannsakað er af kappi um þessar mundir er hvers konar efni þurfi í undirstöðu hinna nýju vefja. Þarf hún bæði að fylla í skarðið sem fyrir er í líkamanum og eyðast, svo hinn nýi vefur falli að þeim sem fyrir er. Í sumum tilraunum hefur BMP verið sett saman við stoðefni, til dæmis límgjafa (collagen), í þessu skyni, auk þess sem vísindamenn við Michigan-háskóla hafa gert athugan- ir á plasmíði með erfðavísi BMP, í stað þess að sprauta beinmyndunar- þættinum í vefi. Segir Finnbogi stoð- grind ekki nauðsynlega í allri vefj- amyndun, mikilvægi hennar fari alfarið eftir því um hvaða vefi sé að ræða. Sumir vefir hafi ekki form, svo sem blóðið. Í öðrum sé formið eitt að- alatriðanna, svo sem við fegrunarað- gerðir. Rótfylling með aðstoð tannbeinskímfruma Stór þáttur vefjamyndunarrann- sókna beinist að tönnum. Glerungur- inn inniheldur 95% steinefni og við myndun hans er meginuppistaðan próteingrind þar sem steinefnin raða sér. Búið er að bera kennsl á og ein- rækta próteinin í uppistöðunni og gera vísindamenn sér vonir um að hægt verði að nýta þá þekkingu til glerungsgerðar. Ein aðferða sem vonir eru bundnar við er sú, að ein- angra stofnfrumurnar sem stýra steingervingunni, koma þeim fyrir í þrívíðri uppistöðu og sá nauðsynleg- um vaxtarþáttum. Þá er verið að gera tilraunir með tannbeinskímfrumur og tannkvikufrumur til þess að koma í veg fyrir stærri tannviðgerðir á borð við rótfyllingar. Loks má nefna tilraunir banda- rískra vísindamanna með húðrækt, ræktun slímhimnu, til dæmis í munni, hornhimnu, hjartaloka, þvagblöðru, lifur, taugafruma, munnvatnskirtla, brjósks, liðamóta og hjartavöðva. Finnbogi segir geysimikilla fram- fara að vænta á næstu árum á þessu sviði, hins vegar taki tilraunir af þessu tagi mikinn tíma. „Í augnablikinu er mikið vaxtar- skeið í þessum efnum, en allt eins hægt að búast við einhverri ládeyðu um tíma. Þegar merkar uppgötvanir eru gerðar, er tillhneigingin til mik- illar bjartsýni alltaf til staðar. Hins vegar tel ég að töluvert langur tími líði þar til líffæragerð verður prakt- íseruð almennt, sé hún á annað borð möguleg. Vísindamönnum hefur að vísu tekist að rækta þvagblöðru í hund og ef unnt verður að rækta líf- færi með stofnfrumum úr sama ein- staklingi mætti sneiða hjá vanda- málum vegna ónæmissvörunar, sem ávallt er áhyggjuefni í kjölfar ígræðslu. Einn æðsti draumurinn á þessu sviði í augnablikinu er endur- bygging lifrarinnar, því skortur á líf- færum til ígræðslu er viðvarandi vandamál. Lifrin er á hinn bóginn ákaflega flókið líffæri og ekki öll kurl komin til grafar í þessum tilraunum. Eins má búast við því að nokkur áhersla verði lögð á húðrækt í fram- tíðinni,“ segir hann. Aðaláhugasvið Finnboga er endur- nýjun tauga, sem hugsanlega gæti skipt sköpum fyrir fólk með mænu- áverka, svo dæmi sé tekið. „En þótt spennandi tímar séu framundan í þessum efnum er allt eins víst að vís- indamenn reki sig á veggi einn góðan veðurdag. Prótein sem gegna lykil- hlutverki í endurvexti tauga voru til dæmis uppgötvuð fyrir tveimur til þremur áratugum. Gangurinn í þess- um rannsóknum getur verið býsna- skrykkjóttur,“ segir Finnbogi Þor- móðsson doktor í taugalíffræði að síðustu. Texti og myndir: Vefsetur NIDCR og New Scientist. Vefir og líffæri vaxa í stórum tanki. Stofnfrumum er stráð á þrívíða uppistöðu ásamt vaxtarþáttum. FRÁBÆRAR SNYRTIVÖRUR Handsnyrtivörur frá = og Depend. Augabrúnaliturinn í bláu pökkunum frá Tana. Vax- og hitatæki til háreyðingar, háreyðingarkrem, vaxstrimlar og svitalyktareyðir frá Frábært verð og frábær árangur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.