Morgunblaðið - 20.03.2001, Page 10
HANDKNATTLEIKUR
10 B ÞRIÐJUDAGUR 20. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Tvö fyrstu mörk kvöldsins komufrá leikmanni Gróttu/KR,
Hilmari Þórlindssyni, og gáfu tóninn
um hvað var í vænd-
um. Varnarmenn
Hauka náðu ekki að
hemja Hilmar í
leiknum og áttu í
raun ekkert svar við skyttunum
tveimur, Hilmari og Pettersons.
Fyrirliði Hauka, Halldór Ingólfsson,
var sá eini sem eitthvað lét að sér
kveða í sóknarleiknum og línumað-
urinn Aliaksandr Shamkuts naut
einnig góðs af sendingum frá Hall-
dóri. Haukaliðið virtist vera áhuga-
laust og skortur á leikgleði og vilja
fleytir þeim ekki langt. „Það er ein-
hver deyfð yfir okkur og menn eru
ekki að gera hlutina saman sem lið.
Á meðan svo er þá erum við ekki
betri en þetta. Við verðum að gera
betur í næstu leikjum og til þess
þurfum við að leika betur saman í
vörn og sókn,“ sagði Halldór Ing-
ólfsson.
Varnarleikur beggja liða var brot-
hættur og leikmenn beggja liða
fengu oft á tíðum að leika lausum
hala. Fjögur mörk í röð frá leik-
mönnum Gróttu/KR í byrjun seinni
hálfleiks og aftur um miðbik seinni
hálfleiks lagði grunninn að sigrinum.
Ólafur Lárusson þjálfari Gróttu/KR
á hrós skilið fyrir klókar innáskipt-
ingar þegar Pettersons var tekinn
úr umferð og sífelld ógnun frá skytt-
um liðsins gerði Haukunum lífið
leitt. Hornamenn Gróttu/KR, Davíð
Ólafsson og Kristján Þorsteinsson,
léku einnig prýðilega og nýttu færin
vel í leiknum.
„Við náðum góðum stíganda í æf-
ingar okkar á undanförnum dögum.
Það var allt annar bragur á þessu og
við höfum alla burði til að gera ágæt-
is hluti í úrslitakeppninni. Í raun var
Haukaliðið auðveldara viðureignar
en við bjuggumst við og liðið virkaði
þreytt og áhugalaust,“ sagði Magn-
ús A Magnússon, fyrirliði Gróttu/
KR. Haukar berjast í mótvindi
þessa dagana og rýr uppskera í
deildarleikjum að undanförnu gerir
það að verkum að liðið er í öðru sæti
deildarinnar. Margir af leikmönnum
liðsins virðast þreyttir og aðeins eitt
mark frá landsliðsmanninum Einari
Erni Jónssyni segir meira en mörg
orð. Lítil ógnun var frá hornamönn-
um liðsins og á sama tíma gekk lítið
upp hjá þeim Rúnari Sigtryggssyni
og Óskari Ármannssyni. Slakur
varnarleikur Hauka gerði það að
verkum að markverðirnir Bjarni
Frostason og Magnús Sigmundsson
náðu ekki að stöðva skotin frá and-
stæðingunum. Leikmenn Gróttu/KR
léku prýðilega á köflum og verði
áframhald á stórleikjum frá skytt-
unum Hilmari og Pettersons getur
allt gerst hjá liðinu í úrslitakeppn-
inni. Varnarleikur liðsins var samt
sem áður ekkert sérstakur en aðeins
skárri en varnarleikur Hauka.
Hilmar og Petter-
sons sáu um Hauka
LEIKMENN Gróttu/KR gerðu
góða ferð í Hafnarfjörð á sunnu-
dagskvöld er liðið sótti Hauka
heim. Eftir góða byrjun missti
Grótta/KR aðeins taktinn og
Haukar virtust til alls líklegir að
fara með sigur af hólmi eftir sjö
mörk í röð um miðbik fyrri hálf-
leiks þegar þeir breyttu stöð-
unni úr 6:10 í 13:10. Staðan var
jöfn í hálfleik, 14:14, en yf-
irburðir Gróttu/KR í seinni hálf-
leik fólust m.a í stórleik þeirra
Hilmars Þórlindssonar og Alex-
anders Petersons. Lokatölur
leiksins urðu 28:31 Gróttu/KR í
vil og er liðið til alls líklegt í úr-
slitakeppninni. Haukar virðast
vera að missa flugið en liðið
hefur tapað fjórum af síðustu
fimm deildarleikjum og erfitt
verkefni bíður liðsins annað
kvöld gegn KA á heimavelli.
Sigurður Elvar
Þórólfsson
skrifar
Það var allt lagt undir í Kapla-krika á sunnudag þegar FH tók
á móti Fram í öðrum leik liðanna í 8
liða úrslitunum.
Framarar sem
þurftu að hafa veru-
lega fyrir sigrinum í
fyrsta leik liðanna í
Framheimilinu komu mjög ákveðnar
til leiks og skoruðu fyrstu tvö mörk-
in. En FH-stúlkur með Dagnýju
Skúladóttur í fararbroddi voru ekki
á því að fara í snemmbúið sumarfrí
og nörtuðu stöðugt í hælana á Fröm-
urum. Það bar árangur því rétt undir
lok fyrri hálfleiks náðu FH-ingar að
komast yfir í fyrsta og reyndar eina
skiptið í leiknum, 15:14. En Fram-
arar hafa mikla reynslu og tveir elstu
leikmenn liðsins, Svanhildur Þeng-
ilsdóttir og Irena Sveinsson skoruðu
tvö síðustu mörk hálfleiksins. Fram-
arar leiddu því í leikhléi 15:16.
Seinni hálfleikurinn var jafn fram-
an af, Framarar höfðu ávallt frum-
kvæðið en FH-ingar jöfnuðu alltaf
jafnóðum. Um miðjan síðari hálfleik
kom mjög góð stemmning í varnar-
leik Framara og með Hugrúnu Þor-
steinsdóttur markvörð í broddi fylk-
ingar lokuðu þær hreinlega á
FH-liðið sem skoraði aðeins eitt
mark á tæplega 14 mínútna kafla,
Framarar gengu á lagið, þær skor-
uðu 6 mörk á þessum tíma og
tryggðu sér fjögurra marka sigur.
„Við vorum ákveðnar í því að
koma hingað og komast í undanúr-
slitin. Við lögðum mikla áherslu á að
spila agaðan leik, einbeita okkur í
vörninni og vanda okkur í skotunum,
svo var það stór plús að markvarslan
var mjög góð. Það er okkar hlut-
skipti að fara til Eyja og við munum
koma ákveðnar til leiks þar. Ég hef
trú á því að okkur takist að komast
áfram eftir þær viðureignir,“ sagði
Díana Guðjónsdóttir sem átti góðan
leik í liði Fram. En það var Hugrún
Þorsteinsdóttir markvörður sem var
hetja þeirra í þessum leik. Hún varði
alls 19 skot, þar af 2 vítaköst, og átti
stærstan þátt í því að ekkert gekk
upp hjá Hafnfirðingum í seinni hluta
síðari hálfleiksins. Þá átti Svanhildur
Þengilsdóttir líka mjög góðan leik í
liði Fram.
Hjá FH hafði Dagný Skúladóttir
mikla yfirburði – skoraði 10 mörk.
Athyglisvert er að aðeins fjórir leik-
menn FH skoruðu í þessum leik en
leikmenn sem að jafnaði hafa tekið
drjúgan þátt í markaskoruninni hjá
FH, eins og Björk Ægisdóttir, Hild-
ur Erlingsdóttir og Júdit Rán Est-
ergal skoruðu ekki eitt einasta mark.
Hugrún
hetja
Fram
FRAMSTÚLKUR tryggðu sér
sæti í undanúrslitum 1. deildar
kvenna í handknattleik þegar
þær sigruðu FH, 26:30, í öðrum
leik liðanna í Hafnarfirði á
sunnudag. Framarar munu
mæta Íslands- og bikarmeist-
urum ÍBV í undanúrslitunum en
Eyjastúlkur sigruðu Gróttu/KR
annað sinni, 24:25, á Seltjarn-
arnesi.
Ingibjörg
Hinriksdóttir
skrifar
MAGDEBURG mátti þakka fyrir
jafntefli, 25:25, gegn Nettelstedt á
útivelli í þýsku 1. deildinni í hand-
knattleik á laugardaginn. Joel
Abati skoraði jöfnunarmark
Magdeburg 3 sekúndum fyrir leiks-
lok og Alfreð Gíslason og lærisvein-
ar hans eru áfram í þriðja sæti
deildarinnar, þremur stigum á eftir
Flensburg og einu á eftir Lemgo,
en eiga einn leik til góða.
Róbert Julian Duranona, fyrrver-
andi félagi Alfreðs hjá KA, lék vörn
Magdeburg grátt á lokakafla leiks-
ins, skoraði þá hvert markið á fæt-
ur öðru og var markahæstur hjá
Nettelstedt með 8 mörk. En á loka-
sekúndum leiksins, eftir að mark-
vörður Nettelstedt varði vítakast
frá Abati, missti Duranona boltann
í hendur leikmanna Magdeburg
sem þökkuðu fyrir sig og jöfnuðu
metin.
Ólafur Stefánsson sat að mestu á
varamannabekk Magdeburg, var
ekki búinn að jafna sig af veik-
indum, en spilaði hluta úr síðari
hálfleik og skoraði eitt mark.
Dormagen tók heldur betur kipp
í fyrsta leiknum eftir að Guð-
mundur Guðmundsson hætti sem
þjálfari liðsins og vann stórsigur á
Eisenach, 31:22. Dormagen á því
enn möguleika á að halda sér í
deildinni. Róbert Sighvatsson var
drjúgur í leiknum og skoraði 6
mörk.
Heiðmar Felixson var marka-
hæstur hjá Wuppertal með 6 mörk
en það var ekki nóg gegn Gumm-
ersbach sem vann útisigur, 29:26.
Kóreski risinn Kyung-Shin Yoon
skoraði 14 mörk fyrir Gummers-
bach í leiknum.
Guðmundur Hrafnkelsson stóð í
marki Nordhorn allan tímann þeg-
ar lið hans lagði meistara Kiel í
hörkuleik, 28:24. Guðmundur varði
tvö vítaköst í leiknum, frá Nikolaj
Jacobsen og Jonas Ernelind.
Gústaf Bjarnason skoraði 5 mörk
fyrir Minden sem vann Wallau-
Massenheim, 28:24. Þetta tap gerir
líklega vonir Wallau um að berjast
um titilinn á lokasprettinum að
engu.
Magdeburg slapp fyrir horn
Eyjamenn byrjuðu leikinn beturog náðu fljótlega forystunni.
En gestirnir úr Mosfellsbæ voru
ekki langt undan og
náðu að jafna leik-
inn þegar rúmar 12
mínútur voru liðnar
og staðan var 6:6.
Eyjamenn, með Mindaugas And-
riuska fremstan í flokki, héldu í við
leikmenn Aftureldingar en það var
síðan eftir um 20 mín. leik að gest-
irnir sneru dæminu sér í vil og
gengu inn í búningsklefa í hálfleik
með tveggja marka forystu, 14:12.
Leikmenn Aftureldingar misstu
niður forskotið smám saman á upp-
hafsmínútum síðari hálfleiks og
Eyjamenn náðu að komast yfir í
stöðunni 16:15 og þá varð ekki aftur
snúið. Um miðbik hálfleiksins
misstu Mosfellingar þjálfara sinn
og driffjöður í sókninni, Bjarka Sig-
urðsson, út af vegna smávægilegra
meiðsla. Leikmenn Aftureldingar
voru einfaldlega ekki í takt við leik-
inn og áttu fá svör við góðri vörn
Eyjamanna og Gísla Guðmundsson-
ar þar fyrir aftan. Segja má að Gísli
hafi farið hamförum í markinu í síð-
ari hálfleik og varði hann m.a. 5
vítaköst. Við mótlæti gestanna efld-
ust heimamenn og náðu mest 5
marka forystu í stöðunni 27:22.
Þrátt fyrir maður-á-mann-vörn
ásamt því að taka Mindaugas og
Sigurð Ara Stefánsson úr umferð
gekk hvorki né rak hjá Aftureld-
ingu og Eyjamenn uppskáru sigur
og tvö dýrmæt stig.
Eyjamenn, sem hafa mátt þola
mikið mótlæti eftir áramót, sýndu í
þessum leik að þeir gefast ekki upp
þótt á móti blási. Þáttur Svavars
Vignissonar á línunni og Gísla Guð-
mundssonar í markinu var hreint út
sagt stórkostlegur í síðari hálfleik.
Svavar var sívinnandi á línunni og
Gísli varði á mikilvægum augna-
blikum. Einnig átti Mindaugas
virkilega góðan leik í sókninni.
Leikmenn Aftureldingar voru
einhvern veginn aldrei í takt við
leikinn og gerðu mörg mistök í vörn
og sókn. Þeirra besti maður í sókn,
Gintas Galkauskas, fékk að líta
rauða spjaldið þegar skammt var til
leiksloka vegna þriggja brottvís-
ana. Þeirra besti maður í leiknum
var Reynir Þ. Reynisson í markinu
sem kom í veg fyrir stærra tap.
Þjálfari Aftureldingar, Bjarki
Sigurðsson, var ekki upplitsdjarfur
eftir leik. „Þetta var frekar slakt
hjá okkur í kvöld og baráttu og
grimmd vantaði algjörlega. Menn
voru of fljótir að taka ákvarðanir í
sóknaraðgerðum og héldu ekki ein-
beitingu. Nú er bara að koma sér
inn á sporið aftur fyrir næsta leik á
miðvikudaginn,“ sagði Bjarki.
Fyrirliði Eyjamanna, Erlingur
Richardsson, var kampakátur í lok
leiks. „Það var ekkert annað en
barátta og sigurvilji sem innsiglaði
sigur okkar að þessu sinni. Svavar
og Gísli í markinu stóðu sig virki-
lega vel, áttu stórleik. Við höfum átt
í basli með mannskapinn núna eftir
áramót og til að mynda voru Jón
Andri Finnsson og Daði Pálsson
ekki í hópnum í kvöld. En á móti
kemur að ungir strákar komu inn í
liðið og stóðu sig virkilega vel. Hvað
framhaldið varðar þá eru fjögur
stig eftir í pottinum og við höfum í
raun engu að tapa, svo útlitið er
þannig séð bjart hjá okkur,“ sagði
Erlingur að lokum.
Morgunblaðið/Kristinn
Hart barist í leik Stjörnunnar og ÍR í Garðabæ, þar sem Stjörnumenn voru sterkari og fögnuðu
sigri, 25:23. Magnús Sigurðsson lék vel með Stjörnunni og skoraði níu mörk.
Barátta og
sigurvilji
EYJAMENN unnu góðan sigur á
Aftureldingu í Íþróttamiðstöð-
inni í Vestmannaeyjum á sunnu-
dag í hörkuleik þar sem mark-
vörður Eyjamanna, Gísli
Guðmundsson, var í aðal-
hlutverki. Leikurinn var kafla-
skiptur og skiptust liðin á um að
hafa forystu. Það var síðan um
miðbik síðari hálfleiks að Eyja-
menn bættu í seglin og upp-
skáru góðan sigur, 28:25.
Skapti Örn
Ólafsson
skrifar