Morgunblaðið - 20.03.2001, Page 11

Morgunblaðið - 20.03.2001, Page 11
HANDKNATTLEIKUR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. MARS 2001 B 11 Bæði lið lögðu mesta áherslu ávarnarleikinn svo að sóknar- leikurinn var ekki upp á marga fiska, sérstaklega ekki hjá Valsstúlk- um en Berglind Írís Hansdóttir, mark- vörður þeirra, stóð samt fyrir sínu. Um miðjan fyrri hálfleik var lítill kraftur í sókninni en þá gekk þjálfari Hauka, Ragnar Hermannsson, inn á völlinn og fékk réttilega fyrir það rauða spjaldið. Það virtist hleypa lífi í Valsstúlkur en að sama skapi draga vígtenn- urnar úr Haukum því næstu átta af tíu sóknum þeirra fóru í súginn og Valur fékk nokkur tækifæri til að komast yfir en tókst ekki. Auður Hermannsdóttir og Jenný Ásmundsdóttir markvörður sáu um að halda Haukum á floti fyrstu tíu mínútur síðari hálfleiks því aðra leikmenn vantaði allt sjálfstraust. Það kom hins vegar þegar leið á leikinn og þá lokuðu Haukar vörn- inni svo að Valur átti aldrei mögu- leika. Höfum fengið mikla reynslu í vetur „Við erum að spila mjög góða vörn og á köflum ágæta sókn en við vorum að eiga við deildarmeist- ara, sem eiga að vera góðir,“ sagði Eivor Pála Blöndal, fyrirliði Vals, eftir leikinn, sátt við veturinn. „Ég er nokkuð sátt við leikinn því þó að það sé súrt að detta úr keppninni tel ég að við höfum gert það með sæmd. Við lögðum af stað í vetur með efnilegt lið og það er nú orðið að góðu liði, sem getur gert stóra hluti á næsta tímabili. Við höfum fengið mikla reynslu á þessu tíma- bili og munum fara enn lengra á næsta ári. Ég geri ekki ráð fyrir að neinn leikmaður fari í annað lið – frekar að það komi einhverjir til liðs við okkur því það hljóta allir að vilja vera í liði sem er í mikilli upp- sveiflu.“ Fór allt úr skorðum þegar þjálfarinn sá rauða spjaldið Haukastúlkur unnu stóra sigra á Val í vetur og því virtist þeim erfitt að komast á skrið. „Við vorum ekki alveg með koll- inn í lagi í fyrri hálfleik og getum betur en þetta fór aðeins úr skorð- um hjá okkur þegar þjálfarinn fékk rauða spjaldið. Við ákváðum því í hálfleik að gera út um leikinn,“ sagði Hanna G. Stefánsdóttir, sem sýndi glæsilega takta. Haukar lengi í gang ÞAÐ var ekki fyrr en eftir hlé að deildarmeisturum Hauka tókst að brjóta mótspyrnu Vals- stúlkna á bak aftur þegar liðin mættust í síðari leik sínum í 8- liða úrslitum kvenna á laug- ardaginn. Þá kom sjálfstraustið og Valur náði aðeins að skora 2 mörk á 29 mínútum á móti 11 frá Haukum, sem sigruðu 19:11. Fyrir vikið eru Haukar komnir í undanúrslit. Morgunblaðið/Golli Anita Andreasson lék vel með Eyjaliðinu og skoraði sjö mörk. Stefán Stefánsson skrifar Stjörnu- menn halda í vonina STJÖRNUMENN halda enn í vonina um að komast í úr- slitakeppnina. Um helgina stöðvuðu þeir sigurgöngu ÍR-inga, sem hafa leikið vel að undanförnu en misstu flugið í Garðabænum. Stjarnan sigraði 25:23. Stjarnan lék vel að þessu sinni, sóknin var skipulögð og vörnin þétt en að sama skapi var leikur ÍR ráðleys- islegur á köflum. Heimamenn náðu góðri forystu en um miðjan síðari hálfleik slökuðu þeir á klónni og gestirnir náðu að minnka muninn þó svo sig- urinn væri ekki í hættu. Konráð ekki með Konráð Olavson lék ekki með Stjörnunni að þessu sinni en fylgdist með félög- um sínum af áhorf- endabekkjunum. „Ég var með annan flokk á Ak- ureyri um helgina en átti að vera kominn tímanlega fyrir leikinn. Rútan bilaði hins vegar á leið til Reykja- víkur og okkur gekk brös- uglega að komast þannig að ég kom í hús þegar fyrri hálfleikur var langt kom- inn. Ég var til taks fyrir síðari hálfleikinn en þetta gekk svo ljómandi vel hjá strákunum að ég horfði bara á,“ sagði Konráð. Frá fyrstu mínútu reyndu leik-menn Gróttu/KR að setja strangan vörð um Tamöru Mand- zic og Amelu Hegic en það tókst ekki betur en svo að Tamara skoraði 11 mörk. Það dugði hins vegar til að setja sóknarleik Eyjastúlkna úr skorðum en þar sem markverðir höfðu varið eitt skot samtals fram að 22. mínútu var nóg að hitta á markið til að skora. Gestirnir úr Eyjum náðu aldrei að stilla strengina í sókn- arleiknum og með mikilli baráttu komst Grótta/KR yfir 14:11 tveim- ur mínútum fyrir leikhlé. Þá loks tók Vigdís, markvörður ÍBV, við sér og lið hennar minnkaði muninn niður í 14:13 áður en flautað var til leikhlés. Á fyrstu mínútu síðari hálfleiks var einum leikmanni Gróttu/KR vikið af velli í tvær mínútur og það var nóg fyrir þrautreyndar Eyja- stúlkur því þær skoruðu þrjú mörk á meðan svo að taflið snerist við. Aftur tóku leikmenn Gróttu/KR við sér og tókst að jafna en síðan gekk allt á afturfótunum og ÍBV náði fjögurra marka forskoti, 19:23, þegar rúmar tíu mínútur voru til leiksloka. Grótta/KR hafði ekki sagt sitt síðasta orð og með mikilli einbeitingu tókst þeim að skora fjögur mörk í röð og enn rúm ein mínúta til leiksloka. Hófst þá mikið at og hvort lið náði að skora eitt mark en ÍBV átti síð- ustu sóknina. Dæmt var aukakast þegar sekúnda var til leiksloka og það dugði Tamöru. „Þetta er svo sárt,“ sagði Ágústa Edda Björns- dóttir úr Gróttu/KR eftir leikinn. „Við byrjum mjög vel í dag enda ákveðnar að láta ekki endurtaka sig að byrja eins hrikalega illa og í síðasta leik úti í Eyjum. Síðan spil- um við mjög vel en þá kemur bak- slag en með ótrúlegri baráttu náum við að jafna forskotið í lokin. Við bjuggumst því við að komast í framlengingu en þá koma upp vandræði sem skildu okkur eftir gapandi af undrun og það var afar sárt að tapa,“ bætti Ágústa Edda við en hún, Edda Kristinsdóttir og Ragna Karen Sigurðardóttir stóðu fyrir sínu. „Þetta var hrikalega erfiður leikur,“ sagði Vigdís, markvörður ÍBV, eftir leikinn. „Grótta/KR er gott lið en í síðasta leik í Eyjum byrjuðu þær mjög illa og það er erfitt að rífa sig upp úr því en í kvöld byrjuðu þær mjög vel,“ bætti Vigdís við en hún náði sér ekki á strik fyrr en í lok fyrri hálf- leiks. Sem fyrr segir var Tamara at- kvæðamikil þrátt fyrir að hennar ætti að gæta vandlega. Hins vegar hlýtur að vera Eyjamönnum áhyggjuefni hve liðinu gengur illa að leysa vandann þegar tveir leik- menn eru teknir úr umferð. „Við vorum búnar að hugsa nóg um hvernig á að bregðast við slíku en það virðist samt ekki ganga upp,“ bætti Vigdís við. Morgunblaðið/Kristinn Harpa Melstad, leikmaður Hauka, sækir að marki Vals. Sigurmark ÍBV á síðustu sekúndu HETJULEG barátta Gróttu/KR-stúlkna á lokasprettinum dugði þeim ekki til sigurs á Íslands- og bikarmeisturum úr Eyjum þegar liðin léku síðari leikinn í 8-liða úrslitum Íslandsmótsins á Seltjarn- arnesi á sunnudaginn því Tamara Mandzic skoraði sigurmark ÍBV í 25:24 sigri á síðustu sekúndu. Grótta/KR er því komið snemma í sumafrí en Eyjastúlkur mæta Fram í undanúrslitum. Stefán Stefánsson skrifar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.