Morgunblaðið - 02.03.2001, Qupperneq 4
DAGLEGT LÍF
4 D FÖSTUDAGUR 2. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ
inn,“ og þá áttar fólk sig betur. Marg-
ir halda þó samt að ég sé ekki skírður
þessu nafni, heldur sé þetta sérkenni-
leg stytting á nafninu Júlíus.
En vissulega var mér smávegis
strítt á þessu fyrst – hérna í gamla
daga. Helst var það með því að krökk-
um þótti þetta vera kvenmannsnafn. Í
skólann til okkar kom líka stúlka sem
búið hafði í Bandaríkjunum og hún
hét May, eins og mánuðurinn Maí, og
það studdi enn frekar þá hugmynd að
þetta væri stelpunafn. Á þeim árum
var maður svolítið viðkvæmur fyrir
því að vera kvenkenndur en þegar ég
fullorðnaðist sættist ég við nafnið
heilum sáttum.“
Hann segir til viðbótar sögu af því
þegar hann mætti á fund prestsins til
undirbúnings fermingar. „Ég var í
fyrsta hópnum sem fermdist hjá séra
Pétri Sigurgeirssyni sem síðar varð
biskup. Í fyrsta tíma leit hann yfir
nafnalistann og ég fylgdist með þegar
hann kom að bókstafnum J. Þá leit
hann upp, niður og aftur upp og sagði
loks: „Vill fröken Júlía Sæberg gjöra
svo vel að standa upp og kynna sig.“
Ég stóð á fætur eins og fullþroskaður
tómatur í framan og þótti þetta auð-
vitað heldur pínlegt,“ segir Júlí og
hlær.
Í dag heita ein stúlka og fjórir karl-
menn Júlí sem einnefni eða fyrra
nafni af tveimur, samkvæmt þjóð-
skrá. Í þeim fámenna hópi er fjögurra
ára dóttursonur Júlís (enn þannig
beygir Júlí nafn sitt í eignarfalli).
„Já, ég varð nú aldeilis upp með
mér þegar afastrákurinn var skírður í
höfuðið á mér. Ég vissi ekkert um þá
fyrirætlan og fannst reyndar til of
mikils mælst að fá lítinn nafna, þar
sem dóttir mín og tengdasonur höfðu
þegar skírt dóttur sína eftir konunni
minni. Þannig að þetta kom mér veru-
lega á óvart - ég tárfelldi þegar nafnið
var nefnt við skírnarathöfnina,“ segir
afinn. „Við erum miklir mátar og
hann kallar mig meira að segja nafna
sinn, hann er svo mannalegur. Það er
ýmist „afi“ eða „nafni“ þegar hann
kallar á mig.“
Aðspurður segir Júlí ekki vera
dæmi um önnur sjaldgæf nöfn í nán-
ustu fjölskyldu sinni – það sem helst
einkenni nafngiftirnar sé ræktarsemi
í þeim skilningi að oft sé skírt í höf-
uðið á nánum og kærum ættingjum.
„En ég get nefnt til gamans að ég á
mág sem heitir Ágúst. Og auðvitað
heldur fólk að systir mín sé að gera að
gamni sínu þegar hún tilkynnir:
„Þetta er maðurinn minn, Ágúst, og
þetta er bróðir minn, Júlí.“ Þá hlæja
gestirnir og spyrja hvort hún ætli
kannski næst að draga fram einhvern
sem heitir September.“
Morgunblaðið/Ásdís
Nafnarnir Júlí Sæberg og afastrákurinn Júlí litli Karlsson.
Júlí Sæberg Þorsteinsson, 65 ára
Sumarástin
bar ávöxt
ÞAÐ var á Akureyri sumarið1934 sem biluð vél og sumar-ást leiddu til þeirrar sérstöku
nafngiftar sem hér er um rætt. Júlí
Sæberg flugumsjónarmaður var í
æsku að líkindum eini maðurinn á
landinu sem bar nafnið Júlí, og er
spurður um söguna að baki.
„Já, ég var náttúrulega oft að
spyrja um þetta en fékk lítið að vita
annað en að pabbi hefði ráðið nafninu.
Svo var það skömmu áður en hann dó
að hann sagði mér hvernig nafnið
hefði komið til. Þannig var að hann
var vélstjóri á bát sem gerður var út
frá Akureyri þar sem þau mamma
bjuggu. Svo gerist það á tímum til-
hugalífs þeirra að vélin í bátnum bilar
seinnipartinn í júní 1934 og stendur
svo alveg út júlímánuð. Þar með fékk
pabbi lengra frí en þá þekktist, hann
og mamma gátu verið saman, alsæl,
og hann sagði mér seinna að þetta
hefði honum fundist besti tími lífs síns
fram að því. Níu mánuðum seinna
fæddist ég og þá ákvað hann að nafnið
skyldi vísa í þennan rómantíska júlí-
mánuð,“ segir Júlí og kveðst þykja
dálítið vænt um þessa sögu. „Þegar
fólk er skírt sérstökum nöfnum er það
oft þannig að einhver saga liggur að
baki, oft skemmtileg saga.
Á sínum tíma, þegar ég heyrði hana
af vörum föður míns, sem þá var nán-
ast á dánarbeði, hafði mér aldrei dott-
ið í hug að svona mikil rómantík hefði
getað blómstrað hjá jafnfullorðnu
fólki og foreldrum mínum – ég hafði
sennilega aldrei hugsað út í að gamalt
fólk var einu sinni ungt líka!“
Mágarnir Júlí og Ágúst
Nafn drengsins þótti óneitanlega
sérstakt og enn í dag hváir fólk þegar
Júlí segir til nafns. „Þá segi ég til
skýringar: „Júlí, eins og mánuður-
ÉG ÁTTI reyndar upphaflegaað heita öðru nafni,“ segirJúlí Ósk Antonsdóttir, 17 ára
Ólafsfirðingur. „Þegar mamma gekk
með mig, var maður sem vann með
henni sem sagði henni að hún myndi
eignast stúlku þann 29. september.
Ef þetta gengi eftir, skilst mér að
hugmyndin hafi verið að skíra mig
Dagnýju Ósk því maðurinn hét Dagur
Óskar.“
Spádómur mannsins gekk eftir, en
af einhverjum orsökum skiptu for-
eldrar stúlkunnar um fyrra nafn áður
en skírt var. Júlí Ósk kveðst ekki vita
af hverju. Kannski af því að umrædd-
ur maður hafi á endanum ekki komist
í skírnina, leggur hún til og brosir.
„Annars held ég bara að þetta hafi
verið hugdetta sem mamma og pabbi
fengu. Svo var það, mánuði eftir
skírnina, að presturinn kom og sagði
foreldrum mínum að þetta væri eig-
inlega karlmannsnafn. Það uppgötv-
aðist sem sagt ekki fyrr en of seint
og þá kom svona „úps“...“ segir Júlí
Ósk, sem er samkvæmt þjóðskrá eina
konan á landinu sem heitir þessu
nafni. Karlar sem bera sama nafn eru
fjórir. „Fólk sem ég þekki segir þó
yfirleitt að því þyki þetta tvímæla-
laust vera kvenmannsnafn og hljóma
undarlega sem karlmannsnafn, en
það er sennilega af því að það kynnt-
ist mér á undan. Þeir sem þekkja
karlmann sem heitir Júlí eru áreið-
anlega á gagnstæðri skoðun.“
Engin ástæða til stríðni
Þegar Júlí Ósk segir til nafns er
talsvert algengt að það sé tekið sem
Júlía Ósk. „En ég reyni að koma í veg
fyrir það með því að leggja áhersu á
í-ið og segi „Nei, ég heiti Júl-Í“. Ann-
að sem kemur fyrir er að fólk skrifar
stundum nafnið mitt með ypsiloni í
endann,“ segir stúlkan, sem bendir til
Júlí Ósk Anton
Hugd
foreld
HÚN Apríl Sól er fædd í sept-ember og heitir enda ekkibeint eftir mánuðinum apr-
íl. „Ég held að mömmu mína hafi
dreymt þetta nafn,“ segir stúlkan,
sem er 12 ára, þegar spurt er um
ástæður nafnsins. Að vísu er það
ekki alveg sagan eins og hún var,
því móðirin Heba Hallsdóttir var
glaðvakandi þegar henni vitraðist
nafnið. „Einn morguninn þegar ég
var með hana í fanginu óskírða
ákvað ég allt í einu að hún væri
Apríl Sól og ekkert annað,“ segir
Heba, en bætir samstundis við að
mannanafnanefnd hafi ekki verið
henni sammála. „Hún fær ekki að
heita þessu nafni, þannig að í þjóð-
skrá er hún einungis skráð undir
nafninu Sól,“ útskýrir móðirin og
segist leið vegna þeirrar andstöðu
sem beiðni hennar hefur mætt hjá
tilheyrandi nefnd. „Nafnanefndin er
víst í vandræðum með eignarfall
nafnsins, þótt ég sé það ekki. Ég
beygi „til Aprílar“ alveg eins og „til
Sólar“ og sé ekki rökin fyrir því að
banna þetta nafn. Apríl er alþjóð-
legt nafn eins og mörg önnur sem
hér tíðkast, til dæmis heiti ég sjálf
Apríl Sól Salómonsdóttir, 12 ára
Mætti heita
Aprílína
Í BÓKINNI Nöfn Íslendinga finnast
eftirfarandi nöfn sem eiga sér sam-
svörun í mánaðaheitunum. Sum eru
enn notuð, önnur hafa dáið út með
nafnberunum.
Til viðbótar þessum nöfnum hefur
Daglegt líf heimildir fyrir því að
Desember hafi verið notað sem
karlmannsnafn á Íslandi, í það
minnsta sem seinna nafn af tveimur.
Þrjú mánaðanöfn liggja þá enn
óbætt hjá garði en til eru fáein nöfn
sem af þeim eru dregin, svo sem Jan-
úaríus og Maídís.
MARS. „Í þjóðskrá 1989 báru átta
karlar nafnið sem síðara af tveimur.
Þar af rituðu fimm það Marz.
Notkun nafnsins í þessu formi virð-
ist að mestu vera bundin við Ísland.
Nafnið er komið úr latínu Mars sem
var heiti rómverska herguðsins. Við
hann er þriðji mánuður ársins, mars,
kenndur.“
JÚNÍ. „Í þjóðskrá 1989 var einn karl
skráður svo að síðara nafni af tveimur.
Það er sama orð og júní ’heiti sjötta
mánaðar ársins’.
Mánaðarheitið er komið úr latínu,
mens junius, leitt af heiti hjúskapar-
gyðjunnar Juno.“
JÚLÍ. „Í þjóðskrá 1989 voru fjórir
karlar skráðir svo, þar af tveir að síð-
ara nafni af tveimur. Það er sama orð
og júlí ’heiti sjöunda mánaðar ársins’
sem kenndur er við Julius Caesar.“
ÁGÚST. „Nafnið er stytting úr latínu
augustus ’mikill, stórfenglegur’ (af aug-
ere ’aukast’) en það orð var tekið upp
sem titill rómverskra keisara. Heiti
ágústmánaðar á sér sama uppruna.“
SEPTEMBER. „Samkvæmt mann-
tali 1910 bar einn karl í Gull./Kjós.
þetta nafn sem síðara af tveimur. Það
er sama orð og mánaðarheitið septem-
M Á N A Ð A N Ö F N Í S L E N D I N G A