Morgunblaðið - 02.03.2001, Síða 2

Morgunblaðið - 02.03.2001, Síða 2
Kertaljós og hjörtun rauð KERTALJÓS lýsa uppstéttina framan við hót-elið. Í fjallinu þýtur ívindinum og lágvær nið- ur frá fossinum berst í gegnum kvöldhúmið, sem er að færast yfir friðsælt bæjarstæðið á Skógum. Í móttökunni eru tveir rauðir, hjarta- laga púðar á stólum og kertaljós vísa veginn í stigaganginum og upp á herbergi. Þar er líka kveikt á kerti, í rauðri, hjartalaga umgjörð. Og meira að segja baðsápan er mót- uð eins og rautt hjarta. Rautt er litur ástarinnar og hjart- að tákn hennar og hvað er betur fallið til að ná upp rómantískri stemningu en einmitt rauð hjörtu? Við erum komin hingað til að „njóta, elska og hvílast“, eins og segir í yf- irskrift þessa helgarnámskeiðs á Skógum, sem Sigríður Anna Ein- arsdóttir félagsráðgjafi stendur fyr- ir. „Hjónanámskeið“ er ekki alveg rétta orðið, heldur miklu fremur „upplyfting fyrir ástfangin pör“, eins og Sigríður Anna orðaði það. Hér eru nefnilega ekki eingöngu hjón, sem hafa verið gift í áratugi, heldur einnig ógift fólk, sem verið hefur í sambúð í mislangan tíma. Fólkið er líka á mismunandi aldri og úr ýmsum áttum og samfélagshóp- um. Þverskurður af íslensku sam- býlisfólki, giftu og ógiftu. Sjálfsagt er fólkið á þessu nám- skeiði hingað komið á mismuandi forsendum og reynsluheimur þátt- takenda eins misjafn og þeir eru margir. Mannsævinni er oft líkt við ferðalag og hverjum ferðalangi er hollt að staldra við stöku sinnum og horfa yfir farinn veg og spá í fram- haldið. Ef að líkum lætur hafa skipst á skin og skúrir á leiðinni, vegurinn verið grýttur á köflum, á milli þess sem leiðin hefur legið um blómlegar sveitir og leiðin greið. Hvort heldur sem er getur verið skynsamlegt að doka við og hugsa sinn gang. Ástin er list Að loknum kvöldverði á föstu- dagskvöldið er farið upp í gömlu heimavistina í Skógaskóla. Þar flyt- ur Sigríður Anna fyrirlestur um ást- ina. Hún vitnar í þýska sálfræðing- inn og félagsfræðinginn Erich Fromm. „Ástin er list“ sagði sá ágæti fræðimaður og skrifaði meira að segja um þá kenningu sína heila bók. Raunar sagði Fromm að sam- band tveggja einstaklinga gæti ver- ið tvenns konar: Annars vegar samband sem einkennist af drottn- un annars aðilans og undirgefni hins. Hins vegar samband sem byggist á því að „gefa og þiggja“ og mælir leiðbeinandinn eindregið með því að menn temji sér þau heilræði í sambúðinni, sem von er. Þetta eru alkunn sannindi: „Give a little, take a little, that́’s the glory of love,“ (gefðu dálítið, taktu dálítið, það er dýrðin við ástina), söng bandaríski soulsöngvarinn Otis Reading á sín- um tíma. Það var að vísu á hippatím- anum, en á þó vel við enn í dag. Eftir fyrirlesturinn um ástina fara pörin eitt og eitt inn í litlu her- bergin, þar sem skólapiltar í heima- vistinni á Skógum bjuggu á meðan skólinn var og hét. Við flöktandi kertaljós ræðir parið hér saman um „ástina í lífi sínu“ og svarar spurn- ingum þar að lútandi. Svörin við þessum spurningum eru bara þeirra á milli, enda einkamál eins og svo margt annað sem fram fer á nám- skeiði sem þessu. Á eftir safnast þátttakendur sam- an „á sal“, leggjast á dýnu og fara saman í „hjónaslökun“ undir stjórn Sigríðar Önnu. Ekki þarf að fara mörgum orðum um mikilvægi þess fyrir nútímamanninn að „slaka á“, svo ekki sé talað um þýðingu slök- unar fyrir eðlileg samskipti maka, enda er innri spenna sjálfsagt oft or- sökin fyrir árekstrum í sambandinu. Á hótelinu bíður kaffi og terta. Eldur snarkar í arninum og matsal- urinn er lýstur upp með stórum, átta arma kertastjaka. Sánan og heiti potturinn eru heldur ekki langt undan og sumir fara þangað áður en þeir taka á sig náðir. Það fer vel um fólkið á hótelinu á Skógum, sem þær frænkur Guðbjörg Birna Guð- mundsdóttir og Fríða Jónsdóttir reka af myndarskap. Að setja sér markmið Laugardagurinn er tekinn snemma og fyrir hádegi eru þátttak- endur mættir upp í skólahús í fyr- irlestur um „streitu“. Vel við hæfi, eftir „slökunina“ kvöldið áður, að minna menn á að hraðinn í nútíma- þjóðfélagi, með tilheyrandi „streitu“, getur haft alvarlegar af- leiðingar í samskiptum fólks. Engar töfralausnir eru þó til á þessu vandamáli en Sigríður Anna bendir á nokkur atriði sem gott er að hafa í huga og gætu hugsanlega dregið úr streitu í fjölskyldunni. Til dæmis að fjölskyldan gefi sér reglulega tíma til að eiga stund saman, þar sem ekkert truflar og hafi jafnvel slökkt á síma og sjónvarpi. Annað er að setja sér markmið sem allir fjöl- skyldumeðlimir eiga þátt í að ákveða. Skapa hefðir í fjölskyldulíf- inu. Gæta þess að allir fái nægan svefn. Hugsa jákvætt og fylgjast vel með hvernig brugðist er við streitu- valdandi aðstæðum. Reyna að draga úr fullkomnunaráráttu sé hún fyrir hendi. Þá benti leiðbeinandinn á þá staðreynd að kímnigáfa dregur úr streitu og því sjálfsagt að nota „húmorinn“ til streitulosunar. Lík- amleg hreyfing dregur úr streitu og Sigríður Anna hvatti til þess að fólk temdi sér djúpöndun til að ná ró. Máli sínu til stuðnings veitti hún leiðsögn í djúpöndun. Leiðbeinandinn fór einnig í rann- sóknir sálfræðingsins J. Gottmans um það hvernig best sé að leysa ágreining. Þar eru nokkrir vegvísar sem gott er að hafa í huga: Forðastu ásakanir. Segðu hvernig þér líður tilfinningalega. Ekki gagnrýna per- sónuleika makans. Ekki móðga eða gera grín eða lítið úr makanum. Vertu hnitmiðaður. Haltu þér við ákveðið efni. Ekki reyna að greina persónuleika makans. Ekki lesa hugsanir hans eða gera honum upp hugsanir. Ekki eru tök á að fara hér í smá- Helgardvöl í fallegu og friðsælu umhverfi er góð upplyfting fyrir hjón og fólk í sambúð. Sveinn Guðjónsson tók sér frí frá amstri Daglegs lífs og horfði ásamt eiginkonu sinni yfir farinn veg og spáði í framtíðina. DAGLEGT LÍF 2 D FÖSTUDAGUR 2. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ Viktoria Antik  Síðumúla 34  Sími 568 6076 Antik er fjárfesting Antik er lífsstíll Opið mán.-fös. frá kl. 12-18 lau. kl. 11-17 sun. kl. 13-17 Antikhúsgögn og gjafavörur Gömul dönsk postulínsstell Ýmislegt áhugavert fyrir safnara „MARKMIÐIÐ með þessu nám- skeiði, „Að njóta, elska og hvílast“, er að gera ástfangin pör ástfangn- ari,“ sagði Sigríður Anna Einars- dóttir, félagsráðgjafi og leiðbein- andi á námskeiðinu á Skógum. „Þetta er upplyfting fyrir elskandi pör á öllum aldri, sem vilja spila á strengi ástarinnar.“ Sigríður Anna lauk BA-prófi í uppeldisfræði frá Háskóla Íslands 1985 og félagsráðgjöf til starfsrétt- inda 1988. Hún hóf þá störf við geð- deild Landspítalans og stundaði jafnframt sérnám í fjölskyldu- og hjónameðferð og ennfremur hag- nýtt nám í „klínískri dáleiðslu“, hjá Jakobi Jónassyni geðlækni, sem hún sagði að hefði síðan oft komið að góðu gagni við meðferð skjólstæð- inga sinna. Árið 1993 stofnaði hún félagsráðgjafarstofuna „Aðgát – félagsráðgjöf og fræðsla“, ásamt Sveinbjörgu J. Snorradóttur félags- ráðgjafa, og hefur síðan staðið fyrir ýmsum námskeiðum, bæði á stof- unni og í fyrirtækjum. Má þar nefna sjálfseflingarnámskeið undir yfir- skriftinni „Léttu þér lífið“, sam- skiptanámskeið sem hún kallar „Ég um þig, frá þér til mín“ og námskeið um streitu og streitu- stjórnun sem ber heitið „Stríðið við streituna“. Ásæðuna fyrir því að Sigríður Anna fór í auknum mæli að beina kröftum sínum að fjöl- skyldu- og hjónameðferð sagði hún vera þá, að hún hefði fljótlega tekið eftir því að ekki var allt- af nóg að vinna með ein- staklinginn einan og sér við lausn vandamálanna. „Einstaklingurinn er hluti af fjölskyldu og líð- an hans má oft rekja til þess hvernig sambandi hans við skyldmenni eða maka er háttað. Ég var oft að vinna með fólk sem komið var inn í vítahring óhamingjunnar og fór að velta fyrir mér hvort ekki væri hægt að stuðla að fyrirbyggj- andi aðgerðum í þessum efnum. Ég veit að það er hægt að vinna mikla fyrirbyggjandi vinnu með því að leggja áherslu á það sem gengur vel í sambandinu og það var ástæðan fyrir því að ég fór út í „upplyft- inguna“ „Að njóta, elska og hvílast“, enda langaði mig líka til að hitta fólk í sinni hamingju og hjálpa því til að hlúa enn frekar að hinum já- kvæðari þáttum í sambandinu. Það besta sem foreldrar geta gefið börnum sínum er hamingju- ríkt hjónaband. Og hvað mig sjálfa snertir eru það for- réttindi að fá að að- stoða fólk á leið sinni til betra lífs. Það hafa komið til mín hjón eftir svona helgi og sagt: „Við vissum að við vorum ástfangin, en gerðum okkur ekki grein fyrir því að við værum svona mikið ástfangin, fyrr en eftir þetta námskeið.“ Á þessu námskeiði er ekki verið að kafa ofan í vandamálin, og ég segi fólki það fyrirfram svo það fari ekki að gera sér rangar hugmyndir og búast við einhverjum patent- lausnum á öllum sínum vandamál- um. Eitt sinn hringdi í mig kona sem Upplyfting fyrir elskandi pör Sigríður Anna Einarsdóttir félagsráðgjafi Sigríður Anna Einarsdóttir félagsráðgjafi. Ástir Blíðu er hægtað sýna meðýmsum hætti.Til dæmis ernóg að snert-ast með tán-um á meðandagblöðin erulesin uppi írúmi.amlyndrahjóna

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.