Morgunblaðið - 02.03.2001, Blaðsíða 7
DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. MARS 2001 D 7
VEGGJAKROT er talið til al-þýðulistar samkvæmt skil-greiningu alfræðiritaenda á fyrirbærið sér
langa hefð og hefur meðal annars
fundist við fornleifauppgröft í
Pompei og Róm. Reyndar segir Ís-
lenska alfræðiorðabókin að veggja-
krot sé „krot eða teikningar á al-
mannafæri, til dæmis á veggjum,
almenningssalernum og biðskýlum;
oftast með pólitíska eða kynferðis-
lega skírskotun“, en jafnframt er
áréttað að hér sé um alþýðulist að
ræða.
Veggjakrot hefur vissulega á sér
ýmsar hliðar og sumt af því sem
krotað er á veggi er ekki birting-
arhæft í sómakæru dagblaði, enda
misjafn sauður í mörgu fé þegar um
veggjakrotara er að ræða. Suma úr
þeim hópi mætti þó fremur kalla
„vegglistarmenn“ þar sem hið
óvirðulega orð „krot“ á alls ekki við
um hæfileika
þeirra. Breki
Johnsen og Ög-
mundur Jóns-
son eru án efa í
þeim flokki,
enda er nú svo
komið að virðu-
legar stofnanir
og fyrirtæki
eru farin að
panta þá sér-
staklega til að
skreyta veggi hjá sér og greiða þeim
jafnvel þóknun fyrir.
Breki starfar hjá auglýsingastof-
unni „Góðu fólki“ og hyggur á nám í
auglýsingateiknun. „Við Ögmundur
erum æskuvinir og byrjuðum að
fikta við svona veggjakrot fyrir
fimm til sex árum og til að byrja
með af hálfgerðum prakkaraskap.
Við leituðum uppi auða veggi víðs-
vegar um bæinn og tókum okkur
það bessaleyfi að „skreyta“ þá.
Þetta voru þó yfirleitt veggir sem
ekki voru í alfaraleið og öllum var
sama um. Mig minnir að fyrsti vegg-
urinn sem við máluðum á hafi verið
úti í móa, við Reykjavíkurflugvöll.
Síðan hefur þetta þróast svona og
við höfum reynt að hafa þessar
teikningar með „listrænu ívafi“, ef
svo má segja. Þetta hefur svo eitt-
hvað spurst út því í seinni tíð höfum
við verið beðnir um að skreyta veggi
hjá ýmsum stofnunum og fyrir-
tækjum. Stærsta verkefnið til þessa
var hjá Kvikmyndaskóla Íslands, en
þeir hringdu og sögðust hafa séð
mynd eftir okkur á einhverjum vegg
og vildu endilega fá okkur til að
mála vegg hjá sér, og buðu okkur
greiðslu fyrir. Það er auðvitað frá-
bært að fá borgað fyrir það sem
maður hefur gaman af og vonandi
eiga fleiri eftir að leita til okkar með
svona skreytingar,“ sögðu þeir
félagar Breki Johnsen og Ögmund-
ur Jónsson vegglistarmenn.
svg
Morgunblaðið/RAX
Vegglistarmennirnir Ögmundur Jónsson og Breki Johnsen að störfum.
Veggmyndin í Kvikmyndaskóla
Íslands er stærsta verkefni
þeirra félaga til þessa.
Breki við eitt verkanna sem hann málaði á vegginn í undirgöngunum
undir Miklubraut og Lönguhlíð.
LISTá
Veggmyndin á
bak við versl-
unina „Týndi
hlekkurinn“
við Laugaveg
var fyrsta
myndin sem
þeir félagar
máluðu saman.
Sex metra breitt verk eftir Breka í Hjólabrettagarðinum á Granda.
Síðan hefur
þetta þróast
svona og
við höfum
reynt að
hafa þessar
teikningar
með listrænu
ívafi
vegg
Peysur,
bolir og
peysusett
frá
tískuverslun
v/Nesveg,
Seltjarnarnesi,
sími 561 1680.
,
li
S I G T Ú N I
Rifjaðu upp ljúfar
minningar!
við arineld,
góðan mat,
góða þjónustu
og ljúfa tónlist á
Borðapantanir í síma 568 9000
Gunnar Páll leikur fimmtud.,
föstud. og laugardag
frá kl. 19.15 til 23.00.
Fyrir hópa aðra daga.
Cranio-nám
Norðurland / Akureyri
28. 04 — 3. 05. 2001
Thomas Attlee, DO, MRO, RCST
College of Cranio—Sacral Therapy
Félag höfuðbeina og spjaldhryggsjafnara
www.simnet.is/cranio
422 7228, 699 8064, 897 7469